Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1992, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1992, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1992. 5 Fréttir Landspítalalæknar björguðu lífi stúlku með nýrri meðferð 1 hjarta- og lungnavél: Var látin sofa í 8 vikur aðferðin vekur athygli víða um heim og opnar lífsmöguleika í bráðatilfellum „Það sýndu mjög margir á spítalan- um mikla fómfýsi þegar þetta til- felli kom upp. Hjúkrunarfólk frest- aði sumarfríum, fólk var að fylgjast með í frítíma og mjög margir ein- staklingar komu við sögu með því að gefa blóð í Blóðbankanum. Um- fangið á þessari nýju meðferð var gríðarlega mikið - alian sólar- hringinn," sagði Bjarni Torfason, hjartaskurðlæknir á Landspítal- anum, við DV. Læknar á Norðurlöndum og í Bandaríkjunum hafa fylgst náið með meðhöndlun lækna á Landsp- ítalanum vegna björgunar þeirra á lifi 16 ára stúlku, Gunnhildar Sig- þórsdóttur, frá Þingeyri. Björgunin hefur vakið mikla athygh. Hún þýðir að nú er sýnt að ýmsir munu eiga lífslíkur - sjúkhngar sem ekki var tahð að hægt væri að bjarga áður. Hér er um að ræða eina tilfehið í heiminum sem kunnugt er um þar sem sjúkhngur er hafður í langan tíma í hjarta- og lungnavél án þess að svokölluð blóðþynning fari fram. Ástæðan fyrir því að þetta framfaraskref var stigið var ein- fóld. Þetta var eini lífsmöguleiki stúlkumiar. Áhættan var því tekin. Hún stundaði íþróttir á Þingeyri og var því í góðu líkamlegu formi. Læknamir segja það ótvírætt hafa hjálpað. Hún er nú í endurhæfingu og á góðum batavegi. Sérstakur aukatæknibúnaður var fenginn er- lendis frá th meðferðarinnar. DV ræddi í vikunni við þá Bjama Torfason hjartaskurðlækni, Aðal- bjöm Þorsteinsson, svæfinga- og gjörgæslulækni, og Viktor Magn- ússon tæknimann um nýja lífs- möguleika sem ýmsir sjúklingar munu hafa eftir framangreinda meðferð. Lenti undir bílnum Stúlkan lenti í bhveltu skammt frá flugvelhnum á Þingeyri þann 30. júní í sumar. Femt var í bhnum. Gunnhhdur lenti undir bhnum. Hún var flutt með flugvél til Reykjavíkur og lögð inn á Borgar- spítalann. Þaöan var hún flutt á Landspítalann. „Hún missti annað lungað. Af afleiðingum slyssins varð hitt lung- að alveg óstarfhæft í langan tíma,“ sagði Bjami. „Lungað sem eftir var fylltist af vökva og bólgum. Engin loftskipti áttu sér stað í því og það samræmist auðvitað ekki lífi. Th að viðhalda lífinu í einstaklingi þarf gervilunga og gervihjarta sem dæhr blóði í gegnum gervhungað. Þarna þurftum við á sérstökum einnota búnaði að halda auk hjarta- og lungnavélarinnar. Fyrir svona langa meðferð þurfti meira að segja mörg gervhungu til að geta fleytt lífi hennar áfram. Við vissum að stúlkan myndi ekki lifa þetta af nema með þessari nýju aðferð. Við tókum áhættu. En þær kröfur sem við gerðum til bún- aðarins og sú þekking sem við höfð- um stóðst. í öðmm thvikum sem vitað er um að þetta hafi tekist var um minna veika sjúkhnga að ræða og þetta var fyrsta tilfelhð þar sem blóðþynning var ekki fram- kvæmd.“ „Danspallur“ smíðaður við sjúkrabeðið Stúlkan var í meðhöndlun í nýja búnaðinum í rúmar 5 vikur og síð- an í öndunarvél í um 3 vikur. Ahan þann tíma var hún látin sofa: „Við vonun í óvissu alveg fram í sept- ember,“ sagði móðirin við DV í gær. Gunnhildur heldur öðra lung- anu. Hún er enn í endurhæfingu en læknamir segja hana geta lifað eðhlegu lífi í framtíðinni. En ýmis vandamál komu upp samfara með- Gunnhildur Sigþórsdóttir, 16 ára, frá Þingeyri slasaðist mjög alvarlega þegar hún lenti undir bíl sem valt síðastiiðið sumar. Fjarlægja varð annað lungað en hitt varð óstarfhæft. Til að bjarga lifi hennar varð hún að fara í meðhöndlun, sem aldrei hafði verið framkvæmd áður - í hjarta- og lungnavél í margar vikur, án þess að svokölluð blóðþynning væri framkvæmd. Eftir margra vikna óvissu varð fyrst Ijóst að aðferðin heppnaðist. Myndin er tekin í gær þegar Gunnhildur fór í stutta heimsókn með DV á inn á gjörgæsludeild Landspítalans. Hjarta- og lungnavélin, sem hún var í áður, er við hlið hennar. DV-myndirGVA höndluninni. Þegar Gunnhhdur slasaðist var hún