Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1992, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1992, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1992. Útlönd Börn sem voru alin á brjósta mjólk urðu mun gáfaðri en börn sem ekki fengu móðurmjólk, að því er segir í niðurstöðum breskr- ar rannsóknar sem var birt í morgun. í rannsókninni kemur frara að börn á aldrinum 7 ‘A til 8 ára voru greindari, jafnvel eftir að búið var að taka tiliit til menntunar foreldra og þjóðféiagsstéttar. Rannsökn þessi var frábragöin öðram brjóstamjólkurrannsókn- um í veigamiklum atriðum þar sem bömin voru öll fyrirburar og fengu móðurmjólkina i gegn- um ieiðslu á meðan þau voru í hitakassa. Þaö þykir benda til þess að það sé mjólkin sem ræður úrsiitum en ekki það að börnin séu á brjósti. uppviðnauðgun ílíkhusinu Rúmensk stúika, sem talin var látin, vaknaði upp þegar drakk- inn líkbússtarfsmaður reyndi aö nauðga henni þar sem hann hélt aö hún væri liðið iík. Stúikan iiafði tekið of stóran skammt af svefnpillum og áfengi. Vikublað í Búkarest sagði frá því í gær aö iíkhússtarfsmaöur- inn hefði fallið í yfirlið þegar stúlkan settist allt í einu upp á meðan hann var að nauðga henni áður en hann bjó líkið undir krufningu. Starfsmaöurinn var handtek- inn en foreldrar stúlkunnar fór fram á aö hann yrði látinn laus, ef hann hefði ekki nauögaö henni heföi hún veriö látin um aldur og ævi. Konurnardeila umbreska lávarðstign Fjórða eiginkona breska aðals- mannsins Moynihans heitins lá- varðar hefur leitaö til dómstól- anna til aö fá því hnekkt að eins árs sonur ömmtu eiginkonu lá- varðarins erfi aðalstign fóður síns. Hinn margkvænti Moynihan lávaröur, sem bjó á Filippssyjum þar sem hann rak nuddstofur og steipubari, lést í nóvember síð- astliönum og nú er slegist um tignina. Sonurinn Daniel hefur veriö viðurkenndur sem erfingi tignar- innar. Fjóröa eiginkonan hefur farið í mál við þá fimmtu, raóöur Daníels, á þeim forsendura aö lá- varðurinn hafi aldrei skilið við sig og því hafi fimmta hjónaband- iö verið ógilt. Skotið á innflytj- Stokkhólmi Verslunarmaöur af erlendu bergi brotínn særðist alvarlega í Stokkhólroi í gær þegar grímu- klæddur byssumaður skaut á hann við vinnu sína.: Uögreglan telur að tengsl geti verið milli skotárásarinnar 1 gaer ogfjöguxra annarra árása á innflyijendur í Svíþjóö á tæpri viku. Tliomas Johannsson lögreglu- stjóri sagði að ýmislegt benti tii þess að málin væru skyld. Johannsson sagði að fórnar- lambið hefði veriö miöaldra karl- maður en hann vissi ekki af hvaða þjóðemi. Maðurinn var skotinn i enniö og hlaut alvarlega áverka. Fómarlambið var aö vinna í verslun á neöanjarðar- brautarstöð í suöurhluta Stokk- hólms- Reutcr DV Leiðtogafundur í Öryggisráðinu um framtíð Sameinuðu þjóðanna: Hlutverk SÞ verður allt annað en áður - sagði John Major, forsætisráðherra Breta, sem flytur nýjan boðskap SÞ í kvöld „Það hefur orðiö bylting í viðhorf- um þjóða tíl Sameinuðu þjóðanna. Þeim verður að ætla allt annað og meira hiutverk en áður var,“ sagði John Major, forsætisráðherra Breta, þegar hann kom til fundar við 14 aðra þjóðarleiðtoga í Öryggisráði SÞ til að ræða framtíð samtakanna. Áætlað er að fundurinn standi allt tii kvölds og þá á Major að lesa upp yfirlýsingu sem þegar er samkomu- lag um í aðalatriðum. í dag fær hver fulltrúi að halda 15 mínútna ræöu og er ekki búist við að defiur verði harðar þótt einstakir leiðtogar vilji ítreka sérstöðu landa sinna. Fundinn nú situr m.a. Borís Jeltsín Rússlandsforseti. Hann er nú í fyrstu mikfivægu utanlandsferð sinni og verður að kynna stöðu nýs stórveldis á alþjóðavettvangi. Rússar hafa ekki verið aðfiar að samskiptum voldug- ustu ríkja heims frá því í fyrri heims- styijöldinni. Uppkastið að lokayfirlýsingunni er 1800 orð og verður það væntanlega einnig í lokaútgáfunni. Fnlltrúar ríkjanna í Öryggisráðinu hafa setið á samningafundum um lokafrágang yfirlýsingarinnar allt fram tfi þessar- ar stundar. Deilur hafa einkum stað- ið um mannréttindamál en Kínverjar telja aö afdráttarlausum orðum í þeim efnum sé beint gegn sér. Major sagði fyrir fundinn að tfi- gangur hans væri að fjalla um Ör- yggismál öðra fremur en ekki mann- réttindamál og Jeltsín tók í sama streng. Því er ekki líklegt að mann- réttindamálin verði ásteytingar- steinn á lokasprettinum. Annaö ágreiningsmál er að vilji er fyrir því að fækka þeim ríkjum sem hafa neitunarvald í Öryggisráðinu. Þau era nú fimm en rætt er um að Bretar og Kínveijar