Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1992, Síða 28
28
MIÐVIKUDAGUR 4. MARS 1992.
Skák
Hannes lagði Plaskett
Úrslit í 3. umferð Apple-skákmóts-
ins sem fram fór í gærkvöldi:
Conquest-Kotronias 0-1
Þröstur- Jón L. 'A-'A
Sírov-Helgi 1-0
Plaskett - Hannes 0-1
Renet - Margeir 0-1
Karl - Jóhann biðskák
Biðskák úr 2. umferð:
Hannes-Sírov 'A-'A
Alexei Sírov sýndi hversu mikill
undramaður hann er þegar honum
tókst með listilegum sjónhverfmg-
um að bjarga sér gegn Hannesi.
Biðstaðan, sem birtist hér í blaðinu
í gær, reyndist einfalt jafntefli en
skömmu fyrir bið gat Hannes valið
úr fjölda vænlegra vinningsleiða. í
stað þess að flýta sér hægt hugðist
hann þvinga fram vinningsstöðu
rétt fyrir 60. leik með áðurnefndum
afleiðingum. 'Það er því óhætt að
segja aö heilladísimar hafi ekki
brosað sérlega blítt til yngsta þátt-
takandans í tveimur fyrstu um-
ferðunum en hann tók málin snar-
lega í sínar hendur í hinni þriðju
og gerði það sem tveimur stór-
meisturum hafði ekki lánast: að
vinna breska samveldismeistarann
Plaskett. Sá breski blés til sóknar
með hvítu mönnunum í afbrigði
drottningarindverskrar varnar
sem lengi hefur verið eitt helsta
vopn Kasparovs heimsmeistara. í
þetta sinn dugði það skammt: hvíta
sóknin fjaraði út og Hannes vann
peð. Örvæntingarfullar tilraunir
Plasketts til þess að plata Hannes
í tímahraki reyndust árangurs-
lausar og sá breski tapaði sinni
fyrstu skák í mótinu.
Þaö voru þó lengi vel veðurguð-
irnir sem stálu senunni í gær-
kvöldi, enda brakaði svo hressilega
í rá og reiða Skákmiöstöðvarinnar
að kvöldsvæfum áhorfendum kom
ekki dúr á auga. Sumir höfðu raun-
ar ekki enn lokið við bitann sinn
þegar fyrstu skákinni lauk:
Hvítt: Sírov
Svart: Helgi
Sá lettneski hafði dustað rykið
af gömlu afbrigði í Nimzo-ind-
verskri vörn og kom Helga í hinn
mesta bobba. Hér gerir hann út um
taflið með hnyttnum leik: 23 Rxe6!
og Helgi gafst upp. Hann tapar
manni eftir t.d. 23 -Hf7 24 Rxc7
Hxel 25 Hxel Dxc7 26 He8+ Hf8 og
27 Dd5 +
Renet og Margeir tefldu
Maroczy-afbrigði Sikileyjarvarnar
þar sem Margeiri tókst að „svíða“
þann franska í endatafli á dæmi-
gerðan hátt. Kotronias vann
Conquest örugglega en þeir Þröst-
ur og Jón Loftur sýndu að þeir eru
manna seinþreyttastir við skák-
borðið og tefldu uns allt hð var fah-
ið í valinn nema kóngamir. Gár-
ungamir í salnum héldu því þó
fram að Jón hefði getað teflt áfram,
þar sem hans kóngur væri betur
staðsettur! í biðskák þeirra Karls
og Jóhanns stendur sá fyrmefndi
höllum fæti. Sú skák verður tefld
áfram í dag, auk skákar Sírovs og
Margeirs sem frestað var í fyrstu
umferð. Að öðru leyti eiga kepp-
endur frí en 4. umferð verður tefld
á morgun kl. 17. Þá eigast við:
Kotronias - Sírov
Þröstur - Conquest
Helgi-Plaskett
Hannes - Renet
Margeir - Karl
Jón L. - Jóhann
Áskell Örn Kárason
Myndgáta
Andlát
Magnhild Hopen Snæhólm, Mána-
braut 13, Kópavogi, lést á gjörgæslu-
deild Borgarspítalans 3. mars.
Ólafía Guðnadóttir, Bláhömrum 2,
lést í Vífilsstaðaspítala 2. mars.
Sigurjón Jónsson, Álftamýri 33, lést
29. febrúar á Hrafnistu, Reykjavík.
Anna Kristín Ólafsdóttir, Lækjar-
bakka, Mýrdal, andaðist 2. mars.
Sigurður Karl Gunnarsson vélvirki,
Holtagerði 32, Kópavogi, andaðist 2.
mars.
Guðjón B. Gíslason bóndi, Syðstu-
Fossum, lést 2. mars í Sjúkrahúsi
Akraness.
