Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1992, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1992, Qupperneq 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 1992. Útlönd___________________ Skandiatryggir bíiaáGrænlandi Sænski tryggingarisinn Skand- ia hefur keypt grænlenska trygg- ingafélagið Grenlands Fartejsfor- sikring af landsstjóminni. Salan er liöur í einkavæðingu trygginga á Grænlandi en steíha lands- stjórnarinnar er að draga sig út úr atvinnurekstri eins og frekast er unnt Opinberlega er það þó ekki Skandia sem á tryggingafélagið heldur tryggingafélagið KalaaUit. Það er dótturfyrirtæki dótturfyr- irtækis Skandia í Danmörku. Fréttastofan Tass verður Rita Ríkisstjóm Rússlands hefur ákveðið að gefa hinni gamal- kunnu fréttastofu Tass nýtt naíh, Hér eftir heitir hún Rita á er- iendri grund en heima verður gamla nafnið notaö fyrst um sinn. Tass var stofnuð árið 1925 og var opinber fréttastofa Sovétríkj- anna þar til á síðasta hausti að Rússar lögöu hana undir sig í kjölfar valdaránstilraunarhmar í ágúst. Rita heyrir beint undir rík- isstjórn Rússlands og gegnir svip- uðu hlutverki og Tass áöur. Sjöárafangelsi fyrir að smita tveggjabarna móðurafeydni Svíi á fertugsaldri var dæmdur í sjö ára fangelsi og háar sektir fyrir aö nauöga tveggja barná móður og misþyrma henni. Mað- urinn er smitaður af eyðní og smitaðist konan einnig við nauögunioa. Konan fylgdi manninum til íbúðar hans júníkvöld nokkurt árið 1990. Þegar heim kom læsti hann íbúöinni og spurði konuna hvort hún gerði sér grein fyrir þeim mistökum að fara heim með eyðnismituðum manni. Því næst dró hann konuna inn í svefhher- bergið og nauðgaði henni þar nokkrum sinnum. Fyrir réttinum þótti sannað að maðurinn hefði smitað konuna visvitandL Var maðurinn þvi ekki aðeins dæmdur fyrir nauðg- un heldur og að hafa valdiö kon- unni óbætanlegu heilsutjóni. nemendasem skrópaítímum Lögreglan í Napólí á Ítaiíu hef- ur ákveðið að gera sérstaka leit að skólanemendum sem ekki mæta regtulega í tima. Talið er að í sumum menntaskólumborg- arinnar vanti allt að 30% skráöra nemenda að staðaldri. Þetta eru um 40 þúsund ungmenni. Heista áhyggjueftúð er þó ekki aö unglingamir læri ekki þaö sem þeim er ætlaö heldur leikur grunur á að þeir hafi ofan af sér með eituriyfjasölu á götum úti í stað þess að liggja yfir bókunum. Fáfjölskylduna Yfirvöld á Indlandi hafa fundið það þjóðráð til að halda mönnum innan veggja fangelsa að heimila fóngum að hafa fjölskylduna með sér. Þetta hefur gefið það góða raim aö fjölskyldufangelsin eru opin og hinir dæmdu geta sótt vinnu, bara ef þeir skila sér heim að kvöldi. Að sögn keraur sjaldan fyrir að fangar strjúki úr opnu fangelsun- um sem nú eru 26 í iandinu öllu. „Clinton lýgur,“ sagði Gennifer Flowers á blaðamannafundi í gær þar sem hún svaraði forsetaefninu fullum hálsi. „Þetta er alveg ný hlið á Clinton. Ég þekki hann ekki fyrir sama mann og áður,“ sagði Gennifer og bætti við að hún hefði hvort eð er ekki átt von á aö hann segði sannleikann. Hún heldur fast við fyrri sögu um að hafa haldið Við Clinton í tólf ár. Simamynd Reuter William