Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1992, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1992, Side 26
38 MÁNUDAGUR 9. MARS 1992. Merming Röksemdir GyH a Þ. Gísla sonar fyrir veiðigjaldi Það er á færi fárra manna að skipta um starf eftir miðjan aldur. Stjómmálaforingjar, sem hrökklast frá völdum, eyða ævikvöldinu oft í innantómt nöldur. Svo er hins vegar ekki um Gylfa Þ. Gíslason. Eftir að hann hvarf sárnauðugur úr stjórnmálum upp úr 1970, haslaði hann sér af miklum dugnaði völl í fiskihagfræði, nýrri vísindagrein, sem varðar íslendinga miklu, og kenndi í nokkur ár námskeið í henni í Háskóla íslands. Nú hefur Gylfl gefið fyrirlestra sína í flskihag- fræði út í sérstakri bók. Þar lýsir hann ís- lenskum sjávarútvegi, hafinu umhverfis landið, helstu fisktegundum, sem íslending- ar veiða, sögu landhelgismálsins og nokkr- um frumatriðum í stjóm fiskveiða. Bók Gylfa er hin fróðlegasta. Hann kann að vísu illa að stytta mál sitt, en texti hans er léttur og læsilegur, og nokkur línurit bæta mjög verkið. Gylfi skýrir ágætlega þann vanda, sem við hefur verið að glíma í fisk- veiðum. Hann er, að aðgangur að fiskistofn- um hefur til skamms tíma verið ókeypis. Á fiskistofnum var þá ekki verð, sem sagði til um skort á þeim. Afleiðingin varð auðvitað, að menn sóttu um of í fiskistofnana. Það kemur þó ef til vill ekki nægilega skýrt fram í bók Gylfa, að ofveiðin og offjárfestingin í íslenskum sjávarútvegi var ekki sjálfum út- gerðarmönnunum að kenna, heldur var þetta bein afleiðing þess kerfis, sem þeir bjuggu lengi við. Menn láta ætíð greipar sópa um það, sem þeir eiga ekki. Þá borgar sig að taka sem mest á sem skemmstum tíma. Þá er ekki hugsað um að skipuleggja veiðar skynsamlega langt fram í tímann, rækta auðlindina og bæta. Kvótakerfið, sem Nýsjálendingar og ís- lendingar reistu fyrstir þjóða, er til lausnar þessum vanda. Samkvæmt því fá aðrir ekki að veiða en handhafar kvóta eða veiðirétt- inda, og mega þeir versla með kvótana sín á milli. Þetta felur í sér, að verð myndast á fiskistofnum, en það beinir sjálfkrafa sókn- inni í hagkvæmustu farvegi. Kvótakerfið er þess vegna eins konar markaðskerfi í fisk- veiðum. Með því hefur verið stigið skref úti á hafi sambærilegt því, þegar menn komust af veiðimannastiginu uppi á landi og hófu landbúnað, en forsenda þess var, að þeir Bókmenntir Hannes H. Gissurarson gætu girt af land og kallaö eign sína, sáð í akur, plægt, skorið upp og síðan selt á mark- aði. Gylfi segir einmitt (124. bls.), að kvóta- kerfið sé eitt fullkomnasta kerfi, sem fundist hafi til aukinnar hagkvæmni í fiskveiðum. Dr. Ragnar Ámason, fyrsti prófessor Há- skólans í fiskihagfræði, hefur látið þá skoðun opinberlega í ljós, að frá hagfræðilegu sjónar- miði séð megi láta þar við sitja. Halda megi í núverandi kvótakerfi með nokkrum smála- gfæringum: Krókaleyfi verði til dæmis af- numin og kvótar ekki bundnir við skip. En Gylfi krefst miklu róttækari breytinga. Hann Gylfi Þ. Gíslason. vill einhvers konar veiðigjald, sem ríkið inn- heimti af útgerðarmönnum, þar eð fiski- stofnarnir við landið séu sameign þjóðarinn- ar. Hugsar