Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1992, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1992, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1992. 15 Séreign eða sérréttindi? „Einokun verktaka á flugvellinum er ekki aðeins á kostnað verkkaup- anda þar heldur einnig á kostnað annarra verktaka sem útilokaðir eru.“ „Sérréttindi eru heimildir stjórnvalda til útvalinna einstaklinga um að þeir megi njóta á kostnað annarra. Séreign- ir eru réttindi allra þjóðfélagsþegn- anna.“ Umræðan undanfarið um verk- takafyrirtækin á Keflavíkurflug- velli og ýmis skúffufyrirtæki tengd þeim hefur því miður orðið til þess að sumir hafa tapað áttum hvað varðar stofnanaundirstöður vest- rænna þjóðfélaga. Þannig hefur því verið haldið fram að séreignarréttindi á auðlindum og sérréttindi á markaði væru sams konar réttindi. Slík fullyrðing er óviturleg. Það er við hæfi vegna umræðu þessarar að rifja upp í fáum orðum tilgang þeirra grundvallar þjóðfé- lagsstofnunar sem hinn vestræni heimur byggist á og fyrrum austan- tjaldsþjóðir eru nú að reyna að festa í sessi hjá sér svo velferð og velmegun aukist. Hlutverk séreignar Meginvandamál alls mannfólks- ins er að skortur er á nær öllum gæðum jarðar. Framboð af þeim hlutum og þægindum sem menn- inna vanhagar um er ávallt minna en þörfin og löngunin fyrir þessi gæði. Til lausnar þessu vandamáli er nauðsynlegt að skipulag komist á til þess að „skammta" gæði á milli einstaklinga, að kerfi komi fram til að samstilla og samræma þarfir mannanna viðþau gæði sem til eru og til verða. I raun standa aðeins tvö slík kerfi til boða, ann- ars vegar miðstýring og hins vegar markaður. Miðstýrð skömmtun komst á í Sovétríkjunum sálugu og þótti það skipulag reynast, vægast sagt, illa við að uppfylla markmið sín. Mið- stýring á gæðunum byggist á því að allar auðhndir og framleiðslu- tæki eru í sameign, að ríkisvaldið taki að sér framkvæmdastjóm á framleiðslu gæða og skammti síðan út til þegnanna. Séreign er undirstaða þess skipu- lags sem vestræn þjófélög búa við; markaðskipulagsins. Slíkt kerfi KjaUaiinn Birgir Þór Runólfsson lektor i hagfræði komst á og hefur reynst vel, svo vel að gömlu miðstýrðu þjóðfélögin hafa nú varpað skömmtunarstjór- unum fyrir róða og reyna nú hvert í kapp við annað að apa eftir Vest- urlöndum. En hvers vegna séreign? Skapar hún ekki aðstöðumun manna á milh, verða ekki sumir auðugri en aðrir? Víst er nú svo að séreignar- skipulag leiðir til þess að ekki fá allir jafnt, en það er nú einmitt grundvaharþáttur sem skipulagið byggist á. Séreignin gerir einstakl- ingum kleift að stunda tilrauna- starfsemi, leyfir þeim að taka áhættu, gefur þeim frelsi, að upp- skera af því auð ef vel heppnast og taka á sig afleiðingarnar ef Ula fer. Galdurinn við slíkt skipulag er að gæðin verða fleiri og þannig meiri uppfyUing þarfa mannanna, auð- Undirnar verða betur nýttar og framfarimar mun örari. Sérréttindi, handa hverjum? Að vissu marki má segja að sér- eign byggist á „sérrétti", því ef notkun eignarinnar gefur eitthvað í aðra hönd rennur það tíl eigand- ans. Þess