Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1992, Side 2
2
FÖSTUDAGUR 20. MARS 1992.
Fréttir
DV
Akureyri:
Forstöðumaður sambýlis
fatlaðra í f íknief namálinu
- auk nokkurra einstaklinga 1 samtökunum í Listagili
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri;
„Mér finnst það mun alvarlegra
mál að maður, sem er forstöðumaður
eins eða tveggja sambýla fatlaðra hér
í bænum, skuli vera viðriðinn þetta
flkniefnamál sem neytandi en að
örfáir listamenn, sem tengjast
Listagili, skuli vera flæktir í málið
og þáttur þeirra blásinn upp,“ sagöi
viðmælandi DV á Akureyri í gær um
eftirmál flkniefnamálsins svokallaða
þar í bænum. Rannsókn málsins er
nú lokið hjá rannsóknarlögreglunni
nyrðra og verður það innan skamms
sent til embættis ríkissaksóknara.
Afls voru 32 aðilar yfirheyrðir
vegna þessa máls sem snerist um
dreifingu og neyslu á hassi. Neyslan
mun hafa farið fram í lokuðum hóp-
um, og það hefur verið upplýst að í
þeim hópi voru 4-5 aðilar sem tengj-
ast hinni nýju listamiðstöð á Akur-
eyri, Listagilinu svokallaða. Einn
þeirra mun einnig vera forstöðumað-
ur eins eða tveggja sambýla fyrir fatl-
aða á vegum Akureyrarbæjar.
Ekki náðist í Bjama Kristjánsson,
yfirmann Svæðisstjórnar um mál-
efni fatlaðra á Norðurlandi, í gær en
þau samtök sjá um rekstur sambýla
fyrir fatlaða á Akureyri. Margrét
Alfreösdóttir, skrifstofustjóri sam-
takanna, sagðist harma þetta mál en
vildi að öðru leyti ekki tjá sig neitt
um það.
„Það er því miður ekki hægt að
neita því að einhverjir einstaklingar,
sem eru í okkar samtökum í Lista-
gili, tengjast þessu máli,“ segir Guð-
mundur Ármann Sigurjónsson, for-
maður Gilfélagsins, en það félag
stendur að uppbyggingu listamið-
stöðvarinnar í Listagili.
„Sem formaöur félagsins lít ég
mjög alvarlegum augum á þetta mál,
enda er það, eins og gefur aö skilja,
ekki á stefnuskrá félagsins að félagar
þess séu flæktir í lögbrot," sagði
Guðmundur Ármann. Hann sagði að
umræddum einstaklingum yrði ekki
visað úr félaginu. „Ég veit ekki betur
en þessir menn ætli að taka sig á og
geri þeir það þá verður þeim ekki
vísað í burtu,“ sagði Guðmundur.
Ferðapeningar og dagpeningar ráðherra og maka þeirra
fyrstu 10 mánuði ríkisstjórnarinnar
Alls greitt:
1 aj B 0 mUí luíuHI
Jón Bald. 5.353.951 kr.
DavíðO. 3.111.116 kr.
EiðurG. 3.077.653 kr.
Ólafur E. 2,568.827 kr.
Sighvatur 1.587.034 kr.
Þorsteinn 1.260.266 kr.
Jón S. 1.236.470 kr.
Friðrik So. L150.060 kr.
Jóhanna 1.014.114 kr.
Jón Sigurðs. 910.542 kr.
Halldór Bl. 667.199 kr.
Þorsteinn 207.093 kr.
Halldór Bl. 230.464 kr.
| Ráðherra
IH Maki
□ Alls
Kostnaður við ferðalög ráðherranna fyrstu 10 mánuðina:
Heildarkostnaður rúmar
22 milljónir króna
- þar af voru dagpeningar ráðherra og maka 7,5 milljónir króna
I gær barst til Alþingis svar við
fyrirspum Kristins H. Gunnarssonar
um ferðakostnað ráðherra frá því
ríkisstjómin tók við 1. maí í fyrra
og til 25. febrúar síðastflðinn eða
fyrstu 10 mánuði hennar. í ljós kem-
ur að aflur kostnaður við ferðir ráð-
herranna og maka þeirra nemur
22.367.789 krónum. Þar af eru dag-
peningagreiöslur til ráðherranna og
maka þeirra 7.435.864 krónur. Þess
skal getið þegar rætt er um dagpen-
inga ráðherra og maka þeirra að all-
ur ferða- og hótelkostnaður er
greiddur þar fyrir utan af ríkinu.
Utanríkisráðherra er með lang-
mestan kostnaðinn eða samtals 5,3
milljónir króna þessa 10 mánuði. Þar
af eru dagpeningagreiðslur til hans
og maka hans 1.665.408 krónur.
í þessu kostnaðaryfirliti frá forsæt-
isráðuneytinu vekur athygli að um-
hverfisráðherra hefur farið 10 ferðir
til útlanda á þessu tímabili og er
hann næstur á eftir utanríkisráð-
herra sem er með 16 ferðir. Þá vekur
það líka athygli aö umhverfisráð-
herra eyddi 167.801 krónu í risnu á
meðan nokkrir ráðherra eyddu engu
í risnu en aðrir 10 til 20 þúsund krón-
um.
Halldór Blöndal er sparsamastur
ráðherranna á ferðalögum. Hann fór
sem landbúnaðarráöherra 2 ferðir
og sem samgönguráðherra 5 ferðir
og samtals kostuðu þessar ferðir
897.663 krónur.
