Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1992, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1992, Qupperneq 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1992. Fréttir Skiptalokí fimm þrotabúum Nesco af sex: Fáskrúðsfjörður: Ogreiddar kröf ur 243,8 milljónir ólokiö skiptum á framleiðslufyrirtæki Nesco Skiptameðferö í fimm þrotabúum Nesco af sex er nú lokið. Samtals námu lýstar kröfur í þrotabúin, sem skipti hafa þegar farið fram í, rúm- lega 251 milljón króna. Engar eignir fundust í búunum nema einu þeirra. Þar fengust rúmlega 7 milljónir upp í kröfur. Við skiptalok voru því ógreiddar kröfur aö upphæð 243,8 milljónir. Séu þrotabúin tekin hvert fyrir sig, þá námu lýstar kröfur í Nesco hf. samtals 58,6 miUjónum króna. Þar af var krafa upp á 1.222.046 í DM, sem nemur um 44 milljónum íslenskra króna. Ekkert fékkst upp í þessar kröfur. Kröfur í þrotabú Nesco Internatio- nal hf. námu rúmum 59 milljónum króna. Aðeins tveir kröfuhafar lögðu fram kröfur í búið. Gjaldheimtan var með kröfu upp á 50 þúsund en Lands- bankinn var með afganginn. Engar eignir fundust í búinu, þannig að ekkert fékkst upp í kröfumar. Þá er skiptum í þrotabú Nesco Kringlunnar hf. lokið. Lýstar kröfur í búið námu samtals 22,6 milljónum krónum. Af þeim voru kröfur að upphæð 1,2 milljónir flokkaðar sem forgangskröfur. Greiddust þær aö fuUu. Almennar kröfur námu sam- tals 21,4 milljónum krónum. Upp í þær greiddust 5,9 milljónir. Eftir stóðu 15,5 milljónir, sem ekkert fékkst upp í. Langstærsti kröfuhaf- inn í þrotabú Nesco Kringlunnar hf. var Nesco-framleiðslufélag hf. Ekkert fékkst upp í lýstar kröfur að upphæð 77,4 milljónir í þrotabú Nesco Laugavegar hf. Sama máli gegndi um þrotabú Nesco Xenon- iðnfyrirtækis hf. Lýstar kröfur í búið námu 33,3 milljónum króna. Engar eignir fundust í búinu og fékkst því ekkert upp í kröfumar. Enn hafa ekki farið fram skiptalok í þrotabúi Nesco-framleiðslufélags hf. Að sögn Gests Jónssonar bústjóra námu lýstar kröfur í það um 500 milljónum króna. Ekki er búist við að skiptum í því búi ljúki fyrr en með vorinu. -JSS Heimamenn og Sauðkræk- ingar fá veiðiréttinn í Blöndu ÞóihaHur Asmundsson, DV, Norðurl. vestra; Gengið hefur verið frá veiðlrétti í Blöndu næsta sumar. Það verða fé- lagar í veiðifélögunum á Sauðár- króki og Blönduósi sem renna fyrir lax í Blöndu í sumar en síðasta sum- ar höfðu ána á leigu þrír aðilar að sunnan. Þeir kölluöu sig Veiðifélagið Ós. Þar á undan höfðu Blönduósing- ar og Sauðkrækingar haft ána í 10 ár ásamt Stangaveiðifélagi Reykja- víkur. Að sögn Halldórs Maríussonar, formanns Veiðifélags Blöndu og Svartár, er fastlega reiknað með að í sumar gæti ekki þess misrennslis sem var í Blöndu sl. sumar en ekkert er vitað hvort mikið vatnsrennsli á hrygningartímum síðasta haust hafi valdið því að klak hafi orðið verulega minna en í meðalári. Rannsóknir fiskifræðinga hafa leitt í ljós að hrygningarstöðvamar í Blöndu eru uppi í Blöndudal og menn vona að fiskurinn hrygni áfram -á þessum slóðum, í gljúfrinu neðan stíflunnar. Blöndustífla lokar fyrir að sjógenginn fiskur hrygni í Seiðsá og