Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1992, Side 6
6
ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1992.
Viðskipti________________________________________________________
Vaxtamunur banka á íslandi er meiri en í erlendum bönkum:
DV
Væri hægt að spara um
3 milljarða í bönkunum?
Vaxtamunur, munurinn á meðal-
útláns- og innlánsvöxtum banka og
sparisjóða er meiri á íslandi en hjá
erlendum bönkum. Sömu sögu er aö
segja um rekstrarkostnað þeirra.
Lauslega reiknað má velta því fyrir
sér hvort hægt sé að spara á milh 3
og 4 milljarða í íslenska bankakerf-
inu með bættum rekstri.
Miðað við að vaxtamunur á íslandi
sé um 2 prósentum hærri á íslandi
en í erlendum bönkum gerir það
hvorki meira né minna en um 3 milij-
arða króna. Heildarinnlán í bönkum
og sparisjóðum um síðustu áramót
voru um 145 milljarðar króna.
Vaxtamunur í íslenska bankakerf-
inu hefur minnkað svolítið síðustu
árin. Ætla má að hann sé nú í kring-
um 4,5 til 5 prósent. Erlendis er hann
allt frá 2 prósentum og upp í allt að
5, 6 eða 8 prósent eftir einstökum
bönkum.
Meiri þjónusta í
íslenskum bönkum?
íslenskir bankamenn hafa jafnan
haldið því fram að erfitt sé að finna
sambærilega banka við íslenska
banka erlendis og því sé erfitt að
bera saman vaxtamun banka á ís-
landi saman við erlenda banka.
Þannig greiði til dæmis flestir reikn-
inga sína í bönkum en víðast erlend-
is gegni póstgírókerfið því hlutverki.
Ljóst er að starfsfólki í íslenskum
bönkum hefur fjölgað mjög á síðustu
árum. Stöðugildi í íslenskum bönk-
um voru 1.938 talsins í lok ársins
1980 en þau voru komin upp í 3.126
í lok ársins 1988.
Bankafólki fækkað
á síðustu þremur árum
Samkvæmt upplýsingum banka-
eftirlits Seðlabankans í gær hefur
stöðugildum fækkað eftir árið 1988
og voru þau komin niður í 2.844 tals-
ins. Fólki við bankastörf hefur því
fækkað um 282 á síðustu þremur
árum.
Heildarrekstrarkostnaður banka
og sparisjóða hefur einnig minnkað
aðeins í samræmi viö þetta. Árið 1986
var hann 9,7 milljarðar króna á verð-
Starfsfólki banka fjölgaði stórlega frá árinu 1980 til 1988. A síðustu þremur
árum hefur bankastarfsmönnum hins vegar fækkað.
lagi ársins 1990. Árið 1988 var rekstr-
arkostnaðurinn kominn upp í 12,6
milljarða á sama verðlagi. Og árið
1990 var hann kominn niður í um
11,2 milljarða króna.
Rekstrarkostnaðurinn
minnkaði um 1,4 milljarða
Samkvæmt þessu minnkaði rekstr-
arkostnaðurinn um 1,4 milljarða
króna frá árinu 1988 til ársins 1990,
á aðeins tveimur árum. Ekki var í
gær hægt að fá rekstrarkostnaðinn á
síðasta ári.
Á meðal bankamanna hefur þvi
veríð haldið á lofti að bankarnir og
sparisjóðimir hafi gengið í gegnum
mikla tölvuvæðingu á árunum 1986
til 1988 sem hafi aukið rekstrarkostn-
að þeirra verulega. Nú séu bankamir
hins vegar komnir að miklu leyti
yfir þessa tölvuvæðingu sem þýði
minni kostnað við tölvukaup og
sömuleiðis færra starfsfólk.
Hagfræðingar horfa stundum á
hlutfall rekstrarkostnaðar af niður-
stöðutölum efnahagsreiknings til að
finna út hvort rekstrarkostnaður er
mikill eða lítill. Árið 1989 og 1990 var
Fréttaljós
Jón G. Hauksson
þetta hlutfall hér á landi rúmlega 5
prósent.
í viðtali við DV árið 1989 hélt Már
Guðmundsson, þáverandi efnahags-
ráðgjafi Ólafs Ragnars Grímssonar
fiármálaráðherra, því fram að þetta
hlutfali væri erlendis í hæsta lagi um
3 prósent.
Er rekstrarkostnaðurinn
um 4,3 milijörðum of hár?
Sá 2 prósenta mismunur sem er á
þessu iUutfalli hér á landi og erlend-
is gefur í krónum tahð hvorki meira
né minna en um 4,3 miUjarða króna.
Þetta er athyglisverð niðurstaða.
Það að munurinn á meðalinn- og út-
lánsvöxtum á íslandi sé um 2 pró-
sentum meiri en hjá bönkum erlend-
is gefur mun upp á um 3 miUjarða
króna. Sem hlutfaU rekstrarkostnað-
ar af niðurstöðutölum efnahags-
reUcnings verður munurinn 4,3 miUj-
„Mjög dýrt útibúanet“
Jóhannes Nordal seðlabankastjóri
sagði við DV í gær aö ekki lægi fyrir
nákvæm og marktæk könnun á því
hvað vaxtamunurinn væri mikið
hærri hjá íslenskum bönkum miðað
við sambærilega banka erlendis.