Að öðru leyti vísast til meðfylgj-
andisúlurits. -S.dór
Bimi Guðjónssyni send dularfull bréf frá Spáni:
Sagður vera fórnar-
lamb gimsteinasvikara
- fékk reikning fyrir safír og svo bréf um lögreglurannsókn
„Það hljota fleiri en eg að hafa feng-
ið svona bréf hér á íslandi. Síðastfið-
ið sumar fékk ég tilboð í gegnum
síma um að kaupa alls konar de-
manta og safíra frá fyrirtæki sem þá
var í Hollandi. Ég vildi ekkert kaupa
af manninum. Samtalið endaði í
vonsku hjá honum og hann skellti á
mig. í janúar fékk ég aðra upphring-
ingu, þá frá Barcelona. Maðurinn
sagðist heita John Hamilton frá fyr-
irtækinu Silhouette Limited. Maður-
inn gekk hart að mér að kaupa gim-
steina. Ég neitaði manninum ekki
alfarið og samþykkti að hann sendi
mér kynningarplögg. Þegar hann
sendi mér bréf kom reikningur upp
á 1.050 dollara - fyrir Ceylon Safír.
En það kom engin vara,“ sagði Björn
Guðjónsson starfsmaöur hjá Ingvari
Helgasyni hf.
Bjöm fékk í kjölfar framangreinds
„viðskiptasamtals" í janúar ein-
kennilegt bréf á miðvikudag. Þar er
sagt að honum tilkynntist þar með
„óformlega" að lögreglurannsókn
fari fram á máli Silhouette Limited
- fyrirtækið sé flutt frá Spáni, senni-
lega til Genfar. í bréfinu segir að
Björn sé eitt af mörgum fómarlömb-
um sem hafi verið blekkt í viðskipt-
um við fyrirtækið. Eðalsteinarnir,
sem fyrirtækið selur, em meðal ann-
ars sagðir verðlausir.
Bréfið er ekki með neinum bréf-
haus. Undirskrift er engin að undan-
skildu því að aftast í bréfinu stendur
„NIF Dept. Barcelona". Engin dag-
setning er á því, ekkert nafn eða
heimilisfang.
Þó að í bréfinu sé sagt að Bjöm sé
eitt fómarlamb svikara hefur hann,
þrátt fyrir að hafa fengið reikning,
ekkert keypt og engu tapað. Nafn
hans og fyrirtæki er á hinn bóginn
Reikningurinn frá „gimsteinafyrir-
tækinu“ er vel merktur með heimil-
isfangi og nöfnum en „rannsóknar-
bréfið" var ekki merkt ákveðnum
aðilum.
DV-mynd Hanna
greinilega í skrám þessa dularfulla
Silhouette-fyrirtækis sem virðist
flytja vafasama starfsemi sína á milli
landa. Björn hefur enga hugmynd
um hverjir eða hvaðan nafn hans
barst fyrirtækinu eða hvort fyrir-
tækiö hefur boðið fleiri íslendingum
safira eða demanta.
Birni hafa veriö send tvö bréf
vegna þessa máls, annað frá Silhou-
ette en hitt þar sem tilkynnt er um
rannsóknina. Á utanáskrift beggja
vekur athygli að þrátt fyrir að
spænsk frímerki og póststimpill sé á
þeim er nafn Björns og fyrirtækis-
nafn, skrifað með íslenskum stöfum,
ó, ö, og æ að undanskildu því að d
er sett í stað ð. Auk þess virðist
greinilegt að utanáskriftin á báðum
bréfunum virðist gerð með sömu eða
sams konar ritvél eða prentara.
-ÓTT
Fyrrimi áskrifandi Þjóðlífs þarf að borga þó að hann hafi sannað sitt mál:
Lögf ræðingar mata krókinn í þessum málum
„Lögfræðingar mata krókinn í
þessum málum hvemig sem þau
fara. Því bendum við fólki á að
mæta sjálft í rétt sé það boðað til
aö sýna kvittanir,“ segir Vilhjálm-
ur I. Ámason, formaður Neytenda-
félags Akureyrar. Félagið hefur nú
fengið vitneskju um annað inn-
heimtumál sem er tilkomiö vegna
áskriftar að tímaritinu Þjóölífi. Þar
blasir sú staða við bónda, sem er
fyrram áskrifandi að blaðinu, að
þurfa að greiða 50.000 krónur
vegna málsins enda þótt hann hafi
sannaö í dómþingi að hann hafi
þegar greitt áskriftina.
í því tilviki þar sem 74 ára gömul
kona á Akureyri var krafin um
háar upphæðir vegna kostnaðar
við innheimtu kom fram að hún
hefði ekki mætt í dómsal til að
sanna með framvísun kvittana að
hún hefði greitt kröfumar. Að sögn
konunnar mætti hún ekki vegna
þess að innheimtufyrirtækið full-
vissaði hana um að þess gerðist
ekki þörf og málið yrði látið niður
falla.
Umræddur bóndi fékk sama lof-
orð um að óþarfi væri að mæta en
treysti ekki á það og sendj lögfræð-
ing í dómþing fyrir sína hönd. Lög-
fræðingurinn mætti, sanriaði mál
bóndans og gerði gagnkröfu í mál-
inu um að stefnandi, Steingrímur
Snorrason á Höfn, borgaði máls-
kostnað sem er kominn upp í 50.000
krónur. Á daginn hefur komið að
hann getur ekki greitt lögfræðingn-
um málskostnaöinn og því neyðist
bóndinn sjálfur til að borga.
Fyrsta fyrirtækiö sem keypti
kröfur af Þjóðlífi var Úthey sem
seldi þær Steingrími þessum og
hann seldi kröfumar síðan aftur til
eigenda Útheys sem einnig reka
fyrirtækið Innheimtur og ráðgjöf.
-VD