Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1992, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 25.02.1992, Blaðsíða 28
28 Meiming______________ Birtaogber - Egill Eðvarðsson í Nýhöfn Hugtakiö myndhöfundur er tiltölulega nýtilkomið í málinu og öðlast þess utan vissa réttlætingu um þess- ar mundir með stofnun samtaka um höfundarrétt myndverka. Á síðustu árum hafa myndverk oröið sí- fellt meiri þáttur í daglegu lífi fólks og er það jafnvel svo aö margir gera sér ekki fulla grein fyrir að þar sé um höfundarverk að ræða. Örar framfarir í fjölmiðl- un eru þama að sjálfsögðu helsta orsökin; margar sjónvarpsrásir, myndbönd, tölvur, tímarit o.fl. Þó höf- undamir, sem standa að baki öllu þessu myndflæði, vilji oft gleymast eöa týnast í gassaganginum er þar samt sem áður oft um að ræða haldbetri list en þá sem Myndlist Ólafur Engilbertsson gistir galleríin hvunndags. Að sjálfsögðu spannar flóð- alda þessi allt stafróf Ustanna og þótt hönnun sé þar yfirleitt útgangspunktur er afraksturinn oftsinnis líf- vænleg hst. Þeir sem yfirleitt ná bestum árangri á sviði fjölfóldunarlista em þeir sem hafa innsýn í marga miðla og margs konar tjáningarmáta; þúsundþjala- smiðir. Einn shkur er EgUl Eðvarðsson, kvikmynda- gerðarmaður, leikstjóri, upptökustjóri og myndUstar- maður. Hann sýnir um þessar mundir oUumálverk í Ustasalnum Nýhöfn við Hafnarstræti. Borðliggjandi Til þessa hefur EgiU einkum fengist við gerð kUppi- mynda, jafnt kvikra sem staðra. Af og til hefur hann þó leyft penslinum að rekast „gáleysislega" í myndflöt- inn tfl persónulegrar áherslu, samanber t.d. mynd- skreytingar við Söngvakeppni Sjónvarpsins á sl. ári. Svipaðan hátt hefur EgiU á í oUuverkum sínum. í flest- um myndanna má sjá vísvitandi kærulaust dregin pensilför sem virka næstum eins og slaufa utan um herlegheitin. Það má segja að þau orð Valtýs heitins Péturssonar, sem vitnað er tfl í sýningarskrá, séu enn í fuUu gUdi um „að hlutimir séu of borðUggjandi" hjá AgU. Það er ekki aðeins að þessi 20 oUumálverk sýni nær eingöngu borðUggjandi hluti í bókstaflegri merk- ingu, heldur virðist mér sem EgiU taki efnivið mynd- verka sinna um of sem gefinn, borðleggjandi. Hann Egill Eðvarðsson. Borðliggjandi hlutir i bókstaflegri merkingu. rífur sig ekki á hol tilfinningalega við að mála þessi verk, heldur tekur kalt og yfirvegaö á efniviðnum, stUUr honum upp. Þannig virðist sýningin við fyrstu sýn vera unnin sem veggjastáss á einhvern ótiltekinn veitingastað. Heiti myndanna eru þessu til áréttingar: „Réttur dagsins“, „Von á gestum", „Ostakaka". Ber í lautu, ber í rjóma Víst er að sýningin myndi sóma sér ágætlega á björt- um veitingastað. Birtan er nefnUega prímusmótor verka EgUs og hann leikur sér að því að lýsa þessar uppstillingar sínar líkt og hann gerir hvunndags í myndverinu. Munurinn er sá að hér leitast hann við að fanga skjannahvíta dagsbirtuna á striga og tekst mætavel upp í mörgum þeirra tflrauna. Það er helst að „Réttur dagsins" sé daufur í dálkinn og jafnvel tóm- ir diskarnir eru lystilegri og jafnframt Ustilegri. Sama má segja um síendurteknar berjaiautimar. Berin sóma sér miklu betur í rjóma eða við hUðina á sjálflýsandi ostaköku. Þannig er innbyggð dagsbirta í best heppn- uðu málverkum Egils og það er þeirra helsti kostur. Á móti má segja að þau séu aðeins vel heppnaðar myndskreytingar sem eigi heima á matseðU. En popp- Ustin gekk einnig út á sUka tvíræöni