Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1992, Blaðsíða 14
14
FÖSTUDAGUR 20. MARS 1992.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00
SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613.
SlMBRÉF: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11
Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1200 kr.
Verð i lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr.
Enn við heygarðshornið
Samband íslenskra fiskframleiðenda hefur haft
einkaleyfi á útflutningi á saltfiski svo lengi sem elstu
menn muna. Engar sögur fara af því hvort SÍF hafi náð
hagkvæmustu samningum um sölu saltfisksins þar sem
enginn er samanburðurinn. Það reyndi einfaldlega aldr-
ei á það hvort betra verð fengist.
Norðmenn hafa selt saltfisk á sömu slóðir og SÍF og
lengst af hafa Norðmenn einnig látið einokunarsamtök
sjá um þann útflutning. Einokunin sat sem sagt ein að
markaðnum og lifði tiltölulega þægilegu lífi. Einokunin
hafði umboðsmenn á sínum snærum í Portúgal og á
Spáni og fullyrt er að umboðsmennirnir hafi lifað kónga-
lífi á umboðslaununum og fengu fálkaorður fyrir.
Meðan saltfiskframleiðendur ákváðu sjálfir að una
því verði, sem einokunarsamtökin sögðu þeim að hlíta,
og ríkisvaldið verndaði einkarétt einokunarinnar, hefur
orðið ör þróun í öðrum greinum innflutnings og útflutn-
ings í heiminum. Markaðir hafa verið að opnast, neyt-
endur hafa látið að sér kveða og frelsi í viðskiptum
hefur rutt sér til rúms með þeim árangri að hagur fram-
leiðenda, verslunar og neytenda hefur batnað. Sam-
keppnin hefur tengt saman gæði, verð og framboð sem
aftur hefur leitt til aukinnar eftirspurnar.
Norðmenn voru fyrri til að losa um einokunina í salt-
fiskútflutningi sínum og eftir að verslun var gefin frjáls
hjá norskum á Portúgalsmarkaði hefur hagnaður fram-
leiðenda aukist um hundruð milljóna króna.
Þrátt fyrir miklar deilur og andstöðu SÍF gáfu stjórn-
völd hér á landi takmörkuð leyfi til aðila utan SÍF um
útflutning á saltfiski. Nú er komin nokkur reynsla á þau
viðskipti og 1 stað undirboða fullyrðir Jón Ásbjörnsson
saltfiskútflytjandi að hann fái hærra verð fyrir saltfisk-
inn á Spáni heldur en SÍF. Þröstur Ólafsson hjá utanrík-
isráðuneytinu kannast ekki við að aukið frjálsræði í
útflutningnum hafi skaðað SÍF, enda bendir Þröstur á
að útflutningur annarra en SÍF á þennan markað sé
innan við 1% af heildarsölunni.
Hins vegar hefur slíkur taugatitringur gripið um sig
meðal forsvarsmanna SÍF að þeir hafa séð ástæðu til
að senda frá sér formlega ályktun og áskorun til ríkis-
stjómarinnar um að afnema hið takmarkaða frelsi og
standa vörð um einokunina! Þessi miklu og grónu sam-
tök segja meira um sjálf sig heldur en útflutningsversl-
unina, ef þau treysta sér ekki til að mæta eðlilegri sam-
keppni og frelsi á markaðnum öðruvísi en að flýja aftur
í faðm einokunarinnar. Sérstaklega er þetta aum afstaða
og óskiljanleg, þegar haft er í huga að hér er um að
ræða útgerðar- og fiskvinnslukappa, sem hafa sjálfir
sýnt þor og þrek í sínum atvinnurekstri og eru mestu
og bestu einkaframtaksmenn þjóðarinnar. Saltfiskfram-
leiðeindur em engir veifiskatar og það hefði mátt ætla
að áratugaforréttindi og frumkvæði samtaka þeirra á
umræddum markaði mundi eiga allskostar við litla og
nýtilkomna samkeppni. Eða getur það verið að einokun-
in og öryggið hafi dregið svo máttinn úr SÍF að það
þoh ekki eða þori að selja sína vöm í samkeppni við
aðra? Ef svo er, getur varla fundist betri sönnun fyrir
skaðsemi einokunarinnar.
Það kemur auðvitað ekki til greina að stjómvöld ljái
neyðarkalh SÍF-manna eyra. Þvert á móti á að auka
frelsið og opna fleiri gáttir. Einokun er hðin tíð og salt-
fiskframleiðendur hafa aha burði til að standa sig í sam-
keppni við aðra. Reynsla Norðmanna er þar órækasta
vitnið. Samkeppnin mun skila sér í auknum hagnaði.
Ehert B. Schram
Clinton
gegn Bush
Þá er þaö komið á hreint, og miklu
fyrr en menn höfðu búist við. Bill
Ólinton verður andstæðingur Ge-
orge Bush í kosningunum í nóv-
ember. Enda þótt hann hafi ekki
enn nauðsynlegan meirihluta full-
trúa á flokksþinginu í sumar er það
ljóst eftir sigra hans í Biinois og
Michigan í fyrradag og í ellefu suð-
urríkjum þriðjudaginn þar áður að
slíkur skriður er kominn á fram-
boð hans að hann verður ekki
stöðvaður.
Nú fyrst geta repúblikanar farið
að beita sér í kosningabaráttunni
fyrir alvöru, ekki með því að verja
Bush heldur með því ráðast á and-
stæöing hans.
