Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1992, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1992, Qupperneq 5
MÁNUDAGUR 9. MARS 1992. 5 Fréttir Hugmyndir menntamálaráðherra: Skólinn styttur og sam ræmdum próf um fjölgað - viðamikil endurskoðun grunnskóla- og framhaldsskólalaga að heflast Ólafur G. Einarsson menntamála- ráöherra hefur skipað 18 manna nefnd til þess að endurskoða grunn- skólalögin sem voru samþykkt í fyrra og lög um framhaldsskóla sem I voru síðast endurskoðuð árið 1989. Nefndin á að skila frumvarpsdrögum 1. september. Ekki var óskaö eftir tilnefningum í nefndina og kveðst formaður Kennarasambands ís- lands, Svanhildur Kaaber, afar ósátt við það. Hún ítrekar einnig það álit að svo mikil sátt hafi verið bæði á þingi og meðal hagsmunaaðila um lögin að undarlegt sé aö þau þuffi endurskoðunar við. Ólafur Arnarson, aðstoðarmaður ráðherra, segir að talið hafi verið gæfulegra að skipa fólk en bíða til- nefninga frá þeim sem unnu að lög- unum sem skoða á. Nefndinni er þó skylt að hafa samráð yið hagsmuna- aöila. Þær hugmyndir, sem ráðherra æskir að nefndin fjalli um, fela með- al annars í sér að grunnskólinn verði styttur um eitt ár og framhaldsskól- inn einnig þannig að nemendur ljúki stúdentsprófi tveimur árum fyrr en I nú er. Einnig að skólar komi betur til móts við nemendur sem hyggja ekki á langskólanám og athugað sé I sjálfstæði skóla og hvort fræðslu- skrifstofur skuli taka við auknum stjórnunar- og eftirlitsverkum frá ráðuneyti. Einnig vill hann láta at- huga grundvöll þess að hveiju um- dæmi verði úthlutað ákveðnum fjár- munum og fræðsluskrifstofur einar stýri útstreymi þeirra. Þá vill ráð- herra fá betri skilgreiningu á hvaða skilyrði nemendur þurfi að uppfylla til að geta hafið nám í framhalds- skóla og hvort nauðsyn sé á sam- ræmdum prófum þar. Þar á meðal er nefnt að óháðir aöilar meti árang- ur nemenda og skóla, annist gerö samræmdra prófa og skilgreini staðla. Talað er um gæðamat í skóla- starfi og því til skýringar segir Ólaf- ur Arnarson að í Bandaríkjunum til dæmis starfi sérstakar prófstofnanir. Spurt er álits á þeirri hugmynd að samræmd próf verði í fleiri greinum og þau lögð fyrir nemendur eftir 7. bekk og einnig að loknum grunn- skóla. Nefndin á ennfremur aö kanna kosti þess að færa rekstur grunn- skóla algjörlega yfir til sveitarfélaga þannig aö kennarar verði starfs- menn sveitarfélaga. Jafnframt á að kanna flutning á tekjustofnum til sveitarfélaga vegna þessa. -VD Menntamálaráðherra hefur skipað 18 manna nefnd til þess að endurskoða grunnskólalögin sem voru samþykkt í fyrra og lög um framhaldsskóla sem voru síðast endurskoðuð árið 1989. hvort rétt sé að koma á styttri náms- brautum í verk- og tækninámi. Sér- staklega á að athuga verknám og hvort rétt sé að einstakir skólar verði móðurskólar á mismunandi sviðum, einnig hvort atvinnulífið geti tekið við einstökum verklegum þáttum kennslu. Ráðherra spyr hvernig megi auka Peugeot 106 ber höfundum sínum fagurt vitni, listasmiðunum sem lögðu alla hæfileika sína, metnað og hugvit í að gera þennan glæsilega bíl sem fullkomnastan. Hnitmiðuð hönnun gerir Peugeot 106 lipran, lifandi og rúmgóðan borgarbíl. íslendingar gera þá kröfu til bíla að þeir standist erfiða prófraun á misjöfnum vegum. Meistara- smiðir Peugeot höfðu að leiðarljósi að finna sem næst fullkomið samræmi milli stærðar hans og þyngdar og þess hversu kraftmikill bíllinn er. Niðurstaðan er sú að Peugeot 106 hefur reynst afbragðs vel úti á vegum og með eindæmum sparneytinn. Peugeot 106 er ekki stór bíll, en hann hefur marga stóra kosti. Verö frá 672.500 kr. JÖFUR NÝBÝLAVEGI 2 • SÍMI 42600

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.