Dagblaðið Vísir - DV - 18.02.1992, Qupperneq 19
ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1992.
19
H vað eru
smáskammta-
lækningar?
Orðið smáskammtalækningar er
þýðing á erlenda orðinu homeopati
sem er samsett úr grísku orðunum
homoios (eins eða áþekkur) og pat-
hos (þjáning).
Kenningar smáskammtalækn-
anna eru oftast raktar til þýska
læknisins Samuels Hahnemanns
sem uppi var á árunum 1755-1843.
Þær eiga sér þó eldri rætur og suma
þætti smáskammtalækninga má
rekja til Paracelsusar (1493-1541)
og jafnvel allt aftur til Hippokrates-
ar, föður læknisfræðinnar. Fyrir
þann tíma var svipaðar hugmyndir
að finna í indverskum og austur-
lenskum fræðum.
Það þykir gott teikn
Hahnemann byggði kenningu
sína öðru fremur á þeirri staðreynd
að kínín, sem unniö er úr kína-
berki og þekkt var að því að lækna
mýrarköldu (malaríu) væri það
notað í smáum skömmtum, olli ein-
kennum sem svöruðu til sjúkdóms-
ins sjálfs ef það var notað í stórum
skömmtum. Þetta reyndi Hahne-
mann á sjálfum sér. Alls kannaði
hann um 200 lyf á sjálfum sér og
kunningjum sínum. Ef þau ollu
sjúkdómseinkennum taldi hann að
í smáum skömmtum gætu þau
læknað sama sjúkdóm. Þannig er
grundvallarkenning smáskammta-
lækna að líkt lækni líkt eða similia
simihbus curantur sem mætti á
kjambetri íslensku þýða með orða-
tiltækinu með illu skal illt út reka.
Þótt sjúkdómseinkennin séu það
sem smáskammtalækningar miða
við er ekki þar með sagt að þeir
telji að lyfið slái einungis á ein-
kenni. Þvert á móti telja þeir sig
stemma á að ósi með smáskammta-
lækningum. Það þykir gott teikn
ef sjúklingi elnar sóttin í byijun
meðferðar. Þá er læknirinn á réttri
braut.
Gagnstæða orðið við hómópatíu
er allópatía eða stórskammtalækn-
ingar, þ.e. lyflækningar eins og þær
eru notaðar í hefðbundinni læknis-
fræði. Smáskammtalæknar þynna
hins vegar efnið eftir kúnstarinnar
reglum og best þykir aö nota þá
minnstu þynningu sem tahn er
virk. í hómópatíu er talað um
ákveðið mörg D af virka efninu,
KjaUaiinn
Matthías Halldórsson
aðstoðarlandlæknir
Gera má ráð fyrir að oftast sé
ekki um beina áhættu að ræða af
smáskammtalækningum sem shk-
um þar sem lyfin eru notuð í svo
mikihi þynningu sem raun ber
vitni um. Hins vegar geta shkar
lækningatilraunir seinkað réttri
sjúkdómsgreiningu og viðhhtandi
meðferð heföbundinnar læknis-
fræði. í sænska læknablaðinu
(10/1989) hefur verið gerð grein fyr-
ir 143 tilvikum af alvarlegum af-
leiðingum hjálækninga. í 17 þess-
ara thvika áttu smáskammtalækn-
ingar hlut að máli.
Smáskammtalækningar eru mest
stundaðar í Þýskalandi, bæði af
náttúrulæknum (hehpraktiker) og
af venjulegum læknum. Einnig er
talsvert um smáskammtalækning-
ar í Englandi, bresku samveldis-
„Með viðurkenndum vísindalegum að-
ferðum er því ekki hægt að skýra hugs-
anlega verkun þessara efna. Oft fylgja
hálfgerðir helgisiðir þessari blöndun á
staðnum og er mixtúran hrist og skek-
in á sérstakan hátt.“
þannig að 10 D þýða 10 falda þynn-
ingu. Oft er lyfið notað í gífurlegri
þynningu, t.d. 23 D, sem þýðir í
raun að hending er ef ein einasta
sameind af virka efninu er í þeim
skammti sem sjúkhngurinn tekur.
Með viðurkenndum vísindalegum
aðferðum er því ekki hægt að skýra
hugsanlega verkun þessara efna.
Oft fylgja hálfgerðir helgisiðir þess-
ari blöndun á staðnum og er mixt-
úran hrist og skekin á sérstakan
hátt.
Sá einn hefur réttindi...
