Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1991, Blaðsíða 38
46
MÁNUDAGUR 16. DESEMBER 1991.
Meiming
Litbrigði landsins
Ný ljósmyndabók eftir Max Schmid
Á hveiju ári koma út litríkar ljós-
myndabækur frá íslandi, ekki aöeins hér-
lendis, heldur einnig' í Bandaríkjunum,
Þýskalandi, italíu og Frakklandi. Um þessi
jól getur fólk valið milh íjögurra bóka sem
leggja megináherslu á ljósmyndaþáttinn,
þriggja íslenskra og einnar þýskrar, auk þess
sem komnar eru út að minnsta kosti fjórar
aðrar bækur með íslandsmyndum í bland
við fræðandi texta. Stundum hvarflar að
manni að húið sé að ljósmynda sérhvem lófa-
stóran blett á landinu og gefa hann út á bók.
Einhverra hluta vegna þykir mér sú tilhugs-
un fremur dapurleg. Æ meir er lagt í prentun
og frágang þessara Ijósmyndabóka. Nú er svo
komið að ekki tjáir að gefa út ljósmyndir frá
íslandi nema eftir allra færustu menn og á
allra besta pappír sem völ er á. Næsta skref-
ið er sjálfsagt viðhafnarútgáfubransinn, ljós-
myndabækur í takmörkuðu upplagi, gefnar
út í kössum með upphleyptu letri og eigin-
handaráritun ljósmyndarans. Maður veltir
fyrir sér hvort markaður sé fyrir allan þenn-
an fjölda vandaðra og dýrra ljósmyndabóka.
Og hvort þessi þróun sé af hinu góða fyrir
ljósmyndina.
Krefjandi landslag
En litbrigði og lögun íslands hafa feiknar-
legt aðdráttaraíl fyrir ljósmyndara og ekki
ástæða til annars en að gleðjast yfir því.
Þetta íslenska landslag er hins vegar svo
kreíjandi að það tekur mörg ár fyrir ljós-
Max Schmid. Skynjar mýkt landsins.
myndara að venjast því, koma á varanlegum
tengslum við það. Af útlendum ljósmyndur-
um eru fáir eins nátengdir íslensku landslagi
og svissneski gönguhrólfurinn Max Schmid.
í hartnær tvo áratugi hefur hann ferðast um
ísland, annaðhvort einn síns liðs eða sem
leiðsögumaður annarra, og tekið myndir sem
vakið hafa athygh víða um Evrópu. Nokkrar
bækur eru helgaðar ljósmyndum hans,
sömuleiðis birtast þær reglulega í fagblöðum,
á dagatölum og víðar, um hinn þýskumæl-
andi heim. Á íslandi hafa verið gefnar út
tvær bækur með ljósmyndum Max Schmid,
Iceland The Exotic North og Akureyri A
Northern Haven, báðar hjá Iceland Review.
Nú er komin á markað ný bók um ísland
eftir Max Scmid sem er sennilega kórónan á
ferh hans. Bókin heitir einfaldlega Island,
er gefin út af forlagi í Hamborg og hefur að
geyma rúmlega sjötíu htljósmyndir, sem
flestar ná yfir heha opnu, og texta á þremur
Bókmermtir
Aðalsteinn Ingólfsson
tungum eftir Gerald Martin, íslandsáhuga-
mann th margra áratuga.
Rómantískur einfari
Max Schmid er rómantíker að upplagi.
Honum hður best þegar hann er einn á ferð
og getur lifað sig inn í andrúmsloftið á hveij-
um stað, kyrrðina, vatnsniðinn (það er ahtaf
mikhl hljóðlaus vatnsniður í myndunum
hans Max). Hann er hins vegar ekki mikið
fyrir fólk, skepnur eða hús, enda eru Ijós-
myndir hans af þessu þrennu fremur hvers-
dagslegar. Sé rétt andrúmsloft ekki fyrir
hendi úti í náttúrunni, bíður hann átekta eða
hagræöir aðstæðum sér í hag
Að horfa á Strokk gjósa að degi th, ef th
vhl í glaðasólskini, vekur með áhorfandan-
um hugsanir um ægikraftana undir jarð-
skorpunni. En að horfa á hann gjósa að
næturlagi, eins og Max Schmid virðist gera
(bls. 41), er dulmögnuð upplifun. Max virðist
heldur ekkert frábitinn þvi að beita filterum
th að magna upp andrúmsloftið, sjá myndir
hans frá Hjörleifshöfða og Öxnadal.