Jarðarfarir
Helga Stefánsdóttir er látin. Jarðar-
fórin hefur farið fram í kyrrþey að
ósk hinnar látnu.
Jóhanna María Bjarnadóttir, Dala-
tanga 25, Mosfqhsbæ, verður jarð-
sungin frá Fossvogskirkju fóstudag-
inn 6. mars kl. 13.30.
Júlía Magnúsdóttir, Furugerði 1, áð-
ur Rauðagerði 28, Reykjavík, sem
lést 24. febrúar, verður jarðsungin
frá Bústaöakirkju fimmtudaginn 5.
mars kl. 13.30.
Hansina Sigurðardóttir, Háaleitis-
braut 54, verður jarðsungin frá Bú-
staðakirkju fóstudaginn 6. mars kl.
15.
Lárus Guðmundsson verður jarð-
sunginn frá Fossvogskirkju flmmtu-
daginn 5. mars kl. 15.
Hermann Guðmundsson, fyrrv.
framkvæmdastjóri, Langeyrarvegi 5,
Hafnarfirði, sem lést fimmtudaginn
27. febrúar, verður jarðsunginn frá
Víðistaöakirkju föstudaginn 6. mars.
Athöfnin hefst kl. 13.30.
Safnaðarstarf
Akureyrarkirkja: „Mömmumorgunn" í
safnaðarheimilinu kl. 10-12. Morgun-
stund fyrir mömmur og pabba með böm
sín. Margrét Bóasdóttir: Söngur og böm.
Föstumessa kl. 20.30. Predikun: Séra
Gunnlaugur Garðarsson, sóknarprestur
Glerárprestakalls. Altarisþjónusta: Séra
Gunnlaugur Garðarsson og séra Þórhall-
ur Höskuldsson. Kór Glerárkirkju syng-
ur undir stjóm Jóhanns Baldvinssonar.
Altarisganga. „Bænin mó aldrei bresta
þig.“ H.P.
Áskirkja: Starf 10-12 ára bama í safnað-
arheimilinu í dag kl. 17. Föstumessa kl.
20.30
Bústaðakirkja: Félagsstarf aldraðra í
dag kl. 13-17.
Dómkirkjan: Hádegisbænir kl. 12.10 í
kirkjunni. Léttur hádegisverður á kirkju-
loftinu á eftir. Samvera aldraðra í safnað-
arheimilinu í dag kl. 13.30-16.30. Tekið í
spil. Kaffiborð, söngur, spjall og helgi-
stund.
Elliheimilið Grund: Föstuguðsþjónusta
kl. 18.30. María Ágústsdóttir guöfræði-
nemi.
Hallgrimskirkja: Föstumessa kl. 20.00.
Krossinn og þjáningar mannanna. Sr.
Sigfmnur Þorleifsson predikar.
Háteigskirkja: Kvöldbænir og fyrirbæn-
ir í dag kl. 18.
Neskirkja: Opið hús fyrir aldraða kl.
13-17. Föstumessa kl. 20.00. Guömundur
Óskar Ólafsson.
Hár- og fótsnyrting í dag kl. 13-17. Æfmg
kórs aldraðrá í dag kl. 16.30.
Seltjarnarneskirkja: Kyrrðarstund kl.
12. Söngur, altarisganga, fyrirbænir.
Léttur hádegisverður í safnaðarheimil-
inu.
á tónleikana em seldir á skrifstofu hlj óm-
sveitarinnar í Háskólabíói daglega kl.
9-17 og við innganginn við upphaf tón-
leikanna.
Námskeið
Vetrarnámskeið Ljósheima
Fyrri áfangi vetramámskeiðs Ljósheima,
ísl. heilunarfélagsins, verður endurtek-
inn helgamar 7.-8. mars og 28.-29. marS:
í þessum fyrri áfanga verður m.a. kennt
um innri líkama mannsins, áruna og
orkustöðvamar, um sjálfsvemd og farið
í grundvallaratriði hugleiöslu-tækni.
Kennt verður frá kl. 10-17 alla dagana
og fer kennslan fram í húsnæði félagsins
að Hverfisgötu 105, 2. hæð, Reykjavík.
Skráning er hafin í símum 624464 og
674373. Skrifstofa Ljósheima að Hverfis-
götu 105 er opin alla miðvikudaga kl.
14-15.30, sími 624464. Þar er hægt að fá
upplýsingar um námskeið og aðra starf-
semi félagsins, auk þess sem seldar em
spólur með tónlist til slökimar, bækur
sem félagið hefur gefið út og steinar
ýmiss konar.
Leikhús
Fundir
Goú raú eru tilaó
fara eftir þeím!
