Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1992, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1992, Blaðsíða 6
ooor u * t i r 71 Viðskipti Verkefni Islenskra aðalverktaka utan Keflavíkurflugvallar 1. Tværblokkir við Kaplaskjólsveg. 2. Vegagerð í Ár- túnsbrekku. 3. Eignir Aðalverk- taka við Höfðabakka. Keflavfk 1. Þrjár götur mal- bikaðar fyrir Kefla- víkurbæ á árunum 1960-61. 2. Lagning Keflavík- urvegar 1961-65. Gunnólfsvíkurfjall Ratsjárstöð Stokksnes Ratsjárstöð 1. Fjarðargata í Hafnarfirði, fyllt upp í höfn. 2. Brekkan úr Fjarðargötu upp Reykjavíkurveg breikkuð. 3. Gatan Arnarhraun byggð upp. Grindavík Hafnargerð í Grindavík á árunum 1965-66. Brimvarn- argarður. Heiðarfjall Ratsjárstöð Framkvæmdir á Gunnólfs- víkurfjalli, Stokksnesi, Heiðarfjalli, Hvalfirði, Gufu- skálum og Straumnesi tengjast varnarliðinu. Islenskir aðalverktakar hafa verið með umfangsmiklar framkvæmdir utan Keflavíkurflugvallar. Um tíu stórfram- kvæmdir Aðalverk- taka utan vallar - fyrir utan hemaöarleg mannvirki úti á landsbyggðinni íslenskir aðalverktakar hafa tekið þátt í um tíu stórframkvæmdum ut- an Keflavíkurflugvallar frá því fyrir- tækið tók til starfa 1954 og átti sam- kvæmt samningi íslendinga og Bandaríkjamanna að sjá eingöngu um varnarliðsframkvæmdir. Helsta verk Aðalverktaka utan vaflar er eflaust Keflavíkuryegurinn. Keflavíkurvegurinn Aðalverktakar hófu vinnu við Keflavíkurveginn árið 1%1 og var því verki endanlega lokið árið 1%5. Veg- urinn var bylting á sínum tíma í vegagerð, fyrsti steypti þjóðvegurinn á Islandi. Á svipuðum tíma, á árunum 1%0 til 1961, sáu Aðalverktakar um mal- bikunarframkvæmdir í Keflavík fyr- ir Keflavíkurbæ. Þar malbikaði fyr- irtækið götur eins og Hringbrautina, Hafnargötuna og Vatnsveg. Á þessum árum voru í raun tvö fyrirtæki í landinu sem höföu yfir að ráða tækjum og tólum til malbik- unarframkvæmda. Það voru Malbik- unarstöð Reykjavíkurborgar og Að- alverktakar. Tvær íbúðablokkir við Kaplaskjólsveg Á árunum 1963 tfl 1964 byggöu Aðalverktakar tvær íbúðarblokkir við Kaplaskjólsveg í Reykjavík. Þær voru síðan seldar Reykjavíkurborg. Áður en framkvæmdir hófust var búið að gera samning um að borgin keypti blokkimar á kostnaðarverði. Aðalverktakar hafa komið nokkuð við sögu í gatnagerð í Hafnarfirði. Á árunum 1964 til 1965 lagði fyrirtækið hina frægu Fjarðargötu. Fyrst var fyllt upp í hluta hafnarinar með grjóti úr Hvaleyrarholtinu og síðan var vegurinn lagður á uppfylflnguna. Þá sáu Aðalverktakar um að breikka frægustu götu Hafnarfjarðar með miklum tilþrifum. Þetta er auð- vitað brekkan á Reykjavíkurvegi sem flggur niður í miðbæ Hafnar- fjarðar. Við þessa brekku stendur meðal annars lystigarðurinn Hellis- gerði. Framkvæmdirnar við brekkuna voru nokkuð stórtækar. Þaö þurfti að sprengnja og rífa hús til að gatan Fréttaljós Jón G. Hauksson kæmist almennilega fyrir. Fyrirtæk- ið sá svo einnig um aö malbika hana, leggja kantsteina og annast holræsa- gerð. Aðalverktakar byggðu einnig upp götuna Arnarhraun í Hafnarfirði. Vinnan var aflt frá því að skipta um jarðveg tfl lokafrágangs. Þá malbik- aði fyrirtækið á þessum árum Reykjanesbrautina að Kópavogslæk. A árunum 1%5 til 1966 unnu Aðal- verktakar mikið verk í hafnargerð fyrir Vita- og hafnamálastofnun í Grindavík. Byggður var meðal ann- ars öflugur brimvarnargarður. Ártúnsbrekka Þeir sem aka upp Ártúnsbrekkuna gera sér eflaust ekki grein fyrir því að þar komu Aðalverktakar mikið við