Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1992, Blaðsíða 14
14
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00
SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91)63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613.
SlMBRÉF: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11
Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1200 kr.
Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr.
Með brauki og bramli
Heilbrigðiskerfi íslendinga er ekki það dýrasta í
heimi, þótt heilbrigðisráðherra hafi nokkrum sinnum
sagt það á síðustu vikum. Samkvæmt alþjóðlega viður-
kenndum reikningsaðferðum, sem notaðar eru af Efna-
hags- og framfarastofnuninni, erum við ekki dýrust.
Heilbrigðisráðherra hefur hins vegar pantað sér
skýrsiu frá Hagfræðistofnun háskólans, þar sem kemur
fram, að kostnaður hins opinbera af heilbrigðiskerfinu
sé meiri hér á landi en annars staðar og hafi aukizt
nokkru hraðar hér á landi er annars staðar.
Sama hagfræðistofnun hefur líka fundið, með tilþrif-
um í reiknikúnstum, að nokkurra milljarða sparnaður
fáist árlega, ef skólatími verði lengdur og gerður sam-
felldur. Þetta gerði hún að beiðni menntaráðherra þeirr-
ar ríkisstjórnar, sem var næst á undan þessari.
Niðurstöður stofnunarinnar um heilbrigðismálin
hefðu verið trúverðugri, ef betur hefði verið skýrt, hvers
vegna hinar sérstæðu reikningsaðferðir hennar ættu
að teljast betri en þær, sem tíðkast hjá Efnahags- og
framfarastofnuninni og öðrum alþjóðlegum stofnunum.
Niðurstöðurnar hefðu líka verið trúverðugri, ef stofn-
unin og heilbrigðisráðherra sem túlkur niðurstaðna
hefðu gert skarpari mun á kostnaði hins opinbera og
heildarkostnaði þjóðarinnar, svo að neytendur upplýs-
inga hefðu áttað sig betur á sérstöðu útreikninganna.
Staðreyndin er, að í kostnaði við heilbrigðismál erum
við á svipuðu róh og flestar aðrar þjóðir í norðanverðri
Evrópu, töluvert ódýrari en Bandaríkjamenn og tölu-
vert dýrari en Bretar og Japanir. Okkar heilbrigðis-
kostnaður er alls ekki óvenjulegur eða afbrigðilegur.
Niðurskurður heilbrigðismála um hálfan milljarð
króna á þessu ári stafar ekki af, að kostnaður við þau
hafi farið úr böndum. Niðurskurðurinn stafar einfald-
lega af, að ríkisstjórnin þarf að útvega meira en millj-
arð til að borga stóraukin útgjöld til landbúnaðar.
Allur niðurskurður velferðarkerfisins, hvort sem er
í heilbrigðismálum, skólum, tryggingum eða á öðrum
sviðum, sem varða hagsmuni peningalítils almennings,
fer beinlínis í að auka útgjöld ríkisins til velferðarkerfis
hins hefðbundna landbúnaðar kúa og kinda.
Nær væri að játa þetta samhengi heldur en að fram-
leiða villandi upplýsingar um, að sjúkrahús og skólar
séu of dýrar stofnanir. Þjóðin þyrfti að geta séð, hvers
konar velferð hefur forgang og dregið af því þá rökréttu
niðurstöðu, að búvörusamningur er ekki ókeypis.
Hinn sami heilbrigðisráðherra, sem flaggar villandi
tölum, er að reyna að spara með því að leggja einn millj-
arð í endurbætur á Borgarspítalanum, svo að hann geti
tekið við hlutverki Landakotsspítala. Af þessum millj-
arði þarf sennilega að greiða tæpan hálfan á þessu ári.
Það er alveg sama, hvernig reiknuð er hagkvæmni
sameiningar Borgarspítala og Landakotsspítala. Niður-
staðan er mjög mikill kostnaður, mikil óhagkvæmni.
Ódýrasta leiðin í stöðunni er að reka spítalana á aðskil-
inn hátt enn um sinn alveg eins og verið hefur.
Kenningin um sparnað af sameiningu Borgarspítala
og Landakotsspítala var vanhugsuð. Það var fljótræði
að ráðast í bramboltið, sem við höfum verið vitni að í
vetur. Með slíkum vinnubrögðum mun heilbrigðisráð-
herra takast að gera íslenzka kerfið dýrast í heimi.
Þótt ýmislegt megi laga í heilbrigðisgeira ríkisins, er
spítalabrauk og -braml ráðherrans ekki til þess fallið
að útvega peninga til að sóa í búvörusamning.
Jónas Kristjánsson
"Þf l RAUfJH.'iTT í? gT7Tii.frir.rilP.I
ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1992.
„... meðferð sjávarafla stórbatnaði þegar nemendur úr fiskvinnsluskólanum komu til starfa í fiskvinnsl-
unni“, segir m.a. í greininni.
Mikil umræða hefur farið af stað
um skólann vegna niðurskurðar á
því fjármagni sem ætlað er til
menntunar þjóðarinnar. Það var
kominn tími til að umræða færi
fram um skólann og gildi hans fyr-
ir samfélagið.
