Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1992, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1992, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 1992. Fréttir DV Álit landlæknis á framboði á sprautum fyrir fikniefnaneytendur: Fleiri sprautur stuðla að auknum smitvörnum reynum að sjá til þess að ekki sé hörgull, segir apótekari í Reykjavík „Þaö vantar engar sprautur hér á landi - enginn skortur á slíku. Þaö er alveg víst. Kannski er þetta spum- ing hvemig afgreiðslan er í apótek- um. En viö áttum fund með apótek- urum fyrir nokkmm áram um þetta mál - að framkvæöi þeirra. Þá átti að setja varúðarmiða á sprautumar og frekar hvatt til þess að vera frekar frjálslyndir í afgreiðslu á sprautum. Þannig notar fólk síður sömu spraut- ur,“ sagði Ólafur Ólafsson landlækn- ir, aðspurður um hvort dreifingar- kerfi á sprautum fyrir fikniefnaneyt- endur væri ábótavant. Fram hefur komið í fréttum að það sé eingöngu til góðs ef framboð á sprautum fyrir fikniefnaneytendur sé heldur meira en minna - þannig verði síður hætta á smiti á eyðni og lifrarbólgu og gulu eins og gjaman fylgir slíkum neytendum. „Ég er sammála því að fíknefna- vandinn myndi ekki aukast þó að framboð á sprautum yrði meira. Það yrði eingöngu til að stuðla að aukn- um vörnum gegn smithættu," sagði Ólafur. Jóhannes Skaftason, apótekari hjá Reykjavíkurapóteki, sagði að spraut- ur og nálar væra mjög ódýrar. Sprautur kosta 10 krónur en nálar 5 krónur. „Þetta eru smápeningar. Verðið ætti því ekki aö vera hindrun fyrir neytendur. Við reynum að sjá til þess að ekki sé hörgull á þessari vöru. Við erum ekki í þeirri aðstöðu að dæma einn eða neinn. Þetta er ein- ungis vara sem við dreifum," sagði Jóhannes. Hann sagði jafnframt að engar hömlur væru settar á hve mik- ið magn væri afgreitt í einu. „Aðgengið að þessu á ekki að vera vandamál. Kannski gæti á vöktum hugsanlega orðið þurrð ef eftir- spurnin er óeðlilega mikil. Ég kann- ast hins vegar ekki við shk tilfelli," sagði Jóhannes. -ÓTT Ráöhúsið innréttað: 80 fermetra Íslandslíkan í Tjarnarsal - útlit fyrir að áætlun um opnun 14. apríl, kl. 15, standist mynd af hveijum borgarstjóra nokkru eftir að hann lætur af störf- um. Styttumar vora áður á borgar- skrifstofunum í Pósthússtræti og eru gerðar af ýmsum listamönnum. Fjórir módelsmiðir borgarinnar vinna að gerð á tæplega 80 fermetra upphleyptu líkani af íslandi og verð- ur því komið fyrir í vesturenda svo- kallaðs Tjarnarsalar sem snýr út að Tjöm að sunnan. Líkanið er gert úr 1 mm þykkum pappaþynnum sern skornar eru út eftir hæðarlínum og því skipt niður á 57 fleka. Það verður á hjólavagni þannig að þegar nota þarf salinn til fundahalda er hægt aö rúlla því inn í þar til gerða geymslu í salarendanum. Vinna við hkanið hófst í ársbyrjun 1985 og var hluti þess sýndur á afmæli Reykja- víkur árið 1986. Það er í hlutfollunum 1:50.000 en hæðarkvarðinn er 1:25.000. Málunina annast Sigurður Pálsson málarameistari. -VD Plastpokarnir eru enn yfir brjóstmyndum fyrrum borgarstjóra Reykjavíkur og er ætlunin að svipta þeim af fyrir kl. 15 þann 14. april. DV-myndir GVA Þessa dagana er unnið hörðum höndum við innréttingar í Ráðhúsi Reykjavíkur. Búið er að setja upp í forsal borgarstjómarsalar brjóst- myndir úr bronsi af öllum borgar- stjórum Reykjavíkur frá árinu 1908 fram til ársins 1972. Samkvæmt hefð er gerð brjóst- Flaggað í heila stöng íslendingár eiga sinn þjóðfána. Rétt eins og aðrar þjóðir og þeim þykir vænt um fánann sinn og flagga honum jafnan við hátíðleg tæki- færi. Má þar nefna að fáni er dreg- inn að hún sautjánda júní og sum- ardaginn fyrsta og fyrsta desember eða þegar þjóðhöfðingjar eiga stór- afmæh og alltaf