Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1992, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1992, Side 3
MÁNUDAGUR 9. MARS 1992. 3 Fréttir Folda hf. á Akureyri: Áætlanir okkar haf a staðist - segir Baldvin Valdimarsson fr amkvæmdastjóri Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri; „Viö getum aUs ekki kvartað og þegar á heildina er litiö hafa þær áætlanir, sem við gerðum í upphafi, staðist mjög vel. Það hafa að sjálf- sögðu verið smáfrávik en þau eru innan mjög óverulegra marka," segir Baldvin Valdimarsson, fram- kvæmdastjóri Foldu hf. á Akureyri, uUarvinnslufyrirtækisins sem stofn- að var á rústum Álafoss á Akureyri á síðasta ári. Baldvin segir að rekstur fyrirtæk- isins þá þijá mánuði sem það var starfrækt á síðasta ári hafi gengið vel, hagnaður varð á rekstrinum og svo virðist sem áframhald sé á því. Baldvin segir að fyrirtækið hafl náð nýjum mörkuðum að hluta til. „Við erum að byija aftur að selja á Ameríku og gerum það á nokkuð annan hátt en gert hefur verið til þessa. Það starf lofar mjög góðu. Annars höfum við fyrst og fremst einbeitt okkur aö þeim mörkuðum sem voru til staðar áður þannig að það hefur verið um eins konar vam- arbaráttu að ræða að halda því sem við töldum okkur eiga möguleika á.“ Nú hefur verið ákveðið að loka vefdeild fyrirtækisins í tvo daga í viku í marsmánuði og er það gert í samráði við starfsfólk. í þeirri deild hafa starfað tæplega 20 manns. Varð- andi það segir Baldvin að nú séu að koma fram eftirköst gjaldþrots Ála- foss. „Þær pantanir, sem við ættum að vera að vinna núna, hefðu átt að berast um það leyti sem gjaldþrotið varð á sínum tíma, en þá héldu menn að sér höndum af skiljanlegum ástæðum. En til þess að milda þessar aðgerðir höfum við flutt starfsfólk úr vefdeild í fatadeild þar sem verk- efnastaðan er góð,“ sagði Baldvin. Starfsmenn hjá Foldu eru í dag 136 talsins og þar af starfa um 120 við framleiðslustörf. Áætlanir Foldu, sem stofnuð var á rústum Álafoss, hafa staðist i öllum aðalatriðum. DV-mynd GK Slippstöðin á Akureyri: Bylgjan afhent nú í vikunni - Qöldi iðnaöarmanna hætti um mánaðamótin Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Nær allir þeir iðnaðarmenn sem sagt hafði verið upp störfum hjá Slippstöðinni á Akureyri hættu störfum nú um mánaðamótin er örfáir voru endurráðnir, að sögn Sig- urðar G. Ringsted, framkvæmda- stjóra fyrirtækisins. Þá hættu einnig nokkrir aðrir starfsmnenn sem unnu við önnur störf og hafa hátt í 50 manns látið af störfum hjá stöðinni síðustu mánuði. Starfsmenn stöðvarinnar eru nú að leggja lokahönd á smíði Bylgjunn- ar sem fer til Vestmannaeyja. Hér er um að ræða hið kunna „raösmíða- skip“ sem loksins tókst að selja. Kaupandinn er Matthías Óskarsson, útgeröarmaður og skipstjóri í Eyjum, en hann er sonur Óskars Matthías- sonar sem keypti Þórunni Sveins- dóttur hjá Shppstöðinni nyrðra á síð- asta ári. Það skip er nú komið til Akureyrar aftur og vinna hafin við að breyta því í frystiskip. Áætlað er að það verk taki 6 vikur. Af öðrum verkefnum Shppstöðvar- innar má nefna miklar breytingar á togaranum Árbaki sem standa yfir og innan skamms hefst smiði Malavi- skipanna svoköhuðu en þar er um að ræða smíði á tveimur litlum skip- um sem flutt verða úr landi ósamsett en þau verða síðan sett saman þegar komið verður með skipshlutana til Malaví. Spár um samdrátt hjá ÁTVR að rætast? Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins greiddi 325 mihjónir í ríkissjóð í jan- úar og 425 mihjónir í febrúar. Eftir er aö reikna virðisaukaskatt og landsútsvar ofan á þessar skhatölur en þær standast áætlun miðað við forsendur flárlaga. Þar er gert ráð fyrir að ÁTVR skih 6 mihjörðum og 650 mihjónum í ríkiskassann á þessu ári en það er nokkur raunlækkun og 150 mihjónum króna minna en áætlað var í upphafi fjárlagagerðar- innar. Árið 1991 voru hagnaðarskh ÁTVR th ríkissjóðs tæpir 6,5 mihjaröar króna en hehdarsala ársins nam rúmum 12 mihjöröum. Hehdarskh th ríkissjóðs að öhu meðtöldu námu tæpum 9 mihjörðum. . -VD ÞU ÞARFT EKKI AÐ FARA ANNAÐ ‘ mmí „-ífsrsí KASPER UNDINE kr. 3.330,- kr. 5.550,- ADRIA kr. 3.690,- ■mmh y&mm 1 •ú'! m w I! 'í-ti a ADRIA kr. 3.690,- MILAN kr. 6.240,- PISA kr. 6.960,- ■ RIVA kr. 4.770, HANNE kr. 5.140,- ■ BOLOGNA kr. 14.580,- VANTAR ÞIG STOLA I DAG? Eldhússtólar og önnur húsgögn í miklu úrvali í stœrstu húsgagnaverslun landsins BÍLDSHÖFÐA 20-112 REYKJAVÍK - SÍMI91-681199 - FAX 91-673511

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.