Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1992, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1992, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1992. Utlönd Eisttendingarfá nýjaríkissfjórn Ný ríkisstjórn er kortnn til valda í Eistlandi eftir nokkurra daga stjómarkreppu. Tiit Vahi er forsætisráöherra en hann var áöur samgönguráðherra. Hann hefur að baki sér 52 þingmenn en í stjórnarandstööu eru 24. Lennart Meri verður áfram ut- anríkisráðherra eins og reyndar fleiri úr frafarandi stjórn fyrir utan Edgar Savisaar sem var fyrsti forsætisráðherrann í fijálsu Eistlandi en missti stuön- ing meirihluta þingmanna í síð- ustu viku. Atvinnuleysi eykstjafntog þéttíNoregi Enn heldur áfram aö þrengjast um á norska atvinnumarkaðn- um. Nú eru 8,4 prósent atvinnu- færra manna án vinnu og fjölgaöi þeim um 0,5 prósent nú í janúar írá því sem var í desember. Þetta þýðir að 183 þúsund Norð- menn eru atvinnulausir. í janúar á síöasta ári var atvinnuleysið 4,8 prósent en tók að aukast rajög þegar leið á haustið og er jafnvel tliö að enn fleiri eigi eftir aö minssa vinnuna áður en rofa tek- ur til í vor. Norðvnennog Danir í pelsum á óiympíuleikum Afráðið er að landslið bæöi Norðmanna og Dana komi íklædd pelsum til vetrarólympíuleikn- anna í Aibertviile í Frakkiandi, Þessi fyrirætlun hefur þó vakið litla hriftnngu í Frakklandí, heimalandi dýravinarins Birgitte Bardot. Danimir veröa í selskinnspels- um frá Grænlandi. Þegar er búiö að skipluleggja mótmæli viö komu þeirra til leikanna. Norð- menn ætla að sýna samstöðu með frændum sínum og láta mótmæli pelsahatara ekki hafa áhrif á klasðaburð sinn. Heima í Noregi eru þó ekki aliir hriftiir aö pelsaburði landsliðs- manna. Þar eru dýravemdar- samtök sterk og margir mótfalln- ir því að Normenn kynni pelsa sérstaklega. FNB, tt og ntb Mike Tyson, hnefaleikakappi og fyrrum heimsmeistari, lét sér hvergi bregöa við réttarhöldin. Hann á iíka marga aödáendur sem biðu hans fyrir utan réttarsalinn og fögnuðu honum þegar fyrstu yfirheyrslum var lokið. Simamynd Reuter Réttarhöld hafín yfir hnefaleikakappanum Mike Tyson: Gyrti niður um sig og rak í mig liminn - sagði stúlkan, sem kærir, sallaróleg við yfirheyrslumar „Hann batt mig við rúmið og reif af mér fótin. Síðan gyrti hann niður um sig og rak hminn í skaut mér. Ég hélt helst að ég væri að rifna í sundur," sagði 18 ára gömul stúlka og fyrrum þátttakandi í fegurðar- samkeppni þegar hún var fyrir rétti beðin að lýsa atvikum næturinnar sem hún átti með hnefaleikakappan- um Mike Tyson á síðasta ári. Stúlkan, sem nýtur nafnleyndar, lýsti atburðunum, sallaróleg. Hún sagðist hafa þolað miklar kvalir og að Mike hefði reynst hinn mesti hrotti þótt vel hefði farið á með þeim kvöldið áður en hún segir að hann hafi nauðgað sér. Sérfræðingar í nauðgunarmálum segja aö stúlkan hafi virst of róleg til að vekja tiltrú kviðdómenda. Hún sagði sögu sína aftur og aftur og vék hvergi frá henni, hvernig sem veij- andi Tysons reyni að þvæla málinu. Hún felldi ekki eitt einasta tár og hikaði hvergi. John Tannberg, fyrrum dómari viö réttinn í Indianapolis, þar sem Tyson er fyrir dómi, segir að stúlkan hafl augljóslega verið vel búin undir yfir- heyrslumar. Hann telur að Tyson kunni þó að hagnast á því hve róleg hún var því hugmyndir manna um framburð fórnarlamba nauðgara séu á ann'an veg. Annar sérfræðingur í dómsmálum segir aö svo virðist sem stúlkan hafi ekki glatað sakleysi sínu við