í Haugakvísl framan Galtarár. Sjúkrablll í hörðum árekstri Sjúkrabíll úr Reykjavík, sem var á leiðinni í Amarholt á Kjalamesi til aö sækja sjúkling, lenti í árekstri við fólksbíl í Kollafirðinum í aðfaranótt sunnudags. Skyggni var lítið og færð mjög slæm þegar atburðurinn átti sér stað rétt hjá Laxeldisstöðinni í Kollafirði og varð áreksturinn harður. Mesta mildi þykir að engin meiðsl urðu á mönnum en bílamir em báðir stór- skemmdir, fólksbíllinn er nánast ónýtur. -HK Þessum bil verður varla ekið meira eftir að hann lenti i órekstri við sjúkrabíl. Ægir Kristinsson, DV, Fáskrúðsfixöi: Buðafell SU 90 slitnaði frá bryggju á Fáskrúðsfirði í gær- morgun, mánudag. Skipiö rak upp í fjöru á móts við vélaverk- stscöi HFF Skuttogarinn HoffeU SU dró Búðafelliö af strandstað. Mjög hvasst var á Fáskrúðsflrði í gær- raorgun og gekk á með hvössum hrinum. Búðafell skemmdist ekki við þetta óhapp. Skipið er í eigu Hraðfrystihúss Fáskrúðsfjarðar. Vestmannaeyjar: Tveirbílarónýt- ir eftir árekstra Tveir harðir árekstrar urðu í Vestmannaeyjum um helgina og eru tveir bílar ónýtir en meiðsl urðu minni háttar á fólki, Fyrri áreksturinn var á föstudags- kvöldið á Hamarsveginum. Öku- maður á Escort missti stjóm á bíl sínum í hálku og fór yfir á öfugan vegarhelming og lenti þar framan á jeppa. Escortinn er tal- inn ónýtur. Siðari áreksturinn varð á iaug- ardagskvöldið á gatnamótum Kirkjuvegar og Illugagötu og er þaö þriöji áreksturinn á tæpum háifum mánuði á þessu hættu- lega homi þar sem bílar hafa eyðilagst. Á laugardagskvöldið lentu saman Voivo og pickup-bfll með þeim afleiðingum að Volvo- inn er ónýtur. Ökumaður Volvos- ins meiddist lítils háttar. -HK RiöaíÁsbrekku: Alltféskorið Magnús Ólafeson, DV, Kixnaþmgt Enn heggur riöan skörð i fjár- stofn Húnvetninga. í gær, föstu- dag, var allt féð á Asbrekku i Vatnsdal, á fimmta hundrað kindur, skoriö niður í gröf eftir aö veikin var staðfest. Nú era aöeins sex fiárbú í ás- hreppi sem sioppið hafa við riðu- veiki. Nokkrir bændur hafa hafið fjárbúskap að nýju eftir riðunið- urskurð. í dag mælir Dagfari Eftir einstaklega gott árferöi, hátt markaðsverð og mikla sölu á sjáv- arafurðum okkar hefur fiskvinnsl- an í landinu lýst yfir því að mikið tap sé á rekstrinum. Sjávarútvegs- ráðherra segir að þijú af hveijum fimm fyrirtækjum í þessum at- vinnuvegi séu á hausnum. Samtals er sagt að fiskvinnslan skuldi um hundrað milljarða. Niðurstaðan verði þess vegna sú aö ef fyrirtæk- in fara ekki á hausinn muni Lands- bankinn fara á hausinn vegna þess að skuldimar séu langmestar í bankanum. Ekki era þetta góðar fréttir og Dagfari spyr í einfeldni sinni, hvað væri um ástandið ef árferðið hefði verið lakara? Hvemig væri afkoma fiskvinnslunnar ef fiskurinn hefði ekki selst eða selst á lágu verði? Nú er það svo að íslendingar eru sagðir lifa á fiski. Þjóðin gerir út á þorskinn og atvinnuleysi og sam- dráttur í þjóðartekjum stafar fyrst og fremst af því að afli hefur dreg- ist saman og þjóðartekjumar minnka. En hvemig geta íslending- ar gert út á bolfisk ef afkoman versnar eftir því sem hún batnar? Er þessi lífsbarátta