hann sér, að ríkið leigi aUa kvót- ana út til nokkurra ára í senn. Gylfi tekur hins vegar fram, að þessu nýja kerfi megi koma á smám saman, svo að útgerðarfyrir- tæki geti lagað sig að því, og svarar í síðasta kafla bókarinnar ýmsum röksemdum gegn veiðigjaldi. Breytist þar kennslubókin í hálf- gerða prédikun. Flestar eru röksemdirnar með og á móti veiðigjaldi alkunnar á íslandi. Athyglisvert er þó, að Gylfi svarar ekki einni helstu rök- semdinni gegn veiðigjaldi. Hún er sótt í al- mannavalsfræði, hina nýju vísindagrein inn- an hagfræðinnar, sem hefur að rannsóknar- efni leikreglur stjórnmálanna. Við hvers konar hegðun stjórnmálamanna má búast? Eru þeir til dæmis líklegir til þess að sam- þykkja beina úthlutun hugsanlegs veiði- gjalds til almennings? Renni veiðigjaldið hins vegar í ríkissjóð, munu valdsmenn þá ráð- stafa því eins skynsamlega og hluthafar í útgerðarfyrirtækjum? Ekkert verður hér vitaskuld sannað um þetta. En óneitanlega veitir reynslan nokkra vísbendingu um það, að frómar óskir stoða lítt í stjómmálum. Þeim þjóðum hefur jafnan farnast best, sem hafa látið einstaklinga um það í fijálsum viðskiptum sín á milli að nýta náttúruauð- lindir og ráðstafa arðinum af þeim. Gylfi Þ. Gíslason. Fiskihagfræði Iðunn, Reykjavik 1991. Góðar þýðingar franskra Ijóða Þetta er þriðja safn ljóða sem Jón Óskar þýðir úr frönsku. Raunar mun fyrsta safnið vera endurprentað í hinum seinni. Hér er auk þess mikill eftirmáli um franska ljóölist í rúma öld undanfama, um 100 bls. Það er sérstaklega fróðlegt yfirht, glöggt, og vel orð- að, m.a. gott um bragarhætti (bls. 135 o.v.). Bestur er eftirmáhnn þegar Jón talar mest frá eigin brjósti (t.d. bls. 154, 165 o. áfr.). Vissulega hefði verið til bóta að fara sérstak- lega yfir textann til að fjarlægja endurtekn- ingar en þær spiUa þó ekki textanum að marki. Hins vegar er það a.m.k. óheppileg framsetning að segja að eitt helsta einkenni rómantískra bókmennta hafi verið „að skáldin tóku í verkum sínum þráfaldlega afstöðu með eða móti hugmyndum sam- tímans í þjóðfélagsmálum, réttarfarsmáium, trúarbrögöum o.s.frv." (bls. 125). Áreiðan- lega var síst minna um það, bæði fyrr og síðar, undir merkjum upplýsingarinnar á 18. öld en naturaUsmans í lok 19. aldar. Fiest ljóð bókarinnar eru módem, það er helst sem andstæða þess og dæmi um hvað áður ríkti, sem t.d. næstfyrsta ljóðið á rétt á sér. Það er eftir Victor Hugo og hefur hann margt betur ort en þennan mærðarfuUa fyr- irlestur. Jón tekur fram í inngangi að í bók- inni sé enga formúlu „að finna um það hvað sé mest nútímaljóð eða hver sé mælikvarði á svonefndan módernisma." Ég held að yfir- Ut hans hefði orðið gleggra ef hann hefði reynt að leggja meginUnur svo sem að svara spumingunni hvort einhver stefnumunur sé á ljóðum helstu módernra skálda, Rimbaud, MaUermé og surreaUsta. Ætli munurinn sé ekki fyrst og fremst einstakUngssérkenni. Það er hreint ekki einfalt mál að gera yfir- Ut um franska ljóðlist á svo löngum tíma. Margvíslegar stefnuskrár skáldahópa og -kUkna segja oft mest um hvað einstakir for- ystumenn eða túlkendur vildu draga fram í upphafi til að