Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1992, Side 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 1992.
Fréttir
Óánægja meðal foreldra sjö ára bama í Foldaskóla:
Einn bekkurinn með allt
að 7 kennara frá í haust
Foreldrar barna í Foldaskóla I Grafarvogi eru óánægðir með kennslu 7 ára barna. Dæmi eru um bekk sem hefur haft
7 kennara frá því i haust. DV-mynd GVA
Fæðlngarheimili Reykjavíkur undir Ríkisspítalana:
Starf sfólki verður
sagt upp bráðlega
- enútveguðönnurstörfístaðinn
„Barnið mitt, sem er í 7 ára bekk,
er búið að hafa allt upp í sjö kennara
síðan í haust. Umsjónarkennarinn í
bekknum hefur verið mikið flarver-
andi vegna veikinda og þá hafa hinir
og þessir forfallakennarar gripið inn
í,“ sagði foreldri eins bamsins við
DV. „Þá fá yngstu krakkarnir enga
leikfimi, enga tónmennt, enga hand-
mennt og svona mætti áfram telja.“
Annað foreldri sagði við blaðið að
ófremdarástand hefði verið í frímín-
útum í skólanum. Síðan hefði frímín-
útunum verið skipt og þá hefði
ástandið lagast mikið. Hins vegar
væru kennslumáhn alls ekki í nógu
góðu lagi. Umsjónarkennarinn í 7 ára
bekknum hefði einnig verið mikið
fjarverandi á síðasta skólaári og nú
virtist sú saga vera að endurtaka sig.
„Þetta er endemis þvæla, að krakki
í 7 ára bekk sé búinn að hafa svona
marga kennara síðan í haust,“ sagði
Amfinnur Jónsson, skólastjóri í
Foldaskóla, er DV ræddi viö hann.
„Það er einn kennari hér sem hefur
Tölvurnarunnu
yfirburðasigur
Tölvur unnu yfirburðasigur á
mönnum á skákmóti sem Skák-
skóli íslands og Taflfélag Reykja-
víkur stóðu fyrir á laugardaginn
í samvinnu við Kjarna hf. Alls
náðu tölvurnar 91,5 vinningum
gegn mönnum sem urðu að sætta
sig við 28,5 vinninga.
Alls vom keppendur á mótinu
60, þar af 30 tölvur, 20 nemendur
í Skákskóla íslands og 10 manna
sveit frá TR. Tefldar vom 4 um-
ferðir og náðu aðeins 4 jákvæðu
vinningshlutfalli gegn tölvunum.
Þeir Þröstur Ámason og Bragi
Þorfinnsson hlutu 3 vinninga
hvor og þeir Helgi Áss Grétarsson
og Hannes Hlifar Stefánsson hlutu
2,5vinningahver. -kaa
„Þegar ljóst verður hvernig mál
skipast verðum við að segja starfs-
fólkinu upp, það er að segja þeim sem
fara til Ríkisspítalanna, og bjóða því
síðan annað starf. Það verður auðvit-
að að rjúfa ráðninguna ef um breyt-
ingar verður að ræða. En þetta er
bara formsatriði. Það fá aflir laun
hjá okkur 1. febrúar," sagði Jóhann-
es Pálmason, framkvæmdastjóri
Borgarspítalans.
Nú er hafinn undirbúningur að yf-
irtöku Ríkisspítalanna á Fæðingar-
heimifl Reykjavíkur. Það hefur til-
heyrt rekstri Borgarspítalans en því
verður nú breytt. Stefnt er að því aö
þessar breytingar eigi sér stað seinni
partinn í næsta mánuði.
Þessa dagana standa yfir viðræður
við starfsfólkið á Fæðingarheimil-
inu. Er fyrirhugað að reyna að út-
vega öllum störf, þó svo að það verði
á öðrum deildum Borgarspítalans
eða hjá Ríkisspítulunum. Við yfir-
tökuna munu 7 stöðugildi fylgja Fæð-
ingarheimifinu en þar eru nú um 20
stöðugildi.
„Það verður reynt að leysa vanda
hvers og eins og það stendur yfir
þessadagana,“sagðiJóhannes. -JSS
verið dáfltið veikur og komið for-
fallakennarar þar inn í staðinn. Ég
hef í sjálfu sér ekki tölu á hvað þeir
era margir, en þeir hafa ekki verið
neinir sjö.“
- Þannig að þú segir að foreldrarnir
séu að segja þetta ósatt.
„Ég er ekki að segja að þeir segi
þetta ósatt en ég veit ekki hvemig
þeir reikna þetta. Ég átta mig ekki
alveg á þvi.“
Amfinnur sagði rétt að umræddur
kennari hefði verið talsvert mikið
fjarverandi seinni partinn á síðasta
skólaári og upphafi þessa skólaárs.
„Ég hélt að það væri nú akkur fyr-
ir foreldra að börnunum væri kennt
þegar um veikindaforfoll er að ræða.
Auðvitað má segja að það sé vont
fyrir alla ef kennari verður veikur.
En það gerist hjá kennurum eins og
öðrum að þeir verða veikir. Þá er
spuming um að reyna að fá kennara
í þau forfóll og það er það sem við
höfum reynt.“
-JSS
Mannanafnanefnd
bætirvið nöfnum
Blíða, Brimdís, Kassandra,
Gunnófl, Sær og Ingimagn era
meðal þeirra eiginnafna sem
mannanafnanefnd hefur sam-
þykkt frá 1. nóvember síðastliðn-
um. Þeir sem ekki hafa getað
fundið neitt við hæfi meðal þeirra
sem þegar vora heimiluð hafa nú
úr meira að vejja.
