Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1992, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 28.01.1992, Page 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 1992. Afmæli Stefán Kristjánsson Stefán Kristjánsson, fyrrv. vagn- stjóri hjá SVR, til heimilis aö Ás- garöi 103, Reykjavík, er sextugur í dag. Starfsferill Stefán fæddist á Sauöárkróki og ólst þar upp til þrettán ára aldurs er hann flutti til Reykjavíkur. Hann var vinnumaður á Korpúlfsstöðum á árunum 1950-55 og stundaöi síöan ýmis störf á árunum 1956-63. Þá hóf hann störf hjá SVR og var þar vagn- stj óri þar til í fyrra er hann hætti störfum vegna veikinda. Fjölskylda Stefán kvæntist 6.5.1972 Hafdísi B. Hannesdóttur, f. 12.7.1943, hús- móður. Hún er dóttir Hannesar G. Pálssonar og Sigríðar Hannesdóttur sembæðierulátin. Börn Stefáns og Hafdísar eru Ingi- mar Bragi Stefánsson, f. 12.1.1971, starfsmaður hjá Reykjavíkurborg; Hanna S. Stefánsdóttir, f. 15.10.1973, verslunarmaður í Reykjavík og Inga H. Stefánsdóttir, f. 15.10.1973, versl- unarmaöur í Reykjavík. Systkini Stefáns: Gísli S. Kristj- ánsson, f. 4.5.1919, nú látinn, b. í Réttarholti í Skagafirði, var kvænt- ur Jóhönnu Jónsdóttur og eignuð- ust þau þijú börn; Þuríður J. Kristj- ánsdóttir, dó í barnæsku; Geirþrúð- ur Kristjánsdóttir, f. 23.10.1916, d. 1933; Vagn Kristjánsson, f. 4.11.1921, kvæntur Svönu Björnsdóttur og eiga þau sex börn; Geirþrúður K. Kristjánsdóttir, f. 16.11.1933, gift Ólafi Bjamasyni og eiga þau tvær dætur. Foreldrar Stefáns: Kristján R. Gíslason, f. 27.4.1887, d. 14.3.1958, b. að Minni-Ökrum í Skagafirði og síðar á Sauðárkróki, og kona hans, Aðalbjörg Vagnsdóttir, f. 14.2.1893, d. 16.8.1951, húsmóðir. Ætt Kristján var sonur Gísla, b. í Grundarkoti, Gíslasonar, b. í Litla- Bæ, Bjömssonar, b. í Litladalskoti í Tungusveit, Lúðvíkssonar, b. í Stekkjarhúsum, Þórarinssonar. Móðir Gísla í Grundarkoti var Ragnheiður Gísladóttir, b. á Starra- stöðum og Ytri-Gmnd, Jónssonar, og Guðrúnar, systur Gunnlaugs Oddssonar, dómkirkjuprests í Reykjavík. Guðrún var dóttir Odds, hreppstjóra í Geldingaholti, Odds- sonar. Móöir Kristjáns á Minni-Ökrum var Kristín Jónsdóttir, b. á Saurbæ og á Frostastöðum, Pálssonar, hreppstjóra í Viðvík, Jónssonar. Móöir Jóns var Kristín Þórðardótt- ir. Móðir Kristínar Jónsdóttur var Guðrún Helgadóttir, b. í Keflavík í Hegranesi, Amasonar, stórb. á Fjalli í Sæmundarhlíð, Helgasonar. Móðir Guðrúnar var Helga Jóns- dóttir. Aðalbjörg var dóttir Vagns, b. í Miðhúsum, Eiríkssonar, hrepp- stjóra í Djúpadal í Skagafirði, bróð- ur Jóns, prests á Undirfelli, afa Jóns Þorlákssonar forsætisráðherra og langafa Sigurðar Nordal og Jóns Eyþórssonar veðurfræðings. Eirík- ur var sonur Eiríks, prests á Staðar- bakka, Bjamasonar, b. í Djúpadal, Eiríkssonar. Móðir Eiríks á Staðar- bakka var Sigríður Jónsdóttir, prests í Saurbæ í Eyjafirði, Sigfús- sonar. Móðir Vagns var Hólmfríður Jónsdóttir, Einarssonar, en bróðir Einars var Páll, faðir Sveins, læknis og náttúrufræðings. Móðir Jóns Einarssonar var Hólmfríður en hún og Jón Steinggrímsson eldprestur vom systkinabörn. Móðir Aðalbjargar var Þrúður, systir Aðalbjargar, móður Magnús- ar Jochumssonar póstmeistara. Þrúður