Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1992, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1992, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1992. Spumingin Á forseti ísiands að borga skatta? Eiríkur Víkingsson framkvæmdastj.: Auðvitað, er hún ekki með tekjur yfir skattleysismörkum? Árni Kolbeins bílstj.: Já, ég held það, alveg eins og hver annar. Bjarni Ásgeirsson bílstj.: Já, mér finnst það, rétt eins og hver annar. Sigmar Eiríksson: Vitanlega, rétt eins og aðrir. Kristján Sturlaugsson: Að sjálf- sögðu. Það er engin ástæða dl þess að hún njóti sérréttinda eins og aðall- inn forðum. Ásrún Ingvadóttir kennari: Já, alveg eins og aðrir. Lesendur____________________ Af nemum sérleyf in K.Þ. skrifar: Hinn 22. janúar sl. auglýsir sam- gönguráöuneytið eftir umsóknum um „sérleyfi til fólksflutninga með langflutningabílum“. - Þannig háttar til að núverandi sérleyfi í'alla úr gildi hinn 1. mars nk. og auglýsir ráðu- neytið nú eftir væntanlegum einka- leyfishöfum fyrir næstu 5 ár. í auglýsingu ráðuneytisins er vísað í lög nr. 53/1987 en þar segir m.a. í fyrstu grein: „Leyfi samgönguráðu- neytisins þarf til að hafa með hönd- um í atvinnuskyni fólksflutninga með bifreiöum sem rúma níu farþega eða fleiri." Þetta er mjög sérkennileg laga- grein. í stjómarskrá lýðveldisins stendur skýrum stöfum í 69. grein: „Engin bönd má leggja á atvinnu- frelsi manna, nema almannaheill krefji, enda þarf lagaboö til.“ - Það hlýtur að teljast nokkuð vandséð að heill almennings í landinu krefjist þess að engin samkeppni ríki í fólks- flutningum á landi. Ef ég á vel rúm- góða bifreiö og nokkrir menn biðja mig um að aka þeim til Keflavíkur þá er það skoðun samgönguráðu- neytisins að almannheill krefjist þess að það geri ég frítt! Sú skoðun fær ekki staðist. Lögin um sérleyfi í farþegaflutningum hljóta að teljast brot á 69. grein stjórnarskrárinnar. Þetta á ekki að- eins við um langferðabifreiðamar. Enn torskildara er að sérstakt leyfi þurfi til að aka leigubifreið. Það mun vera yfirlýst stefna að fleiri fái ekki slíkt leyfi en orðið er. Einungis verði veitt leyfi til að taka við af þeim bíl- stjórum er hætta akstri. Það er eiginlega óverjandi að halda því fram að almannaheill krefjist þess að leigubílstjórum fjölgi ekki - að frjáls borgari megi ekki greiða öðrum frjálsum borgara nokkur hundruð krónur fyrir að keyra sig milli staða. Nú er kominn samgönguráðherra er í viðtölum segist vera mikill sjálf- stæðismaður. Vilji sá ráðherra - sem reyndar hefur staðið sig að mörgu leyti vel, einkum í sambandi við Skipaútgerð ríkisins - á einhvern hátt skera sig úr hópi samgönguráð- herra á þessari öld, ætti hann að beita sér fyrir breytingum á lögum þessum. Við það verk hlyti hann aö fá breiðan og mikinn stuðning. Sú þjóð er hneykslast mjög á lögvernd- uðum einkadeyfum til verktakastarf- semi hlýtur að berjast gegn sams konar einokun í farþegaflutningum, hvort heldur er í rekstri langferða- bíla eða leigubíla. „Lögin um sérleyfi í farþegaflutningum hljótaað teljast brotá 69. grein