Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1991, Qupperneq 36
44
MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 1991.
Merming
Sumardvöl í sveit
Eitt andlausasta ritgerðarefni sem grunn-
skólakennarar við sjávarsíðuna geta lagt fyr-
ir bömin sín er að segja þeim að skrifa um
sumardvöl í sveit. Þannig geta þeir og börnin
bjargað sér á flótta undan hugmyndafátækt-
inni með því að segja frá dýrunum og öllu
því sem þykir við hæfi að böm skrifi um í
skóla og taki eftir í kringum sig. Eldri höf-
undar hafa líka oft getað hallað sér að þessu
efni og sent bömin til uppeldis að læra um
gamia tíma í sveitinni í stað þess að mæla
vanþroskandi götur kaupstaðanna. Efnið er
því eins útþvælt og nokkurt efni getur verið.
En þá kemur Guðbergur Bergsson með Svan-
inn og allt í einu er eins og enginn hafi dott-
ið ofan á þetta söguefni fyrr. Hér er allt nýtt
og öðruvísi en áður.
Svanurinn segir sögu ungrar stúlku sem
er send í sveitina til betrunar og uppgötvar
þar konuna í sjálfri sér. Á sveitabænum eru
bóndinn og kona hans, forfrömuð heimasæta
sem lætur eyða fóstri eftir strák á næsta bæ,
og draumlyndur kaupamaður sem hefur áð-
ur átt vingott við heimasætuna. Ytri atburð-
ir og samskipti persóna eru að vísu ekki í
öndvegi heldur fjölbreytileg innri reynsla
sem gæðir tilvemna dýpri merkingu þannig
að af öllu saman flæðir mikill skáldskapur
og rignir niður á lesandann eins og yfir
áheyrendur Egils foröum.
Stúlkan sem þroskast í sögunni er þó ekki
aðalpersóna í þeim skilningi að aliir atburðir
hverfist um hana. Hún er miklu fremur
áhorfandi að mannlífinu og sér hvað gerist
án þess kannski að skilja hvað er á seyði
hverju sinni. En það gerum við sem lesum
og sjáum allt lifna vegna þess frábæra auga
sem sögumaður hefur fyrir fólki, tilfinning-
um þess, hreyfingum og smáatriðum sem
skjótast fram hjá okkur flestum. En þegar
bent er á þau segjum við: „ Já, einmitt svona!“
Eins og þessi eina handarhreyfing kaupa-
mannsins þegar hann situr við eldhúsborðið
í rigningartíð: „Svo þreyttur var hann eftir
erfiði daganna að þegar hann vaknaði eftir
hádegisblundinn var hann ennþá sofandi
þótt hann staulaðist um eða sæti við borðið
og stryki sér í framan.“ (87)
Ekkert er sem sýnist
í sögunni er leikið með andstæður í hlut-
skipti og þroska manna þar sem ekkert er
blátt áfram, hvorki gott né vont. Ekkert er
einsleitt eða hneykslanlegt, ekki einu sinni
kynferðisleg misnotkun á barni (sem svo
myndi heita hjá múgamönnum og vera for-
takslaust fordæmd) sem er hér fléttuð inn í.
önnur undur mannlífsins og verður hluti af
þeirri reynslu sem dýpkar skilning stúlk-
unnar. Þannig birtist okkur aldrei eitt klárt
og kvitt sjónarmið eða lífsviðhorf. Við ótt-
umst þetta en finnum um leið og svona er
það. Lífið er hvorki einfalt né fagurt þó að
við vildum gjarnan að svo væri.
Annað dæmi um margræðnina kemur
fram í afstöðu til þýskrar tamningastúlku
sem kemur í sveitina og kennir bændum
loksins að sitja íslenska hestinn af hstrænni
reisn. Að vonum þykir slíkt uppátæki undar-
legt:
„Nú, reiðlistin virðist þá vera í því fólgin
að gera venjulegt hross óeðlilegt eða fíflalegt
á göngu, sagði húsfreyjan.