sögu. Á árunum 1968 til'1970 vann fyrirtækið við veginn frá brúnni yfir Elliðaár upp að Vesturlandsvegi við Höfðabakka. Þetta var glæsilegur vegur á sínum tíma, fjögurra ak- reina. Þá má geta þess að Aðalverktakar byggðu sjálfir húsakynni sín að Höfðabakka 9. Þetta eru miklar bygg- ingar sem meðal annars hýsa Jötun hf. og Tækniskólann. Þá byggðu þeir einnig háhýsi sitt sem uppnefnt hef- ur veriö Watergate-byggingin. Þá hafa Aðalverktakar annast byggingu allra hernaðarmannvirkja úti á landsbyggðinni fyrir varnarlið- ið. Nefna má ratsjárstöðvar við Stokksnes, á Heiðarfjalli og Straum- nesi. Nýjasta stöðin er svo á Gunn- ólfsvíkurfjalli. Hæsta mannvirki í Evrópu Aðalverktakar byggðu einnig hæsta mannvirki í Evrópu árið 1%0, mastrið að Gufuskálum við Hellis- sand á Snæfellsnesi. Einnig reistu þeir þijár íbúðarblokkir að Gufu- skálum. Þá hafa Aðalverktakar verið með umfangsmiklar framkvæmdir í Hvaflirði en þar er N ATO-olí ubirgða- stöö. -JGH SUS styður Þorstein Samband ungra sjálfstæðismanna hefur gefið út sérstaka stuðningsyfir- lýsingu við Þorstein Pálsson sjávar- útvegsráðherra í Aðalverktakamál- inu. „Sú stefna venjulegra og frjálsra viðskiptahátta sem Þorsteinn hefur boðað í málinu undanfarin ár er í samræmi við ítrekaðar ályktanir landsfunda Sjálfstæðisflokksins og þinga Sambands ungra sjálfstæðis- manna,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir meðal annars: „Einokun íslenskra aðalverktaka á fram- kvæmdum ber að aflétta þegar í stað og verkefni á vamarsvæðum á að bjóða út í samræmi við reglur Mann- virkjasjóðs Atlantshafsbandalags- ins. Það er eina leiðin sem er ásætt- anleg.“ -JGH ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1992. DV Spenna yffir mjólkurdufti Innan iðnaðarins er nú beðið með nokkurri eftirvæntingu eftir því hvort verð á mjólkurdufti hækki 1. mars. Verð á mjólkurdufti til íslensks iðnaðar breyttist um síðustu ára- mót þegar það var hækkað úr 60 krónum í 209 krónur kílóið. Það var í samræmi við þá ákvörð- un ríkisstjórnarinnar að draga úr niðurgreiðslum á mjólkurdufti frá áramótunum. Fyrir áramót var framleiðslu- kostnaður reiknaður á 605 krónur kílóið. Heildsöluverð frá mjólk- urbúum var reiknað á 209 krónur. Á sama tíma var heimsmarkaðs- verð 60 krónur. Það var það verð sem iðnaðurinn fékk mjólkurduftið á. Mismunurinn var niðurgreiddur af ríkinu. Eftir áramót var ákveðið að iðn- aðurinn keypti kílóið á 209 krónur. Mismunurinn á 605 króna fram- leiðsluverði og 209 króna söluverði hefur eftir áramót verið greiddur þannig að 120 krónur hafa komið frá viðskiptaráðuneytinu sem nið- urgreiðslur en 276 krónur hafa komið frá Verðmiðlunarsjóði mjólkurbúanna. Greiðslan úr verðmiðlunarsjóðn- um var hins vegar ákveðin til bráðabirgða eða til 1. mars næst- komandi. Spennan snýst um það hvað við taki eftir þann tíma. Ljóst er að ríkið stendur fast á að niðurgreiða mjólkurduftið ekki um meira en 120 krónur kílóið. Mjólkurduft er mikið notað af sælgætisiðnaðinum við íramleiðslu á súkkulaði. Samkvæmt samningi við EB og EFTA er lagt á jöfnunar- gjald á innflutt sælgæti til að ís- lenskur sælgætisiðnaður búi við sama verð á mjólkurdufti og það sælgæti sem hingað er flutt inn. Hækki mjólkurduftið til iðnaðar- ins hækkar jöfnunargjaldið og þar með hækkar allt súkkulaði, sem inniheldur mjólkurduft, í verði, bæði innlent og erlent. -JGH Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst INNLAN óverðtrvggð Sparisjóðsbækur óbundnar