Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1992, Blaðsíða 16
16
MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 1992.
LífsstOl
Islendingar dug-
legir að versla
- í fríhafnarverslunum í Danmörku
„islendingar eru í þriðja sæti þjóða
hvað varðar innkaup ferðamanna í
fríhafnarverslunum í Danmörku.
Aðeins bandarískir og japanskir
feröamenn versla fyrir hærri upp-
hæð. Upphæðin er 311 miUjónir ís-
lenskra króna fyrir Bandaríkin, 235
milljónir fyrir Japan og svo kemur
ísland með 110 milljónir," sagði Jesp-
er Lindhardt, fulltrúi Europe Tax
Free Shopping, í samtali við DV.
„Við teljum samt að fjöldi ferða-
manna leiti ekki þess réttar síns að
fá virðisaukaskattinn endurgreidd-
an. Þeir muna ekki eftir því eöa
hreinlega vita ekk'. að þeir eiga rétt
á endurgreiðslunni. Talan fyrir Is-
land, sem gefin er upp, á því án efa
að vera töluvert hærri og það er ein
af ástæðum veru minnar hér á landi.
Hiutverk mitt er að fræða íslend-
inga um réttinn til endurgreiðslu
virðisaukaskattsins. Við í Danmörku
færum mjög nákvæmt bókhald fyrir
þær vörur sem erlendir ferðamenn
kaupa og fá endurgreiðslu vasksins.
Við getum sagt til um fyrir hve háa
Neytendur
upphæð hver einasta þjóð í veröld-
inni kaupir og við getum sömuleiðis
sundurliðað viðskiptin. En við höf-
um ekkert eftirlit með þeim sem ekki
fá endurgreiddan vaskinn. Það kem-
311
Eyðsla ferðamanna í Danmörku
- í milljónum króna -
235
110
2.4 2.3 2.1
ooo
I # # £
# 1 æ I
Aöeins bandarískir og japanskir ferðamenn versla meira en Islendingar í
fríhöfnum í Danmörku.
Endurnota, endur-
vinna og nota minna
- kjörorð í neytendamálum
Frá kynningu Neytendasamtakanna á alþjóðadegi neytendaréttar í Kringl-
unni. DV-mynd S
Á alþjóðadegi neytendaréttar um
síðustu helgi stóðu Neytendasamtök-
in fyrir kynningu í Kringlunni.
Blaöamaður spurði Garðar Guðjóns-
son, ritstjóra Neytendablaðsins,
hvemig sú kynning heíði heppnast
og hvort fólk væri almennt að verða
umhverfisvænna.
„Fólk tók þeim málum, sem kynnt
voru, mjög vel og sýndi þeim áhuga
og það er alveg greinilegt að viljinn
fyrir því að bæta umhverfi sitt er
fyrir hendi. Mér heyrðist samt á þeim
sem ég talaði við að fólk væri al-
mennt ekki tarið að gera mikið í
málunum.
Einföldustu hlutir, eins og að vera
með safnhaug úti í garði, voru eins
og kínverska fyrir fólk. Augljóst var
á því hjá mörgum að þeir höfðu mikl-
aö það mjög fyrir sér, þetta væri
mikið fyrirtæki og flókið mál.
Það var mjög gaman að spjalla við
fólk um umhverfismál, sýna því fram
á hvað fyrirhöfnin er lítil og hefur
nánast engan kostnað í for með sér.
Af samtölum heyröi ég að fólk er al-
mennt farið að fara með gosdósir í
endurvinnslu og skilar af sér raf-
hlöðum á þar til gerða staöi. En
lengra náðu athafnimar ekki.
Mér fannst furðu lítið um það að
almenningur væri farinn að taka
umhverfismálin fóstum tökum
vegna þess að það er svo margt sem
almenningur getur gert, allavega hér
á höfuðborgarsvæðinu. Þar má til
dæmis nefna spilliefnin en þeim er
nú hægt að skila af sér á ábyrgan
hátt. Aðstæður eru því miður aðrar
og verri úti á landsbyggðinni en þar
er ekki eins auðvelt að losa sig við
spilliefhi.
Minnka notkun einkabílsins
Við hjá Neytendasamtökunum vilj-
um leggja áherslu á þijú kjörorð, það
er endumota, endurvinna og nota
minna. Það er hægt að heimfæra
þessi kjörorð upp á nánast allt sem
við geram í þessum efnum: Að end-
umota er að leggja áherslu á hluti
sem hægt er aö nota aftur og aftur,
draga úr notkun á einnota hlutum.
Það er allt of ríkt hjá íslendingum
að henda hlutum sem hægt er að
gera við með litlum tilkostnaði.