Langvinnar verkanir
Tvennt finnst mér hafa verið
áberandi í málflutningi þeirra sem
telja verjandi að skera niður í
skólakerfinu. Annars vegar er það
blinda þeirra á þær breytingar sem
orðið hafa á samfélaginu og þar
með hlutverki skólans og hins veg-
ar vanmat á þeim kröfum sem auk-
in samvinna og um leið harðnandi
samkeppni við aðrar þjóðir gerir
til skólanna. Sá niðurskurður sem
nú er verið að framkvæma í skóla-
kerfinu öllu mun verða varanlegur
vegna þess að hann verður seint
unninn upp. Það breytir því ekki
þótt hann sé tímabundinn.
Verkanir hans munu hafa í för
með sér afturkipp í þeirri þróun
sem átt hefur sér stað og þrengja
verulega kostina til að takast á við
ný verkefni. Það þarf tvöfalt átak
til þess að ná til baka skerðingunni
og miðað við fyrri reynslu verður
að teljast ólíklegt að slík aukning á
fjármagni til skólans komi aftur
með snöggum hætti. Það hefur alla
tíð verið ákveðin tregða hjá stjórn-
völdum til að auka kostnað við
menntakerfið þó svo vitað sé að það
skilar miklum arði.
Þetta gildir raunar um uppeldis-
mál almennt. í þeim slag sem verð-
ur um fjármagn ríkisins á næstu
árum þarf að halda ansi vel á spil-
unum ef mennta- og uppeldismálin
eiga að geta rétt hlut sinn. Þess
vegna er sú skerðing, sem nú á sér
stað, ofan í tvær aðrar „spamaðar-
aðgerðir" afskaplega hættuleg.
Það er ranglega farið með af ýms-
um aðilum að útgjaldaþensla hafi
verið í skólakerfinu undanfarin ár.
HlutfaU af þjóðartekjum, sem farið
hafa tU menntamála, hefur haldist
óbreytt síðast liðin tuttugu ár. Á
þessum tíma hefur hlutfallið verið
að jafnaði 14 til 15%. Nú hefur
margt nýtt komið inn á þessmn
tíma. Þar má nefna fleiri fram-
haldsskóla og mikla aukningu á
nemendum þar, fræðsluskrifstof-
ur, aukna sérkennslu, nýjar náms-
brautir í háskólanum og fleira
mætti nefna. Þessi viðbót hefur
samt öll rúmast innan þessara 14
tfl 15%.
Þetta sýnir m.a. aö fjármagnið
hefur verið vel nýtt. En þetta sýnir
einnig að viss „útþynning“ hefur
átt sér stað, þ.e. fjármagn hefur
verið flutt frá einum þættinum yfir
á annan.
Grunnskólinn stendur því mjög
berskjaldaður fyrir þeim niður-
skurði sem nú á að beita. Þess
vegna eru viðbrögð viö honum
mjög hörð.
Slæm vígstaða
Varðandi hinn þáttinn sem snýr
að samkeppninni við önnur lönd
er auösætt að dvergríki eins og ís-
land verður að byggja afkomu sína
á gæðum þeirrar framleiðslu sem
þjóðin lifir á. Þar kemur háþróuð
tækni til meö að skipa háan sess.
En til þess að hún nýtist atvinnu-
vegunum sem best þarf grunn-
og EB. Hvergi held ég að sé þó
meiri ástæða til aðlögunar en ein-
mitt í skólunum. Þar skiptir ekki
máli hvort ísland verður innan eða
utan bandalaga. í menntamálum
verða íslendingar aö standa öörum
jafnfætis og þó raunar framar til
þess að geta boðið hér svipuð lifs-
kjör og gerist meðal nágranna okk-
ar. Það sem ríkisstjómin átti að
gera við þær kringumstæður sem
nú ríkja var að leggja fé í að bæta
skólann þannig að hann væri fær
um að skila ennþá meiri arði en
hann gerir í dag. Það er leið út úr
efnahagsvanda.
Niðurskurður í menntakerfinu
er líklegur til að hafa öfug áhrif
vegna þess að hann tefur fyrir
þeirri verömætasköpun sem aukin
og bætt menntun skilar.
Um þær breytingar sem mennta-
málaráðherra hefur veriö að tala
um í skólakerfmu mun ég fjalla
síðar.
Kári Arnórsson
menntunin að vera góð.
Við höfum séð það á undan-
gengnum árum hve fræðsla og auk-
in menntun hefur skilað sér vel í
mörgum framleiðslugreinum. Það
var t.d. mjög glöggt hve meðferð
sjávarafla stórbatnaði þegar nem-
endur úr fmnskvinnsluskólanum
komu tfl starfa í fiskvinnslunni.
Mörg önnur dæmi af svipuðum
toga mætti nefna. Mörg námskeið
hafa verið haldin til að bæta verk-
kunnáttu og meðferð. Það er eðli-
legt að atvinnufyrirtæki kosti slíkt
nám. En tfl þess að þeir íjármunir
nýtist er nauðsynlegt að góð grunn-
menntun sé fyrir hendi.
Við sjáum það á mörgum sviðum
og þó einkum í iðnrekstri að menn
eru famir að aðlaga marga þætti
væntanlegri samkeppni innan EES
KjaHarmn
Kári Arnórsson
skólastjóri
„Grunnskólinn stendur því mjög ber-
skjaldaöur fyrir þeim niðurskurði sem
nú á að beita. Þess vegna eru viðbrögð
við honum mjög hörð.“
Skammsýni
í skólamálum