stjórnarskrárinnar," segir bréfritari m.a. Hugleiðingar um „Kolkrabbann" Lúðvíg Eggertsson skrifar: Ég las bók Örnólfs Árnasonar, „Á slóð kolkrabbans". Virðist heitið not- að um fámennan hóp, 15-20 fjölskyld- ur, sem náð hafa til sín miklum eign- um og völdum. Ekki leynir sér aö- dáun höfundar á þessum „íslenska aðli“. Meðlimir hans hafa orðið á flestum síöum bókarinnar. Hins veg- ar er brugðið upp mynd af skrýtnum sérvitringi, Nóra, sem varpar fram ýmsum nöprum athugasemdum. Traustar heimildir fyrir þeim eru þó ekki gefnar. Þannig segir Nóri t.d.: „Stelpa sem gerir hreint í búðinni hjá mömmu hélt við háttsettan mann hjá Flugleiðum". Vinskapurinn fór út um þúfur, og „síðan kjaftar á henni (stelpunni) hver tuska um ástandið í fluginu." Undir lokin kemur höfundur Nóra til að gráta, þegar hann segir við þennan sögumann sinn: „Þú stendur hér og úthúðar fólki fyrir að vera... eins og þú“. - Þetta mun vera áminn- ing til þeirra sem eru að fetta fingur út í málefni kolkrabbans. Örnólfur Ámason klykkir út með því að spyija Jónas Haralz og blaöafulltrúa hans, Hannes Hólmstein, hvort hætta sé á hringamyndun fyrirtækja og fá- mennisstjórn hér. Þeir sjá að vonum enga slíka hættu enda eru þessir tveir menn, Haralz og Hólmsteinn, eins og alþjóð veit, gagnteknir tals- menn auðmagnsins á Islandi. Sjálft Morgunblaðiö varaði þó ný- lega við samþjöppun valds. Óg DV vill ekki tvær þjóðir í einu og sama landinu. - Við þurfum nýja sam- keppnislöggjöf. Hringið 1 síma milli kl. 14 og 16 -eöaskriíið Naín og sínlanr. verftur að fvlftja bréfum Bflpróf; krossar og bflferð Sigurjón skrifar: I DV þann 10. febrúar las ég grein þar sem bent var á lélega bílstjóra á Islandi. Þar sem ég er sendibílstjóri og er þar af leiðandi mikið í umferð- inni get ég eindregið stutt þetta. Glappaskot og ótrúlega óvönduð vinnubrögö íslenskra ökumanna eru ekkert venjuleg lengur. Það er með ólíkindum hvað sumum getur dottið í hug að gera í umferð- inni og engu hkara en hvaða auli sem er geti fengið bflpróf. En hvar er ga- tið í umferðarmenningu okkar? Mitt áht er það að ökukennslu og undir- búningi fyrir ökupróf sé mjög ábóta- vant hér á landi. Þar sem ekki er ýkja langt síðan ég tók bílpróf man ég vel hversu auðvelt var að fá þessi réttindi. Fyrst er að hringja í einhvem ökukennara og fá að aka pínulítið, segjum svona í 10 klst. eða svo - sem er auðvitað alltof htið. Fara svo í ökuskóla þar „Ökutæki er hreint morðvopn ef það er ranglega notað í umferðinni.“ sem krotað er í bók eða út í loftið meðan talað er. - Dotta meðan sýnd- ar eru skýringarmyndir í videoi og passa sig að muna sem minnst að góðum ráðleggingum. Þá er komið að því að mæta í „krossapróf ‘ og vera svo heppinn að ná því fyrir einskæra lukku. - Og fara svo í smábíltúr með prófdómara sem segist ekki ætla að gagnrýna nein einstök smáatriði og kveður síð- an. Þaö er grátbroslegt að vita til þess aö kröfurnar til ökuréttinda skuh ekki vera margfalt meiri eins og það er þó mikið ábyrgðarstarf að aka bíl. Ökutæki er hreint morðvopn ef það er ranglega notað í umferðinni. Ég skora á yíirvöld að herða ökuskólana til muna. Tryggingafélög, ökumenn og forsvarsmenn ökukennslu á ís- landi; Þetta á að vera forgangsatriði í bættri umferðarmenningu á ís- landi. DV Kvítahúsdeila Arnar skrifar: Er undarlegt þótt upp komi kvittur um að fyrrverandi íjár- málaráðherra hafi hyglað flokks- félögum slnum og pólitískum fylgisveinum meö því að veita auglýsingafé úr ráðuneyti sínu til vildarfyrirtækis eða fyrirtækja? 