Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1992, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 31.01.1992, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 1992. 15 Einkaréttur á ofsagróða! „Ríkisvaldiö og stjórnmálamennirnir eru þeir sem bera ábyrgðina. Þeir lögvernduðu aronskuna!" Stóra fréttin nú nýverið var um fyrirtæki nokkurt sem fæstir landsmenn höfðu sennilega minnstu hugmynd um að væri til; Sameinaðir verktakar hf. Fyrir- tæki þetta komst í fréttimar fyrir þá ákvörðun hluthafa að endur- greiða sjálfum sér út dágóðan skerf af eignum sínum í fyrirtækinu eða litlar 900 milljónir króna. Það þótti víst ekki svo fréttnæmt að fyrirtækið stæði svo vel að vígi heldur hitt hversu há þessi upphæð til útborgunar var og það hvemig peningarnir voru til komnir. Löglegt en siðlaust? Fyrirtækið er nefnilega stór hlut- hafi í öðru fyrirtæki, íslenskum aðalverktökum hf., en það fyrir- tæki er reyndar í meirihlutaeign ríkisins núna. íslenskir Aðalverk- takar hafa, eins og kannski flestir vita, einokun á allri byggingaverk- takastarfsemi fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli og hafa haft slíka aðstöðu í ein 35 ár. Sameinað- ir verktakar hf., sem reyndar em eldra fyrirtæki, hafa verið stórhlut- hafar í Aðalverktökum frá upphafi. Fyrst áttu þeir um 50% Mut en fyrir 3 árum samdi ríkisvaldið um að sinn hlutur yrði stærri og því minnkaði hlutur Sameinaðra í 32%. Við þessa breytingu var hlutafé í Aðalverktökum lækkað en það þýddi að peningaleg eign Sameinaðra varð mjög mikil. Um- ræddar 900 milljónir króna, sem svo fréttnæmar þóttu, voru í raun eðhlegt framhald af ákvörðun rík- isvaldsins um stærri hlut sinn í Aðalverktökum. Hluthafar Sameinaðra, sem í raun er ekkert annað en „skúffu“- fyrirtæki, lækkuðu hlutafé sitt og greiddu það út í peningum. Upp- hæðarinnar vegna og þrátt fyrir KjaHarinn Birgir Þór Runólfsson lektor í hagfræði ákvæði skattalaga virðist sem ein- hverjir telji þetta allt siðlaust, jafn- vel þótt löglegt sé (þó reyndar vilji ekki allir sættast á að svo sé). Hér er þó um mikinn misskiln- ingh að ræða. Athæfi hluthafanna í Sameinuðum er fullkomlega eðli- legt. Þeir eiga þetta fyrirtæki, fyrir- tæki sem situr á miklum pening- um. Þar sem fyrirtækið er ekkert annað en „skrifborðsskúffa“ í raun hefur það ekkert við þennan aur að gera og peningarnir því miklu betur komnir í höndunum á hlut- höfum. Hluthafamir gerðu því það sem eðlilegt var og var ákvörðun þeirra bæði lögleg, að því er skatta- yfirvöld telja, og siðleg! Lögvernduð aronska Það sem er siðlaust við þetta allt saman er að ríkisvaldið skuli hafa gefið tilteknum einstaklingum einkarétt á því að taka að sér fram- kvæmdir fyrir varnarliðið. Ríkis- valdið gaf þessum einstaklingum lögverndaða heimild til ofsagróða á kostnað bandarískra skattgreið- enda. Sú ákvörðun íslenskra stjórnvalda var siðlaus! Þessi ákvörðun ríkisvaldsins hef- ur leitt til þess að umrædd fyrir- tæki og hluthafar í þeim hafa rakað að sér miklum peningum. Það er þess vegna ríkisvaldið og stjórn- málamenn sem bera ábyrgðina á því að það gerist eins og nú hefur gerst að tilteknir einstaklingar greiða sjálfum sér út slíkar pen- ingafúlgur að allt ætlar um koll að keyra. Einstaklingarnir, sem aurinn fengu, eru í sjálfu sér ekkert illa að peningunum komnir, þó svo þeir hafi ekki í raun unnið til þeirra nema að litlu leyti. Þessir einstakl- ingar (reyndar kannski foreldrar þeirra miklu oftar) voru einfald- lega séðir og heppnir aö fjárfesta peninga sína í þessum fyrirtækjum sem hafa síðan skilað ríkulegri ávöxtun til þeirra. Þetta fólk hefur einfaldlega hagað sér skynsamlega og sparað sitt fé á mjög arðbæran hátt. Það hefur hvorki brotið af sér á lagalegan eða siðferðislegan hátt. Ríkisvaldið og stjórnmálamennirnir eru þeir sem bera ábyrgðina. Þeir lögvernduðu aronskuna! Ríkisverktakar? Eins og fyrr segir er ríkissjóður nú orðinn meirihlutaaöih að ís- lenskum aðalverktökum, á 52% hlutafjár í dag. Vegna ákvörðunar Sameinaðra verktaka hafa komið fram kröfur um að ríkissjóður taki alfarið yfir Aðalverktaka þannig að ofsagróðinn renni í hann. Þó að þaö sé kannski í raun eðlilegra að það sé ríkisvaldið sjálft heldur en tilteknir einstaklingar með lög- verndaða aðstöðu sem standi að því að féfletta bandaríska skattgreið- endur væri það samt sem áður jafnsiðlaust. Miklu eðlilegri og vænlegri ákvörðun væri að afnema einka- rétt á allri verktakastarfsemi fyrir varnarliðið. Þannig ættu fleiri aðil- ar möguleika á að bjóða fram þjón- ustu sína og þannig yrði verktaka- starfsemi á þessu svæði eðlilegri. Afleiðing einokunar er nefnilega ekki eingöngu sú að ofsagróði getur myndast heldur eru einnig Ukur á að ýmis misnotkun aðstöðu og só- un fjármuna komi fram líka. Birgir Þór Runólfsson „Þar sem fyrirtækið er ekkert annað en „skrifborðsskúffa“ 1 raun hefur það ekkert við þennan aur að gera og pen- ingarnir því miklu betur komnir í höndunum á hluthöfunum.