er flaggað þegar erlenda gesti ber að garði. íslenski fáninn er sem sagt tákn hátíðar og virðuleika, merki þess að stórvið- burðir eigi sér stað, gleðistundir í lífi þjóðar og svo auðvitað þegar þjóðin vii; votta minningu látinna virðingu sína með því að draga fán- ann í hálfa stöng. Auk þjóðfánans skulu opinberar stofnanir nota svokallaðan tjúgu- fána sem er að því leyti frábragð- inn hinum almenna þjóðfána að ytri reitir hans era þrefalt lengri en stangarreitimir og klauf upp í hann aö framan. Þetta er finn fáni og nokkurs konar sparifáni en má aðeins nota á thteknum dögum og við tiltekin tækifæri samkvæmt sérstökum lögum og forsetaúr- skurði. Þetta er hér rakið vegna þess að nú hefur verið tekin ákvöröun af nýskipuöum útvarpsstjóra Ríkis- útvarpsins aö í hvert skipti, sem útvarpsráð þeirrar stofnunar kem- ur saman til fundar, skal fáninn dreginn aö hún. Ekki þjóðfáninn heldur tjúgufáninn með skjaldar- merki á miðjum feldinum og blasir þessi fáni við vegfarendum í Efsta- leitinu þegar útvarpsráðið lætur svo lítið að funda. Ekki er því að neita að þessi fána- hylling kemur almenningi nokkuð spánskt fyrir sjónir, enda fæstum ljóst að útvarpsráð Ríkisútvarpsins gegndi svo veigamiklu hlutverki í þjóðfélaginu og þaö þyrfti aö flagga í hvert skipti sem það góða ráð kemur saman. Auk Ríkisútvarps- ins era reknar hér á landi allmarg- ar aðrar útvarpsstöðvar og Stöð tvö er með sjónvarp eins og RÚV og hefur þó aldrei nokkrum manni dottið í hug að flagga fyrir útvarps- ráðum þessara fyrirtækja. Þegar betur er að gáð er þetta samt auðvitað hárrétt hjá útvarps- stjóra. Útvarpsráð tekur ákvarðan- ir um dagskrá sjónvarps og útvarps og hefur það verkefni að setja ofan í við starfsmenn stofnunarinnar og gæta þess að stjórnmálalegt jafn- vægi sé ríkjandi í útsendingum og útvarpsráð ber ábyrgð á þjóðarsál- inni og þetta er svo merkilegt ráð aö það verður auðvitað aö flagga sérstaklega fyrir því þegar útvarps- ráðsmenn opna munninn. Það fer vel á því að tjúgufáninn með skjald- armerkinu sé dreginn að hún þegar útvarpsráð setur Töfragluggann á dagskrá eða táknmálsfréttirnar og steinaldarmennina og alla aðra burðarása dagskrárinnar. Ekki má heldur gleyma því að útvarpsstjóri sjálfur mætir á þessa fundi og þaö er ákveðinn virðuleiki yfir núver- andi útvarpsstjóra og hann tekur starf sitt hátíðlega og þess vegna finnst honum sjálfum að það sé við hæfi að stofnunin flaggi fyrir sér þegar hann mætir á fundi. Sjálfsagt þarf að hafa mann á vakt til að sinna flaggstönginni við Útvarpshúsið, því menn þurfa að vera í viðbragðsstellingum þegar útvarpsráð kemur óvænt saman og vaktmaðurinn þarf að vera snögg- ur að draga fánann upp og aftur niður þegar fundinum lýkur. Dagfara finnst koma til greina að auka enn á áhrif útvarpsráðs með því að draga fram rauðan dregfi þegar útvarpsráðsmenn ganga í húsið og spuming hvort ekki eigi aö leika þjóðsönginn þegar þeir ganga í salinn og að minnsta kosti væri til athugunar að leika þjóð- sönginn í útvarpsdagskránni svo fleiri vissu hvenær útvarpsráð kemur saman til funda heldur en þeir einir sem aka um Efstaleitið. Útvarpsstjóri ætti líka aö gera það að skyldu í Útvarpshúsinu að starfsmennirnir, sem eru á vakt- inni hverju sinni, stilltu sér upp í heiðursvörð í ganginum í húsinu og gerðu honnör að hermannasið enda ófært að útvarpssráðsmeö- limir gangi inn í húsið eins og hver annar almenningur, þegar ljóst er að fundir ráðsins eru sv'o merkileg- ir að flagga þarf í heila stöng þegar það mætir. Útvarpsstjóri á lof skihð fyrir þetta framtak sitt. Miklir menn erum við, Hrólfur minn, og rétt að láta þjóðina vita af því. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.