Hann segir ennfremur að Seðlabank-
inn ætU að láta skoða þetta mál ræki-
lega á næstunni og reyna að fá sam-
bærilegar tölur.
Jóhannes segir ennfremur að
bankakerfin á Norðurlöndunum séu
taUn hafa hærri rekstrarkostnað en
annars staðar, ekki síst vegna þess
hve löndin eru strjálbýl og með dýr
útibúakerfi.
„Við erum með fleiri útibú miðað
við fólksfiölda heldur en annars stað-
ar.“
Að sögn Jóhannesar var vaxta-
munurinn hjá bönkum og sparisjóð-
um á íslandi um 4,5 prósent á árinu
1990. Hann hafði þá lækkað verulega
frá árinu 1988 er hann var um 5,8
prósent.
- Hvað er almennt talað um að
vaxtamunurinn sé mikiU erlendis?
„Það er óskaplega mismunandi.
Hann getur verið alveg frá 2 upp í 5
tíl 6 prósent. Nýlegar tölur úr efna-
hagsritinu Euromoney sýna að þeir
bankar, sem eru með mestan vaxta-
Jóhannes Nordal seðlabankastjóri.
mun, eru með hann um 8 prósent.
Það voru bankar á Spáni.“
Jóhannes segir að vaxtamunur
banka erlendis fari mjög eftir því
hvemig viðskipti bankar stundi.
„Bankar í smásölu, sem hafa mikið
af Utlum viðskiptamönnum, eru yfir-
leitt með meiri vaxtamun og meiri
kostnað. Stóru bankamir á stærstu
mörkuðunum em með minni vaxta-
mun.“
- Hvar væri hægt að spara mest í
íslensku bankakerfi?
„Ég held að það sé tvennt sem eyk-
ur rekstrarkostnað bankanna hér-
lendis. Það em mjög margir af-
greiðslustaðir og ég býst við að til-
hneigingin verði sú í framtíðinni að
þeim fækki.
Annað sem áreiðanlega hleypur
upp kostnaðinum og vaxtamuninum
hér er að bankarnir veita geysimikla
greiðsluþjónustu fyrir mjög hagstætt
verð. Þetta er nfiög góð þjónusta."
- Hvað með að íslenskir bankar
þurfi að afskrifa meira af töpuðum
útlánum en bankar erlendis vegna
erfiðleika í efnahagslífinu?
„Það er ekki hægt að kenna því um.
Töpin í bönkunun á íslandi á síðustu
árum hafa ekki verið hlutfaUslega
meiri en í nágrannalöndunum."
- Áttu von á að erlendir bankar opni
útbú héma?
„Ekki við núverandi aðstæður, þótt
hugsanlega komi að því. Með aukinni
fiarskiptatækni geta hins vegar ís-
lensk fyrirtæki farið aö nýta sér
meira bankaþjónustu erlendis og
þannig getur komið upp samkeppni
án þess að útibú verði sett upp hér-
lendis af erlendum bönkum." -JGH
arðar króna miðað við erlenda
banka.
Ljóst er að útibúakerfi íslenskra
banka og sparisjóða er nokkuð dýrt.
Bankamarkaðurinn er lítill og útibú-
in mörg.
Slæm afkoma þrátt
fyrir allan muninn
Þrátt fyrir að vaxtamunur sé meiri
hjá bönkum á íslandi en bönkum
erlendis og dregið hafi veriö úr
rekstrarkostnaði gekk rekstur þeirra
engu að síður illa á síðasta ári. Af-
koman var í jámum hjá Landsbanka
og íslandsbanka. Búnaðarbankinn
skilaði hins vegar hagnaði.
Ljóst er að Búnaðarbankinn hefur
með hagnaði sínum getað haft for-
ystu í lækkun nafnvaxta. Raunvextir
hjá bönkunum eru engu að síður
ennþá mjög háir eða á bilinu 10 til
12 prósent. Og það em raunvextimir
sem skipta auðvitað mestu máh.
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
INNLAN overðtryggð
Sparisjóðsbækur óbundnar 2,25-3 Landsbanki
Sparireikningar
3ja mánaða uppsögn 2,25-4 Sparisjóðirnir
6 mánaða uppsögn 3,25-5 Sparisjóðirnir
Tékkareikningar, almennir 1 Allir
Sértékkareikningar 2,25-3 Landsbanki
VlSITÖLUBUNDNIR REIKNINGAR
6 mánaða uppsögn 3 Allir
1 5-24 mánaða 6,5-7,75 Sparisjóðirnir
Orlofsreikningar 5,5 Allir
Gengisbundnir reikningar í SDR 6,25-8 Landsbanki
Gengisbundnir reikningar í ECU 9-9,25 Búnaðarbanki
ÚBUNDNIR SERKJARAREIKNINGAR
Vísitölubundin kjör, óhreyfðir. 3,25-3,5 Búnb., Landsb.