greina sig frá þeim sem mest bar á áður. Megineinkenni hreyfingar getur svo verið annað mál, jafnvel vandfundið að helstu skáld hennar eigi aUtaf mikið sameig- inlegt. Svo hafa menn túlkað hverjir aðra í togstreitu um áhrif og völd og þá er varla von til að það verði aUtaf sanngjarnt. Efnivið- ur Jóns var því örðugur en að því leyti sem ég þekki til hefur hann unnið vel úr honum. Helsti annmarkinn er nokkuð vfilandi frá- sögn um surreaUsta en hún byggist á út- breiddri túlkun sem ég held þó að sæki mik- ið tU andstæðinga þeirra. Hér koma fram Jón Óskar. ýmsar mótsagnir, t.d. er réttilega sagt að surreaUstar hafi fordæmt tækifæriskvæði (bls. 195) en síðan á boðskapur um hrein ljóð að hafa verið í andstöðu við surrealismann (bls. 212)! Vissulega voru surrealistar bylt- ingarmenn; þeir sýndu ríka andúð á kirkju, her, ríkisvaldi og hvers kyns kúgun og hvers- dagshugsun en boðuðu frelsi, ekki síst í ást- um - og list. Alla tíð höfnuðu þeir því að Usta- verk ættu að hafa boðskap, þau áttu þvert á móti að frelsa lesendur frá röksemdafærsl- um og annarri venjuhugsun. Vegna bylting- arstefnunnar er þó auðskUið að þeir skyldu laðast að kommúnistaflokknum og missa til hans ýmsa bestu menn sína, t.d. Aragon 1931, Eluard áratug síðar. Seinni tímasetninguna vantar hjá Jóni og þaö ruglar nokkuð fram- setningu. André Breton var ekki sá þröng- sýni khkupáfi sem andstæðingar hans vUja vera láta. Flestir þeir sem reknir voru úr hópi surreaUsta höfðu snúið baki við hug- sjórium þeirra um frjálsa Ustsköpun, ýmist tíl að græða fé eða til að þóknast Kommúni- staflokknum. En vissulega kom hér Uka til trú Breton á það að Ustaverk gætu í sjálfum sér verið byltingarsinnuð - og ættu að vera það, því gerðist hann eins konar lögreglu- maður í listalífinu. Oft er ruglað saman surrealísku starfi og surreaUskri Ust. í surrealísku starfi bar mik- ið á t.d. ósjálfráðri skrift, einnig því að skrá drauma beint niður, þylja í miðUsástandi; eða þá því að láta tilviljun ráða, o.s.frv. Sur- realistar iðkuðu allt þetta tU að komast hjá klisjum og hjá því að fylgja hefðum ósjáUr- átt; iðkuðu þetta til að virkja imyndunarail sitt. En útkoman varð hugarþjálfun eða í mesta lagi hráefni í listsköpun en til hennar þarf auðvitað meðvitaöa vinnu. Ljóðin í inngangi varar Jón viö bókstafsþýðingum og segist yrkja upp ljóðin. Þetta gæti misskil- ist. Nú hef ég aðeins getað borið fjórðung ljóðanna saman við frumtexta. En það kemur á daginn að Jón þýðir yfirleitt af dæmafárri nákvæmni. Þetta er sérstaklega aðdáanlegt á innblásnu stórvirki Rimbaud, „Drukkna skipið", en einnig skUar Jón mjög vel t.d. löngum ljóðum Appollinaire. Að vísu fyndist mér titUl annars þess, „Zone“, betur þýddur með orðinu „úthverfi" en „útgarðar", sem er helst tíl fornlegt, komið úr Snorra-Eddu. Og sums staðar í ljóðinu er íslenski textinn nokkuð upphafnari en frumtextinn. Því veld- ur auðsæilega rímnauð og hrynjandi (t.d. bls. 62), þar sem stendur „ganga tU hjóna- bandshæða" fyrir „giftast". A sömu bls. hafa persónufornöfn ruglast, enda segir skáldið ýmist ég eða þú. Þar ætti að standa (breyting- ar auðkenndar af E.