Aðferðafræði rannsókna sem
sýna fram á gagnsemi smá-
skammtalækninga hefur verið
gagnrýnd. Erfitt er aö beita hefö-
bundnum aðferðum við rannsókn-
ir, meðal annars vegna þess að ekki
er um staðlaða meðferð að ræða
heldur meðferð sem aðlöguð er
hveijum sjúklingi og einkennum
hans.
löndunum og í Bandaríkjunum.
Þess má geta að fyrir um það bil
130 árum átti Jón Hjaltahn, þáver-
andi landlæknir, í miklum ritdeh-
um við smáskammtalækna á Norð-
urlandi, bæði bændur og presta.
Hafði Hjaltalín hin verstu orð um
homeopatana, einkum séra Þor-
stein Pálsson á Hálsi sem gaf út
árið 1857 ritlinginn „Homeópathian
á borð við ahopathíuna og anti-
pathíuna1'.
Samkvæmt læknalögum nr.
53/1988 hefur sá einn réttindi th að
stunda lækningar sem th þess hef-
ur fengjð leyfi hehbrigðisráðherra.
Það teljast skottulækningar ef aðr-
ir bjóðast th að taka sjúkhnga th
lækninga, gera lækningar að at-
vinnu sinni eða kaha sig lækni. Á
síðari árum hafa smáskammta-
lækningar ekki komið th kasta
landlæknis svo undirrituðum sé
kunnugt.
Matthías Halldórsson
Laust lyfsöluleyfi,
sem forseti íslands veitir
Laust er til umsóknar lyfsöluleyfi á Blönduósi (Apó-
tek Blönduóss). Dánarbú fráfarandi lyfsala óskar eft-
ir því að viðtakandi lyfsali kaupi húseign þá er lyfja-
búðin er í, sbr. 11.gr. laga nr. 76/1982 um lyfjadreif-
ingu.
Viðtakandi lyfsali skal hefja rekstur frá og með 1.
júní 1992.
Umsóknir ásamt ítarlegum upplýsingum um lyfja-
fræðimenntun og lyfjafræðistörf sendist ráðuneytinu
fyrir 10. mars nk.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið,
13. febrúar 1992
Nauðungaruppboð
þriðja og síðasta á Kirkjubraut 11, þingl. eigandi Tækniveröld hf., fer fram
á eigninni sjálfri fimmtudaginn 20. febrúar 1992 kl. 11.00. Uppboðsbeiðend-
ur eru islandsbanki hf. og Sigríður Thorlacius hdl.
Bæjarfógetinn á Akranesi
Nauðungaruppboð
þriðja og síðasta á Vesturgötu 35, 1. hæð, þingl. eigandi Árni Gunnars-
son, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 20. febrúar 1992 kl. 11.30.
Uppboðbeiðendur eru Tryggingastofnun ríkisins og Ólafur Gústafsson hrl.
Bæjarfógetinn á Akranesi
Væntanlega þær, ab hún þvoi, skoli og vindi vel, en sé jafnframt sparneytin
á orku, vatn og sápu. Ab hún sé aubveld í notkun, hljóblát og falleg.
Síbast en ekki síst, ab hún endist vel án sífelldra bilana, og ab varahluta- og
vibgerbaþjónusta seljandans sé gób.
Séu þetta kröfurnar, líttu þá nánar á ASKO hjá Fönix. ASK0 stenst þær allar
og meira til, jjví þab fást ekki vandabari né sparneytnari vélar. Og
þjonusta Fönix er fyrsta flokks, traust og lipur.
Sænsku ASKO þvottavélarnar fást bæði framhlaðn-
ar og topphlaðnar. ASKO nafnið er trygging fyrir
fyrsta flokks vöru og sannkallaðri maraþonendingu.
ASKO 10003 framhl. 1000 sn.vinding Kr. 77.900 (72.450 stgr.)
ASKO 11003 framhl. 900/1300 snún. Kr. 86.000 (79.980stgr.)
ASKO 12003 framhl. 900/1300 snún. Kr. 89.900 (83.610 stgr.)
ASKO 20003 framhl. 600-1500 snún. Kr. 111.800 (103.970 stgr.)
ASKO 16003 topphl. 900/1300 snún. Kr. 85.800 (79.790 stgr.)
Góðir greiðsluskilmálar: 7% staðgreiðsluafsláttur (sjá að ofan).
EUR0 og VISA raðgreiðslur til allt að 18 mánaða, án útborgunar.
ÞVOTTAVÉLAR 6 GERÐIR TAUÞURRKARAR 8 GERÐIR
UPPÞVOTTAVELAR 5 GERÐIR
/FQnix .
HÁTÚNI 6A SÍMI (91) 24420 Æ