Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1992, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1992, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1992. 25 Smáauglýsingar ■ Vetrarvömr Wild Cat 1992 til sölu, ekinn 650 mílur. Upplýsingar í síma 91-679761, 985-28788 eða 91-28788. ■ Varahlutir ■ Bílar til sölu Brettakantar á Toyota, Ford Ranger, Explorer, MMC Pajero og flestar aðr- ar tegundir jeppa og pickupbíla, einnig skúffulok á jap- anska pickupbíla. Tökum að okkur trefjaplastklæðningu í gólf og hliðar á sendi- og pickupbílum, sem og aðrar plastviðgerðir. Boddíplasthlutir, Grensásvegi 24, sími 91-812030. Lada Sport ’88 til sölu, ekinn 47 þús. km, mjög gott eintak, ýmis aukabún- aður, verð 550 þús. Uppl. hjá Bílasölu Kópavogs, Smiðjuvegi 1, sími 642190. Ford Club Wagon ’85, 15 manna ekinn 124 þúsund mílur, bíll í topp- standi og útliti, verð 1300 þús. stað- greitt. Til sýnis að Nýbýlavegi 32, Kópavogi, sími 91-45477. MMC Lancer 1500 GLX ’88 til sölu, grásanseraður, ekinn 34 þús., 5 gíra, vökvastýri, rafmagn í rúðum og lses- ingum, verð 750 þús., skipti/skulda- bréf. Uppl. á bílasölunni Bílatorgi, sími 621033. MMC Lancer hlaðbakur 4x4, árg. '90, hvítur, ekinn 54 þús. km. Verð 1050 þús. staðgreitt. Úppl. á bílasölunni Bílatorgi, sími 91-621033. Sjálfstætt og óháð hagsmunaafl „Við viljum standa i hagsmunabaráttu stúdenta og stuðla að þvi að Háskóli íslands verði virkari og betri skóli.“ Miklu skiptir fyrir þjóðfélagið í heild hvernig haddið er á málum á vettvangi Háskóla íslands og hvaða aðstæður stjórnvöld á hverjum tíma skapa skólanum og þeim stúd- entum er þar stunda nám. Almenn- ur rekstur skólans, kennsla, vís- indastarfsemi og félagslíf eru allt þættir sem huga þarf að en bein hagsmunamál stúdenta, er snerta lífsafkomu þeirra og möguleika til náms, brenna í flestum tilvikum enn meira á hverjum og einum. Stúdentum gefst kostur á að hafa áhrif á öll þessi atriði með einum eða öðrum hætti, þar á meðal fyrir milligöngu Háskólaráðs og Stúd- entaráðs en þannig geta þeir jafn- framt átt þátt í að skapa öflugt og lifandi háskólasamfélag. Nú standa stúdentar einmitt frammi fyrir því að kjósa fulltrúa sína í áðurnefnd ráð og eru tveir hstar í boði, annars vegar hsti Röskvu og hins vegar Vöku. Stúdentaráð hefur undanfarið starfsár verið skipað jafnmörgum fulltrúum frá Röskvu og Vöku en Röskva hefur haft meirihluta í sljórn ráðsins. Mörgum mikilvæg- um málum hefur tekist að koma fram en erfitt hefur reynst að sam- ræma stefnu tveggja jafnstórra fyhdnga á ýmsum sviðum. Þess vegna stefnir Röskva nú að því að fá hreinan meirihluta í Stúdenta- ráði í kosningunum á fimmtudag- inn. Við sem skipum hsta Röskvu höf- um lagt áherslu á að reka málefna- lega kosningabaráttu og birt skýra stefnu í öllum þeim efnum sem efst eru á baugi um þessar mundir á vettvangi Háskólans. Gegn niöurskurði og vaxtastefnu Við höfnum alfarið þeirri stefnu ríkisstjórnarinnar að skerða stór- lega fjárveitingu tíl Háskóla ís- lands og að skólagjöld komi að hluta í staö opinbers fjár en að auki verði skorið niður á ýmsum sviðum. Með því er komið í veg fyrir að allir njóti jafnréttis til náms í Háskólanum og jafnframt grafið undan möguleikum skólans til þess að sinna menntunarhlut- Kjallaiinn Ragnar Helgi Ólafsson heimspekinemi og skipar 1. sæti á framboðslista Röskvu við kosningar til Stúdentaráðs HÍ verki sínu. Baráttu gegn þessari aðför aö menntun í landinu mun- um við halda áfram af krafti og hafa það aö markmiði að niður- skurðinum verði hætt og Háskól- inn fái aftur það fé sem frá honum var tekið. Mesta hagsmunamál stúdenta er lánasjóðsmáhð. Þessa dagana vinna fuhtrúar okkar ötuUega gegn breytingum þeim á Lánasjóði ís- lenskra námsmanna sem stefnt er að með frumvarpi ríkissfjómar- innar til nýrra laga um Lánasjóð- inn þar sem gert er ráð fyrir vöxt- um og að lánin verði endurgreidd á skemmri tíma en áöur. Það er mikUvægt að þessari haráttu verði haldið áfram af krafti eftir kosning- ar, ekki síst eftir aö Vökumenn