Samþykkt stúlknanöfh era auk
fyrrgreindra Hallý, Jara, Lif,
Mirra, Ninna, Péturína og Ró-
berta. Samþykkt drengjanöfn era
Dan, Dór, Hliðar og Kalmann, auk
þeirra sem þegar hafa verið nefnd.
Þess má svo geta að vilji menn
gefa eitthvert annað nafn en sam-
þykkt hefur verið af mannanafna-
nefnd er hægt að sækja sérstak-
legaumþað. -IBS
í dag mælir Dagfari
Sameinaðir verktakar þurfa aö
ganga í gegnum miklar hremming-
ar þessa dagana. Ekki er nóg með
að fyrirtækið hafi neyðst til að
borga eigendum arð af eign sinni,
heldur hafa fjölmiðlar og almenn-
ingur gengið hart fram í því að
spyrja hvaðan þessir peningar
komi og hver eigi þá. Fólk er jafn-
vel svo óforskammað að heimta að
borgaður sé skattur af útgreiðslun-
rnn!
Morgunblaðið hefur ítarlegt viö-
tal við forstjóra Sameinaðra verk-
taka á sunnudaginn. Sá heitir Thor
Ó. Thors og hefur verið forstjóri frá
upphafi. Fram kemur í þessu við-
tali að forstjórinn var alvarlega
búinn að vara eigendur við því að
þeir fengju útborgað. Það hefur
raunar verið hans stefna allt frá
upphafi að fela þennan fjársjóð og
neita að borga hann út, vegna þess
að hann hefur lengi gert sér grein
fyrir því að bæði fyrirtækið og eig-
endur þess mundu verða fyrir
miklu aökasti ef og þegar það kæmi
í ljós hvers virði fyrirtækið væri.
Hann hefur statt og stöðugt ásamt
með Halldóri H. Jónssyni stjómar-
formanni lagt á það áherslu að pen-
ingamir væra varðveittir og
geymdir og faldir á bak við lás og
Aumingja maðurinn
slá, svo enginn færi að amast við
gróðanum.
En forgöngumennirnir era marg-
ir hverjir fallnir frá og í stað þeirra
situr fyrirtækið uppi með ekkjur
og aðra erfingja sem hafa látið illa
og heimtað sinn hlut borgaðan út
og þessir aðilar eru margir hveijir
búnir að fara á hausinn og hafa
ekki vit á peningamálum og höfðu
núna betur. Þeir fengu'það sam-
þykkt í stjórninni að borgað yrði
út.
Þetta finnst forstjóranum slæm-
ur kostur og vekur athygli á því
að ekkjumar og erfingjamir hafa
kallað yfir sig reiði og fúkyrði og
jafnvel rannsókn á gróðanum og
nú verður ekki lengur neinn friður
með allan þann gróða sem fyrir-
tækið á og nú vita allir hvað eigend-
ur Sameinaðra verktaka era ríkir.
Þetta eru hræðileg örlög og for-
stjórinn þvær hendur sínar af þess-
um mistökum og kvartar undan
því að hann ráði ekki lengur ferð-
inni hjá Sameinuðum verktökum
og sú stefna hafi orðið undir að
fela gróðann og leyfa honum að
ráðskast með peningana.
Dagfari hefur mikla samúð með
forstjóranum. Aumingjans maður-
inn hefur orðið fyrir barðinu á rík-
um ekkjum, sem halda því fram að
þær eigi rétt á því að fá hlutdeild
í sínum eigin gróða. Sameinaðir
verktakar era búnir að plata Kan-
ann í fjöratíu ár. Sámeinaðir verk-
takar hafa graett og auðgast og
safnað eignum í skjóli einkaréttar-
ins á Vellinum. Sameinaðir verk-
takar hafa getað stungið dúsum
upp í ríkisstjómir og stjómmála-
flokka og lokað sig á bak við þögn-
ina og leyndardómsfulla þoku
gagnvart almenningi. Sameinaöir
verktakar hafa jafnvel átt eigend-
ur, sem hafa haft vit á því að halda
kjafti og upplýsa engan mann um
eignir sínar, og þessir eigendur
hafa haft vit á því að láta forstjór-
ann og Halldór mala gulflð.
Allt hefur þetta tekist með ágæt-
um og þjóðin hefur látið sig hafa
það að Sameinaðir verktakar hafi
grætt á hermanginu og svo koma
allt í einu einhverjar ekkjur og
heimta sitt. Er nema von að bless-
aður maðurinn sé sár!
Forstjórinn tók nauðugur þátt í
þessum leik. Hann lá á auðæfunum
eins og ormur á gulli og neitaði
öllum um arðgreiðslur þangað til
Sambandið gekk í lið með ekkjun-
um og erfingjunum og vildi fá pen-
ing. Og nú er það að koma í ljós
hvaða áhrif það hefur að láta þjóð-
ina vita hver gróðinn hefur verið
af hermanginu. Nú er það að koma
í ljós hvað menn hafa uþp úr því
að láta aðra vita hvaö þeir era rík-
ir. Þeim var nær, þessum bannsett-
um ekkjum að rífa sig og heimta
sitt.
Þessi frásögn forstjórans og
reynsla hans af földum fjársjóðum
er sú að fjársjóðimir þoli ekki dags-
birtu. Það átti ekki að láta neinn
vita um gróðann. Það átti að fela
hann í bönkunum og til ráðstöfun-
ar fyrir forstjórann og formanninn
og það átti aldrei að borga gróðann
út, vegna þess að nú er ekki neinn
friður með það að vera ríkur. Það
er hættulegt að láta aðra vita hvað
maður er ríkur.
Dagfari