raunir umræddrar nætur því að hún komi sér fyrir sjónir sem 14 ára krakki en ekki 18 ára þátttakandi í fegurðar- samkeppni. Það kann líka að koma stúlkunni illa við réttarhöldin að hún tók þátt í fegurðarsamkeppninni daginn eftir nauðgunina. Hún sagðist fyrir réttin- um ekki vera vön að gefast upp sem best sæist á því að hún heföi kært Tyson og hikaði ekki við að fylgja málinu eftir. Reuter Breskir her- mennfarastí Þrír breskir hermenn létu lífið og tólf aðrir slösuðust þegar belt- isbill þeirra lenti í árekstri við stóran flutningabfl í Harðangri í Vestur-Noregi í gær. Hermennimir tilheyrðu her- deild sem er við vetraræfíngar í Noregi um þessar mundir. Njésnarará hverjustráií Hvíta-Rússiandi Háttsettur maður innan leyni- þjónustunnar KGB sagði í gær að nýfengnu sjálfstæði Hvíta- Rússlands stæöi nú af ógn af miklum fjölda njósnara frá ná- grannaríkjunum í Austur-Evr- ópu, vestrænum leyniþjónustum og jafnvel fra fyrrum Sovétlýö- veldum. Eduard Sjirkovskíj hershöfð- ingi sagði í viðtali við blaö í Hvita-Rússlandi á miðvikudag aö þar væm hundruö fyrsta flokks njósnara sem hefðu komið til lanósins sem hergagnasérfræð- íngar og undir öðru yflrskyni. Hershöfðinginn sagöi að njósn- ararnir legðu mikiö kapp á að fa heimamenn í líð með sér og heimamenn sæktust jafnvel eftir samningum gegn greiðslu í doll- urum. NaínaJettsín ekkertfyrir myndavélarnar Naína Jeltsín, eiginkonu Bo- rísar Rússlandsforseta, er ekkert um sviðsijósið gefið, eins ogRaísu Gorbatsjovu, fyrirrennara henn- ar. Naína er beihiinis feimin við myndavélamar. „Henni fínnst ekki gaman að láta mynda sig,“ sagði Borís þeg- ar þau hjón komu á Heathrow- flugvöll viö Lundúnir í gær. En Naína, sem Borís kallar Naju, komst þó ekki bjá þvi aö stilla sér upp fyrir framan Down- ingstræti 10, embættisbústaö Johns Majors. Tískusérfræðing- ar segja hana minna á Barböru Bush, forsetafrú Bandaríkjanna, hvað holdarfar varðar. NTB og Reuter Nauðungaruppboð á eftirtalinni fasteign fer fram í dómsal embættisins, Skógarhlíð 6, 3. hæð, á neðangreindum tíma: Fiskakvísl 13, 2. hæð t.v„ þingl. eig. Pálmi Eyjólísson og Kolbrún Sveins- dóttir, mánud. 3. febrúar ’92 kl. 14.15. Uppboðsbeiðandi er Ólafúr Gústafe- son hrl. borgarfógetaembæ™ í REYKJAVÍK Nauðungamppboð annað og síðara á eftirtöldum fasteignum fer fram í dómsal embættisins, Skógarhlíð 6,3. hæð, á neðangreindum tí'rna: Asparfell 12,2. hæð D, þingl. eig. Stef- án Eyvindur Pálsson, mánud. 3. febrú- ar ’92 kl. 10.15. Uppboðsbeiðandi er Veðdeild Landsbanka íslands. Ásgaiður 137, þingl. eig. Halla Björk Guðjónsdóttir, mánud. 3. febrúar ’92 kl. 10.15. Uppboðsbeiðendur eru Veð- deild Landsbanka íslands, Sigríður Thorlacius hdl., Gjaldheimtan í Reykjavík, Ólafúr Gústafeson hrl. og Ásgeir Þór Ámason hdl. Ásgarður 163, þingl. eig. Ómar Jó- hannsson, mánud. 3. febrúar ’92 kl. 10.15. Uppboðsbeiðandi er Veðdeild Landsbanka íslands. Baldursgata 11,2. hæð t.h., þingl. eig. Sigríður Þórarmsdóttir, mánud. 3. fe- brúar ’92 kl. 10.30. Uppboðsbeiðandi er Veðdeild Landsbanka íslands. Barónsstígur 51, miðhæð, þingl. eig. Sigríður Pétursdóttir, mánud. 3. febrú- ar ’92 kl. 10.30. Uppboðsbeiðandi er Veðdeild Landsbanka íslands: Bústaðavegur 69, efri hæð og ris, tal. eig. Þorgrímur P. Þorgrímsson, mánud. 3. febrúar ’92 kl. 10.45. Upp- boðsbeiðendur eru Veðdeild Lands- banka íslands, Eggert B. Ólafeson hdl., Gjaldheimtan í Reykjavík, Bjöm Ólaíúr Hallgrímsson hrl. og Jón Ing- ólfeson hrl. Eldshöfði 17, hluti, þingl. eig. Guð- mundur Aðalsteinsson, mánud. 