Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1992, Page 5
ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1992.
5
Piltarnir sem björguðust úr bílnum. Talið frá vinstri: Magnús örn Gylfason, ísleifur B. Þórhallsson, Björgvin Skúli
Sigurðsson og Benedikt Gíslason. DV-myndir Jón Þórðarson
Verslunarskólanemar í bílslysi:
Beltin björguðu
Jón Þórðaisan, DV, Rangárþingi
Bíl var ekið út af veginum við
Rauðalæk í Holtum kl. 13 á laugardag
og hafnaöi á hvolfi í læknum fyrir
neðan brú. Fjórir piltar voru í bíln-
um, skólafélagar í Verslunarskólan-
rnn, og höfðu nóttina áður gist á
Hellu, þar sem einn þeirra býr. Þeir
voru á leið til Reykjavíkur þegar
óhappið varð. Þeir sluppu nær
ómeiddir.
„Við mættum traktor rétt áður en
viö komum að brúnni, bíllinn lenti í
slabbi og fór afturábak útaf. Lenti á
hitaveituröri sem liggur með brúnni
og snerist viö það. Það að bíllinn lenti
í rörinu virðist einhvem veginn hafa
fleytt bílnum yfir mesta strauminn í
læknum," sögðu piltamir eftir slysið.
Bíllinn, nýlegur Subara, lenti að
mestum hluta uppi á is rétt við
þyngsta strauminn í læknum.
„Vatnið byijaði strax að fljóta inn
í bílinn og við vorum hræddir um
að geta ekki losað okkur úr beltun-
um. Það reyndist þó ekkert vanda-
mál þegar til kom.“ Einum piltanna
tókst að komast út um afturgluggann
og hann gat rifið upp bústjórahurð-
ina þar sem félagar hans skriðu út.
Piltarnir vora á einu máli um það
að bílbeltin hefðu forðað þeim frá
alvarlegum meiðslum eða einhveiju
þaðan af verra, en þeir vora allir í
beltum þegar slysiö varð.
Bíllinn á hvolfi í læknum.
Egiil Egilsson. Eyjólfur Kjalar Guðmundur Andri Ingibjörg Sólrún Jón Haliur
Emilsson. Thorsson. Gísladóttir. Stefánsson.
Menningarverölaun DV:
Tilnef ningar í bókmenntum
Það styttist í að afhent verði Menn-
ingarverðlaun DV fyrir 1991 en þau
verða afhent í hádegisverðarboði í
veislusalnum Þingholti fimmtudag-
inn 27. febrúar.
Við höfum þegar birt tilnefningar
til verðlauna fyrir tónlist, myndlist
og byggingarlist. Nú er röðin komin
að bókmenntum. í bókmenntanefnd
eiga sæti Gísli Sigurðsson, bók-
menntafræöingur og gagnrýnandi á
DV, Sigurður A. Magnússon rithöf-
undur og Friðrik Rafnsson dagskrár-
gerðarmaður. Hér á eftir birtist
greinargerð nefndarinnar og fimm
tilnefningar til menningarverðlauna
í bókmenntum fyrir árið 1991:
„Bókmenntanefnd Menningar-
verðlauna DV hefur tilnefnt fimm
verk til verðlaunanna að þessu sinni
um leið og hún óskar Guðbergi
Bergssyni, handhafa menningar-
verðlauna blaðsins, til hamingju með
velgengni skáldsögunnar Svansins
sem hlaut Islensku bókmenntaverð-
launin á dögunum. Verkin era:
Skáldsagan Spillvirkjar efdr Egil
Egilsson sem skrifuð er á þróttmiklu
alþýðumáli og geymir ákaflega
sterka og djúphugsaða lýsingu á að-
alpersónu sögunnar sem er alls stað-
ar varpað á dyr vegna synda ann-
arra.
Þýðing Eyjólfs Kjalars Emilssonar
á Ríkinu eftir Platón sem skilar á
skýran og látlausan hátt bæði hugs-
un og frásagnarlist eins grundvaUar-
rits vestrænnar menningar, hvort
sem er á sviði heimspeki eða bók-
mennta.
Skáldsaga Guömundar Andra
Thorssonar, íslenski draumurinn,
sem lýsir vináttu tveggja manna í
ljósi sögu þriggja kynslóða lýðveldis-
íslendinga og tengist íslenskri bók-
menntahefð í miklum stílgaldri.
Sjálfsævisaga Sigurveigar Guð-
mundsdóttur, Þegar sálin fer á kreik,
sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
skráði og dregur glæsilega fram
leiftrandi frásagnargleði Sigurveig-
ar, næmt auga hennar fyrir sam-
ferðafólki sínu um leið og lesandinn
kynnist mikilli trúarreynslu og lífs-
baráttu sem endurspeglar sögu ald-
arinnar.
Þýðing Jóns Halls Stefánssonar á
Skáldi í New York eftir Federico
Garcia Lorca sem tekst að skapa
sjálfstætt íslenskt listaverk úr þess-
um höfuðljóðabálki okkar aldar þar
sem mætast í skáldlegri upphafningu
blóðheitur, suðrænn menningarbak-
grunnur skáldsins og höfuðvígi vest-
ræns fjármálaheims í New York.“
Hver það verður sem fær Menning-
arverðlaun DV í ár verður ljóst
fimmtudaginn 27. febrúar.
-HK
fort/o
K ISLENSKIR TONAR Vr
Í30ÁR
1950-1980
22. febr.og 7. mars.
Páll Óskar Hjálmtýsson Daníel Ágúst Haraldss.
Móeiður Júníusdóttir Pétur Kristjánsson Berglind Björk Jónasd. Sigrún Eva Ármannsd.
FÖSTUDAGINN 28. FEBRÚAR OG
LAUGARDAGIN N 29. FEBRÚAR.
Fyrsta lag hljómsveitarinnar, Mr. Tambourine Man eftir Dylan, sló í gegn
og seldist á nokkrum vikum í meira en 2 milljónum eintaka. Síðan kom
bvert lagið af öðru: Turn Turn Turn, Eight Miles High, So You Want to
Be a Rock'n Roll Star, Lady Friend, lagið úr Easy Rider og Jesus It's
Just All Right with Me, svo að fáein séu nefnd.
13. OG 14. MARS, 20. OG 21. MARS,
27. OG 28. MARSy 3. OG 4. APRÍL.
THE PLATTERS
Missið ekki af þessu einstaka tækifæri til að sjá og heyra í hinum stór-
kostlegu The Platters. Hver man ekki eftir lögum eins og The Great Pre-
tender, Only You, Smoke Gets in Your Eyes, The Magic Touch, Harbor
Lights Enchanted, My Prayer, Twilight Time, You'll never Know, Red
Sails in the Sunset, Remember when, o.fl.
DR. HOOK
Ein alvinsælasta hljómsveit sem
til landsins hefur komið
Hver man ekki eftir:
Sylvia's Mother, The Cover of the Rolling
Stones, Only Sixteen, Walk Right in,
Sharing the Night together, When You’re
in Love with a Beautiful Woman, Sexy
Eyes, Sweetest of All, o.fl. o.fl.
10. og 11. apríl.
STJÓRNIN
Stjórnin leikur laugardagskvöld fyrir dansi til kl. 03.
Sýningar á
heimsmælikvarða
á Hótel íslandi
Staður með stíl
Miðasala og borðapantanir í síma 687111