Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1992, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1992, Blaðsíða 32
l—J Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn- leyndar er gætt. Við tökum við frétta- skotum allan sólarhringinn. Ritstjóm - Augiýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 63 27 00 Frjálst, óháð dagblað FOSTUDAGUR 31. JANUAR 1992. Vesturland: Eyðublöð ekki póstlögð vegna peningaskorts Skattstofa Vesturlandsumdæmis á Akranesi hefur enn ekki póstlagt framtalseyðublöö til skattgreiðenda vegna peningaskorts. Skattstofan fær ekki peninga frá ráðuneytinu til að greiða póstburðargjaldið. Búið er að dreifa framtalseyðublöðum á Akranesi en framtalseyðublöð ann- arra í umdæminu eru enn á skatt- stofunni. Starfsmaður á Skattstofu Vestur- landsumdæmis, sem DV ræddi við í morgun, sagði að mikil óánægja væri hjá fólki vegna þessa. Mikið væri hringt og spurt um eyðublöðin. Fólk , spyr líka að því hvort það fái jafn langan frest til að skila skattskýrsl- unum og dregst að senda þær út. Svo er ekki. Undir venjulegum kringum stæðum hefðu framtalseyðublöðin áttaðfaraípóstfyrirviku. -S.dór Bensínlækkim: LHrinní 55,10 krónur Verð á bensíni og gasohu lækkar á morgun samkvæmt ákvörðun Verð- lagsráðs í gær. Verð á 92 oktana blý- lausu bensíni lækkar úr 57,50 krónur lítrinn í 55,10 krónur eða um 2,40 krónur. Verð á 95 og 98 oktana bensíni er frjálst og mismunandi eftir obufélög- um. í morgun var ekki alveg ljóst hve mikið verð á þessum tegundum lækkar en búist er við að verðið lækki hlutfallslega jafnmikið og á 92 oktana bensíni. Samkvæmt því lækkar verð á 95 okíana bensíni úr um 61,40 í um 58,80 krónur lítrinn og verð á 98 oktana bensíni lækkar úr um 64,50 í um 61,80 krónur lítrinn. » Verð á gasolíu lækkar um 30 aura lítrinn, úr 17,60 í 17,30 krónur lítrinn. Verð á svartolíu er óbreytt og kostar áfram 12.400 krónurtonnið. -JGH Þjóðviljinn: Síðasta tölublaðið Síðasta tölublað dagblaðsins Þjóð- viljans kom út í morgun og er þar með lokið 56 ára sögu blaðsins. Hluti starfsmanna blaðsins starfar nú að undirbúningi á útgáfu helgar- blaðs sem mun komafyrst út 7. febrú- »ar. Titill þess er Helgarblaðið. Ætlunin er að blaðiö renni síðar inn í helgarblað hins nýja dagblaðs sem Nýtnæli undirbýr útgáfu á. -VD LOKI Vonandi fá þeir heldur ekki pening til að leggja á! 45 ára Reykvíkingur, Vilhjálmur Svan, hefur verið dæmdur i níu mánaöa fangelsi, þar af sex mánuði skilorðsbundiö, iýrir fjárdrátt, brot á lögum um söluskattog lögum um staögreiðslu opinberra gjalda. Hon- um er einnig gert að greiða 11 millj- ónir króna í sekt til ríkissjóðs inn- an 4 vikna - ella sæti hann 9 mán- aða fangelsi að auki. Maðurinn var auk þess dæmdur til að greiöa Fé- lagi starfsfólks í veitingahúsum 546 þúsund krónur í skaöabætur ásamt dráttarvöxtum írá 17. febrúar 1989. Halla Backmann, héraðsdómari á Seltjarnamesi kvaö upp dóminn. Umræddur maður hefur mjög komið við sögu sem rekstraraðili í veitingahúsa- og skemmtistaða- rekstri í Reykjavík, meðal annars Tunglhiu, Uppi og niðri, Fimmunni og fleiri stöðum. Hann var dæmdur fyrir að hafa: ekki staðið skil á lifeyrissjóðsiö- gjöldum að andvirði 546 þúsund krónur til starfsfólks hlutafélag- anna Lækjarrúðs og Lækjarveit- inga að Lækjargötu 2 á árunum 1988. Hann var einnig sakfelldur fyrir fiárdrátt með því að hafa á sömu árum haidið eftir skila- skyldri staðgreiðslu opínberra