Óverðtryggð kjör, hreyfðir 5,0-6,5 Islandsbanki
SÉRSTAKAR VERÐBÆTUR (ínnantímabils)
Vísitölubundnir reikningar 2,25-4 Landsb., Islb.
Gengisbundir reikningar 2,25-4 Landsb., Islb.
BUNDNIR SKIPTIKJARAREIKNINGAR
Vlsitölubundin kjör 6,25-7 Búnaðarbanki
óverðtryggð kjör 7,25-9 Búnaðarbanki
INNLENDIR GJALDEYRISREIKNINGAR
Bandaríkjadalir 2,75-3,25 Islandsbanki
Sterlingspund 8,75-9,3 Sparisjóðirnir
Þýsk mörk 7,75-8,3 Sparisjóðirnir
Danskar krónur 7,75-8,3 Sparisjóðirnir
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
útlAn överðtryggð
Almennir víxlar (forvextir) 14,5-1 5,5 Búnaðarbanki
Viðskiptavlxlar (forvextir)1 kaupgengi
Almenn skuldabréf B-flokkur 15,25-16,5 Búnaðarbanki
Viðskiptaskuldabréf1 kaupgengi Allir
Hlaupareikningar(yfirdráttur) 17,75-18,5 Allir nema Landsb.
ÚTLÁN VERÐTRYGGÐ
Almenn skuldabréf 9,75-10,25 Búnaðarbanki
AFURÐALÁN
Islenskar krónur 14,75-16,5 Búnaðarbanki
SDR 8,5-9,25 Landsbanki
Bandaríkjadalir 6,25-7 Landsbanki
Sterlingspund 1 2,6-1 3 Sparisjóðirnir
Þýsk mörk 11,5-11,75 Allir nema Islb.
Húsnæðislím 4.9
Ltfeyrissjóðslán 59
Dráttarvextir 23,0
MEÐALVEXTIR
Almenn skuldabréf janúar 16,3
Verðtryggð lán janúar 10,0
VÍSITÖLUR
Lánskjaravísitala febrúar 31 98 stig
Lánskjaravísitala janúar 31 96 stig
Byggingavísitala febrúar 599 stig
Byggingavísitala febrúar 1 87,3 stig
Framfærsluvísitala janúar 1 60,2 stig
Húsaleiguvisitala 1,1% lækkun 1. janúar
VERÐBRÉFASJÓÐIR HLÚTABRÉF
Sölugcngl bréfa veröbréfasjóöa
Sölu- og kaupgongi aö lokinni jöfnun:
KAUP SALA
Einingabréf 1 6,092 HÆST LÆGST
Einingabréf 2 3,239 Sjóvá-Almennar hf. - 5,65 L
Einingabréf 3 4,002 Ármannsfell hf. - 2,40 V
Skammtímabréf 2,028 Eimskip 5,05 K 5,80 V,S
Kjarabréf 5,727 Flugleiðir 1,85 K 2,05 K
Markbréf 3,076 Hampiðjan 1,50 K1,84 K,S
Tekjubréf 2,127 Haraldur Böðvarsson 2,00 K 3,10 K
Skyndibréf 1,775 Hlutabréfasjóður VlB 1,04 V 1,10 V
Sjóðsbréf 1 2,928 Hlutabréfasjóðurinn - 1,73 V
Sjóðsbréf 2 1,946 Islandsbanki hf. - 1,73 F
Sjóðsbréf 3 2,021 Eignfél. Alþýðub. 1,25 K 1,70 K
Sjóðsbréf 4 1,729 Eignfél. Iðnaöarb. 1,85 K 2,22 K
Sjóðsbréf 5 1,217 Eignfél. Verslb. 1,15 K 1,48 K
Vaxtarbréf 2,0631 Grandi hf. 2,10 K 2,70 S
Valbréf 1,9338 Olíufélagið hf. 4,50 K 5,00 V
Islandsbréf 1,282 Olís 2,10 L 2,18 F
Fjóröungsbréf 1,144 Skeljungur hf. 4,80 K 5,40 K
Þingbréf 1,278 Skagstrendingur hf. 4,60 F 4,90
Öndvegisbréf 1,258 Sæplast 6,80 K 7,20 K
Sýslubréf 1,302 Tollvörugeymslan hf. 1,09 F 1,13 L
Reiðubréf 1,235 Útgeröarfélag Ak. 4,50 K 4,80 L
Launabréf 1,017 Fjárfestingarfélagiö 1,18 F 1,35 F
Heimsbréf 1,159 Almenni hlutabréfasj. 1,10 F 1,1 5 F,S
Auðlindarbréf 1,04 K 1,09 K,S
Islenski hlutabréfasj. 1,15 L 1,20 L
Síldarvinnslan, Neskaup. 3,10 L 3,50 L
1 Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila,
er miðað við sérstakt kaupgengi.
K= Kaupþing, V = VlB, L= Landsbréf, F = Fjárfestingarfélagið, S = Verðbréfav. Sam-
vinnubanka
Nánari upplýsingar um peningamarkaðinn birtast i DV á fimmtudögum.