og EgUl virðist sækja margt í smiðju poppsiris og má e.t.v. nefna bandaríska kökumálarann Wayne Thiebaud í því sam- bandi. Sýningunni í Nýhöfn lýkur 4. mars. Andlát HaUdóra Magnúsdóttir andaðist að kvöldi 23. febrúar. Helga Runólfsdóttir, Vesturási 31, lést í Landspítalanum 22. febrúar. Hlöðver Jónsson, bakarmeistari á Eskifirði, andaðist á Fjórðungs- sjúkrahúsinu, Neskaupstað, sunnu- daginn 23. febrúar. Jóhanna Maria Bjarnadóttir, Dcda- tanga 25, MosfeUsbæ, lést á Vífils- staðaspítala 22. febrúar sl. Jóhanna A. Eyjólfsdóttir, Njálsgötu 65, lést aðfaranótt 22. febrúar. Þórunn Bjarnadóttir frá Keflavík er látin. Jarðarfarir Fanney Magnúsdóttir verður jarð- sungin frá Bústaðakirkju fóstudag- inn 28. febrúar kl. 13.30. Ragnheiður Magnúsdóttir, fyrrum húsfreyja Fremri-Brekku, Dalasýslu, verður jarðsungin frá Fossvogs- kirkju miðvikudaginn 26. febrúar kl. 13.30. Ásdís Guðmundsdóttir, Vatnsstíg 11, lést á gjörgæsludefld Landakotsspít- ala þann 20. febrúar. Jarðarfórin fer fram frá FossvogskapeUu miðviku- daginn 26. febrúar kl. 15. Guðmundur Eyjólfsson sjómaður, áður tU heimilis að Vesturbergi 142, Reykjavík, sem lést á Hrafnistu 17. febrúar, verður jarðsunginn frá Bú- Leiðrétting í frétt DV í gær var greint frá nafni sjómanns frá Höfn í Homafirði, Þor- valdar Gíslasonar, sem lést viö köfun austur af Stokksnesi á laugardags- kvöldið. Sagt var að hann léti eftir sig konu og tvö böm en hið rétta er að hann lætur eftir sig þijú böm. Beðist er velviröingar á þessu mis- hermi. .... staðakirkju í dag, þriðjudaginn 25. febrúar, kl. 15. Guðmundur fæddist á Grund í Reyðarfirði 6. ágúst 1914. Hann fluttist til Reykjavíkur tólf ára gamafl. Þar fór hann í fóstur til móð- urbróður síns, Eyjólfs, og konu hans, Jóhönnu, sem síðar ættleiddu hann. Guðmundur fór ungrn- til sjós, aðeins fjórtán ára og var síðan alla tíö á sjó eða í 45 ár fyrst á togurum en síðar á strandferðaskipum Skipaútgerðar ríkisins og var þar uns hann fór á eftirlaun. Guðmundur giftist Matt- hildi Björgu Matthíasdóttur á annan í jólum 1942. Áttu þau saman flögur börn. Fundur Kvenfélagið Fjallkonurnar Aðalfundur félagsins verður haldinn þriðjudaginn 3. mars kl. 20.30 í Safnaðar- heimili Fella- og Hólakirkju. Dagskrá venjuleg aðalfundarstörf. Spilað verður bingó. Gestir velkomnir. Fundur Kvenfélags Hreyfils verður haldinn 25. febrúar kl. 20 í Hreyf- ilshúsinu. Heiðar Jónsson kemur í heim- sókn. ITC-deildin Harpa heldur fund í kvöld kl. 20 í Brautarholti 30. Ræðukeppni og félagsmál. Allir vel- komnir. Uppl. gefur Ágústa í síma 71673. Tilkyimingar Þriggja daga nuddnámskeið verður haldið dagana 29. febrúar og 1. og 2. mars nk. Leiðbeinendur eru Ragnar Sigurðsson og Oddný Erlendsdóttir nuddfræðingar sem starfa á Nuddstofu Reykjavíkur á Hótel Sögu. Lögð verður megináhersla á undirstöðuatriði í vöva- og slökunamuddi, auk þess sem fjallað veröur um gildi snertingar í mannlegum samskiptum. Námskeiðið er ætlað byij- endum í nuddi og þar sem lögð er áhersía á að þáttakendur læri bæði að gefa og þiggja nudd bjóðum við hjónafólk sér- staklega velkomið og veitiun sérstakan þjónaafslátt. Upplýsingar og skráning fer fram á Nuddstofú Reykjavíkur í síma 23131 og á kvöldin í símum 620616 og 24635. Félag eldri borgara Opið hús í Risinu kl. 13-17. Spilað. Skáldakynningkl. 