Eftir einn
•ei aki neinn
ITC-deildin Björkin
heldur fund í kvöld, miðvikudagskvöld,
að Síðumúla 17 kl. 20. Fundurinn er öllum
opinn. Gyða, s. 687092, og Magný, s. 22312,
gefa nánari upplýsingar.
ITC-deildin Gerður,
Garðabæ
heldur fund í kvöld, miðvikudaginn 4.
mars, í Kirkjuhvoli kl. 20.30. Fundiuinn
er öllum opinn. Upplýsingar veita Bjam-
ey Gísladóttir, s. 641298, og Edda Bára
Sigurbjömsdóttir, s. 656764.
Tapaðfundið
Gleraugu töpuðust í Mjódd
Tvískipt herragleraugu töpuðust í Mjódd
sl. mánudag. Upplýsingar í síma 671426.
Fundarlaun.
Seðlaveski tapaðist
í Bláfjöllum
Sunnudaginn 1. mars tapaðist brúnt
seðlaveski í Bláfjallaskálanum. Skilrikja,
sem era í því, er sárt saknað. Finnandi,
eða sá sem hefur veskið undir höndum,
er beðinn að skila því í hús nr. 24 við
Melsel eða á Sólvallagötu 59, símar 74075
eða 14334.
Tónleikar
Klarinettukonsert eftir
hljómsveitarstjórann
Fimmtudaginn 5. mars verða tónleikar í
guiri tónleikaröð Sinfóníuhljómsveitar
Islands í Háskólabíói og hefjast þeir kl.
20. Á efnisskránni verða þijú verk:
Capriccio eftir Gottfried von Einem,
Klarinettukonsert eftir Pál P. Pálsson og
Sinfónía nr. 4 eför Felix Mendelssohn.
Einleikari á tónleikunum verður Sigurð-
ur I. Snorrason klarinettuleikari og
hljómsveitarstjóri Páll P. Pálsson. Miðar
LEIKFELAG
REYKJAVÍKUR
ðjð
Gamanleikhúsið
frumsýnir
Sími680680
•50% afsláttur
á síðustu sýningar, gild-
ir aðeins á Ljón i síð-
buxum.
LJON ISIÐBUXUM
eftir Bjöm Th. Bjömsson
Aukasýnlngar:
í kvöld.
Laugard. 7. mars.
Á STÓRA SVIÐI:
ÞRÚGUR REIÐINNAR
Byggt á sögu
JOHNS STEINBECK
Leikgerð: FRANK GALATI
4. sýning fimmtud. 5. mars.
Blá kort gllda. Uppselt.
5. sýnlng föstud. 6. mars.
Gul kort gllda. Uppselt.
6. sýnlng sunnud. 8. mars.
Græn kort gllda. Uppselt.
7. sýnlng flmmtud. 12. mars.
Hvit kort gilda. Fáeln sæti laus.
8. sýning laugard. 14. mars.
Brún kort gllda. Uppselt.
Sunnud. 15. mars.
Flmmtud. 19. mars.
Föstud. 20. mars.
Kaþarsis - Leiksmiðjan
sýnir á litla sviði:
HEDDU GABLER
eftir Henrik Ibsen.
ikvöld
Uppselt.
Laugard. 7. mars.
Mlðvlkud. 11.mars.
í Borgarleikhúsinu
Höfundur: Pétur Gunnarsson.
Tónlist: Spilverk þjóöanna.
Leikstjóri: Magnús Geir Þórðar-
son.
3. sýning föstud. 6. mars.
Fáein sæti laus.
4. sýning sunnud. 8. mars.
Fáein sæti laus.
5. sýning, fimmtud. 12. mars.
Fáein sæti laus.
Sýningar hefjast kl. 20.30.
Miðaverð kr. 800.
Miðasala opin alla daga frá kl.
14-20 nema mánudaga frá kl.
13-17. Miðapantanir í síma alla
virka daga frá kl. 10-12.
Sími 680680.
Leikhúslinan 99-1015.
Greiðslukortaþjónusta.
Leikfélag Reykjavikur.
Borgarleikhús.
III fSLENSKA ÓPERAN
eftir
Giuseppe Verdi
6. sýning laugardaginn 7. mars
kl. 20.
7. sýning laugardaginn 14. mars
kl. 20.
ATH: ÖRFÁAR SÝNINGAR
EFTIRH
Ósóttar pantanir eru seldar
tveimur dögum fyrir
sýningardag.
Miðasalan er nú opin frá kl.
15.00-19.00 daglega og til kl.
20.00 á sýningardögum. Sími
11475.
Greiðslukortaþjónusta
VISA - EURO - SAMKORT
Endurskii
í skampíííuííi
á næsta sölustað • Áskriftarsimi 63-27-00