Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1992, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1992, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1992. Fréttir Viöræðumar um sameiningu Borgarspítalans og Landakots: Auknar ef asemdir um að sameiningm gangi upp - Ragnar Kjartansson segir „ofsagt aö menn séu búnir aö gefast upp“ „Það er ofsagt að menn séu búnir að gefast upp á þessari sameiningu. Það er engin slík niðurstaða komin. Hvort af þessu verður mun ekki skýrast fyrr en á lokasprettinum þegar tölulegar og faglegar forsendur liggja fyrir,“ segir Ragnar Kjartans- son, formaður nefndar er vinnur að sameiningu Borgarspítalans og Landakotsspítala. Nefndin fundaði um helgina án þess að nokkur niðurstaöa fengist varðandi saiíieiningima. Ákveðið var að efna til nýs fundar á fimmtudag- inn en samkvæmt heimildum DV hefur dregið verulega úr sameining- arvilja. Vegur þar þyngst andstaöa St. Jósefssystra gegn þvi að Landakot verði gert að öldrunarsjúkrahúsi og yfirlýsing Friðriks Sophussonar íjár- málaráðherra um að sameinað sjúkrahús geti ekki vænst þess að fá aukafjárveitingu. „Út af fyrir sig eru menn ekki svartsýnni en í hyrjun. Máhð snýr hins vegar öðruvísi að okkur heldur en nefndinni sem skilaði áhti í des- ember. Þá var gengið út frá því að Landakotsspítali tengdist alfarið öldrunarþjónustunni en í milhtíð- inni hefur komið í ljós að það er ekki vilji til þess hjá systrunum. Það stendur náttúrlega ekki til að bijóta samninga á þeim. Viö höfum því ver- ið að horfa á þetta með aðeins víð- feðmara land undir.“ Ragnar vildi ekki tjá sig frekar um gang viðræðna en sagði að vænta mætti einhverra niðurstaðna um næstu helgi. Aðrir nefndarmenn, sem DV ræddi við, vildu ekki tjá sig um gang mála, enda hefðu menn orð- ið ásáttir um aö ræða ekki við flöl- miðla um sameininguna. Einn hafði þó á orði að menn væru orðnir þreyttir á seinaganginum. „Úr því nunnurnar eru þetta fastar fyrir virðist manni næsta tilgangslaust að halda þessu áfram," sagði hann. Annar nefndarmaður lét þau orð falla að þó ekki yrði af sameiningu þá væri það líka niðurstaða. Þorkell Helgason, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, vildi í samtah viö DV í gær ekki tjá sig um hvort áhugi ráðuneytisins fyrir samein- Eitt þúsund eintök af 1. bindi ritraðarinnar bíða þess að þeim verði dreift náist samkomulag um efnisval. Framhaidið verður ekki Ijóst fyrr en meö vorinu. DV-mynd BG Ritröð um fræðastörf kennara við HÍ: Kennarar í heimspeki- deild stöðva útgáf una - hætt dreifingu á þúsund eintökum bókarinnar „Menn voru ósáttir í heimspeki- deild og þá var ákveðið að fresta frek- ari úrgáfu um sinn. Fyrsta bindið hefur þegar verið prentað í 1000 ein- tökum en því var ekki dreift vegna þessarar óánægju með valreglurn- ar,“ sagði Sigrún Klara Hannesdótt- ir, dósent í félagsvísindadeild, við DV. Það var í embættistíð Sigmundar Guðbjamasonar sem rektors sem ákveöið var að gefa út ritröð um fræðastörf kennara við Háskóla ís- lands í 80 ár. Á verkið að spanna 1911-1990. Er gert ráð fyrir að um 4 bindi verði að ræða. Hið fyrsta hefur þegar verið unnið og er kostnaður við það um hálf mihjón króna. Það er rúmlega 200 síður að stærö. Heild- arkostnaður var áætlaöur um 1,5 milljónir króna. Áður en 1. bindinu yrði dreift kom í ljós óánægja nokkurra kennara í heimspekieild. Þótti þeim ritið ekki nógu yfirgripsmikið og vildu þeir að teknar yrðu inn dagblaðsgreinar, útvarpsefni, erindi og ræður, svo eitthvað sé nefnt. Sigrún Klara sagði að öh skráning efnisins hefði verið sett inn á tölvu. Stefnt hetði verið að því að allt í aht yrði um 30.000 heimildir að ræða. Megnið af þeim hefði átt að fara í viðkomandi skrár. Nú væri verkið í biðstöðu, þvi ákveðið hefði verið að setja á laggimar nefnd frá öllum dehdum til að ná samkomulagi um reglur sem ahir gætu sætt sig við. Búið væri að tilnefna menn frá öllum deildum nema læknadeild. „Það verður ekki byrjað að huga að þessari útgáfu aftur fyrr en í aprú, því nú er verið að klára árhók- ina,“ sagði Sigrún Klara. -JSS ingu hefði dvínað. Heimildir DV herma hins vegar að innan nefndar- innar og í heilbrigöisráðuneytinu séu menn byrjaðir að efast um thgang- inn. Þykir mörgum sýnt að rekstrar- legur sparnaður yrði of htih og að stofnkostnaður breyttrar verka- skiptingar of mikhl verði sú breyting ein við sameininguna að bráðaþjón- usta leggist af á Landakoti. -kaa NB9ÖO Tístölva Af hverju stóra tölvu? Get gert a llt og ferðast líka Þú þarft ekki lengur stóra tölvu. QEA kemur í staðinn fyrir þá stóru og fer með þér hvert sem er. Þú getur líka stungið harða diskinum á þig ef svo ber undir. pyrir rithöfunda, námsmenn, verkffæðinga og aðra sem nota tölvur, heima og heiman. * 386SX/20 MHz örgjörvi og sökkull fyrir reikni- örgjörva * VQA pappírs-hvitur LCD/CCFT skjár, baklýstur og aftengjanlegur * 2 Mb minni, stækkanlegt i 5 Mb * 40 Mb, 2.5" 13.7 ms harðdiskur (losanleg- ur), aukalega 60 Mb og 80 Mb diskar * 3.5" 1.44 Mb disklingadrif * Lyklaborð lyrir 80/81 lykla * MiCad endurrafhlaða (endist ca 2 tíma) * Frentaratengi og RS232 raðtengi * Tengi fyrir VOA iitaskjá * Tengi lýrir stórt lyklaborð * Tengi lýrir 5 'A" diskettudrif * Tengi fýrir mótald/fax * Spennubreytir, 220 V og 110 V * Hljóðlát * Mjúk taska fýlgir * Ummál: 28 x 22 x 4,4 cm * Þyngd 2,6 kg (m/rafhlöðu) Aukahlutir: QEA SVQA 14" skjáir, mýs, lyklaborð, sendi- og móttökufax, mótöld, nettengingar o.fl. Verð: 149.900 stgr./159.900 afbv. FACO TÆKNIVERSLUN Laugavegi 89 • Sími 91-613008

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.