Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1992, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1992, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1992. 9 dv Útlönd Jeffrey Dahmer gengur í réttarsalinn. Hann hefur játað á sig 17 morð en aðeins verður dæmt í 15 málum gegn honum að þessu sinni. Verjandi Dahmers segir að skjólstæðingur sinn sé alvarlega sjukur. Simamynd Reuter Dómstóll 1 Milwaukee úrskurðar um geðheilsu morðingja: Tr údi ad ég vær i sjálf ur djöfullinn - er haft eftir fj öldamor ðingj anum Jeffr ey Dahmer Faereyjar: Siglatogara heimfráNýja- Sjálandiánþess aðfáfisk jens Dabgaaid, DV, EBereyjum; Um miðjan febrúar er von á fogaranum Pólarborg I fá Vági heim af miöunum við Nýja-Sjá- land eftir að útgerðn varð að gef- ast upp við fiskveiðiævintýri þar. Engúm kvóti fékkst hjá heima- mönnum. Færeyingamir hófu heimferðina um áramót og áætla að vera 45 daga á leiðinni. Pólarborginni var siglt til Nýja-Sjálands síðla áriö 1990 enda hafðí þá verið tryggður kvóti til árs. Nú í haust reyndist hins veg- ar ómögulegt að má meiri kvóta og var því ákveðið að sigla skip- inu heim. Pólarborgin er um 600 lestir að stærð. Æfleirídanskir unglingar notasmokka Könnun í Danmörku sýnir að unglingar þar í landi taka mark áa áróðri um að nota smokka til að forðast kynsjúkdóma á borð við eyðni. Nú nota 62% ungraenni undir tvítugu smokka við sam- farir. Árið 1984 viðhöfðu aðeins 42% unglinganna slíka gát í kyn- lífinu. Þaö var félagsfræðideild háskólans í Óðinsvéum sem kannaði málið. Kviknakinn gler- augnaglámur hrelldi ungar stúlkur Stúlkumar sögðu að maðurinn heíði verið kviknakinn að öðru leiti en þvi að hann var með fer- köntum gleraugu í stálumgjörö. Þær voru að hjóla í sakleysi sínu eftlr fáfdrnum stíg nærri Frið- rikshöfh í Danmörku þegar gler- augnaglámurinn stökk í vegfyrir þær og hafði í fammi ósiðlegt at- hæfi, Mjög kalt var í veðri og þegar maðurinn reyndi að ná at- hygli hins kynsins. ítalir blanda enn frostlegiívín Grunur leikin’ á að ítalskir vín- bændur hafi enn á ný gripiö til þess ráðs að bland frostlegi í vfn til að auka geymsluþol þess. Ver- fð er að rannsaka mál nokkurra bænda sem liggja undir grun. Skammt er frá því ítalskir vín- bændur voru dæmdir við að blanda frostlegi í vínið. Frostlög- urinn er skaðlaus í smáum skömmtum en drekki menn mik- ið af þessu endurbætta vín getur það rynst lífshættulegt. Tannlæknar nægaekki krefjasjúklinga Tannlæknar í Danmörku hafa orðið að falla frá hugmyndum sínum um aö krefja viðskiptavini sina um eyðnipróf ef þeim þyki rástæöa til. Málið er sprottiö af því að tannlæknir nokkur kraföi einn viðskiptavina sinna um eyðnipróf og neitaði aö líta upp í hann nema að fa svar. Samtök sjúklinga brugðust ókvæða viö þessum fyrirætlun- um og sögðu að þær fælu í sér gróft mannréttindabrot. Á end- anum náðist samkomulag við fé- lag tanrúækna um að þeir hættu við að krefjast eyðniprófs. „Hann festist í þeirra trú aö hann væri persóna í myndinni Exorcist m. Þar lék djöfullnn lausum hala og Dahmer trúði að hann væri