vegna tölum við um sér- eign. En á slíkum séreignum og því sem við köUum sérréttindi, eða for- réttindi, er þó reginmunur! Sérréttindi eru heimUdir út- valdra aðUa til forgangs í skömmt- unarröðinni, að þeir einir megi kaupa eða selja á ákveðnum mark- aði, að þeir einir megi eiga tUteknar eignir. Séreign kveður hins vegar aðeins á um að eigandi eignar hafi þar rétt á notkun eignarinnar og aðrir ekki nema þeir kaupi eða leigi af honum eignina. Séreign er ekki háð því að aðeins tílteknir einstakl- ingar megi versla með eignimar og engin takmörk em á því hver má eiga eign. Sérréttindi eru heim- ildir sljórnvalda til útvahnna ein- staklinga um að þeir megi njóta á kostnað annarra. Séreignir em réttindi aUra þjóðfélagsþegnanna. Hér er því ekki aðeins um stigsmun að ræða heldur eðUsmun! Náum við áttum? Moldviðrið nú undanfarið hefur leitt menn af leið. FuUyrt hefur verið að í raun sé ekki um mun að ræða á að einokunarastöðu verk- taka á KeflavíkurflugvelU annars vegar og kvótaheimUdum útgerð- armanna hins vegar. Hér er þó tvennt óskylt borið saman, jafnvel blindir sjá það! Einokun verktaka á flugvellinum er ekki aðeins á kostnað verkkaup- anda þar heldur einnig á kostnaö annarra verktaka sem útUokaöir era. Einokun er sérrréttindi útval- inna aðUa, þar kemst enginn annar að þó gjaman vildi. KvótaheimUd- ir, þó ófuUkomnar séu, eru í raun tUraun tU að koma á séreignar- skipulagi við notkun þeirrar auð- lindar. Vestræn ríki hafa einmitt komið á séreign hvað varðar nýt- ingu annarra auðlinda og er því hér um eðlUegt framhald á því að ræða. Sérréttindi einokunarfyrir- tækjanna eru siðlaus! Séreign á veiðiheimildum, sem og öðram eignum, hins vegar undirstaða vestræns þjóðfélags. Séreignin er undirstaöa vestrænnar siðmenn- ingar! Birgir Þór Runólfsson Æskufasismi Eg hygg að Oddur Ólafsson blaðamaður hafi fyrstur notað þetta orð opinberlega um þekking- arleysi og hroka ungra manna sem aldir era upp í hinu vanmáttuga íslenska skólakerfi Karls Marx og frjálshyggjunnar þar sem ungt fólk heldur að það geti og viti aUt. Dæmigerðir fufitrúar þessarar stefnu era Stefán Jón Hafstein, stjómandi nöldrarakórs ríkisút- varpsins, IUugi Jökulsson leiðara- höfundur ríkisútvarpsins: orðfim- ur, Ulskeyttur, en fyrst og síðast neikvæður og Arthur Björgvin BoUason, nútíma marxisti og spjátrungur sem skiptir um hindi með hverri útsendingu. Eru ritgerðir ekki bókmenntir? Fyrir stuttu hringdi ég í stofnun þeirra þremenninga og spurði eftir umsjónarmanni bókmenntaþátta þess. Kvaðst hafa gefið út rigerða- safn á síðasfiiðnu ári og spurði hvort von væri á upplestri eða umfjöllun. Maðurinn: MáUð heyrir ekki undir mig; ég fjalla um bókmennt- ir. Era þá ritgerðir ekki bókmennt- ir, spurði ég. Maðurinn: Ég fjaUa um „fagurbókmenntir“. Þetta heyrir undir N.N. - N.N. hafði að sjálfsögðu aldrei heyrt talað um H.J. né Utið í þessa bók eftir hann. Lofaði þó, ef svo ólíklega vfidi til að ríkisútvarpið tæki hana tU um- ræðu, aö láta höfundinn vita. Mig rak í rogastans. Era ritgerðir ekki bókmenntir? Á hvaða plani hefur þessi drengur aUst upp? Breska