Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1992, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1992, Síða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 1992. Fréttir Forsvarsmenn einkaaðila 1 útfararþjónustu kvarta til kirkjumálaráðherra: Telja Kirkjugarðana hafa útilokað þjónustu sína - presti neitað um tíma til útfarar nema Kirkjugarðamir önnuðust hana Utfararþjónustan hf. hefur sent kirkjumálaráöherra kvörtun þar sem forsvarsmenn hennar telja aö boriö hafi á því að starfsmenn Kirkjugarða Reykjavíkur í Fossvogi „láti sem fyrirtækið sé ekki til og útiloki“ það frá aðgangi að kirkjunni vegna útfara. Astæða kvörtunarinnar er meðal annars sú að snemma í febrúar ósk- uðu aðOar eftir þvi við Útfararþjón- ustuna hf. að hún annaðist jaröarfór. Sömu aðilar höfðu áður notiö þjón- ustu fyrirtækisins. Aðstandendur hins látna höíöu síðan samband við prest sem þvi næst óskaði eftir ákveðnum tíma fyrir útfórina við Fossvogskirkju. í fyrstu virtist það auðfengið hjá Kirkjugörðum Reykja- víkur. Þegar til kom neitaði útfarar- stjóri hins vegar presti um tímann. Ástæðan var sú að ættu Kirkjugarð- amir ekki að annast útfórina gæti hann ekki útvegað umræddan tíma til útfarar við Fossvogskirkju. Úr varð að Kirkjugarðarnir sáu sjálflr um útförina á umbeðnum tíma. Forsvarsmaður Útfararþjón- ustunnar telur hér vera um að ræða markvissa atlögu að hinum einka- reknu útfararþjónustum - „þeir geti í krafti aðstöðu sinnar beitt bola- brögðum á viðkvæmum stundum til- að útiloka fólk frá því að eiga við- skipti við þá sem það helst kýs“. Auk Kirkjugarða Reykjavíkur sjá tvö einkafyrirtæki um útfarir fyrir höfuðborgarbúa. Forsvarsmenn einkafyrirtækjanna telja óréttlátt að aðeins Kirkjugarðamir skuh hafa heimild til að greiða niður útfarar- þjónustu með kirkjugarðsgjöldum skattborgara Reykjavíkurprófasts- dæmis. Samkvæmt upplýsingum DV kosta útfarir einkaaðhanna frá um 20 þús- und krónum meira en þegar um nið- urgreidda þjónustu Kirkjugaröa Reykjavíkur er að ræða. Þar munar svoköhuðu þjónustugialdi. Kirkjugarðar Reykjavíkur hafa bent á að þeir hafi kappkostað að veita öUum þeim sem útfararþjón- ustu framkvæma fyUstu aðstoð og fyrirgreiðslu - tO dæmis afnot af bænahúsi, líkgeymslum, kapellu og kirkju fyrir kistulagningar og útfar- ir, án endurgjalds. EinkaaðUarnir benda á á móti að neytendur eigi aðstöðuna hvort sem er og ættu þar af leiðandi ekki að greiða fyrir hana. Verslunarráð íslands hefur vakið athygli ráðherra á nauðsyn þess að endurskoða fyrirkomulag útfarar- þjónustu - tryggja að einkaaðilar og opinberir aðOar starfi á sambærileg- um grundvelU. í bréfi ráðsins tO ráð- herra segir meðal annars: „Þeir einkaaðilar sem veita útfar- arþjónustu búa að ýmsu leyti við lak- ari aðstöðu en hinir opinberu aðilar og þurfa þess vegna aö selja hana á hærra verði. Með því er veriö að mismuna bæði milU aðOa sem veita þjónustuna og mOU þeirra sem þurfa að kaupa hana. Við endurskoðunina þarf m.a. að taka afstöðu tO atriða eins og niöurgreiðslu á kostnaði við útfararþjónustu og skattalegrar stöðuaðOa." -ÓTT Þríburamóðirln fær dætumar heim: Það er ekki sofið mik- ið hér þessa dagana „Ég verð að gefa þeim á þriggja tíma fresti allan sólarhringinn, svo það er ekki sofið mikið hér þessa dagana. En þær eru ósköp góöar og ég held bara að þær séu ánægðar með að vera komnar heim,“ sagði Laufey Ólafsdóttir við DV í gær. Laufey fæddi þríbura á Fæðingar- deUd Landspítalans 1. janúar síðast- Uðinn. Þetta voru fyrstu börnin sem fæddust í Reykjavík á því herrans ári 1992. Þríburarnir, sem eru tvær stúlkur og einn drengur, fæddust Geir Grétar er nú laus úr hitakass- anum og biður þess að fá aö fara heim. Hér er hann í fanginu á föður sínum á Landspitalanum. DV-myndir GVA Hamingjusamir foreldrar meö fjórar dætur, f.v. Eva, Laufey, Pétur og Krist- ín. Litlu systurnar heita Dagný og Díana og sonurinn, sem enn er á Landsp- ítalanum heitir Geir Grétar. nokkru fyrir tímann þannig að þeir voru settir í hitakassa og súrefni. Stúlkumar losnuðu nokkuð fljótlega úr hitakössunum og fékk Laufey að fara með þær heim í gær. POturinn er hins vegar enn á