Sparireikningar 3ja mánaða uppsögn 6 mánaða uppsögn Tékkareikningar, almennir Sértékkareikningar 1.25- 2 1.25- 4 2.25- 5 1 1.25- 2 Landsbanki Sparisjóðirnir Sparisjóðirnir Landsbanki Landsbanki VISITÖLU8UNDNIR REIKNINGAR 6 mánaða uppsögn 1 5-24 mánaða Orlofsreikningar Gengisbundnir reikningar í SDR Gengisbundnir reikningar í ECU 2.75- 3 6.75- 7,75 5-5,5 6,25-8 9 Allir nema Landsb. Sparisjóðirnir Allir nema Islb. Landsbanki Allir ÓBUNDNIR SÉRKJARAREIKNINGAR Vísitölubundin kjör, óhreyfðir. Óverðtryggð kjör, hreyfðir 3,25-3,5 5,0-6,0 Búnb., Landsb. Landsbanki SÉRSTAKAR VERÐBÆTUR (innan tfmabíls) Vísitölubundnir reikningar Gengisbundir reikningar 1,75-3 1,75-3 Landsb., Islb. Landsb., Islb. BUNDNIR SKIPTIKJ ARAREIKNINGAR Vísitölubundin kjör Óverðtryggð kjör 6.25- 7 7.25- 9 Búnaðarbanki Búnaðarbanki INNLENDIR GJALDEYRISREIKNINGAR Bandaríkjadalir Sterlingspund Þýsk mörk Danskar krónur 2,75 3,0 8,25-9,0 7,5-8,1 8,0-8,5 Islandsbanki Sparisjóðirnir Sparisjóðirnir Sparisjóðirnir ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst OTLAN ÓVERÐTRYGGÐ Almennir víxlar (forvextir) Viðskiptavíxlar (forvextir)1 Almenn skuldabréf B-flokkur Viðskiptaskuldabréf1 Hlaupareikningar(yfirdráttur) 12,5-14,75 kaupgengi 13,25-1 5,25 kaupgengi 15-17 Búnaðarbanki Allir nema Landsb Allir Islb. OtlAn VERÐTRYGGÐ Almenn skuldabréf 9,75-10,25 Búnaðarbanki afurðalAn Islenskar krónur SDR Bandaríkjadalir Sterlingspund Þýsk mörk 1 2,5-13,0 8,25-8,75 6,0-6,75 11,7-12,75 11,3-11,5 íslb. Landsbanki Landsbanki Sparisjóðirnir Sparisjóðirnir HUsnœölslán 4.9 Ufeyrissjóöslán 6-9 Dráttarvextir 23.0 MEÐALVEXTIR Almenn skuldabréf mars 14,3 Verðtryggð lán mars 10,0 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala febrúar 31 98 stig Lánskjaravísitala mars 3198stig Byggingavísitala mars 598 stig Byggingavísitala mars 187,1 stig Framfærsluvísitala janúar 160,2stig Húsaleiguvísitala 1,1% lækkun 1. janúar VERÐ8RÉFASJÓÐIR HLUTABRÉF Sölugengl bréfa veröbréfasjóöa Sölu- og kaupgengi að lokinni jöfnun: KAUP SALA Einingabréf 1 6,119 HÆST LÆGST Einingabréf 2 3,253 Sjóvá-Almennar hf. - 5,65 L Einingabréf 3 4,019 Ármannsfell hf. - 2,40 V Skammtímabréf 2,037 Eimskip 5,05 K 5,80 V,S Kjarabréf 5,753 Flugleiðir 1,85 K 2,05 K Markbréf 3,091 Hampiðjan 1,50 K 1,84 K.S Tekjubréf 2,136 Haraldur Böðvarsson 2,00 K 3,10 K Skyndibréf 1,782 Hlutabréfasjóður VlB 1,04 V 1,10 V Sjóðsbréf 1 2,937 Hlutabréfasjóðurinn - 1,73 V Sjóðsbréf 2 1,955 Islandsbanki hf. - 1,73 F Sjóðsbréf 3 2,028 Eignfél. Alþýðub. 1,25 K 1,70 K Sjóðsbréf 4 1,733 Eignfél. Iðnaðarb. 1,85 K 2,22 K Sjóðsbréf 5 1,220 Eignfél. Verslb. 1,15 K 1,48 K Vaxtarbréf 2,0693 Grandi hf. 2,10 K 2,70 S Valbréf 1,9396 Olíufélagið hf. 4,50 K 5,00 V Islandsbréf 1,287 Olís 2,10 L 2,18 F Fjóröungsbréf 1,148 Skeljungur hf. 4,80 K 5,40 K Þingbréf 1,282 Skagstrendingur hf. 4,60 F 4,90 öndvegisbréf 1,262 Sæplast 6,80 K 7,20 K Sýslubréf 1,307 Tollvörugeymslan hf. 1,09 F 1,13 L Reiöubréf 1,239 Útgerðarfélag Ak. 4,50 K 4,80 L Launabréf 1,021 Fjárfestingarfélagið 1,18 F 1,35 F Heimsbréf 1,165 Almenni hlutabréfasj. 1,10 F 1,15 F,S Auðlindarbréf 1,04 K1.09 K,S Islenski hlutabréfasj. 1,15 L 1,20 L Síldarvinnslan, Neskaup. 3,10 L 3,50 L ' Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi. K= Kaupþing, V = VlB, L= Landsbréf, F = Fjárfestingarfélagið, S = Verðbréfav. Sam- vinnubanka Nánari upplýsingar um peningamarkaðinn birtast i DV á fimmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.