Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1992, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1992, Síða 6
/7 MíinJUDAGUR 28. JANÚAR/1992. / Viðskipti Upphafiö aö stofnun íslenskra aðalverktaka sf.: Að fyrirbyggja hvimleiða samkeppni um framkvæmdir segir í endurminningum Eysteins Jónssonar, fyrrum ráöherra Engin íslensk fyrirtæki hafa verið jafnmikið í eldlinunni undanfama daga og Sameinaðir verktakar hf. og íslenskir aðalverktakar sf. íslenskir aðalverktakar voru stofnaðir árið 1954 í framhaldi af samkomulagi ís- lands og Bandaríkjanna um að ís- lenskur verktaki tæki við hlutverki bandaríska verktakans Metcalfe, Hamilton, Smith & Beck sem samn- ingsaðili við vamarliðið um fram- kvæmdir á Keflavíkurflugvelli. Eysteinn var fjár- málaráðherra í ríkis- stjórn Ólafs Thors I æviminningum Eysteins Jóns- sonar, fyrrum ráðherra Framsókn- arflokksins, sem Vilhjálmur Hjálm- arsson skráði, segir Eysteinn að ís- lenskir aðalverktakar hafi verið Fréttaljós Jón G. Hauksson stofnaðir til að koma í veg fyrir hvim- leiða innbyrðis keppni íslendinga um framkvæmdir fyrir Bandaríkja- menn. Eysteinn var fjármálaráðherra í ríkisstjóm Ólafs Thors frá 1953 til 1956. Kristján Guðmundsson var hins vegar utanríkisráðherra í þess- ari stjóm. Sambandið fær sinn hlut Orðrétt segir Eysteinn: „Þannig hagaði til á áranum fyrir 1953 að bandarískt fyrirtæki, Hamilton, hafði með höndum aðalframkvæmd- ir á Keflavikurflugvelh en sumum verkum ráðstafaði það síðar til ís- lenskra aðila. Þetta olli sífelldum árekstmm og ófriði sem margir töldu óþolandi með öllu. Samkvæmt kröfu framsóknar- manna í samstjóm þeirra og Sjálf- stæðisflokksins vom gerðir nýir samningar um tilhögun hervemdar í ýmsu tilliti, þar á meðal það að ís- lenskir verktakar leystu bandaríska félagið af hólmi. Var það áht manna að þar yrði að koma til einn aðili af íslenskri hálfu tíl þess meðal annars að fyrirbyggja óeðhlega og hvimleiða innbyrðis keppni Islendinga um framkvæmdimar sem færa myndu Bandaríkjamönnum aukin áhrif og sterka aöstöðu til að deila sólóregl- unni, sem margt viðsjárvert gæti haft í fór með sér. í ríkisstjóminni var bent á að Aðal- verktakafélagið nýja yrði að byggja á breiðum grunni ef vel ætti að fara þar sem um var að tefla einkarétt til mikilla framkvæmda og verulegir fjármunir gætu komið til. Bentu framsóknarmenn í ríkis- stjóm á að óeðhlegt væri að samtök einkafjármagnsins hefðu þetta verk- efm ein með höndum og lögðu tU að ríkið og samvinnuhreyfmgin yrðu einnig aðilar til að tryggja viðtæk samráð um framkvæmdir og með- ferð á fjármunum. Árið 1954 náðist samkomulag um að stofna félagið íslenskir aðalverk- takar sem tækju við af HamUton fé- laginu og skyldu þá Sameinaðir verktakar eiga helming, ríkið einn fjórða og samvinnuhreyfmgin einn fjórða. Þannig var þá gengið frá til að stuðla að viðunandi lausn þessa vandasama máls og draga úr vand- kvæðunum, þar á meðal tortryggni, sem af því myndi stafa að hafa þessi viðskipti á einni hendi.“ Þetta em orð Eysteins Jónssonar um aðdraganda að stofnun íslenskra aðalverktaka. Samtök einkafjár- magnsins, sem Eysteinn minnist á, em auðvitað hiö margumtalaða félag Sameinaðir verktakar hf. sem Upphafið að Islenskum aðalverktökum 1951 Sameinaðir verktak- ar stofnaðir að frum- kvæði Bjarna Bene- diktssonar. 1954 Islenskir aðalverk- takar stofnaðir í tíð ríkisstjórnar Ólafs Thors. 