Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1991, Síða 35
MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 1991.
43
Merming
Ásta Ólafsdóttir, höfundur Vatnsdropasafnins:
Myndlistin og skrifin
eigaþaðtilað
rekast á hvort annað
Ásta Ólafsdóttir, höfundur Vatnsdropasafnsins.
Vatnsdropasafniö er skáldsaga sem
nýlega kom út og vakið hefur verð-
skuldaða athygli. Höfundurinn er
Ásta Ólafsdóttir, myndhstarmaður
og rithöfundur. Hennar aðalstarf er
myndlistin. Á því sviði vinnur hún
bæði við eigin verk og hefur kennt.
Sem stendur vinnur hún á bókasafni
Myndhstarskólans.
Vatnsdropasafnið er saga tveggja
persóna sem hittast og elskast, sögu-
sviðið er skip og eyja. Þetta er ekki
fyrsta bók Ástu. í stuttu spjalli var
Ásta fyrst beöin að segja frá rithöf-
undarferli sínum:
„Vatnsdropasafnið er þriðja bókin
eftir mig sem kemur út. Þær tvær
fyrri gaf ég út sjálf. Sú fyrsta var
Þögnin sem stefndi í nýja átt, en
seinni bókin var á ensku, enda bjó
ég í Hollandi þegar hún kom út, hét
hún, I asked myself: Ásta Ólafsdóttir,
if this were a dictionary, how would
you explain your heart in it. Vatns-
dropasafnið er ólík þessum tveimur
bókunum aö því leytinu til að hún
er meiri saga, hefur til að mynda
sögusvið. Hinar tvær bækumar voru
eiginlega skrifaðir textar, Vatns-
dropasafnið hangir saman með per-
sónum og umhverfi.
- Þú ert myndhstarmaður auk þess
að vera skáld.
„Ég er lærður myndlistarmaður og
starfa sem myndhstarmaöur, en ég
skrifa nokkuð mikið, ekki að ég sé
ahtaf að skrifa skáldsögur, aftur á
móti þarf ég að losa mig við þaö sem
mér dettur í hug. Þetta er þörf og
mér finnst það skemmtilegt. Síðan
vinn ég úr þessum hugdettum. Að
baki Vatnsdropasafninu er langur
tími í vinnu sem tekinn er í skorpum,
aðallega hef ég unnið við bókina þeg-
ar ég hef átt lengri frí. Að mínu mati
er ekki hægt að vinna við skriftir í
tímaþröng, en ég hef ekkert markmið
í sjálfu sér með skrifunum, mér
finnst einfaldlega mjög gaman að
skrifa.“
- Verður þú ekki fyrir truflun frá
myndhstinni þegar þú skrifar.
„Jú, það togast á hvort ég á að gera.
Þegar tU dæmis koma páskar er ég
gersamlega rugluð hvort á ég að
mála eða skrifa. Þannig verð ég að
ákveða löngu fyrirfram hvað ég ætla
að gera i fríinu ef það á að nýtast
mér eitthvað. Það er auöveldara að
skella sér beint í skriftir. Þaö er öðru-
vísi með myndlistina. Oftast er eitt-
hvaö í gangi sem togar í mann, undir-
búningur fyrir sýningu eða þess hátt-
ar meira um að krafan um vinnu
komi utanfrá."
- Uppbyggin í Vatnsdropasafninu
er nokkuð sérstök?
„Mér finnst í sjálfu sér sagan sam-
svara sér ágætlega innan þess
ramma sem yngra fólk er að skrifa.
Hún er ekki beinslínis í rökréttu
samhengi. Mér skilst að margir haldi
að Vatnsdropasafnið sé ljóðabók, en
það er hún alls ekki. Það er öðru
hvoru í bókinni sem ég breyti form-
inu og uppsetningin verður þá eins
og ljóð. Én þetta er aðeins uppsetn-
ingin, ljóð hef ég aldrei skrifað."
- Er sagan að einhverju leyti per-
sónuleg?
„Nei ahs ekki og til að gera persón-
urnar eins fjarlægar mér sjálfri og
mögulegt var datt mér í huga að nota
nöfn á kóngafólki, fannst það vera
fjarlægast mér, fletti því upp í bók
um konungaættir og fann nöfn á per-
sónurna þar.
-HK
Sverrir Stormsker með
Ijóðabók og geisladisk
í fyrra var það Bubbi Morthens
sem var bæði með plötu og bók. í ár
er það Sverrir Stormsker sem er á
báðum vígstöðvum. Hjá Fjölva kem-
ur út ljóðabókin Vizkustykki en áður
hefur komið út eftir Sverri ljóðabók-
in Kveðið í kútinn sem löngu er upp-
seld. Sverrir sest gjarnan niður á
hljómleikaferðum og skrifar hugleið-
ingar sínar á blað og oft verður úr
því ijóð. í kveðskap hans kennir
margra grasa eins og í textum hans,
hann er kaldhæöinn og orðheppinn
í orðaleikjum sínum.
Greitest (S)hits heitir geisladiskur
með Sverri Stormsker sem Skífan
gefur út. Inniheldur hann átján lög
sem hafa öll komið áður út á plötum
hans en þær eru orðnar sex talsins.
Flest laganna eru þekkt í dag og nýt-
ur hann aðstoðar margra kunnar
tónlistarmanna. Á þessum diski er
-----J-----------.---1------------------
Sverrir Stormsker, Ijóð og lög á einu bretti.
ferill Sverris rakinn í stórum drátt- leg um árabil og voru þar að auki
um. aldrei gefin út á geisladiski.
Mörg þessara laga hafa verið ófán- -HK
HEKLA
LAUGAVEGI 174
S. 695500/695550
KENWOOD
RAFMAGNSPANNAN
HENTAR VEL í MARGSKONAR MATARGERÐ
KAUPTU KENWOOD
Á KR. 9.474
* í Lóninu á Hótel
mLoftleiðum verður fram-
reitt glæsilegt jólahlaðborð
á aðventunni, frá 29. nóv-
ember -23. desember.
■■"■■■■r ■ wv Matreiðslumeistarar
| H| hótelsins sjá til þess að
SNg I /■ TI hlaðborðið svigni undan
Ll I ■ ljúffengum réttum -
-■ M.MJ-Xir bæði í hádeginu og á
Fk Tk ■'k kvöldin; hvítlauksrist-
W I I I ■ I ■ aður smáhumar, síld,
WrL I ■ I reyktur lax, reyksoðin
S H ■ H ■ B ■ lundabringa, grísasteik,
reyksteikt lambalæri,
í HÁDECINII I.395 Klt. Á MANN hreindýrabuff, ris á
Á KVÖLDIN I.980 KR.Á MANN l'amande, kanelkrydd-
uð epli og ótal margt fleira.
Allir jólahlaðborðsgestir eru sjálfkrafa þátt-
takendur í glæsilegu ferðahappdrætti. Það fer
vel um þig í Lóninu og þjónarnir okkar leggja
sig alla fram til að stundin verði sem ánægju-
legust.
Borðapantanir í síma 22321. _;
FLUGLEIDIR
Þegar matarilmurinn liggur í loftinu