hafa dreift viUandi upplýsingum um afstöðu stúdenta tíl vaxtamáls- ins og rekið fleyg í samstöðuna. í þessum þýðingarmiklu málum ættu allir stúdentar að sjá að Röskvu er einni treystandi tU þess að vinna markvisst og ötuUega en tíl þess að við getum haldið ótrauð áfram haráttunni þurfum við öflugan stuðning. Lægri innritunargjöld - lægra bókaverð Röskva hefur í ár rekið Stúdenta- ráð fyrir lægri innritunargjöld en árið áður. Þótt þjónusta við stúd- enta hafi verið aukin hefur samt með auknu aðhaldi í rekstri skrif- stofu Stúdentaráðs og lækkun launakostnaðar tekist að nýta fé stúdenta svo miklu betur að hægt verður aö lækka innritunargjöldin enn frekar á næsta hausti - og það munum við gera. En það er hægt að koma til móts við stúdenta á fleiri sviðum. Bók- sala stúdenta skilaði hvorki meira né minna en 14 mhljóna króna hagnaði á síðasta ári og er því ljóst að álagning bóksölunnar á námsbækur er allt of mikil. Þetta fyrirtæki stúdenta sjálfra má ekki halda áfram að okra á eigendum sínum en þess í stað verði bókaverð lækkað verulega. Markviss atvinnumiðlun Nú þegar er fyrirsjáanlegt að at- vinnumöguleikar námsmanna verða minni á næsta sumri en ver- ið hefur undanfarin ár og harðar barist um hvert laust starf. Til þess að bregðast við þessu vill Röskva víkka út starfssvið atvinnumiðlun- ar námsmanna og gera hana mark- vissari, ekki síst með því að leggja áherslu á aö útvega stúdentum vinnu þar sem menntun þeirra nýtist sem best. í því sambandi þarf atvinnumiðlunin að hafa frumkvæði að því að kanna þarfir fyrirtækja og benda forráðamönn- um þeirra á hve æskilegt sé að nýta menntað fólk á hinum ýmsu sviðum til sumarafleysinga. Þessu munum við hrinda í framkvæmd strax eftir kosningar, fáum við til þess brautargengi. Fjöldamörg önnur hagsmunamál stúdenta eru á stefnuskrá Röskvu á þessu ári. Má í því sambandi nefna nýjungar á sviði dagvistun- armála fyrir böm háskólastúdenta, eflingu menningar- og félaglífs og íþrótta í skólanum, aukin áhrif stúdenta á stjóm skólans og kennsluhætti, víðtækari upplýs- ingamiðlun til stúdenta um hags- munamál þeirra og verkefni Stúd- entaráðs og Háskólaráðs, auk þess sem við viljum ýta undir samstarf Háskólans við erlenda háskóla og hvetja stúdenta til aö nýta sér þá möguleika sem felast í stúdenta- skiptum. Hagsmunir stúdenta I fyrirrúmi! Aht of mikih gauragangur hefur verið í kringum stúdentapóhtíkina í Háskólanum, ekki síst þegar kosningar fara i hönd. Þetta þarf að breytast því að persónulegur skætingur getur aldrei orðið th að laða fólk að nokkurri stefnu. Brigslyrði og upphrópanir efla hvorki andann né fyha magann. Við verðum að einbeita okkur að málefnum og fylgja þeim eftir af heihndum. Þá er Röskva réttur samnefnari stúdenta í Háskóla ís- lands. í okkar hópi er alls konar fólk sem styður ýmsa stjómmálaflokka og er með ólíkar skoðanir - en það er eitt sem sameinar þessa fylk- ingu: Hagsmunir okkar stúdenta. Þeir em ahtaf í fyrirrúmi og stefna í þeim málum má aldrei verða háð neinum flokkshagsmumun eða af- stöðu manna th ríkisstjóma á hverjum tíma. Þannig er Röskva sjáifstætt afl. Viö vhjum standa í hagsmunabaráttu stúdenta og stuðla að því að Háskóh íslands verði virkari og betri skóh. Á fyrsta stjómarári Röskvu í Stúdentaráði hefur kveðið við nýj- an tón. Við beitum nýjum og árang- ursríkum aðferðum og kynnum nýja áherslupunkta. Háskólastúdentar! Styðjið sjáif- stæða og raunsæja stefnumörkun. Látið Röskvu vaka yfir hagsmun- um ykkar! Ragnar Helgi Ólafsson „Allt of mikill gauragangur hefur verið í kringum stúdentapólitíkina í Há- skólanum, ekki síst þegar kosningar fara í hönd. Þetta þarf að breytast því að persónulegur skætingur getur aldrei orðið til að laða fólk að nokkurri stefnu.“ Þjónusta Gifspussningar - flotgólf - alhliöa múr- verk. Löggiltur múrarameistari. Sím- ar 91-651244, 91-650225 og 985-25925. Gerum föst tilboð. II ERTÞU 0RUGGLEGA ÁSKRIFANDI? 4 FUlLR1 ^ EINN BILL Á KIÁNUÐI í ÁSKRIFTARGETRAUN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.