Takmarkalaus mýkt
Okkur þykir ísland sennhega vera fremur
harðhnjóskulegt en Max Schmid skynjar
hins vegar takmarkalausa mýkt í landsins
mestu harðbölum. Mosi og melgras mýkja
svartan sandinn, hafið gælir við klettana,
jafnvel þótt bæti hresshega í vindinn, og sjálf
þokan er ekki ógnandi heldur mjúklega allt-
umlykjandi. Að ganga inn undir Vatnajökul,
inn í jökulhehana við Kverkfjöll, í rennandi
bleytu og ísköldum úða, er á ljósmynd Max
eins og að fara inn í undursamlega ævintýra-
veröld. Hann gerir hins vegar ekki lítið úr
hættunni sem er því samfara að ferðast um
ísland og þessi hætta er sérstaklega áréttuð
í texta Geraids Martin. Hann fjallar aðahega
um jarðsögu íslands og hvernig hún hefur
mótað mannlíf á landinu. Textanum fylgja
gamlar koparstungur frá íslandi sem mynda
sterkt og skemmthegt mótvægi við mikh-
fenglegar htmyndir Max Scmid. Þessi bók
er markverður viðauki við íslandsmynda-
safnið.
Max Schmid & Gerald Martin Island,
Ellert & Richert Verlag, 162 bls. Hamborg 1991.
Það >‘kulf(ibZA,,t Setn Þér vil'x
,ð^oBþeinf^?aðaðril.menn
aesús
e,t"''yður,
Ssb^,
nfln,lrri ,nyf]d
BRAIT) IIANDA IIUNGRUÐUM HEIMI
•»- l’eir scm þjást híða hjálpar þinnar.
m- Franilag |>itt gctur ráðið úrslitum.
■»- l.ílil tipphað keinur líka að gagni.
öt; HJALPARSTOFNUN
KIRKJUNNAR
Páll Hjálmtýsson er meöal söngvara sem syngja á Minningar.
Minningar - Ýmsir
Hugguleg rómantík
Safnplötur af ýmsu tagi eru að vera æ fyrirferðarmeiri fyrirbæri í inn-
lendri plötuútgáfu og á þessu ári hafa líklega komið út fleiri slíkar plötur
en nokkru sinni fyrr hér á landi. Minningar eru ein af þessum fjölmörgu
safnplötum sem boðið er upp á fyrir komandi jól og samanstendur af
nokkuð sérkennhegum samtíningi úr ýmsum áttum. Það eina sem lögin
tólf á plötunni eiga sameiginlegt er aö vera í rólegri kantinum eða það
sem stundum er kahað rómantísk.
Fátt annað eiga þessi lög sameiginlegt og maður spyr sig eiginlega hvaö
lög eins og Ave Maria og Hvert örstutt spor eru aö gera á plötu með ís-
lenskum útgáfum af Only Love sem Nana Mouskouri söng hér um árið
og þjóðsöng Liverpoohiðsins, Yoy’ll never Walk Alone!
Svo má líka spyrja að því hvað lagið Móðurminning eftir Gylfa Ægis-
Hljómplötur
Sigurður Þór Salvarsson.
son er að gera á plötunni því hugmyndin virðist vera sú að öhu öðru
leyti að safna saman þekktum bahöðum en þeim flokki thheyrir lag Gylfa
engan veginn.
En þrátt fyrir að ýmsar spumingar vakni við hlustun á Minningar nær
platan því markmiði sínu að vera hugguleg og rómantísk og þar eiga flytj-
endur kannski hvað stærstan hlut að máh og þá ekki síður útsetjarinn
og upptökustjórinn, Pétur Hjaltested.
Flytjendumir, sem em þau Erna Gunnarsdóttir, Ari Jónsson, Guörún
Gunnarsdóttir, María Björk Sverrisdóttir og þau systkinin Páh Óskar og
Sigrún Hjálmtýsböm, standa sig allir með mikilh prýði en einna mest á
óvart kemur María Björk sem ekki hefur sungiö mikiö opinberlega á
plötum áöur. Sérstaklega er minnisstæður söngur hennar í einu faheg-
asta lagi plötunnar, Þrek og tár, þar sem María syngur bæði einstaklega
vel og hljómar nánast eins og Erla Þorsteins gerði á sínum tíma og þar
er ekki leiðum að líkjast.