sá vondi," sagði Gerald Boyle, veijandi fjöldamorðingjans Jeffrey Dahmer, við upphaf réttarhalda yfir honum í gær. Dahmer hefur játað á sig 17 morð en segir að hann sér geðveikur og veijandinn byggir vöm sína á að skjólstæðingur sinn sé ekki sakhæf- ur þótt enginn vafi leiki á um ódæðis- verk hans. Kviðdómur þarf að segja álit sitt á því hvort hinn ákærði er heill heilsu eða ekki. Mestar líkur em taldar á að Dahmer verði úrskurðaður geð- veikur og því vistaður á réttargeð- deild. Engu að síður verður að rétta í málinu og dæma út frá heilbrigðri Sgríður Eyjólfedóttir, DV, Montpelliei; Talsverö spenna ríkir nú milli franskra stjórnvalda annars vegar og dómsvaldsins í landinu hins vegar vegna margflókins fjármálabrasks sem margir háttsettir menn innan sósíahstaflokksins em viðriðnir. Svokallað Urba-mál hefur lengi verið undir smásjá dómsvaldsins og tengist ólöglegri fjármögnun franska sósíalistaflokksins. Urba, sem er fyr- tæki stofnað af sósíalistum, haföi milhgöngu um að ráða verktaka fyr- ir opinberar framkvæmdir í þeim skynsemi óháð áhti geðlækna. Kviödóminn skipa sjö karlar og sjö konur. Þetta fólk verður að aö hlýða á nákvæmar lýsingar Dahmers á gerðum sínum áður en það getur kveðið upp úrskurð sinn. Búist er við aö réttarhöldin standi í allt að tvær vikur. Verjandi Dahmers segir að skjól- stæðingur sinn geti vart talist glæpa- maður því hann sér mjög veikur og geti ekki greint á milli þess sem er rétt og rangt. Hann hafi framið ó- dæði sín án þess að gera sér grein fyrir hvað hann var að gera. Dahmer framdi fyrsta morðið árið 1978. Þá tók hann ungan mann að nafni Steven Hicks upp í bíl sinn og ók honum heim til sín. Þar lauk við- skiptum þeirra svo að Dahmer drap Hicks. Þetta gerðist í Ohio og verður bæjarfélögum sem voru undir stjóm sósíalista. Urba þáði umboösíaun fyrir og var það fé notað í ýmsum tilgangi í nafni flokksins. Meðal ann- ars fóm rúmar 240 milljónir franka, eða um 2,5 milljarðar íslenskra króna, í kosningabaráttu Mitter- rands forseta árið 1988. Ríkisstjóm sósíalista hefur hvað eftir annað reynt að kæfa málið, m.a. með því að fá þingið til að sam- þykkja lög um sakaruppgjöf árið 1990 en hún hefur ekki haft erindi sem erfiði. Meðal þeirra sem Urba-málið teng- því ekki dæmt í málinu í Milwaukee í Wisconsin. Sov er einnig um annað morð sem Dahmer framdi en alls hefur hann játað á sig 17 morð þótt aðeins verði dæmt í 15 þeirra núna. Áöur en Dahmer framdi fyrsta moröið hafði hann.leitað á unga drengi og fróað sér í augsýn þeirra. Hann segist líka hafa dreymt um það frá fjórtán ára aldri að hafa samfarir við lík. Síðustu þrjú fjögur árin sem Dahm- er gekk laus leitaði hann uppi unga drengi sem hann myrti og haföi síðan samfarir við. Hann safnaði líka lík- amsleifum þeirra og verjandinn segir aö Dahmer hafi þannig ímyndað sér að hann gæti haft þá alltaf hjá sér. Reuter ist er dómsmálaráðherra Frakk- lands, Henri Nallet, sem hefur þær skyldur að viðhalda sjálfstæði dóms- valdsins. Hann er fyrrum gjaldkeri sósíalistaflokksins og var kosninga- stjóri