Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1992, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 18. MARS 1992.
3
Fréttir
Saltfiskútflutmngurinn:
Eg fæ hærra verð en
Sölusambandið á Spáni
- segirJón Ásbjömsson saltfiskútflytjandi
„Ég fæ hærra verö en SÍF fyrir
söltuð flök á Spáni. Þaö er staðreynd.
Og allt síðan ég fékk leyfi til aö flytja
út fersk flök til Spánar í maí 1988
hefur saltfiskverðið verið að hækka
á Spáni. Þegar við byijuðum að flytja
út fengu framleiðendur SÍF hér
heima greiðslur fyrir fiskinn tveim-
ur til þremur mánuðum eftir afskip-
un. Verðiö var lágt og menn voru
famir að tala um að senda hann
ferskan út. Síðan þetta var hefur
verðið hækkað stöðugt. Nú er það
orðið svo að framleiðendur SÍF losna
við fiskinn jafnóðum og fá hann stað-
greiddan á hærra verði en nokkru
sinni fyrr. Þetta kom vegna sam-
keppninnar," sagði Jón Ásbjörnsson
saltfiskútflytjandi en hann keppir
við SÍF í saltfisksölu á Spánarmark-
aði.
Jón var spurður hvort umboðs-
maður hans á Spáni seldi saltfiskinn
á lægra verði til smásala en umboðs-
fyrirtæki SÍF?
„Hann gerir það ekki. Minn um-
boðsmaður er með betri fisk, greiðir
því hærra verð fyrir hann og getur
því tæplega selt hann ódýrar en SÍF-
fiskurinn er seldur á. Þó má vera að
hann geti boðið smásölum eitthvað
betri kjör vegna þess að hann er með
mjög gott skipulag á dreifmgunni og
hann er ekki með 60 ára einokun-
armafiu á Spáni á bakinu eins og
SÍF. Hann er alveg laus við alla
milliliði sem SÍF þarf að fóðra. Mín-
um umboðsmanni gengur afskaplega
vel að selja og getur selt meira en ég
get framleitt," sagði Jón.
- SÍF segist eyða stórfé í markaðs-
setningu og auglýsingar á Spáni. Lif-
ið þið ekki meðal annars á því?
„Umboðsfyrirtæki mitt hefur verið
með mikla markaðssetningu og aug-
lýsingaherferð í gangi. Við framleið-
Jón Ásbjörnsson saltfiskútflytjandi.
um undir merkinu Sacu. Þeir eru
meö auglýsingaspjöld sem hengd eru
upp um allt. Þá má nefna að Vals-
menn léku með merki frá þeim þegar
þeir léku handknattleik gegn Barce-
lona-liðinu í haust er leið og sjón-
varpað var um aUan Spán. Og svona
mætti lengi telja. Þetta kemur til við-
bótar þeim auglýsingum sem SÍF er
með á Spáni og báðum til góðs. Hitt
er annað að vel má vera að SÍF hafi
auglýst of mikið því að það hefur
ekki getað afgreitt það magn sem það
gæti selt.“
Jón sagði að í byrjun hefði hann
flutt flökin út fersk og saltað þau
úti. Árið 1990 var honum leyft að
verka flökin hér og selja ásamt SÍF.
Árið áður voru flutt út 1005 tonn af
flökum til Spánar. Þegar Jón byrjaði
að verka hér heima og selja út, árið
1990, brá svo við aö SÍF seldi 3112
tonn á hærra verði en árið áður. Jón
seldi ekki nema 468 tonn.
„í fyrra jukum við magnið í 576
tonn en ég veit ekki hvað SÍF seldi
þá mikið. Fyrstu tvo mánuði þessa
árs hef ég flutt út 470 tonn af verkuð-
um flökum. Síðan ég fékk leyfi til að
vinna fiskinn hér heima árið 1990, í
stað þess að senda hann hálfunninn
til Englands og láta fullvinna hann
þar, hefur þetta allt gengið betur,“
segir Jón Ásbjörnsson.
Jón segir að vandræði SÍF séu í
Portúgal. Þar eru Norðmenn með
ódýran Alaska- og Rússlandsþorsk
sem þeir hafa þítt, saltað og þurrkað
og eru að selja á lágu verði.
„Umboðsmenn SÍF í Portúgal
kaupa fiskinn héðan blautan, þurrka
hann sjálfir og selja. Þeir er nú orðn-
ir undir í samkeppninni við Norð-
mennina og þar í liggja erflðleikar
SÍF,“ segir Jón Ásbjörnsson.
