Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1992, Blaðsíða 18
18
ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1992.
Iþróttir unglinga
E JS og Nissanmótið í handknattleik:
Jöfn og spennandi keppni
Um síöustu helgi fór fram keppni
í íslandsmóti 5. flokks kvenna og
sá Grótta um umsjónina en
styrktaraðili var Einar J Skúlason,
sem gaf öll verðlaunin.
Grótta og FH léku til úrslita í
keppni A-liða og var leikur liðanna
geysilega jafn og spennandi. Grótta
hóf leikinn af mikiu kappi og náði
góðri forustu, 4-1, strax í fyrri hálf-
leik en FH-stúlkurnar gáfust aldrei
upp og tryggði sér sigurinn undir
lok leiksins, 9-8.
Mörk FH: Brynja Jónsdóttir 5,
Júlía Bjömsdóttir 3 og Hanna V.
Þorsteinsdóttir 1.
Mörk Gróttu: Þóra Þorsteinsdótt-
ir 3, Eva Þórðardóttir 2, Guðrún
Guðmundsdóttir 1, Sara Holt 1 og
Helga R. Másdóttir 1.
Fjölnir varð í þriðja sæti eftir sig-
ur á Haukum, 6-2.
ÍR vann í B-liðakeppnina
Úrslitaviðureignin í keppni B-hða
var viðureign IR og Stjömunnar
og var það ÍR sem bar sigur úr
býtum eftir jafnan og skemmtileg-
an leik, 6-4, en staðan í hálfleik var
jöfn, 3-3.
Mörk ÍR: Bjamey Bjarnadóttir 3
og Helena Ólafsdóttir 3.
Mörk Stjömunnar: Ása Kristj-
ánsdóttir 3 og Jóhanna Haralds-
dóttir 1.
FH hreppti þriðja sætið með því
að vinna Fram, 4-0.
Aðeins fjögur félög sendu fimm
C-hð til keppni og var ÍR hlutskarp-
ast en FH varð í öðm sæti.
í mótslok vom bestu einstakling-
ar í keppni A og B-liða valdir og
FH-ingar stóðu sig vel á Nissanmótinu og urðu í 1. sæti í keppni A-liða og í 2. sæti í keppni B-liða.
var Ágústa Sigmarsdóttir, ÍBV, val-
in besti markvörður A-liða en
Anna Hilmarsdóttir, Fram, hjá B-
hðum.
Besti varnarmaður A-hða var
valin Anna Gísladóttir, FH, og
Bjamey Bjarnadóttir hjá B-hðum.
Besti sóknarmaður A-hða var
valin Ragna Ragnarsdóttir, ÍBV, og
Harpa Þórisdóttir, FH, hjá B-hðum.
Myndir frá mótinu verða birtar á
unghngasíðu DV næsta þriðjudag.
FH og ÍR sigurvegarar í
Njssanmótinu
í Víkinni, hinu nýja íþróttahúsi
Víkings, fór Nissanmótið, sem Ing-
var Helgason styrkti, fram um síð-
ustu helgi en leikið var í 7. flokki
karla. Mótið fór mjög vel fram og
stóðu hnokkamir sig mjög vel, ut-
an vahar sem innan, og vom fjöl-
mörgum foreldrum sínum, sem
fjölmenntu á mótið, th mikfls sóma.
í keppni A-liða varð FH sigurveg-
ari en leikur FH og Víkings var
úrshtaviðureignin að þessu sinni
og bar FH sigur úr býtum í jöfnum
og skemmtilegum leik, 6-5.
Sigurvegari í keppni B-liða var hð
ÍR en FH varð í öðm sæti.
Fram fékk viðurkenningu sem
prúðasta hðið í keppni A-hða en
Víkingur 2 var valið prúðasta B-
liðið.
Þá má geta þess að allir þátttak-
endumir fengu skjaldbökukarla
fyrir þátttökuna.
-HR
Frá leik Fram og Vikings í 7. flokki en oft sáust glæsilegir taktar hjá
leikmönnum liðanna og var mikil skemmtun að fylgjast með flestum
leikjum mótsins.
Tvær upprennandi glímudrottningar
eigast hér við og ekki er annað að
sjá en þær kunni sitthvað fyrir sér
Sigurvegarar úr Laugalandsskóla í hópi 4.-7. bekkjar, ásamt Hermanni stelpurnar.