Varðandi það að endurvinna er
hægt að gera ýmislegt til bóta. Þar
nefni ég til dæmis safnhaugana.
Sumt rasl þarf alls ekki að fara af
heimilinu og hægt er að skila því til
baka til náttúrunnar. Málma, timb-
ur, pappír og fleiri hluti er hægt að
setja í endurvinnslu.
Mig langar að leggja mesta áherslu
á kjörorðið að nota minna. Það er
hlutur sem menn verða að íhuga
betur. Til dæmis má athuga hvort
ekki er hægt að minnka notkunina á
einkabílnum. Annað sem nefna má
er ofnotkun á sápuefnum. Ég er alveg
hissa á því þegar ég les leiðbeiningar
um notkun á sápuefnum að mælst
er til allt of mikillar notkunar þeirra.
Menn verða aö ná sér út úr þeim
neysluhring sem þeir era fastir í. Það
virðist sem menn séu afskaplega já-
kvæðir almennt gagnvart umhverf-
ismálum en hafa afskaplega lítið gert
enn sem komið er. Um leið og menn
byija að athuga sinn gang er eins og
hitt komi af sjálfu sér,“ sagði Garðar.
-ÍS
ur aldrei fram í okkar tölum,“ sagði
Jesper.
Uppgefin tala, sem sést á súluritinu
hér á síðunni, gildir aöeins fyrir þá
ferðamenn sem fá endurgreiðslu
virðisaukaskatts. Á því sést af hvaða
þjóöemi þeir ferðamenn era sem
versla mest í Danmörku. Það vekur
athygh að íslenskir ferðamenn era í
3. sæti, næst á eftir stórveldunum
Bandaríkjunum og Japan.
Á það skal minnt að tölurnar eru
grandvahaðar á þeim vöram þar sem
virðisaukaskatturinn var endur-
greiddur. Á súluritinu fyrir neðan
er upphæðin fyrir verslun íslenskra
ferðamanna, 110 mihjónir, sundur-
hðuð fyrir stærstu gjaldaliðina.
Löndin, sem eru aðhar að Europe
Tax Free Shopping, fríhafnarsam-
bandi Evrópu, eru Belgía, Danmörk,
Frakkland, Grikkland, Holland, ír-
land, Ítalía, Lúxemborg, Portúgal,
Spánn og Þýskaland.
Nýjar
tegundir
vitamína
Islenska almenningshlutafélag-
ið Omega Farma setti nýverið á
markað 8 nýjar tegundir víta-
mína undir vöruheitinu Bio-
mega. Helstu nýjungar era Vít-
amínus, sem er Qölvítamín fyrir
fólk sem tekur lýsi, kalsíumríkar
tuggutöflur meö D-vitamíni og
Betaplús sem er blanda af
ákveðnum vítamínum sem talin
eru veita vöm gegn ýmsum
menningarsjúkdómum. Fyrstu
íramleiðsluvörur Omega Farma
eru vítamín en áformað er að lyf
komi á markað síðar.
Vítaplús er ahhiða íjölvítamín
en Vítamínus er bætiefnablanda
án A- og D-vítamína, ætluð fólki
sem tekur lýsi. í lýsi er jafnan
mikið af A- og D-vítamínum og
er neysla þeirra óæskhegt í of
stórum skömmtum. Ein tafla af
Vítaplús eða Vítaminus gefur
100% ráðlagðan dagskammt
Manneldisráðs af flestum víta-
minum og málmsöltum.
Á vegum fyrirtækisins eru
einnig settar á markað kalktöflur
sem kallast Biomega Kalsíum +
D. Þær innihalda kalsíumríkt
kalk, hver tafla 250 mg af kaisíum
og einnig D-vítamin sem eykur
upptöku kalsíums í líkamanum.
Þær er hægt að tyggja eða sjúga.
Að auki koma á markaðinn
Betaplús töflur sem innihalda
beta-karótín, C- og E-vítamín en
þessi efni Iiafa verið nelhd sind-
urvarar.
Tekist hefur að sýna fram á
samhengi milli lítihar neyslu
þessara efnasambanda og auk-
innar tíöni krabbameins og
hjartasjúkdóma. Könnun Mann-
eldisráðs hefur sýnt fram á að
neysla þessara vitamínsambanda
er í lægri kantinum hjá Islending-
um. Biomega vitamínin eru til
sölu í apótekum landsins og sam-
kvæmt upplýsingum lyfjafræð-
inga era þessar vörur á hagstæðu
verði miðaö við það sem
er
algengt
-ÍS