Landspítalanum en fær að fara heim einhvem næstu daga. „Það er voða gaman að vera búin að fá þær heim, en þaö hefði verið enn skemmtilegra aö fá þau öO í einu,“ sagði Laufey. Hún og eigin- maður hennar, Pétur Geirsson, áttu tvær dætur fyrir, þannig að nú telur íjölskyldan sjö manns. Þeim hjónun- um bámst margar góðar gjafir, eftir að þríburarnir komu í heiminn. Má þar á meðal nefna uppþvottavél og þurrkara. „Við vftjum biðja fyrir þakklæti til aOra þeirra sem hafa sent okkur gjafir," sagði Laufey. „Okkur hlýnar um hjartarætumar þegar við fmnurn að fóik hugsar svona hlýtt tíl okkar." -JSS Ráðherra um fund sinn með St. Jósefssystrum: - ánægður með samkomulagið í sameimngamefndinni „Systumar mæltu ekki gegn ingu hafi þeir útskýrt fyrir þeim sameiningu spítalanna á fundinum hvaða fé væri tíltækt í rekstur í síðustu viku. Það kom okkur hins Landakots. vegar á óvart hversu lítið samráð „Samkomulag náðist mOli við- hefur verið haft við þær. Við ræðunefnda spítalanna á grund- kynntum þeim stöðu sameiningar- velli þeirra tOlagna sem ég og fjár- viðræðnanna og tíl hvaða aðgerða málaráðherra kynntum á mánu- yrði gripið yrði ekki af sameiningu. dagsmorguninn. Niðurstaðan er í Hvernig svo sem málin velkjast þá grófum dráttum nákvæmlega sú er það Ijóst að við eigum ekki meiri sama og við höfðum áður kynnt fjái-munitOaösetjaíspítalarekstur systrunum. Ég er mjög ánægður á árinu,“ segir Sighvatur Björg- með niðurstööuna, burtséð frá af- vinsson heObrigöisráðherra um stöðu systranna." fund sem hann ásamt Friðriki Sop- Samkvæmt þvi samkomulagi, hussyni fjármálaráðherra átti með sem gert hefur verið mOli stjórn- St Jósefssystrum á fimmtudag í enda spítalanna og ríkisins, munu síðustu viku. þeir fa alls um 460 mUjjónir í aukin í samtali viö ÐV í gær ásakaði framlög á árinu. Aðspuröur viO systir Emmanuelle ráðherrana um Sighvatur ekki segja hve stór hiu (i að hafa orðað allt aðra hluti viö sig þessarar upphæðar hafi boðist á fundi þeirra heldur en nýgert Landakoti ef samkomulag hefði samkomulag um sameiningu ekki náðst. Landakots og Borgarspítala gangi „MáUð stendur einfaldlega þann- út á. Á fundinum hafi tO dæmis ig að ef menn vilja ekki samstarf verið um þaö talað að Landakot og sameiningu þá kemur aOur nið- yrðí áfram rekið sem sjálfstæð urskurðurinn fram sem skerðing á stofiiun. Sagöi EmmanueHe að þjónustu. Sameiningin og sam- framvinda sameiningarmálanna starfiö gerir það hins vegar að legðist illa í þær systur. verkum að menn geta nýtt þessa Að sögn Sighvats fer systir Emm- peninga betur og þurfa þá ekki að anueUe ekki með rétt mál varðandi draga saman seglin eins mOcið og fundinn því þeir Friðrik hafi skýrt eUa,“ segir heilbrigðisráðherra systrunura frá að það gæti brugðiö sem nú er staddur á fundi Norður- tO beggja vona með sameininguna. landaráðs í Helsinki. 1 því tilfelli að ekki yrði af samein- -kaa Kerlingarskarð: Tveir stórir f lutninga- bflar þversum í brekkunni Litlu munaði að Oia færi þegar tveir stórir flutningabílar lentu þversum á svokallaðri Efrisneið í KerUngarskarði á mánudagskvöld. Bílamir voru báðir á leið tO Stykk- ishólms. Fyrri bíllinn var með tengi- vagn og ók bOstjórinn honum niður bratta brekkuna í mikOU hálku og slæmu skyggni. FlutningabílUn rann tíl á veginum og fór þversum við vegkantinn en tengivagninn fór á hUðina. Að sögn lögreglu var snar- vitlaust veður þegar óhappið varð. Um tíu mínútum síðar kom hinn flutningabílUnn. Þar sem skyggnið var mjög slæmt og aðstæður erfiðar kom sá bUstjóri ekki auga á hvað framundan var fyrr en hann átti skammt eftir ófarið að bílnum sem lokaði veginum í brekkunni. Með snarræði tókst honum þó að koma í veg fyrir árekstur. Loka varð vegin- um í um þrjár klukkustundir meðan verið var að ná bfiunum aftur upp. Að sögn lögreglunnar er vegar- kaflinn um Efrisneiðina mjög var- hugaverður þegar færð er slæm, þó svo að hann sé breiður. Þegar bílar koma að ofan í hálku geta bflstjórar oft á tíðum ekki hemlað í miðri brekku, verða nánast að fara niður hana í einum samfeUdum áfanga án þess að ná að hemla sem skyldi. -ÓTT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.