gjalda starfsfólks sins. Upphæðin var tæpar 1,3 milljónir króna. í ákæru segir að á árunum 1987 til 1989 hafi maðurinn verið hlut- hafi og framkvæmdastjóri Lækjar- veitinga og Lækjamiðs, frarn- kvæmdastjóri hlutaíélagsins Laugaveitinga og stjórnarformað- ur hlutafélagsins Pan. í dóminum segir meðal annars: „Ljóst er af framburði vitna að ákærði var framkvæmdastjóri fé- laganna jafnframt því sem hann var hluthafi í þeim og tók einn ákvarðanir varðandi refstur þerra. Sannað þykir að ákærði hafl ekki skilað innheimtumanni ríkissjóðs ótilkvaddur sökluskatti af rekstii fyrirtækjannna .... samtals að fjárhæð 9.916.773, heldur dregið hlutafélögunum þá fjárlia;ð.“ Veöriðámorgim: Kólnandi þegar líður á daginn Framan af degi verður rign- ing og 3-6 stiga hiti viða um land en síðar kólnandi með élj- um á Suður- og Vesturlandi en norðaustanlands léttir til er líða tekur á daginn. V Börnkrafin greiðslu fyrir tannviðgerðir d /egna ákvæða í bandorminum eru P Vegna ákvæða í bandorminum eru böm yngri en 16 ára nú krafin greiðslu fyrir tarmviðgerðir. Hjá sjálfstætt starfandi tannlæknum greiða börnin tannviðgerðina að fullu en geta síðan fengið 85 prósent kostnaöarins endurgreiddan hjá Tryggingastofnun. Varðandi tann- viðgerðir hjá skólatannlæknum hef- ur ráðuneytið ekki ákveðið hvernig verður staðið að innheimtu á hlut barna í viðgerðarkostnaði. Breyting- in tók gildi 28. þessa mánaðar. Fyrirbyggjandi aðgerðir, svo sem skorufyllur, flúorvemd, tannhreins- un og tannfræðsla verða áfram greiddar að fullu af Tryggingastofn- un ríkisins. -kaa Vaxtalækkun: Búnaðarbanki blæs í herlúðra | 4 4 i 4 4 Bruggáþremur sveitabæjum Ákvörðun Búnaðarbanka, sem hef- ur verið með lægstu utlánsvexti bankanna í nokkra mánuði, um að lækka nafnvexti á útlánum um 2 prósentustig um helgina hefur valdið nokkrum titringi í bankaheiminum. Landsbankinn mun einnig lækka nafnvexti á útlánum um helgina en ekki eins mikið og Búnaðarbankinn eða um 0,25 til 0,5 prósent. íslandsbanki og sparisjóðirnir taka í dag ákvörðun um hve mikið þeir lækka sína vexti en ekki er talið að þeir fylgi Búnaðarbanka eftir. Búnaðarbanki hafði mestan hagn- að bankanna á síðasta ári. Víxilvext- ir þar munu lækka úr 14,5 í væntan- lega 12,5 prósent. Nafnvextir á al- mennum óverðtryggðum skulda- bréfum, B-flokki, fara væntanlega hjá bankanum niður 15,25 í 13,25 pró- sent. -JGH Það var mesta mildi að þernurnar á Herjólfi slösuðust ekki þegar brotsjór reið yfir skipið skammt frá Þorlákshöfn i gær og kaffiteria skipsins gjöreyðilagðist. Þar brotnaði flest sem brotnað gat. Þernurnar, Sigríður Óskarsdóttir og Bjarney Valgeirsdóttir, til hægri, eru þarna innan um brotin. - Sjá nánar bls. 2. DV-mynd Ómar Lögreglan á Patreksfirði kom upp um bruggstarfsemi á þremur bæjum í Barðarstrandarhreppi í gær. Full- eimaður landi og talsvert af óeimuðu bruggi fannst á bæjunum þremur. Auk þess var lagt hald á tæki og búnað til bruggframleiðslunnar á þessum þremur stöðum. Allur varn- ingurinn var fluttur á lögreglustöð- ina á Patreksfirði. Lögreglan vann við yfirheyrslur í málinu í gærkvöldi og nótt. Til stend- ur að skýrslutökur fari fram í allan dag. Ekki er fulljóst ennþá hvort þeir sem stóðu að brugginu seldu fram- leiðslu sína til annarra en máhð verðurrannsakaðtilhlítar. -ÓTT NITCHI RAFMAGNSTALÍUR Vouls&n Suóurlandsbraut 10. S. 686499. 4 4 4 4 4 —

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.