Skítkast
, Kosningabaráttan 1988 var sú
skítugasta og í rauninni svívirði-
legasta sem sögur fara af, og allt
skítkastið kom úr herbúðum Ge-
orge Bush. Persónulegar árásir á
andstæðinginn, Mikael Dukakis,
voru með ólíkindum en jafnframt
var í þeim duiinn undirtónn af kyn-
þáttafjandskap. Dukakis var látinn
vera sá maður sem sætti sig við og
umbæri ofbeldi og glæpi og hann
persónulega var gerður ábyrgur
fyrir nauðgun sem blökkumaður,
sem fengið hafði orlof úr fangelsi í
heimaríki Dukakis, hafði framið á
hvítri konu.
Blökkumenn brugðust við iiat-
ursáróðri repúblíkana að hluta
með því að haíla sér að Jesse Jack-
son, sem átti enga raunhæfa mögu-
leika, í stað demókrata eins og
venjulega og það átti sinn þátt í
sigri Bush. Að öðru leyti erfði Bush
fylgi Reagans, stór hluti þjóðarinn-
ar, sá efnameiri, vildi engu breyta.
En nú eru aðstæður allt aðrar.
Kosningabaráttan frá 1988 verður
ekki endurtekin. Það hefur komið
í ljós að sá neikvæði áróður, sem
Bush hefur stundað, er farinn að
hafa öfug áhrif og hitta hann sjálf-
an fyrir. Það er líka ljóst að þriðj-
ungur hans eigin flokksmanna
treystir honum ekki lengur og
fimmti hluti þeirra demókrata, sem
kusu hann síðast, ætla ekki að
kjósa hann núna. Hann getur ekki
beitt sömu kosningabrögðum og
síðast.
Hægri armurinn
En annað hefur líka gerst í þess-
ari kosningabaráttu. Það er að
hægri armurinn hefur fengið sinn
ótvíræöa talsmann, Pat Buchanan.
Jafnvel þótt Buchanan ógni ekki
endurvali repúblíkana á Bush til
framboðs hefur hann þegar haft
varanleg áhrif á þá stefnu sem
flokkurinn mun móta í kosninga-
baráttunni.
Þau áhrif eru að draga flokkinn
ennþá lengra til hægri, á sama tíma
og skoðanakannanir sýna að allur
almenningur er að snúa baki við
þeirri stefnu sem Reagan mótaði
og Bush hefur fylgt og halla sér
meira að miðjupólitík. Bush getur
ekki hunsað Buchahan, og hann
mun heldur ekki geta losað sig við
Dan Quayle í næstu kosningum,
þvi aö Quayle er eftirlæti hægri
armsins. Þeir Quayle og Buchanan
beijast um sömu stuöningsmenn,
og raunverulegur tiigangur Buc-
hanans með framboði nú er að fella
Quayle sem frambjóðanda í kosn-
ingunum 1996.
Breið samfylking
Bill CUnton aftur á móti er maður
allt annarrar gerðar. Honum hefur
tekist að afla sér mikils fylgis bæði
miðstéttar og verkamannastéttar
hvítra manna, en á sama tíma hef-
ur hann fengið yfirgnæfandi fylgi
blökkumanna.
Sú stefna sem hann boðar feliur
greiniiega almenningi betur í geð
Kjallannn
Gunnar Eyþórsson
fréttamaður
en það aögerðcileysi og óhefta
frjálshyggjutai sem Bush hefur
tekið í arf frá Reagan, sérstaklega
vegna þess að öryggisleysi vegna
versnandi efnahagsástands grefur
stöðugt meira um sig meðal mið-
stéttanna og verkamanna, svartra
og hvítra.
Utanríkismál eru ekki nefnd
lengur, þvert á móti. Eyðimerkur-
stormurinn er gleymdur, fólki
fmnst Bush hugsa allt of mikið um
erlend málefni og tími sé kominn
til að lagfæra það sem úrskeiðis
hefur farið í Bandaríkjunum sjálf-
um.
Clinton hefur sett saman stefnu-
skrá um endurbætur á bandarísku
þjóðfélagi sem virðist höfða til
fjöldans, á sama tíma og traust
manna á Bush dvínar stöðugt. Haft
er eftir bandarískum fréttaskýr-
endum að svo framarlega sem kos-
ið verður um málefni hinn 3. nóv-
ember ætti Bill Clinton að sigra
Bush.
Rógsherferðin
En það er einmitt stóra spurning-
in. í síðustu kosningum voru mál-
efni tæpast nefnd, baráttan snerist
um persónur þar sem Bush tókst
að sverta Dukakis. Illu heilh er
ekki víst að Clinton sé ónæmur
fyrir sams konar óhróðursherferð.
Upp hafa komið persónuleg mál
sem fuilvíst er að repúblíkanar
munu nota ótæpUega gegn CUnton.
Þar á meðal er framhjáhald sem
CUntonhjónin hafa reyndar sam-
eiginiega skýrt frá og fengið góða
svörun.
Annað atriði er að CUnton kom
sér á einhvem hátt undan herþjón-
ustu í Víetnam, með löglegum
hætti þó. Einhver orðrómur er á
kreiki um óreglu í fjármálum hans.
Orðrómur er allt sem þarf, sitthvað
kann að leynast í fortíð hans sem
ríkisstjóra í Arkansas. Samt er
þetta ekki víst. EfnahagsmáUn em
mál málanna núna, og svo kann
að fara í fyrsta sinn í mörg ár að
skipuleg framkvæmdaáætlun
CUntons verði yfirsterkari þeirri
rógsherferð sem víst er að skipu-
lögð verður gegn honum.
Gunnar Eyþórsson
Bill Clinton, forsetaframbjóðandi demókrata. -.......hefur sett saman
stefnuskrá um endurbætur á bandarísku þjóðfélagi."
„Nú fyrst geta repúblikanar farið að
beita sér í kosningabaráttunni fyrir
alvöru, ekki með því að verja Bush
heldur með því að ráðast á andstæðing
hans.“