Clinton, eitt af forsetaefnum bandarískra demókrata: Fylgið hrynur við sögur um bólfarir - pólitískir andstæðingar kalla hann „Silki Villa“ Bandarískir demókratar kinka kolli þegar þeir heyra Bills Clinton, ríkisstjóra í Arkansas, getið. Gæti hann orðið næsti forseti Bandaríkj- anna? Jú, hann er „frambærilegur," er sagt og þó viðurkenna allir að hann er enginn skörungur. Og svo kann líka að reynast að hann hafi verið frambærilegur því nú er frambjóðandinn væntanlegi flæktur í hneykslismál vegna konu sem eitt sinn söng í næturklúbbi en er nú ríkisstarfsmaður í Arkansas, heimaríki Clintons. Þegar eftir að sagan komst í há- mæh voru vinsældir Chntons kann- aðar í New Hampshire. Þar verða fyrstu forkosnignamar við val á frambjóðendum flokkanna og úrslit þar eru almennt talin gefa góða vís- bendingu um möguleika þeirra. Clinton reyndist vera með 27% fylgi en hafði 39% áður en söngkonan kom til sögunnar. Hittust á hóteli sem ekki var til Söngkonan heitir Gennifer Flow- ers. Hún þykir að vísu ekki sérlega trúverðug og tímaritið Newsweek hefur birt hsta yfir missagnir í fram- burði hennar. Þar á meðai sagði Gennifer að hún hefði hitt Clinton á tilteknu hóteli árið 1979. Umrætt hót- el var ekki til þá og fleiri atriði í frá- sögn hennar eru af sama toga. Fyrir forsetaframbjóðanda er engu að síður háskalegt að lenda í sögu- buröi um lauslæti, jafnvel þótt ó- sannur sé. Umtaliö beinist þá allt að kynferðismálum sem eru viðkvæm- ari en öll önnur mál í Bandaríkjun- um. Menn minnast þess að Garry Hart varð á sínum tíma að hætta við William Clinton eða „Silki Villi“ er helsta von demókrata um að koma George Bush úr forsetastóli. Clinton á þó eftir að ganga i gegnum mikinn hreinsunareld áður en hann fær aö kljást við Bush. Teikning Lurie framboð vegna kvennamála. Reyndar er Gennifer ekki ein um að reyna að gera Clinton lífið leitt. Sagt er að henni hafi verið borgað ríkulega fyrir að segja sögu sína og því hafi hún krítað liðugt til að slúð- urtímaritin fengju eitthvað fyrir sinn snúð. Clinton segist hafa þekkt kon- una og talað við hana í síma en lengra hafi samband þeirra ekki náð. Maður nokkur að nafni Larry Nic- hols gekk enn lengra þegar hann sagði frá fimm ástarævintýrum sem Clinton átti í. Síðar kom í ljós að Clinton hafði rekið Nichols úr vinnu hjá Arkansas-ríki. Nichols viður- kenndi að hafa spunnið sögumar upp til að hefna fyrir brottrekstur- inn. Eiginkonan er ekki húsmóðir En þótt Clinton takist að standa af sér allan söguburð gætu kvennamál- in samt reynst honum erfið. Hann er kvæntur lögfræðingnum Hillary Clinton og hún fellur ekki að hug- myndum manna um forsetafrú. Hún er áköf kvenréttindakona og að sumra sögn er þaö hún sem ræður ferðinni í pólitísku brölti manns síns. Bandaríkjamenn vilja hafa hús- móður í Hvíta húsinu og því hlut- verki skilar Barbara Bush með sóma en Hillary er kona á framabraut og líkleg til að stjóma manni sínum með harðri hendi jafnt í Hvíta húsinu sem á heimili þeirra í Arkansas. Bill Clinton, sem raunar heitir William J. Blythe IV, er frá smábæn- um Hope í Arkansas. Faðirinn var sölumaður en fórst í slysi þremur mánuðum