15. Dr. SigurbjömEin- arsson biskup tjallar um Hallgrím Pét- ursson. Dansað í Risinu kl. 20. Félag Snæfellinga og Hnapp- dæla í Reykjavík Sameiginleg árshátið félagsins og Snæ- fellingakórsins verður haldin í Ártúni laugardaginn 29. febrúar kl. 19.30. Húsið opnað kl. 18.30. Góðar veitingar og skemmtiatriði, meðal annars heiðurs- gestir úr Stykkishólmi, sönghópunnn Sexið. Miðasala og borðapantanir í Árt- úni, Vagnhöfða 11, fimmtudaginn 27. og fóstudaginn 28. febrúar kl. 16-19. Uppl. í síma 611421, 672295 og 46353. Sýning í Slunkaríki á ísafirði Laugardaginn 29. febrúar, hlaupársdag, kl. 16 verður opnuð sýning á teikningum Jóns Þórs Jóhannssonar í Slunkaríki á ísafirði. Á þessari fyrstu einkasýningu Jóns Þórs verða um 40 smáteikningar, gerðar undanfarin tvö ár. Teikningamar em unnar að mestu með tússi og em ýmist stakar eða raðað saman í mynda- sögur og þemaraðir. Sýningin er opin fimmtudaga-sunnudaga kl. 16-18 og henni lýkur sunnudaginn 15. mars. Blómabúðin Dalía Blómabúðin Dalia, Grensásvegi 50, hefúr flutt sig um set í nýtt og glæsilegt hús- næði að Fákafeni 11, Reykjavik. Verslun- in var stofnuð fýrir rúmum Qórum árum af núverandi eigendum, þeim Þóri P. Agnarssyni og Láru G. Villijálmsdóttur. .y$? •/. jffín is i:.)11e jj'r'í í ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1992. Myndgáta HAUTT {fÓSf^RAUTT IJÖS! ||ráðERÐAR ) Leikhús LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR Sími680680 •50% afsláttur á síðustu sýningar, gild- ir aðeins á Ljón í Síð- buxum og Ruglið! LJÓN í SÍÐBUXUM eftir Bjöm Th. Bjömsson Aukasýngar! MIAvlkud. 4. mars. Laugard. 7. mars. 2. sýnlng laugard. 29. febr. Grá kortgllda. Uppselt. 3. sýnlng sunnud. 1. mars. Rauö kort gllda.Uppselt. 4. sýnlng flmmtud. 5. mars. Blá kort gllda. Uppselt 5. sýnlng föstud. 6. mars. Gul kortgllda. Uppselt. 6. sýnlng sunnud. 8. mars. Græn kort gllda. Fáeln sæti laus. Kaþarsis - Leiksmiðjan sýnir á litla sviði: HEDDU GABLER eftir Henrik Ibsen. Föstud. 28. febr. Mlðvikud. 4. mars. RUGLIÐ Johann Nestroy Aukasýning! Föstud. 28. tebr. Allra siðasta sýnlng. Miðasala opin alla daga frá kl. 14-20 nema mánudaga frá kl. 13-17. Miðapantanir í síma alla virka daga frá kl. 10-12. Sími 680680. Á STÓRA SVIÐI: Leikhúsl ínan 99-1015. ÞRÚGUR REIÐINNAR Byggt á sögu JOHNS STEINBECK Leikgerð: FRANK GALATI tslensk þýölng og aölögun fyrir svið eftir Kjartan Ragnarsson og Óskar Jónasson með hllðsjón af þýðlngu Stefáns Bjarman. Tónllst: K.K. Leikmynd: Óskar Jónasson. Búnlngar: Stefania Adolfsdóttlr. Lýsing: Lárus Björnsson. Leikstjórl: Kjartan Ragnarsson. Lelkarar: Þröstur Leó Gunnarsson, Hanna Maria Karlsdóttir, Pétur Eln- arsson, Slgrfður Hagalin, Steindór Hjörleifsson, Slgurður Karlsson, Þórey Sigþórsdóttir, Magnús Jóns- son, Stefán Jónsson, Ólafur Guð- mundsson, Elin Jóna Þorstelnsdótt- ir, Elis Pétursson, Valdlmar ðrn Flygenrlng, Krlstján Krlstjánsson, Theodór Júliusson, Jón Hjartarson, Jón Júlíusson, Karl Guðmundsson, Jakob Þór Einarsson, Arl Matthías- son, Valgeröur Dan, Ragnhelður Tryggvadóttir, Solfia Jakobsdóttir, Bára Lyngdal Magnúsdóttir, Þorlelf- ur Guðjónsson, Orri Ágústsson o.fl. Frumsýning flmmtud. 27. febr. Grelðslukortaþjónusta. Lelkfélag Reykjavikur. Borgarlelkhus. eftir Giuseppe Verdi 5. sýnlng laugardaglnn 29. febrúar kl. 20.00. Ósóttar pantanir eru seldar tveimur dögum fyrir sýningardag. Miðasalan er nú opin frá kl. 15.00-19.00 daglega og til kl. 20.00 á sýningardögum. Sími 11475. Greiðslukortaþjónusta VISA - EURO - SAMKORT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.