3. fe- brúar ’92 kf. 14.00. Uppboðsbeiðendur em tolfstjórinn í Reykjavík og Gjaid- heimtan í Reykjavík. Fjarðarás 11, þingl. eig. Jón Ólafeson og Guðlaug Steingrímsdóttir, mánud. 3. febrúar ’92 kl. 11.45. Uppboðsbeið- endur em Gjaldheimtan í Reykjavík og Veðdeiid Landsbanka íslands. Frakkastígur 24, þingl. eig. Guðbjörg Jónsdóttir og Uffe B. Eriksen, mánud. 3. febrúar ’92 kl. 14.30. Uppboðsbeið- endur em Gjaldheimtan í Reykjavík og Guðjón Ármann Jónsson hdl. Freyjugata 10, ris, tal. eig. Sigríður G. Magnúsdóttir, mánud. 3. febrúar ’92 kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur em Veðdeild Landsbanka íslands og Gjaldheimtan í Reykjavík. Frostafold 6,024)2, þingl. eig. Jóhanna Þorbergsd. og Steinar Pálmason, mánud. 3. febrúar ’92 kl. 14.45. Upp- boðsbeiðendur em Veðdeild Lands- banka íslands, Ólafúr Garðarsson hdl. og Ólafúr Axelsson hri. Funafold 50, þingl. eig. Hörður Harð- arson og Guðrún Smáradóttfr, mánud. 3. febrúar ’92 kl. 14.15. Uppboðsbeið- endur em Gjaldheimtan í Reykjavík, Veðdeild Landsbanka íslands og bæj- arfógetinn í Hafiiarfiiði._________ Hagamelur 36, kjallari, þingl. eig. Anna Kristinsdóttir, mánud. 3. febrú- ar ’92 kl. 14.00. Uppboðsbeiðandi er Gjaldheimtan í Reykjavík. Háaleitisbraut 111, 2. hæð t.v., þingl. eig. Ólafur Júníusson, mánud. 3. fe- brúar ’92 ki. 14.15. Uppboðsþeiðendur em Veðdeild Landsbanka íslands og Gjaldheimtan í Reykjavík. Hálsasel 20, þingl. eig. Gunnar Maggi Ámason, mánud. 3. febrúar ’92 kl. 11.30. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. Klapparberg 16, þingl. eig. Valgerður Hjartardóttir, mánud. 3. febrúar ’92 kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur em ís- landsbanki, Veðdeild Landsbanka ís- lands, Ólafúr Gústafeson hrl., Val- garður Sigurðsson hdl. og Fjárheimt- an hf. Lóuhólar 26, hluti, þingl. eig. Gunnar Snorrason, mánud. 3. febrúar ’92 kl. 14.00. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. Lyngháls 9, hluti, þingl. eig. Alprent hf„ mánud. 3. febrúar ’92 kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur em Gjaldheimtan í Reykjavík og Landsbanki íslands. Ránargata 2, hluti, þingl. eig. Oddný Elín Magnadóttir, mánud. 3. febrúar ’92 kl. 13.45. Uppboðsbeiðandi er Ólaf- ur Gústafeson hrl. Stórholt 23, efri hæð og rishæð, þingl. eig. Magnús Blöndal Kjartansson, mánud. 3. febrúar ’92 kl. 11.15. Upp- boðsbeiðendur em íslandsbanki hf. og Róbert Ámi Hreiðarsson hdl. Tungusel 11, íb. 3-2, þingl. eig. Regína Margrét Birkis, mánud. 3. febrúar ’92 kl. 15.00. Uppboðsbeiðendur em ís- landsbanki, Veðdeild Landsbanka ís- lands, Othar Öm Petersen hrl. og Sig- urmar Albertsson hrl. Vegghamrar 31, hluti, þingl. eig. Mar- ía J Polaska, Steinar Þór Guðjónsson, mánud. 3. febrúar ’92 kl. 11.30. Upp- boðsbeiðendur em tollstjórinn í Reykjavík og Gjaldheimtan í Reykja- vík. BORGARFÓGETAEMBÆTHÐ í REYKJAVÍK Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á eftirtöldum fasteignum: Ránargata 7A, 3. hæð, þingl. eig. Þor- steinn K. Sigurðsson, fer fram á eign- inni sjálfri mánud. 3. febrúar ’92 kl. 16.00. Uppboðsbeiðandi er Gjald- heimtan í Reykjavík. Suðurhlíð 35, hluti, þingl. eig. Magnús Siguijónsson, fer fram á eigninni sjálfri mánud. 3. febrúar ’92 kl. 17.00. Uppboðsbeiðendur em Gjaldheimtan í Reykjavík og Islandsbanki hf. BORGARFÓGETAEMBÆTTIÐ í REYKJAVÍK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.