-S.dór
Erfiðleikar SÍF í saltfiskútílutningi:
Stafa af undirboðum
Norðmanna í Portúgal
- segir Þröstur Ólafsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra
„Það er greinilega að þrengjast
nokkuð um á saltflskmörkuðunum í
S-Evrópu. Einkum er það í Portúgal.
Norðmenn hafa gefið saltfiskútflutn-
ing sinn fijálsan og þeir hafa einhent
sér á portúgalska markaðinn. Þeir
hafa stóraukið útflutning þangað og
dregið saman útflutning til Spánar
og Brasilíu, sem voru mjög stórir
markaðir hjá þeim. Útflytjendur eru
margir og verð í Portúgal hefur
lækkað vegna harðrar samkeppni
milli norsku útflytjendanna. Á með-
an þetta gerist hefur SÍF staðið hjá
og neitað að lækka sitt verð og stend-
ur nú frammi fyrir því að eiga erfitt
með að selja,“ sagði Þröstur Ólafs-
son, aðstoðarmaður utanríkisráð-
herra, um stöðuna í saltfisksölumál-
unum sem SÍF segir orðna alvarlega.
Þröstur segir að á Spáni sé eitt-
hvert óöryggi um þessar mundir
vegna væntanlegrar opnunar EES-
markaðarins. Þeir vita að þá breytist
útflutningurinn frá íslandi, verður
að öllum líkindum gefinn frjáls.
„Við höfum veitt Jóni Ásbjömssyni
leyfi til að flytja saltfisk til Spánar
meðfram SÍF. Hann hefur aukið
þann útflutning nokkuð, einkanlega
í söltum flökum. Skilaverð hans til
okkar er það sama og hjá SÍF. Hann
er ekki að undirbjóða neitt. SÍF aftur
á móti heldur því fram að hans verð
á Spáni sé lægra en SÍF-veröið. Það
eru uppi mismunandi fullyrðingar
um að heildsali SÍF og heildsali Jóns
séu ekki með sama verð gagnvart
smásölunum. Verðið er þrenns kon-
ar. Það er skilaverð hingað, það er
hið sama. Deilt er um heildsalaverðið
úti en smásöluverðið er hins vegar
það sama. Ef heildsali Jóns Ásbjörns-
sonar er að bjóða smásölum lægra
verð á Spáni þá tekur hann bara
minna í sinn hlut en hinir," sagði
Þröstur.
Hann benti einnig á að SÍF hefði
meiri kostnað á Spáni en Jón. SÍF
rekur þar mikla markaðsstarfsemi
og hefur því kostnað af auglýsingum.
Þröstur segir að það séu á milli
1200 og 1400 tonn sem leyft er aö
flytja út fram hjá SÍF, sem hins vegar
flutti út um 40 þúsund tonn af salt-
fiski til S-Evrópu í fyrra. Aftur á
móti er Jón Ásbjörnsson kominn
með um 30 prósent af útflutningi salt-
fiskflaka til Spánar.
„Ég lít svo á að þessi útflutningur
fram hjá SÍF sé hreinn tittlingaskít-
ur, sem skiptir ekki máli ef á heildina
er litið. Aftur á móti er flakasala
Jóns, miðað við flakasölu SÍF, um-
talsverð. En annað skiptir engu
máli,“ sagði Þröstur Ólafsson.
-S.dór
Ingvar á Nonna SU landar afla sinum, DV-mynd Ægir
Fáskrúösfl öröur:
Rýr af li hjá trillubátum
Ægir Kristinsson, DV, Fáskrúðsfirði;
Afli í net hjá trillubátum á Fá-
skrúðsfirði hefur verið ansi rýr að
undanfómu, um 100 kg eftir nóttina
á bát, en hver trilla er með 30 net.
Sjö trillur eru byrjaðar með net og
að sögn trillukarla er von á að afli
glæðist upp úr næstu mánaðamótum
þegar fiskurinn þéttir sig.
IVI £1 I .1 .1 IKK U
PASKAFERÐ
12 dagar
(4 vinnudagar)
Brottför 15. apríl (daginn fyrir skírdag).
Komið heim sunnudagskvöld 26. apríl
Inn í ferðina koma óvenjumargir fri-
dagar. Öll páskahelgin, fimmtudagur
til mánudagskvölds, og sumardagur-
inn fyrsti sem er 23. april.
Dvalið á góðum íbúðarhótelum
á Magaluf og Santa Ponsa
Verð frá kr. 32.800.
FIUGFEROIR
SÖLRRFLUG
Vesturgötu 17 - sími 620066
l'I.JilJHlj !!H!
wmm