“ enginn“? Greinarhöfundur harmar hversu lítið af málflutningi stjórnarandstöðunn- ar í borgarstjórn hefur náð í gegnum fjölmiðlamúrinn. Hver er herra „ Flausturslegar yfirlýsingar hafa undanfarið sett svip sinn á mál- flutning í borgarstjórn Reykjavík- ur vegna Perluhneykslisins, ekki síst eftir að borgarendurskoðun skilaði skýrslu sinni um fjárhag og stjórnsýslu Hitaveitunnar. Átakanlegasta rökleysan í þeim málflutningi er þó nýjasta yfirlýs- ing Markúsar Arnar Antonssonar borgarstjóra að „enginn hafi tekið ákvarðanir“ sem leiddu til ríflega 350 milljón króna umframfjár- streymis í húsbygginguna á hita- veitutönkunum (en það er nálega helmingi hærri upphæð en allur sá sparnaður sem ríkisstjórnin hyggst ná fram í skólakerfinu). Orð stangast á Eins og fram hefur komið í fjöl- miðlum var borgarendurskoðun fahð að gera úttekt sína eftir að borgarfulltrúar Nýs vettvangs höfðu lagt það til að óháðir aðilar yrðu til þess fengnir að rannsaka fjárreiður og stjómsýslulega ábyrgð vegna byggingar Perlunn- ar. Þeirri tillögu var hafnað með rökleysum sem nú eru að bíta í skottiö á sér, og er þess skemmst að minnast er Davíð Oddsson, fyrr- verandi borgarstjóri, réðst harka- lega á starfsmenn borgarendur- skoðunar fyrir skort á „sérþekk- ingu“ til þess að fjalla um stjórn- sýslu. Sambærileg rök, en öllu hófstillt- ari, notuðu borgarfulltrúar Nýs vettvangs á sínum tíma fyrir því að fela óhlutdrægum aðilum verkið - en þá var ekki hlustað. Nú nýlega bætti núverandi borgarstjóri um betur og hélt því fram að skýrslu borgarendurskoðunar hafi aldrei KjaUarinn Ólína Þorvarðardóttir borgarfulltrúi Nýs vettvangs verið ætlað að komast til botns í Perlumálinu. Er mjög athyglisvert að gefa því gaum hvemig orð stangast á í viðbrögðum manna við skýrslunni. Rétt er það að í skýrslu borgar- endurskoðunar finnast ekki svör við spumingum um ákvarðanferli og fiármálalegar skuldbindingar vegna Perlunnar. Þegar sjálfstæð- ismenn vísuðu frá tillögu Nýs vett- vangs í borgarstjórn 19. sept. síð- astliðinn um að skipa óvilhalla rannsóknarnefnd til þess að leiða ofangreinda þætti fram í dagsljósið bókaði Markús Örn Antonsson borgarstjóri: „Eðlilegur úttektar- aðili í tilviki sem þessu er borgar- endurskoðun." Það er því fráleitt af borgarstjóra að halda því nú fram að skýrslugerð borgarendur- skoðunar hafi ekki verið ætlað að komast til botns í Perlumálinu. Skynja menn skyldur sínar? Það er ástæða til þess að harma það hversu lítið af málflutningi stjórnarandstöðunnar í borgar- stjórn hefur náð í gegnum fiölm- iðlamúrinn í þessu máli sem fleir- um. Erlendis þætti það vafalaust tíðindum sæta ef ráðamenn gæfu slíkar yfirlýsingar sem raun hefur orðið á í þessu máh - og ég efa stór- lega að nokkurs staðar kæmust menn upp með slíkan málflutning án þess að hart væri að þeim geng- ið. En trúlega er umræðan um hlut- verk og skyldur fiölmiðla lengra komin í nágrannalöndum en hér. I tilefni af bókunum og viðbrögð- um sjálfstæðisfulltrúanna í borgar- sfióm Reykjavíkur við máli þessu létu borgarfulltrúar Nýs vettvangs færa til bókar afstöðu sína á borg- arstjórnarfundi þann 16. janúar sl. Sú bókun hefur mér vitanlega ekki komið fram í fiölmiðlum - ef undan er skihn lítil innblaðsfrétt í Þjóð- vilja - og því ástæða til að vekja athygli á henni hér. Þar var bent á þau atriði sem þegar hafa verið rakin en auk þess segir: „Borgarfulltrúar Nýs vettvangs telja vá fyrir dymm í sfiórnkerfi Reykjavíkurborgar ef „enginn tók ákvarðanir" sem leiddu til um 350 milljón króna umframfiárstreymis til byggingar Perlunnar. Sú röksemd að „enginn“ hafi fiár- málastjórn einstakra framkvæmda með höndum er háðulegasti vitnis- burður sögunnar um stjómarhætti sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur. - Telja borgarfulltrúar Nýs vett- vangs ekki seinna vænna að hafa uppi á herra „engum“ og koma á hann böndum svo unnt sé að sinna verkefnum borgarinnar með lög- bundnum hætti.“ Ólína Þorvarðardóttir „Það er því fráleitt af borgarstjóra að halda þvi nú fram að skýrslugerð borgarendurskoðunar hafi ekki verið ætlað að komast til botns 1 Perlumál- inu.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.