Mitterrands 1988. Athygli hefur vakið aö aðeins níu af þeim þrjátíu og sex sem voru ákærðir hafa verið kallaðir fyrir sakadóm. Enginn þingmaöur er þar á meðal en þeir voru í meirihluta hinna ákærðu. Það má því búast við miklum sviptingum þegar Urba- málið kemur fyrir rétt. Kynlífiðveldur heiftaríegum hausverk Kynlífið kann aö valda þér miklum höfuöverkjum, einum ef þú ert Vesturlandabúi. Heilaskurðlæknir nokkur í Hong Kong, sem ekki er nafn- greindur afsiðfræðilegum ástæð- um, segist hafa haft nokkrar manneskjur í meðferð sem fa óg- urlegt mígrenikast við fullnæg- ingu. „Þessir sjúkiingar hafa allir verið Vesturiandabúar," var haft eftir lækninum í fréttatilkynn- ingu breska lyfjafyrirtækisins Glaxo sem hefur nýlega sett á markaðinn lyf sem það segir lækna flestar tegundir migrenis. Páir Kínverjar virðast hins veg- ar kvarta undan því að höfuð- verkir trufluðu kynlíf þeirra. Benetton ætlar aðgefaeyðni- sjúklingumfé ítalska tískufyrirtækið Benet- ton sem sætt hefur harðri gagn- rýni fyrir auglýsingaherferð þar sem notuð er mynd af eyðnisjúkl- ingi á dánarbeðinu tilkynnti á miövikudag að þaö ætlaði að veita fjármagni til hjálparstofn- ana sem sinna eyðnisjúklingum. Breskir stuðningshópar eyðni- sjúklinga hafa fordæmt tískufyr- irtækið vegna nýrrar auglýsinga- herferðar þar sem notuð er verö- launamynd af Bandaríkjamann- inum David Kirby þar sem hann liggur fyrir dauðanum, um- kringdur fjölskyldu sinni. Þá hef- ur effirlitsnefnd auglýsinga var- að tímarit við að birta auglýsing- una. Talsmaður Benettons sagði að fyrirtækið hefði haft samband við samtök ítalskra homma um hvemig best væri að veija fénu. Fyrirtækið hefur sagt að ekki hafl veriö ætlunin að hneyksla fólk heldur kveikja umræðu um félagsleg vandamál. Haliinnávöru- skiptajöfnuði Finnaminnkar Hallinn á vöruskiptajöfnuði Finna í fyrra var um þremur mifijörðum marka minni en áriö 1990. í fyrra var hallinn 23,4 millj- aröar en árið á undan var hann 26,5 milljaröar. Ástæðan fyrir minni halla f fyrra er sú að viðskiptajöfnuður- inn var hagstæður upp á 5,2 miilj- arða marka vegna töluvert mínni innflutnings en árið áður. Á sama tíma hafa erlendar skuldir Finnlands aúkist tðlu- vert, eða rúmlega 43 milljaröa marka milli ára. Erlendar skuldir námu alls 178,9 milljöröum við síðustu áramót, eða sem nemur 35 prósentlandsframleiðslunnar. Tóbaksfræðsla í öfugu hlutfalli við auglýsingar Bandarísk tímarit sem birta tóbaksauglýsingar, einkum kvennatímarit, fjalia alla jafna minna um skaðsemi tóbaksreyk- inga en ömarit sem ekki birta slíkar auglýsingar. Þetta eru niöurstöður 25 ára rannsóknar á 99 bandarískum tímaritum sem framkvæmd var við háskólann i Michigan. Vís- indamennirnir sögðu þó að ekki væru sannanir fyrir þvi að beint samband væri milli ritstjómar- stefnu tímaritanna og auglýsinga tóbaksfyrirtækjanna. Niöurstöður rannsóknarinnar birtast í New England Journal of Medicine. Reuter og FNB Franska ríkisstjómin 1 klípu: Háttsettir sósíalistar í fjármálahneyksli

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.