var dóttir Jóns, b. í Miðhús- Stefán Kristjánsson. um í Skagafirði, Björnssonar, b. í Glæsibæ í Skagafirði, Hafliðasonar. Móðir Björns var Herdís Gísladóttir, b. í Ásgeirsbrekku í Skagafirði, Þor- lákssonar, b. í Ásgeirsbrekku, Jóns- sonar, ættfóður Ásgeirsbrekkuætt- arinnar, fóður Halldóm, langömmu Hallgríms, langafa Guðjóns B. Ól- afssonar, forstjóra SÍS. Móöir Þrúð- ar var Þrúður Jónsdóttir, b. á Haf- grímsstöðum, Guðmundssonar, b. í Tungukoti, Rafnssonar. Stefán er að heiman á afmælisdag- inn. Aðalsteinn Jónsson Aðalsteinn Jónsson forstjóri, Bakkastíg 2, Eskifirði, verður sjö- tugur nk. fimmtudag. Starfsferill Aðalsteinn er fæddur að Eski- fjarðar-Seli og ólst upp á þeim slóð- um. Hann stundaði bamaskólanám á Eskifirði í nokkra vetur. Aðalsteinn vann alla almenna vinnu sem til féll, bæði í landi og á sjó. Hann fór að stunda útgerð 1946 og eignaðist % hlut í fiskibáti og vann að útgerðarmálum upp frá því. Síðar gerðist hann verkstjóri hjá Hraðfrystihúsi Eskifjarðar hf. Aðalsteinn rak um árabÚ síldarsölt- unarstöðvar á Eskifirði, Vopnafirði og á Ólafsfirði. Hann eignaðist meirihluta í Hraðfrystihúsi Eski- fjarðar, ásamt Kristni bróður sín- um, 1960 og hefur frá þeim tíma gegnt starfi forstjóra þess. í dag er það langstærsta atvinnufyrirtækið á Eskifirði og með stærri sjávarút- vegsfyrirtækjum landsins. Aðal- steinn er jafnframt framkvæmda- stjóri útgerðarfyrirtækjanna Hólma hf. og Hólmaborgar hf. á Eskifirði. Aðalsteinn sat um árahil í stjórn Skreiðarsamlagsins og í mörg ár í stjóm FSNA (Félag síldarsaltenda á Norður- og Austurlandi) en hann sat einnig fyrir hönd síðamefnda fé- lagsins í Verðlagsráði sjávarútvegs- ins. Hann hefur átt sæti í stjóm Sölumiðstöð hraðfrystistöðvanna sl. tvö ár og er stjómarformaður í Pöntunarfélagi Eskfirðinga hf. Aðalsteinn var sæmdur riddara- krossi 1988 fyrir störf að atvinnu- málum. Fjölskylda Aðalsteinnkvæntist26.6.1948 Guðlaugu Kristbjörgu Stefánsdótt- ur, f. 4.11.1923. Foreldrar hennar vom Stefán Hafliði Steingrímsson, f. 9.5.-1892, d. 19.2.1972, verkamaður á Ólafsfirði, og kona hans, Jónína Kristín Gísladóttir, f. 24.8.1895, d. 3.12.1979. Böm Aðalsteins og Guðlaugar: Eiríka Elfa, f. 11.3.1948, búsett í for- eldrahúsum; Björk, f. 26.5.1952, hús- móðir á Eskifirði, maki Þorsteinn Kristjánsson, skipstjóri og fram- kvæmdastjóri, þau eiga þrjú börn, Daða, Emu og Aðalstein; Kristinn, f. 20.6.1956, framkvæmdastjóri á Eskifirði, maki Alda Ólöf Vern- harðsdóttir, þau eiga tvær dætur, Guðlaugu Kristbjörgu og Láru Kristínu. Kjörsonur Aðalsteins og og Guðlaugar, sonur Bjarkar: Elvar Aðalsteins, f. 1.6.1971, nemi í VÍ, maki Margrét Stefánsdóttir. Systkini Aðalsteins: Sigurþór, fyrrv. kaupmaður á Eskifirði, maki Ellen Klausen; Kristinn, látinn, framkvæmdastjóri á Eskifirði, fyrsta kona hans var Gunnþóra Bjömsdóttir, þau skildu, önnur kona hans var Ingibjörg Hermanns- dóttir, þau skildu, þriðja kona hans var Oddný Gísladóttir; Anna, hús- móðir á Eskifirði, hennar maöur var Ólafur Pálsson, látinn; Kristmann, framkvæmdastjóri á Eskifirði, maíd Amheiður Klausen; Sigurveig, hús- Aðalsteinn Jónsson. móðir á Eskifirði, hennar maður var Bjöm Kristjánsson, látinn. Hálf- systkini