Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1992, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1992, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 1992. 17 BIFREIÐAEIGENDUR Fréttir Vandi landsbyggðarverslunarinnar: Kaupmannasamtökin eru ekki að biðja um ríkisstyrki - segir Bjarni Finnsson, formaður Kaupmannasamtakanna Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Ég vil aö það komi skýrt fram aö þegar verið er aö tala um vanda landsbyggðarverslunarinnar eru Kaupmannasamtökin ekki að fara fram á neina ríkisstyrki eins og látið hefur verið í veðri vaka. Spurningin er hins vegar sú hvemig versluninni verður háttað á smæstu stöðunum þar sem í raun og veru er ekki grund- völlur fyrir rekstri verslunar. Það sem við erum að biðja um er stefna stjórnvalda í þessum málum en þau hafa tekið þá stefnu að allir eigi að hafa rétt á verslun í sinni heima- byggð. Við bjóðum fram sámvinnu okkar í þessu máli,“ segir Bjarni Finnsson, formaður Kaupmanna- samtaka íslands. Erfiðleikar í rekstri verslunar á landsbyggðinni hafa verið nokkuð í sviðsljósinu undanfarið og Kaup- mannasamtökin efndu til ráðstefnu á Akureyri um síðustu helgi þar sem þetta var rætt. Þar kom ótvírætt fram að fjöldi verslana á landsbyggðinni ætti í verulegum erflðleikum og þeirra biði ekkert annað en rekstrar- stöðvun og gjaldþrot. Hvað vilja stjórnvöld gera? - Við hvaða fólksfjölda miðið þið þegar þið talið um erfiðleika á smæstu stöðunum? „Það er e.t.v. verið að tala um staði þar sem eru 300-500 íbúar. Ef aðstæð- ur eru þannig að það er ekki þeim mun styttra í næsta byggðarlag þannig að verslun geti átt sér stað þar eru vandræðin mikil því að verslun þrífst ekki á 300-500 manna markaði. Þá er spurningin hvað stjórnvöld vilja gera. Vilja þau koma til aðstoðar? Ef svo er viljum við vera með í þeirri skipulagsvinnu." - Hvernig gætu stjórnvöld komið þarna inn í? „Það sem ég sé fyrst og fremst fyr- ir mér á þessum stöðum er að þar væri e.t.v. hægt að mynda litlar þjón- ustumiðstöðvar. Þar gæti verið verslun, einhverjar veitingar, banki, pósthús og jafnvel bæjarskrifstofur á sama stað. Þá væri hugsanlegt að opinberir aðilar gætu komið þarna inn í með húsnæði eða annað í þeim dúr.“ Hærra heildsöluverð - Er ein ástæða erfiðleika lands- byggðarverslunar sú að heildsalar selja þangað á mun hærra verði en á höfuðborgarsvæðið? „Já, ef til vill. Eitt stærsta verkefni landsbyggðarverslunar gæti verið að koma á fót sterku og stóru innkaupa- sambandi. Mér líst bara ekki á að það sé hægt að ná þeirri samvinnu sem þarf ef ég miða t.d. við fundinn sem við héldum á Akureyri en þangað komu aðeins um 5% af kaupmönnum á landsbyggðinni. Það er ekki beint uppörvandi fyrir þá sem eru að vinna að þessum málum. En ég held að innkaupin séu hluti af vandanum og það sé verið að selja á hærra verði en til stærri markaða hér í Reykja- vík. Það hlýtur að vera því verðmun- urinn eykst alltaf." Bónusverslun og aðstöðugjöld - Er einhver grundvöllur fyrir svo- kölluðu Bónus-fyrirkomulagi nema á- allra stærstu stöðunum utan höfuð- borgarsvæðisins? „Það hefur verið bent á að eitt aðal- vandamálið, sem vinnur gegn því að aðilar gætu t.d. komist inn í inn- kaupakerfi Bónus-verslunarinnar, sé aðstöðugjaldamálið. Þegar kaup- maður utan af landi kæmi hugsan- lega inn á slíkan lager í Reykjavík myndi Bónus-verslunin borga að- stöðugjald af því. Síðan færi varan út á land og þar yrði aftur greitt aö- stöðugjald. Jóhannes í Bónusi hefur bent á'að eitt aðalvandamálið sé sú margskött- un sem þarna á sér stað. Þarna er hugsanlega einn hlutur sem ríkis- valdið gæti komið inn í að í stað beinna