Nei, þetta er verulega fallegt, sagði dóttirin
þurriega. Maður sér að eitthvað venjulegt
hefur verið stílfært og gert þannig óvenjulegt
með góðri tamningu. Þar er gaidurinn.
Jæja, sagði móðir hennar. Hefur maður þá
ekki lengur vit á hestum?" (100)
Venjulegur hrekklaus lesandi gæti átt von
á því að menningarvitalegur höfundur tæki
afdráttarlausa afstöðu með markvissri, hst-
rænni tjáningu andspænis brjóstviti hins
óupplýsta. En tilvitnunin hér að ofan fær
mann til að halda að verið sé að hæða upp-
skafningshstamenn með því að láta bams-
lega einfeldni aíhjúpa þá. Sú kennd varir þó
Guðbergur Bergsson. Svanurinn tvímæla-
laust I hópu bestu skáldsagna sem komið
hafa út aö undanförnu.
Bókmenntir
Gísli Sigurðsson
ekki lengi því að báðum víddum er haldið
til haga og þegar bændur telja sig hafa hæðst
nóg að iðnrekendareiðlaginu úr Reykjavík
finnst þeim að þeir hafi „aldrei haft vit á
reiðhestum, heldur á áburðarhrossum, aldr-
ei skhið þrá hestsins fyrir flug efnisins í
skáldskap og goðheimi. Þeir höfðu aðeins
gert hann að þarfasta þjóni sínum en ekki
að félaga í öðm en jarðbundnu andríki stö-
kunnar, ekki að óhlutbundinni þrá andans
eftir fegurð og stílfærðri tign.“ (101) Les-
andinn fær þannig hvorki að finna th sam-
stöðu né andúðar á hstarleysi alþýðunnar
en les háð um fordóma hennar um leið og
hann fær skhning á eðhlegri afstöðu náttúm-
barnsins til þýskrar reiðlistar í íslenskri
sveit.
Svanurinn
Yfir sögunni vakir svanurinn sem tengist
tjölbreytilegum hamskiptasögum og frelsis-
þrá í táknheimi okkar. Af honum er líka
sagan um litla, ljóta andarungann sem
þroskast í thkomumikinn fugl og ekki er
laust við að vaxtarlag svansins þegar nær
dregur höfðinu veki ýmsar karlkynferðisleg-
ar hugmyndir hjá lesandanum. Og þær hug-
myndir em glaðvakandi á árlegu héraðsmóti
í sveitinni þegar lúðrasveitin Svanirnir
leggst ofan á konurnar „til að verja þær
þannig gegn skúrinni" (108). Undir lok sög-
unnar er svanurinn síðan sýndur í sterku
verndara- eða árásarhlutverki sínu hkt og á
svansmynd hohenska 17. aldar málarans Jan
Assehjn, sem prýðir kápu bókarinnar. Þann-
ig er svanurinn jafn fjölbreytilegur og marg-
ræður og sagan sjálf, og verður aldrei höndl-
aður í eitt skipti fyrir öh.
Svanurinn er tvímælalaust í hópi bestu
skáldsagna sem komið hafa út að undanf-
örnu eftir íslenska höfunda. Á ytra borði
fjallar hún um margnotað sthaverkefni
skólakerfisins en lyftir því með þeim hætti
að það virðist ósnert af öðrum. I henni eru
dregnar upp lifandi og dæmigerðar mannlífs-
myndir, en um leið einstakar, og lesandinn
er sífellt vakinn til umhugsunar um sam-
skipti okkar við annað fólk og möguleika til
þroska, hömlur jarðneskrar tilveru og frjáls-
ræði skáldskaparins.
Guðbergur Bergsson:
Svanurinn, skáldsaga, 148 bls.
Forlagið, 1991.
LE
EINS OG ÞÆR GERAST BESTAR
liiiillll
‘M‘í‘N»I‘I*M*í*Wss
‘rrrri
*•*«••••••
97900.-