Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1992, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1992, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1992. Sviösljós DV-myndir ÞÖK Kjólfatapíurnar voru í banastuði þegar Ijósmyndara DV bar að garði. Inter Coiffure klúbburinn: Kamival á Borginni Félagar í hinum alþjóðlega hár- greiðsluklúbbi Inter Coiffure héldu árshátíð fyrir starfsfólk hárgreiðslu- stofanna á Hótel Borg um síðustu helgi. Að þessu sinni var reynt að breyta út af vananum og hafa árshátíðina með „karnival" yfirhragði þar sem allir voru klæddir í hin furðulegustu föt og að sjálfsögðu með hárgreiðsl- una í lagi. Hátt í hundrað manns mættu á Borgina og virtust allir skemmta sér konunglega eins og sjá má á með- fylgjandi myndum. Búningarnir voru af ýmsu tagi, allt frá kjólfötum upp í fangabúninga. Þorrabtótsnefndin sá um skemmtiatriðin og tókst frábærlega vel upp. Þorri blótaður í Suðursveit Einar R. Sigurðs., DV, Öræfum: þorrablótsnefnd matargestum með Suöursveitungar láta ekki ýrasum uppákomum. Það var harmavæl og krepputal aftra sér greinilegt að nefndin hefur hæfi- frá þvi að halda sitt þorrablót með leika til að sjá atriði úr samlífi og pompi og prakt. Blótið var haldið á einkaiífi sveitunga sinna og nær- Hrollaugsstöðum þann 8. þessa sveitunga í spaugilegu ljósí. mánaðar við góöa aðsókn úr A- Hláturinn ómaöi í húsinu allt Skaftafellssýslu. kvöldið og það var mikið dansað, Þegar gestirnir höfðu gætt sér á draflað og duflað fram á nótt. þjóðlegum kræsingum skemmti í tilefni þess að skinnaverkunartímabilið er á enda hjá Jakobi Árnasyni, eiganda loðdýrabúsins á Auðnum, ákvað hann að verðlauna starfsstúlkur sinar með því að bjóða þeim út að borða í Perluna. Til þess að gera dag- inn enn eftirminnilegri fengu þær lánaða pelsa að eigin vali til þess að vera í um kvöldið, en hver þeirra er um 300 þúsund króna virði. Þær voru þvi að vonum brosmildar starfsstúlkurnar er þær mættu í Perluna í sínu fín- asta pússi. F.v., Margrét Pétursdóttir, Sonja ísafold, Silja Björg Jóhannsdótt- ir og Jakob Árnason. DV-mynd Hanna Fyrir skömmu hélt hljómsveitin Risaeðlan tónleika fyrir gesti Hins hússins (áður Þórskaffi) og mæltust þeir mjög vel fyrir. Tónleikarnir fóru fram I miðri viku og eru liður í fjölbreyttri dagskrá skemmtistaðarins sem þó eink- um miðar að því að bjóða unglingunum upp á aðstöðu til ýmiss konar tóm- stundastarfsemi. DV-mynd GVA Aukablað um tísku á morgun Fjallað verður um tísku í víðum skilningi. Föt, snyrtivörur og fylgihlutir eru í brennidepli. Stiklað verður á stóru í fréttum úr tískuheiminum og auk þess verða birtar stuttar greinar um tískutengt efni og ýmsar hagnýtar leiðbeiningar. Þverholti 11 - Sími 63 27 00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.