áður en sonurinn fæddist. Móðir hans heitir Virgima. Hún er hjúkmnarkona sem giftist Roger nokkmm Clinton, fiórum árum eftir að hún missti fyrri manninn. Roger var aikóhólisti og barði konu sína þegar illa stóð á heima. Einu sinni skaut hann af byssu á Virginíu en hún segir nú að maður sinn hafi ekki ætlaö að drepa sig. Þannig getur Bill Clinton státað af harðræði í uppvextinum. Banda- ríkjamenn kunna vel að meta fram- gjama menn sem hafa brotist tíl frama af eigin rammleik - eða er það Hillary sem beitir honum fyrir sig? um sig úfi ígeimnum Þýski geimfarinn Ulf Merbold, sem nú er um borð í bandarísku geimskutlunni Discovery á hringsóli umhverfis jörðina, var gripinn með ailt niður um sig i beinni sjónvarpsútsendingu til jarðar í síðustu viku. Merbold vissi greinilega ekki að sjónvarpsmyndavélar í geim- skutlunni voru í beinu samhandi við stjómstöðina á jörðu niðri þegar hann fór að hátta sig og sveif um geimfarið á nærfótunum einum saman. Framvegis verða geimfarar spurðir leyfis þegar stjórnstöðin ætlar sér að kveikja á fiarstýrðu myndavélunum. Samræðiðstað- festásérstöku eyðublaði Ef frygðin grípur menn svona fyrirvaralaust getur verið gott að hafa eyðublað upp á vasann tíl að firra sig óþægindum á borð við þau sem William Kennedy Smith lenti í í fyrra. Ðeborah Gallo, 37 ára kona í Kanada, hefur hafið sölu á sér- stökum eyöublööum þar sem tveir einstakiingar lýsi yfir gagn- kvæmum áhuga til samfara. Þeir sem undirrita plaggið geta einnig skráð stund og stað, hvort getn- aðarvamir hafi verið notaðar og hvort annað var undir áhrifum áfengis eða lyfia. „Karlmenn era orðnir hræddir við að reyna við konur á al- mannafæri. Þeir fara bara heim og leika sér við kisu og hreinsa fuglabúrið,“ sagði Deborah. Englandsdrottn- ing greiði skatta einsogalliraðrir Miklar umræður fara nú fram um það í Bretlandi hvort drottn- ingin og fiöiskylda hennar eigi að borga skatta af tekjum sínum og munu þær sefia svip sinn á hátíðahöldin í tilefhi þess að 40 ár era liðin írá því Elísabet sett- ist í hásætið. Sextíu prósent Breta telja að landið yrði verr á vegi statt ef konungdæmi yrði lagt niður en meira en sjötiu og fimm prósent teija aö drottningin eigi að greiða tekjuskatt. Þetta kom fram í skoöanakönnun í blaðinu Daily Express í gær. Tímaritið Economist sagði um helgina að drottning væri ekki jafhrík og af væri látið þar sem hún hefði þurft að grípa til eigin peninga til að hjálpa fiölskyld- unnL Telur ritið persónuleg auðæfi hennar vera metin á um fimm milljarða króna. Engumflug- skeytumbeint aðHvítahúsinu Bandarískstjórnvöld fógnuðu í gær þeirri ákvörðun Borísar Jeltsins Rússlandsforseta að beina kjamaflaugum sínum ekki lengur að bandarískum borgum. Bandaríkjamenn segjast þó ekki ætia að gera neinar hemaðarleg- ar breytingar fyrr en þeir hafi fufivissu fyrir því að ákvörðun Jeltsíns hefði verið hrundið í framkvæmd. Jeltsín sagði í bandarísku sjón- varpi á sunnudag að þeim flaug- um, sem enn væri beint að Bandaríkjunum, yrði snúið frá. Áætlaö er að nítján þúsund kjarnaoddar séu á rússnesku landsvæði. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.