tapi sínum rétti tfi að stöðva ályktanir frá ráðinu. Gangi það efitir, sem þó er ólíklegt, verða Bandaríkjamenn, Rússar og Frakkar með neitunarvald. Það sem breytist með þessum fundi er að leitogamir ætla að treysta stöðu Sameinuðu þjóðanna sem sáttasemj- ara í defium ríkja. Almennt óttast menn mest að staðbundnar defiur verði áberandi í heiminum á næstu Þær Naya Jeltsín og Norma Major eiga það sameiginlegt að vera lítt hrifnar af umstanginu sem því fylgir að vera giftar voldugum þjóðarleiðtoga. Nayu er illa við Ijósmyndavélar og Norma segist helst vilja vera heima og lesa. Þær láta þó sjá sig við opinberar athafnir. Símamynd Reuter árum nú þegar stórveldin hafa fallist í faðma. Því er það von leiötoganna að þeim takist að treysta svo undir- stöður samtakanna að þau geti gegnt raunverulegu hlutverki við friðar- gæslu á komandi árum. Nú sem stendur eru Sameinuðu þjóðimar að reyna að stilla til friðar í Júgóslavíu en verður ekki þaö ágengt sem vonir standa tfi. Vera má að samtökunum verði heimilað að ganga fram af meiri hörku þar á næstunni. Það vekur og bjartsýni að stórveldin hafa komið sér saman um lausn deilna í Kambódíu á vettvangi SÞ. Reuter EES-samningurinn: EB hafnaði tillögu EFTA um dómstólinn Evrópubandalagið hafnaði í gær tfilögu EFTA-landanna um lausn á dómstólsmálinu í samningaviðræð- unum um evrópskt efnahagssvæði, EES. Eftir fundinn var ákveðið að halda samningaviðræðunum áfram í því augnamiði að fjarlægja hindran- ir í vegi samningsins svo fljótt sem auðið væri. Veli Sundbáck, aðalsamningamað- ur Finnlands, sagði í gær að mark- miðið væri enn að undirrita sam- komulagið um EES í byijun mars. „Okkur hefur ekki tekist að leysa alla hnútana," sagði hann. Sundback hélt því hins vegar fram að á grund- velli fundanna væri ekki hægt að segja að öll von væri úti. Vinna heldur áfram í minni vinnu- hópum. Utanríkisráðherrar EB hitt- ast í Brussel á mánudag en ekki er búist við neinum nýjum tillögum af hálfu EB á þeim fundi. Á fundinum í gær settu menn sér ekki ákveðinn frest tfi að halda samningaviðræðunum áfram. Það er almenn skoðun manna að samning- inn verði að undirrita tfi bráðabirgða í síðasta lagi tveimur vikum fyrir opinbera undirritun hans. Vonir höíðu hins vegar staðið til þess að hægt yrði að gera það í dag. Heimildarmenn innan EFTA sögðu í gær að síðustu daga hefðu farið fram miklar og strangar viðræður við einstaka lönd innan EB og að EFTA-löndin hefðu mætt skilningi af hálfu EB. Dómstófi Evrópubandalagsins komst aö þeirri niðurstöðu í desemb- er að samkomulagið, sem þá var í höfn, stríddi gegn stofnskrá EB. Á miðvikudag fékk framkvæmdastjóm EB fyrirskipanir sínar frá aðfidar- löndunum og ganga þær í stuttu máli út á það að lausnin á dómstóls- málinu verði að tryggja að kröfur EB-dómstólsins verði uppfylltar. FNB Habash handtek- inn á sjúkrabeði Hinn róttæki leiðtogi Palestínu- manna George Habash hefur verið handtekinn og færður til yfir- heyrslu í París. Habash var fluttur á sjúkrahús í París frá Túnis á miðvikudag og hefur sú ákvörðun valdið pólitísku hneykslismáli. Jean-Louis Bianco, félagsmála- ráðherra Frakklands, staðfesti þetta í viðtali við útvarpsstöðina Europe 1 í morgun. Hann sagði að dómari sem færi meö rannsókn hryðjuverka sem framin hefðu ver- ið í Frakklandi mundi yfirheyra Habash. Tveim læknum hefur verið fyrir- skipaö að heimsækja Habash á sjúkrahúsið þar sem hann er í meðferð vegna heilablóðfalls tfi að skera úr um hvort hann sé nógu hraustur til að fara í yfirheyrslu. Miklar defiur hafa risið upp í Frakklandi eftir að stjómvöld heimfiuðu franska Rauða krossin- um að flytja hann til landsins. Yfir- maöur franska Rauða krossins og þrír aðrir háttsettir ráðgjafar stjórnarinnar sögðu af sér í gær vegna málsins. Heimildarmenn innan franska utanríkisráðuneytisins sögðu að hvorki Mitterrand forseti né Dum- as utanríkisráðherra sem voru í opinberri heimsókn í Persaflóarík- inu Oman þegar Habash kom tfi landsins hefðu verið spurðir ráða. Samtök Habash, Alþýðufylkingin til frelsunar Palestínu, PFLP, vora ábyrg fyrir fjölda flugrána á átt- unda áratugnum. Fréttaskýrendur lýstu undrun sinni yfir því að enginn háttsettur stjórnmálamaður hefði sýnilega verið með í ráöum þegar Habash var leyft að koma til landsins. „Þetta er einn helsti hryðju- verkamaður heimsins. Ég vfi fá að vita hvernig þetta gat átt sér stað,“ sagði Francois Léotard, þingmaður úrstjómarandstöðunni. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.