ekki dæmd til að mistakast, ef tapið verður stærra eftir því sem menn selja Tap á fiskvinnslunni betur? Aö vísu verður Dagfari að taka það fram að hann man ekki eftir því að fiskvinnslan í landinu hafi boriö sig. Ár eftir ár og áratug eftir áratug hafa talsmenn fiskvinnsl- unnar birst á skjánum til að segja okkur frá því hvaö þeir tapa rosa- lega. Ýmist var það gæftaleysi eða aflaleysi eða þá að ekkert verð fékkst fyrir lu-áefnið eða þá aö verðbólgan var of mikil til að fisk- vinnslan gæti fylgst með og launin vora að sliga hana og vextirnir vora að sliga reksturinn. Ríkis- stjómir allra flokka voru á handa- hlaupum að bjarga fiskvinnslunni frá gjaldþroti og þjóðin lagði á sig harðræði og kaupskerðingar til að forða fiskvinnslunni frá stöðvun. Allir lögðust á eitt til að bjarga fisk- vinnslunni og ríkisstjómir felldu gengið og bankamir lánuðu og svo fór meira aö segja að síðasta ríkis- stjórn stofnaði sérstaka björgunar- sjóði til að koma fiskvinnslunni á réttan kjöl. Það verður hins vegar að segja þá sögu eins og hún er að aldrei var minnst á það að þijú af hveij- um fimm fiskvinnslufyrirtækjum vora kominn á hausinn og aldrei hvarflaði það að nokkram manni að Landsbankinn færi á hausinn og aldrei kvartaöi ríkissjóður und- an skuldsetningu. Allt var sem sagt 1 himnalagi meöan verðið var lágt og fiskvinnslan tapaði á tapinu. En svo fór verðbólgan lækkandi og verkalýðshreyfingin gerði þjóð- arsátt um að halda kaupinu í skefj- um og salan vestra gekk vel og sj óð- imir jusu peningum í allar áttir til þeirra sem bára sig verst. Var þá ekki annað vitaö en verðlag væri hátt á mörkuðum og hvert metið að fætur öðra slegið í sölu og nýjum verðmetum. En í því lá ógæfan. Nú er svo komið að ríkissjóður á ekki einu sinni fyrir dagpeningum handa ráðherrunum og Lands- bankinn á ekki lengur innstæður fyrir öllum skuldunum sem fisk- vinnslan getur ekki borgað og ann- að hvert fiskvinnslufyrirtæki er á hausnum! Spumingin er sú hvort þetta borgi sig? Er ekki mikið skynsam- legra aö hætta allri þessari útgerö og allri þessari fiskvinnslu og fara að snúa sér að einhveiju öðru? Hvar era allar þjóðartekjumar ef menn tapa samt og þá einkum og sérílagi verður tapið óviðráðanlegt þegar verðið nær hámarki? Þjóðin þyrfti þá ekki að ganga í gegnum sífelldar þjóðarsáttir og ráðherr- amir gætu ferðast á fullum dag- peningum og sjómenn þyrftu ekki að hætta lífi sínu, ef menn hættu einfaldlega þessum misskilningi að halda að fiskvinnslan eigi að bera sig. Fyrir Landsbankinn er það lífs- spursmál að halda áfram að lána í tapreksturinn til aö fiskvinnslan fari ekki á hausinn því annars fer bankinn á hausinn. Svo eiga menn að afstýra þeirri ógæfu að gott verð fáist fyrir afurðimar. Það fer allt til andskotans þegar sú ógæfa dyn- ur yfir að verðið fer upp úr öllu valdi. Eina von þjóðarinnar er sú aö veröið fari lækkandi aftur og geng- ið veröi fellt og verðbólgan fari á skrið á nýjan leik. Þá fyrst er von til þess aö fiskvinnslan lifi þetta góðæri af og Landsbankinn geti lánað án þess að fara á hausinn. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.