Guðmundssyni skólastjóra.
Rangæingamót gnmnskóla í glímu:
Stærsta glímumót
íslandssögunnar
- Laugalandsskóli sigursæll
Jón Þórðarsan, DV, Rangárþingi:
Fyrir skömmu fór fram, á Lauga-
landi í Holtahreppi, Rangæingamót
gmnnskóla í glímu. Flestir grunn-
skólar í sýslunni tóku þátt í mótinu
sem var fjölmennasta ghmumót sem
haldið hefiu- verið, svo langt sem
menn muna. Ahs tóku 85 ungmenni
þátt í mótinu sem er að sögn fróðra
manna þjá Ghmusambandi íslands,
metþátttaka í glímumóti.
Fjölmenni var á staðnum til að
fylgjast með og þótti mótið fara vel
fram og vera Rangæingum til sóma,
enda ríkjandi gömul ghmuhefð í hér-
aðinu.
Mótið sem er hið fyrsta sinnar teg-
undar í sýslunni, var haldið í fram-
haldi af glímukynningu í skólum
héraðsins á vegum Ghmusambands
íslands og Kjartan Lárusson annað-
ist.
Keppt var með útsláttarfyrirkomu-
lagi, bæði í drengja- og stúlkna-
flokki, þannig að keppendur féhu úr
leik við byltu.
Mótið var og stigakeppni milh
skóla í 4.-7. bekk annars vegar og
8.-10. bekk hins vegar. í keppni 4.-7.
bekk sigraði Laugalandsskóh með
31,2 stig og i 2. sæti varð grunnskól-
inn á Hehu með 18 stig. Laugalands-
skóh sigraöi einnig í keppni 8.-10.
bekkjar hlaut 26 stig og í 2. sæti varð
gagnfræðaskóhnn á Hvolsvelh með 6
stig. Hlaut Laugalandsskóh veglegan
farandbikar tíl varðveislu fyrir sig-
urinn í mótinu.
Unglingamót Víkings í badminton:
Harald sigraði Magnús
efftir tvísýna oddalotu
Unghngamót Víkings í badminton
fór fram í TBR-húsinu 9. febrúar.
Keppt var í aldursflokkunum 10 ára
og yngri og 12 ára og yngri.
Einungis var keppt í einliðaleik og
var leikið í riðlum, þannig að hver
keppandi fékk að minnsta kosti 2
leiki. Mikil þátttaka var í mótinu, eða
um 100 keppendur, frá 5 félögum,
TBR, Víkingi, ÍA, UMFK, Keflavík
og BH, Hafnarflrði. Leikjafjöldi var
um 120 og gekk mótið ótrúlega vel,
miðað við leikjafjölda.
Gaman var að sjá til þessara ungu
spilara og einkum hve uppbygginga-
starf í Keflavík og Hafnarfirði virðist
ganga vel. Margir leikir voru líka
spennandi, eins og th dæmis úrshta-
leikurinn í hnokkaflokki, þar sigraði
Harald Haraldsson, TBR, Magnús
Helgason, Víkingi, í oddalotu, en í
þeim flokki voru undanúrslitin einn-
ig mjög tvísýn, þar sem Friðriks
Cristiansen, TBR, tapaði fyrir Magn-
úsi Helgasyni, Víkingi, í oddalotu.
Spennandi leilcir voru hka í yngsta
flokkinum og í undanúrshtum hjá
tátum.
Úrslit
Snáðar, undir 10 ára:
Helgi Jóhannssori; TBR, sigraði Mar-
geir Val Sigurðsson, Víkingi, 11-4,
11-0.
Snótir, undir 10 ára:
Tinna Gunnarsdóttir, TBR, vann
Láru Hannesdóttir, TBR, 11—3,11-0.
Hnokkar, undir 12 ára:
Harald Haraldsson, TBR, sigraöi
Magnús Inga Helgason, Víkingi, 1-11,
11-7, 12-10.
Tátur, undir 12 ára:
Hrund Atladóttir, TBR, vann Aldísi
Pálsdóttir, TBR, 11-2,11-4.
Magnús Helgason, Víkingi, til vinstri, tapaði gegn Harald Haraldssyni, TBR,
til hægri, eftir hörku viðureign og oddalotu. DV-mynd Hson