al- fræðiorðabókin er viðurkenndasta uppflettibók í heimi. Fyrir nokkr- Kjallaririn Hilmar Jónsson rithöfundur um áram keypti ég fylgirit hennar, sem heitir Great Books (54 bækur) eftir höfunda sem hafa að dómi rit- stjórnar Britannicu haft varanleg áhrif á hinn vestræna heim. Af þessum 54 era 16 „fagurbókmennt- ir (ljóð eða skáldsögur)". AUs stað- ar nema á íslandi og kannski ein- hverjum hinna Norðurlandanna er ritgerðum skipað í fyrirrúm þegar bókmenntir eru til umræðu. Hvað- an er þá þessi íslenski æskufasismi sprottinn? Og viti menn: rekst ég ekki hér sem oftar á sjálfan höfuð- paurinn, Heimi Pálsson. Hann seg- ir í formála að Ævisögu hugmynda eftir Matthías Johannessen: „í út- löndum er tU bókmenntagrein sem lengi og mikið hefur verið stimduð og er kölluð esseyja. Handbækur rekja upphaf hennar til Frakklands en síðan á 16. öld hefur hún verið iðkuð af íþrótt um aUan hinn evr- ópska menningarheim og víðar. Hvernig sem á því stendur höfum við íslendingar ekki ræktað þessa grein tíl neinnar þrautar." Mataðir á fávisku í þessum fáu setningum er að finna sömu fáviskuna og sömu rangfærslumar sem vaða uppi í flestum fræðiritum Heimis. Því auðvitað veit hann að margir bestu rithöfundar íslendinga fyrr og síð- ar vora og era ritgerðasmiðir: Jón Vídalín, Helgi Pjeturss, Jónas Jónsson frá Hriflu, Sigurður Nor- dal, Pálmi Hannesson, Þórbergur Þóröarson og síðastur en ekki síst- ur lærifaðir Þórbergs og Hagalíns, og raunar miklu fleiri, Vilmundur Jónsson. Hér hafa aðeins nokkur nöfn ver- ið nefnd af handahófi, samt era unglingar mataðir á þessari fá- visku ár og síð á íslandi. Var ein- hver að hvísla að mottó nasista hefði verið að endurtaka lygina nógu oft uns almenningur fór að trúa henni? Hvert er viðkvæði Stef- áns Jóns Hafsteins þegar einhver dirfist að hafa aðra skoðun en hann sjálfur: Hefur þú eitthvert vit á þessu? Eða: Ertu ekki bara orðinn gamall? Eða: Hefurðu próf upp á það? Dæmi úr skótakerfinu Að lokin eitt lítið dæmi úr skóla- kerfinu: Strax eftir að Hamrahlíðarskól- inn hóf starfsemi fóra margir Kefl- víkingar þangað í framhaldsnám. Eðlilega komu þeir til mín á bóka- safnið að leita heimilda, einkum þeir sem áttu að skrifa um heim- speki eða bókmenntir. í heimspeki benti ég þeim aðallega á bækur eft- ir Ágúst H. Bjarnason og Gunnar Dal. Þegar ég nefndi nafn Gunnars komu svipstundis mótmæh: Við megum ekki vitna í hann. - Ég veit það, sagði ég. Vissi sem var að hannn var á svörtum Usta marxista yfir íslenska rithöfunda sem ekki má lesa í skólum. - Hins vegar era lærifeður ykkar eins og alUr vita miklar mannvits- brekkur. Ég dreg í efa aö þeir þekki hvaðan vitneskja ykkar kemur ef þið nefnið Gunnar hvergi á nafn í ritgerðum ykkar. Nokkrir þeirra komu skælbrosandi og sögðust yf- irleitt hafa fengið góða einkunn fyrir heimspeki Gunnars Dal. Grát- broslegt, en lýsandi dæmi um ís- lenskt skólakerfi í dag. Hilmar Jónsson „Alls staöar nema á Islandi og kannski einhverjum hinna Norðurlandanna er ritgerðum skipað í fyrirrúm þegar bók- menntir eru til umræðu.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.