1954 Eigendur íslenskra aðalverktaka: Sameinaðir vt. 50% Reginn (SÍS) 25% Ríkið 25% 1991 Ríkið eignast 52% í íslenskum aðal- verktökum. Bjarni Benediktsson, þáverandi utanríkisráðherra, var aðalhvatamaðurinn að stofnun Sameinaðra verktaka árið 1951. íslenskir aðalverktakar urðu síðar til árið 1954, í tíð samsteypustjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks, undir forsæti Ólafs Thors. greiddu hluthöfum sínum út 900 mUljóna króna skattfijálsan hlut í síðustu viku. Sameinaðir stofnaðir aðfrumkvæði Bjarna Ben. Sameinaðir verktakar vom stofn- aðir 1951 að tilstuðlan Bjarna Bene- diktssonar, þáverandi utanríkisráð- herra. Stofnfélagar voru húsasmíða- meistarar, múrarameistarar, bygg- ingarfélög og verktakar í byggingar- iðnaöi, samtals 43 einstaklingar og fyrirtæki. Fyrirtækið var stofnað tU að taka að sér undirverktöku hjá bandaríska aðalverktakanum, HamUton, sem hafði með vamarhðsframkvæmdir að gera. í þingskjah 743 í Alþingistíðindum frá vetrinum 1983 tíl 1984, er skýrsla sem Geir HaUgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, lét gera um verk- takastarfsemi Aðalverktaka og Keflavíkurverktaka. í þingskjalinu segir um Sameinaða verktaka: „Sameinaðir verktakar vom skipulagðir með þeim hætti, að sérhver iðngrein, það er að segja vatnsvirkjar, rafvirkjar, málarar og jámsmiðir störfuðu í sérstökum deUdum, er vora félög út af fyrir sig. Vom þetta opin og frjáls samtök iðn- aðarmanna og byggingarfélaga.“ Sameinaðir hættu verktöku árið 1957 Þegar íslenskir aðalverktakar vom stoftiaðir gerðust Sameinaðir verk- takar framkvæmdaaðih hjá því fyrir- tæki á sama hátt og áður fyrir banda- ríska aðalverktaka, jafnframt því að ljúka þeim verksamningum, er í gUdi vora við hinn erlenda verktaka. Árið 1957 varð sú breyting að Sameinaðir verktakar hættu allri verktöku en félagið varð upp frá því eignarfélag og helsta eign félagsins helmings- hlutur í íslenskum aðalverktökum. Þess má geta að margir af iðnaðar- mönnum sem eiga í Sameinuðum verktökum, eins og Félag vatns- virkja hf. hafa einnig haft með hönd- um framkvæmdir fyrir íslenska að- alverktaka sf. í gegnum tíðina. íslenskir aðalverktakar hafa ann- ast alla nýsmíði og nýframkvæmdir fyrir herinn á KeflavíkurflugvelU. Félagjð hefur ekki greitt neinn toh af tækjum, sem það notar á velhnum, enda miðist starfsemi Aðalverktaka eingöngu við framkvæmdir innan vaharins. Aðalverktakar byggðu Keflavíkurveginn MUdU hvellur varð á sjöunda ára- tugnum þegar íslenskir aöalverktak- ar fengu það verkefni að leggja Kefla- víkurveginn svonefnda. Þá risu aðrir verktakar upp og sögðu að félagið væri komið út fyrir sitt verksvið. Eftir það hefur félagið eingöngu framkvæmt fyrir herinn innan vah- arins. Aðalverktakar hafa þó einnig verið með framkvæmdir uppi í Hval- firði og á öðrum stöðum fyrir herinn. Keflavíkurverktakar Ýmsir hafa ekki áttað sig á skipt- ingunni á milh íslenskra aðalverk- taka og Keflavíkurverktaka. Síðar- nefnda fyrirtækið var stofnað árið 1957 fyrir forgöngu Iðnaðarmannafé- lags Suðumesja, tU að starfa saman að viðhaldsverkefnum fyrir varnar- Uðið. Keflavíkurverktakar annast eftirht með einstökum framkvæmdum, bókhald, innkaup á efni og aðra sam- eiginlega þjónustu. Islenskir aðalverktakar hafa frá upphafi haft nær öU sín bankavið- skipti við Landsbanka íslands en einnig átt innstæður í öðmm bönk- um og þá einna helst Samvinnubank- anum. Árið 1982 var hlutfaUsleg skipting innstæðna íslenskra aðalverktaka þannig að 70 prósent vom í Lands- bankanum, 9,5 prósent í Samvinnu- banka, 5,8 prósent í Iðnaðarbanka og afgangurinn í öðrum bönkum og sparisjóðum. Sameinaðir og Aðalverktakar verða almenningshlutafélög Árið 1991 var tímamótaár fyrir Sameinaða verktaka og íslenska verktaka. Þá voru gerðar samþykktir um að breyta bæði báðum félögunum í almenningshlutafélög, og Samein- uðum