Ó.); Ég hefi lifað eins og fífl og í súginn fóru öU þín ár þú vUt ekki lengur sjá hendur þínar og mig lang- ar sífeUt að gráta. í prósaljóði eftir Rimbaud stendur m.a. (bls. 42); „Þessi herramaður veit hvað hann gerir: hann er engUl. Þessi fjölskylda er hreiður Bókmenntir Örn Ólafsson fyrir hunda.“ En í fyrstu setninguna vantar neitun auk þess sem herramaður er óþarf- lega hátíðlegt fyrir „monsieur"; ætti að vera: Þessi maður veit ekki hvað hann gerir. Og þótt orðið „nichée" merki hreiður þá er fyrir ævalöngu orðið hversdagsmál að tala um „nichée de chiens", það ætti því að þýða með einhverju hversdaglegu svo sem „samgo- tungar“, eða: þessi fjölskylda er hundar, „hreiður hunda" er of surrealískt. En þetta eru nú bara stakir hnökrar. Svo sem eðhlegt er leggur Jón kapp á að skUa ekki aðeins merkingu málsgreina og ljóðmyndum heldur einnig hrynjandi ljóða og rímskipun. Þar á ofan bætist einatt stuðl- un að íslenskri hefð, t.d. í „Drukkna skip- ið“, og þá fer að verða þröngt um vik og nærtækt að grípa til hefðbundinna lausna íslenskra skálda í slíkum vanda. í íslensku eru afar mörg samheiti, orð sem merkja nokkum veginn þaö sama en hafa þó mis- munandi stílblæ, sum fornfáleg, önnur helst notuð í fornkvæðum, o.s.frv. Einhvern tíma hefði það þótt með ólíklegri tíðindum að Jón Óskar færi að eins og rímnaskáldin, veldi þau orð sem best hentuðu fyrir hrynjandi, stuðlun og rím en hirti minna um merking- arblæ þeirra! Því hið gagnstæða var aðals- merki nútímaskáldanna um miðja 20. öld þar sem hann stóð framarlega í flokki. Þetta leið- ir, eins og áður segir, til þess að íslenski text- inn verður fornfálegri eða hátíðlegri en frumtextinn. En þar sem það gengur lengst er þó bara eins og samtímamaður Rimbaud, séra Matthías Jochumsson, hefði þýtt hann. Það hefði nú ekki þótt slorlegt. í einu erindi í „Drukkna skipinu" kemur ekki nógu ótvírætt fram að skipið er að óska eftir eigin tortímingu: Af ölvandi sljóleik er bitur ást mér bundin, brotni minn kjölur, sökkvi ég í mar. E.t.v. hefði „sökkvist" í stað „sökkvi" skilað því en „Megi minn kjölur brotna, ég sökkva í mar“ hefði rofið stuðlun, þótt minna hefði sakað hrynjandina. Hér varð að velja og vita- skuld var rétt af Jóni að halda bragarhætti, kannski óþarft að herða enn á formkröfum með því að setja inn íslenska stuðlun, það verður einatt dýrkeypt ýmsum þýðendum. Þetta safn er afar fjölbreytt. Stutt skop- kvæði, löng kvæði þar sem horft er yfir vítt svið, ljóð á hversdagstalmáli og upphafin Ijóð, hefðbundin kvæði, fríljóð og prósaljóð, nýkvæði og önnur sem eru meira en ald- argömul og allt þar í milh. Þessi bók er sannköUuð hungurvaka og ég vona aö Jón láti nú skammt stórra höggva á miUi og sendi okkur fljótlega nýtt safn þýð- inga. Því miður eru fyrri þýðingasöfn hans mér nú ekki tiltæk en hann hefur rækilega sannað að hann væri aUs styrks maklegur til að vinna þýðingar sínar, á heildina Utið eru þær afar góðar. Jón Óskar: Undir Parisarhimni. Þýðingar og saga franskra Ijóða. Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagslns 1991, 219 bls.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.