flutt á Borgarspítalann. Þar var vinstra lungað fjarlægt. Þaðan þurfti að flytja hana á gjörgæslu- dehd Landspítalans. Hún var tengd mörgum tækjum. Aðeins var hægt að koma því nauðsynlegasta fyrir í lyftum spítalanna. Lögreglan skipulagði síðan flutninginn. Á gjörgæsludehd Landspítalans varð að leysa önnur vandamál. Th dæmis var eins konar „danspall- ur“ smíðaður undir rúmið þannig að hjúkranarfólkið gæti annast sjúklhiginn með eðhlegum hætti. Það var einnig gert með það fyrir augum að fahþungi væri fyrir hendi vegna blóðs sem rann frá sjúklingnum í hjarta- og lungnavél- ina sem síðan dældi súrefnisríku hlóði tíl baka. Þetta var á síðasta snúningi „Þetta var aht á síðasta snún- ingi,“ segir Aðalbjöm. „Eftir að hún kom hér inn var hún strax tengd í þetta tæki. Það stóð á end- um. Um leið og búið var að tengja það lagði hitt lungað af. En hún fékk ahtaf súrefni. Eftir 20 daga fór fyrst að griha í lungað aftur og ár- angurinn farinn að sjást. Á þessum biðtíma komum viö okkur upp tvö- földu kerfi. Það varð mikið öryggi gagnvart öðrum aðgerðum." „Við fengum lánaðan viðbótar- búnað frá Þýskalandi," segir Vikt- or. „En th að fara í þessa meðferð fengum við einnig annars konar einnota hluti og plastslöngubúnað en notaður er við venjulegar hjartaskurðaðgerðir. Þann búnað Gunnhildur með Aðalbirni Þorsteinssyni, svæfinga- og gjörgæslulækni, Önnu Díu Brynjólfsdóttur hjúkrunardeildarstjóra og Viktori Magnússyni, tæknimanni á gjörgæsludeildinni, í gær. Mikill fjöldi lækna, hjúkrunar- fólks, blóðgjafa og fjölmargir aðrir komu við sögu þegar lífi stúlkunnar var bjargað. fengum við frá Svíþjóð - gervh- ungu og sérstaka slöngu með efni sem veldur ekki storknun í blóði. Þannig þurfti ekki að gefa auka blóðþynningarefni og hægt var að meðhöndla sjúkhnginn án þess að um lífshættulegar blæöingar væri að ræða, sem annars heföu orðið á svona löngum tíma,“ sagði Viktor. „í framhaldi af þessu getum við og munum bjóða upp á endurlífgun eða viðhald Úfs af þessu tagi, þó svo að viðkomandi hafi ekki hjarta- eða lungnastarfsemi í lengri tíma - það er þegar von er um bata,“ segir Bjami. „Það er th önnur gerð af dælum en við notum í stuttar að- gerðir. Þegar um er að ræða margra daga eða vikna aðgerð er mikhvægt að skadda blóðið sem ahra minnst. Það er búið að safna fyrir slíkri dælu - hún byggir á miðflóttaafli. Landssamtök híartasjúklinga og íþróttafélagið Höfrangur á Þing- eyri söfnuðu fyrir dælunni og gáfu okkur sitt hvom helminginn í henni - hún kostaði samtals 1,5 mihjónir króna. Fyrir þetta erum við mjög þakklát. Þessa nýju dælu höfum við hugsað okkur að nota við þau tilfehi þar sem um er að ræða langvarandi viðhald lífs hjá þeim sem ekki hafa lungnastarf- semi eða stöðvun á hjartastarf- semi. Þessi tilfehi geta verið vegna ofkæhngar, eitrunartilfeha eða að hjartað starfar ekki í lengri tíma vegna sjúkdóma sem við vitum að ganga yfir,“ segir Bjami. „Það má segja að þetta sé auka- geta á hjartaaðgerðir sem hægt hefur verið að framkvæma hér,“ segir Viktor. „Með henni er hægt að kæla blóðiö niður og hita upp eftir þörfum. Þess vegna er hún hentug við ofkælingartilfehi." „Við hjartaaðgerðir eru sjúkhng- ar kældir verulega niður til að hægja á efnaskiptum líkamans og takmarka þörf á súrefnisflutningi th að líkaminn skaðist ekki á meö- an aðgerð stendur," segir Bjarni. „Þegar aðgerð lýkur er líkaminn hitaður upp aftur og starfsemin færist yfir á hjarta og lungu sjúkl- ingsins á ný. Við þurfum þyrlupall Bjami og Aðalbjöm telja nauð- synlegt að koma upp þyrlupahi við Landspítalann - vegna bráðatilfeha af þessu tagi - samanber phtinn sem ofkældist í desember uppi á Esjunni. Fjahgöngumaðurinn gekk einnig í gegnum meðferð í hjarta- og lungnavélinni. Líkur eru á að hann nái sér að fuhu. Með hann var í fyrsta skipti reynt hér á landi að endurlífga sjúkling með hjarta- og lungnavél. „Ég hef grun um að við höfum fækkað dánartilfehum í slysum um tvo á síðasta ári. Þessi tvö tilfehi," segir Aðalbjörn „En það væri æskhegt að þyrlan gæti komið beint hingaö." -OTT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.