verktökum ekki seinna en á þessu ári. -JGH PeningBmarkadur INNLÁNSVEXTIR (%) hæst innlAn överðtryggð Sparisjóðsbækur óbundnar 2,25-3 Landsbanki Sparireikningar 3ja mánaða uppsögn 2,25-4 Sparisjóðirnir 6 mánaða uppsögn 3,25-5 Sparisjóðirnir Tékkareikningar, almennir 1 Allir Sértékkareikningar 2,25-3 Landsbanki VlSrrÖtUBUNONIR REIKNINGAR 6 mánaða uppsögn 3 Allir 15-24 mánaða 6,5-7,75 Sparisjóðirnir Orlofsreikningar 5,5 Allir Gengisbundnir reikningar i SDR 6,25-8 Landsbanki Gengisbundnir reikningar í ECU 9-9,25 Búnaðarbanki ÖBUNDNIR SÉRKJARAREIKNINGAR Vísitölubundin kjör, óhreyfðir. 3,25-3,5 Búnb., Landsb. Óverðtryggð kjör, hreyfðir 5,0-6,5 Islandsbanki SÉRSTAKAR VERÐBÆTUR (innan timabils) Vísitölubundnir reikningar 2,25—4 Landsb., islb. Gengisbundir reikningar 2,25-4 Landsb., Islb. BUNDNIR SKIPTIKJARAREIKNINGAR Vísitölubundin kjör 6,25-7 Búnaðarbanki överðtryggð kjör 7,25-9 Búnaðarbanki INNLENDIR GJALDEYRISREIKNINGAR Bandaríkjadalir 2,75-3,25 Islandsbanki Sterlingspund 8,75-9,3 Sparisjóðirnir Þýsk mörk 7,75-8,3 Sparisjóðirnir Danskar krónur 7,75-8,3 Sparisjóðirnir ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Otlan överðtryggð Almennir víxlar (forvextir) 14,5-1 5,5 Búnaðarbanki Viðskiptavíxlar (forvextir)1 kaupgengi Almenn skuldabréf B-flokkur 15,25-16,5 Búnaðarbanki Viðskiptaskuldabréf1 kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdráttur) 17,75-18,5 Allir nema Landsb. OtlAn verðtryggð Almenn skuldabréf 9,75-10,25 Búnaðarbanki afurðalAn islenskar krónur 14,75-16,5 Búnaðarbanki SDR 8,5-9,25 Landsbanki Bandaríkjadalir 6,25-7 Landsbanki Sterlingspund 1 2,6-13 Sparisjóðirnir Þýsk mörk 11,5-11,75 Allir nema Islb. Húsm»ölslán 4.9 Lifeyrissjóðslón 5-9 Dráttarvextir 23,0 MEÐALVEXTIR Almenn skuldabréf janúar Verðtryggö lán janúar VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala janúar Lánskjaravísitala desember Byggingavísitala desember Byggingavísitala desember Framfærsluvísitala janúar Húsaleiguvísitala V5R08RÉFASJÓÐIR Gengi brófa verðbrófasjóöa 16,3 10,0 31 96 stig 31 98 stig 599stig 187,4 stig 160,2stig 1,1% lækkun 1. janúar HLUTABRÉF Sölu- og kaupgengi aö lokinni jöfnun: KAUP SALA Einingabréf 1 6,084 HÆST LÆGST Einingabréf 2 3,234 Sjóvá-Almennar hf. - 5,65 L Einingabréf 3 3,996 Ármannsfell hf. - 2,40 V Skammtímabréf 2,025 Eimskip 5,05 * 01 00 o < co Kjarabréf 5,715 Flugleiðir 1,85 K 2,05 K Markbréf 3,068 Hampiðjan 1,50 K 1,84 K,S Tekjubréf 2,124 Haraldur Böðvarsson 2,00 K 3,10 K Skyndibréf 1,772 Hlutabréfasjóður VlB 1,04 V 1,10 V Sjóðsbréf 1 2,913 Hlutabréfasjóðurinn •- 1,73 V Sjóðsbréf 2 1,941 Islandsbanki hf. - 1,73 F Sjóðsbréf 3 2,015 Eignfél. Alþýðub. 1,25 K 1,70 K Sjóðsbréf 4 1,727 Eignfél. Iðnaðarb. 1,85 K 2,22 K Sjóðsbréf 5 1,210 Eignfól. Verslb. 1,15 K 1,48 K Vaxtarbréf 2,0526 Grandi hf. 2,10 K 2,70 S Valbréf 1,9240 Olíufélagið hf. 4,50 K 5,00 V Islandsbréf 1,280 Olís 2,10 L 2,18 F Fjórðungsbréf 1,142 Skeljungur hf. 4,80 K 5,40 K Þingbréf 1,276 Skagstrendingur hf. 4,60 F 4.90 öndvegisbréf 1,258 Sæplast 6,80 K 7,20 K Sýslubréf 1,301 Tollvörugeymslan hf. 1,09 F 1,13 L Reiðubréf 1,236 Útgerðarfélag Ak. 4,50 K 4,80 L Launabréf 1,017 Fjárfestingarfélagiö 1,18 F 1,35 F Heimsbréf 1,079 Almenni hlutabréfasj. 1,10 F 1,1 5 F,S Auölindarbréf 1,04 K 1,09 K,S Islenski hlutabréfasj. 1,15 L 1,20 L Síldarvinnslan, Neskaup. 3,10 L 3,50 L 1 Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi. K= Kaupþing, V = VlB, L= Landsbréf, F = Fjárfestingarfélagið, S = Verðbréfav. Sam- vinnubanka Nánari upplýsingar um peningamarkaðinn birtast i DV á fimmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.