styrkja ætti að beita sér fyrir því að aðstöðugjöld yrðu felld niður og sérstakur skattur af verslunar- og skrifstofuhúsnæði. En þetta er reyndar mismunun og okkur finnst þessi skattlagning í báðum tilfellum óeðlileg." Ástandið versnar - Hefur ástandið versnað mjög á landsbyggðinni á síðustu misserum og árum? „Já, sjálfsagt hefur það verið að gerast, enda eru samgöngur að batna og lífsmunstur fólks að breytast. Fólk, sem t.d. býr í 200 km fjarlægð frá Reykjavík, er vant aö koma til höfuðborgarinnar vikulega eða hálfsmánaðarlega og gerir þá sín stóru innkaup. Þarna hefur orðið á breyting. Hins vegar má það koma fram að verslun á landsbyggðinni er ekki alls staðar í molum, það eru kaupmenn sem standa sig mjög vel en þeir verða mikið að hafa fyrir því,“ sagði Bjarni. Erfiðleikar i rekstri verslunar á landsbyggðinni hafa verið nokkuð í sviðsljósinu undanfarið og Kaupmannasamtök- in efndu til ráðstefnu á Akureyri um síðustu helgi þar sem þetta var rætt eins og fram kom í DV i gær. DV-mynd gk Húsavlk: Nýjar hugmyndir um verndun og endurheimt landkosta - forseti íslands og ráöherrar meöal ráöstefnugesta um helgina nýju fyrirspurnir og umræður. Meðal umræðuþátta ráðstefnunn- ar er stefna stjórnvalda í landbúnaði og umhverfismálum, nýjar aðferðir við athuganir og úttekt á svæðum sem eru í hættu, gervitunglamyndir og nýjungar í gróðurkortagerð, inn- ganga í bandalög um tolla og við- skipti og upplýsingamiðlun, svo eitt- hvað sé nefnt. Ráðstefnan er öllum opin, en mark- hópar hennar eru bændur, landeig- endur, sveitarstjórnarmenn og áhugamenn um landkosti og land- græðslu. Ráðstefnustjórar verða Ein- ar Njálsson, bæjarstjóri á Húsavík, og Sigurgeir Þorgeirsson, aöstoðar- maður landbúnaðarráðherra. Gylfi Kristjánsscm, DV, Akureyri: „Landið er framtíðin" er yfirskrift- ráðstefnu um verndun og endur- heimt landkosta sem fram fer á Húsavík um helgina. Það er Húsgull, samtök áhugamanna á Húsavík um náttúruvernd, uppgræðslu og rækt- un, sem stendur fyrir ráðstefnunni sem fram fer á Hótel Húsavík og hefst kl. 9.30 á laugardagsmorgun. Þeir sem flytja ávörp og erindi á ráðstefnunni samkvæmt dagskrá eru um 20 talsins og má búast við afar fróðlegum erindum. í upphafi ráðstefnunnar mun frú Vigdís Finn- bogadóttir, forseti íslands, flytja stutt ávarp og tveir ráðherrar flytja er- indi. Eiður Guðnason umhverfisráð- herra ræðir ný viðhorf og Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra ræðir um stefnu stjórnvalda í landgræðslu og gróðurvernd. Eftir erindi ráðherr- anna verða fyrirspurnir og umræð- ur. Síðan rekur hver dagskrárliðurinn annan fram eftir öllum degi og meðal þeirra sem taka til máls eru Egill Jónsson, formaður landbúnaðar- nefndar Alþingis, Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri, Haukur Halldórs- son, formaður Stéttarsambands bænda, Ómar Ragnarsson frétta- maður, Ólafur Arndals frá Rann- sóknastofnun landbúnaðarins, Ása Aradóttir frá Skógrækt ríkisins, Ní- els Árni Lund frá landbúnaðarráðu- neytinu, Andrés Arnalds frá Land- græðslu ríkisins og Auður Sveins- dóttir frá Landvernd. Þá verða að I verslun okkar, Skeifunni 11, fœröu hemlahluti í allar geröir ökutœkja. Viö seljum eingöngu hemlahluti sem uppfylla ströngustu kröfur um öryggi og eru framleiddir samkvœmt kröfum Evrópu- bandalagsins. Meö því aö flytja inn beint frd framleiöendum getum viö boöiö mun lœgri verö. 30 dra reynsla og sérhœft af- greiöslufólk okkar veitir þér trausta og góöa þjónustu. Verið velkomin - Nœg bílastœði. ®] Stilling SKEIFUNNI 1 1, SÍMI 679797 ,HEMLAHLUTIR I ALLAR GERÐIR FOLKSBILA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.