63 miUjónir króna eru dágóður skerfur til eins auglýsingalyrir- tækis, þ.e. Hvíta hússins, af alls 75 mifljónum sem fiármálaráðu- neytið varði til auglýsingamála á sl. ári. Ljótleikinn of- dýrkaður Leikhúsgestur skrifar: Það hefur færst i aukana að dýrka Ijótleikanni leikritum sem sviðsett eru hér á landi. Fólk gengst upp í því að horfa á og hrósa leikritum sem ekkert boða nema hið illa og óraunverulega. Hvernig er það með íslenska leik- ritahöfunda, koma þeir alhr úr svona hræðilegu umhverfi? Áttu þeir allir bágt í æsku? Þaö er ekki lengur afþreying að horfa á leik- rit hér á landi heldur áþján. Klám i þeim Græna? Sig. Hr. skrifar: Rugl eíns og það sem kemur fram í lesendabréfi Kára í DV hinn 13. feb. sl. er grætilegt. Hann dæmir þar „Græna manninn", þriggja þátta sjónvarpsmynd sem Sjónvarpið sýndi nýlega, út frá einu stuttu atriði sem hann kallar klám, „fólk í ástarleikjum og virt- ust allir vera með öllum,“ segir hann. Hafi Kári fylgst með þessum þáttum vissi hann kannski að atriðið þar sem vissulega sáust berir búkar var ein af þeim sjón- hverfmgum sem fulltrúi hins illa í þessari frásögn gerði aðalsögu- hetjunni. Þessa vanhugsuðu og ógrundvölluðu athugasemd átti DV að láta sem vind um eyru þjóta. Ef Kári ætlar að selja sjón- varpið út af klámi verður hann að finna annað en „Græna mann- inn“ - Hvemig ætli sé með video- ið hans? Frekarþyrlu enfiðlu 1537-3571 hringdi: Mér finnst ekkí hæfa aö í skemmtiþætti Hemma Gunn, á opinberrí sjónvarpsstöð, skuh vera farið inn á þá braut að efna til samskota meðal þjóðarinnar til kaupa á hljóðfæri fyrir ein- staka hljóöfæraleikara. Hér er ekki lagt út í neitt smáverkefni! Á meðan ekki er enn búið aö tryggja fiármagn til kaupa á björgunarþyrlu fyrir alla lands- menn þá finnst mér ekki tíma- bært að efna til samskota á opin- berum vettvangi fyrir einkaaðila. -Látum þyrlukaupin gangafyrir í bfli og fiúkum því verkefni af. Það ætti að vera æríð ífamtak. Hulda Jónsdóttir hringdi: Ég get ekki annað en veriö sam- mála frumvarpi Ólafs Þ. Þórðar- sonar þingmanns að afnema það ákvæði í lögum að forseti íslands sé undanþeginn öllum opinber- um gjöldum og sköttum. - Ekki sist vegna þess að forsetinn er eini einstaklingurinn t landinu sem ekki greiðir skatta. Það er ekki í takt við lýðræðis- hugsun okkar að einhver einn aðili í landinu skuli undanþegitm skatti. Auk þess sem forsetinn (ffú Vigdís) haföi sjálf orö á þvi í upphafi ifamboös síns að hún myndi æskja þess að greiða skatta iíkt og aðrir landsmenn. Það hefur þó aldrei komið til ffamkvæmda, hvað sem veldur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.