Aðalsteins, samfeðra, böm Jóns og fyrri konu hans, Önnu Jóns- dóttur: Ragnar, látinn; Óli ísfeld, veitingamaður í Vestmannaeyjum; Kjartan, látinn, verkamaður á Eski- firði; Oddný, látin, húsmóðir í Reykjavík, hennar maður var Stef- án Thorarensen, lögregluþjónn, lát- inn. Ætl Foreldrar Aðalsteins: Jón Kj'art- ansson, f. 12.11.1873, d. 12.4.1928, bóndi og verkamaður, og seinni kona hans, Eiríka Guörún Þorkels- dóttir, f. 14.7.1888, d. 3.12.1970. Aðalsteinn tekur á móti gestum á afmæhsdaginn í félagsheimilinu Valhöll á Eskifirði, frá kl. 20. Sesselja Gunnlaugsdóttir, Höfðabraut 23, Hvammstanga. m •5 Egilsseli, Fellahreppi. Hanneraðheiman. Kristj án Þór Þórisson, Miðleiti 4, Reykjavik. Sveinn Eiðsson, Þórólfsgötu lOa, Borgarnesi. Pétur Jónsson, Austurbergi38, Reykjavík. Sigrid Dagný Kristjónsdóttir, Torfufelh 6, Reykjavík. Guðrún Bjömsdóttir, Ingunnarstöðum, Kjósarhreppi. Erla Salvör Jensdóttir, Ferjubakka 10, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum á heimili sinu nk. sunnudag (2.2.) eftir kl. 16. Elías Guðmundsson, Suðurgarði 1, Keflavík. Hanneraðheiman. Þórunn Sveinsdóttir, Miðstræti 10, Reykjavík. Guðmundur Rafn Gunnarsson, Herjólfsgötu 2, Vestmannaeyjum. Eriingur Ingvarsson, Grashaga 3a, Selfossi. Izabela Wachulec, Hafnarbraut 22, Hólmavik. Guðný Bjarnadóttir, Laugalæk 18,Reykjavík. Merming Háskólabíó - Brellubrögð 2: ★ Fata morgana F/X var ágætismynd um tæknibrellukarl sem fiækt- ist í vond mál er hann féllst á að setja á svið morð með brellubrögðum. Nú hefur Rohie Tyler (Bryan Brown) snúið aftur og í upphafi F/X2 er hann hættur að gera bíómyndabrehur og hefur snúið sér að leik- fangagerð. Hann er líka kominn í betra húsnæði og á nýjan bh sem er ekki nema von því í lok fyrstu mynd- arinnar var hann nokkrum mihjónum dohara ríkari. Það hður ekki á löngu þangaö th að hann flækist í meiri vond mál (annars yrði nú ekki mikh mynd) sem tengjast einhverju óheiðarlegu í löggunni áður en það verður að einu fjarstæðukenndasta glæpamáh sem hefur sést í bíói. Lögguvinur hans McCarthy (Brian Dennehy, syfjulegur), sem hefur misst vinnuna eftir síðustu' myndina, er kominn í einkageirann og birtist þegar neyðin er stærst. Hvemig málin þróast eftir það er tæpast nóg th að halda athyghnni og það eina sem er vert að taka eftir eru einstaka atriði þar sem brehu- smiðurinn hefur betur með aðstoð ýmissa tóla og tækja, þar á meðal ansi skemmthegs trúðs í fuhri stærð. Sagan sjálf er hlægheg og hrútleiðinleg og virð- ist hugmyndahugi hafa verið ahýst vegna veðurs. Kvikmyndagerðarmennirnir hafa ekki gert neitt nýtt með persónurnar og hinni ágætu Rachel Ticotin (Total Recah) er sóaö í kærustuhlutverki. Þetta er iðn- Kvikmyndir Gísli Einarsson aðarframleiðsla af verstu gerö og mun aðeins skemmta þeim sem gera litlar sem engar kröfur th afþreyingar- efnis. F/X2: The Deadly Art of lllusion. (Band - 1991) 109 min. Leikstjóri: Richard Franklin (Link, Psycho 2). Leikarar: Bryan Brown (Coctail), Brian Dennehy (Cocoon), Rachel Ticotin (One Good Cop), Joanna Gleason, Philip Bosco. Bryan Brown og Brian Dennehy snúa aftur í hlutverkum brellumeistar- ans og lögreglumannsins I FX2.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.