Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1992, Síða 25
FÖSTUDAGUR 20. MARS 1992.
33
Menning
Innsæi, einlægni og lífsangist
- yfirlitssýning á verkum Jóhönnu Kristínar Yngvadóttur á Kjarvalsstöðum
Lástmálarinn Jóhann Kristín Yngvadóttir
lést aðeins 37 ára að aldri á sl. ári eftír lang-
vinn veikindi. Menningarmálanefnd Reykja-
víkurborgar hefur nú brugðið skjótt við og
efnt tii yfirlitssýningar á Kjarvalsstöðum á
verkum þessarar sérstæðu listakonu. Hún
lýsti sjálfri sér svo í sýningarskrá Listahátíð-
ar kvenna árið 1985: „Jóhanna Kristín
Yngvadóttir er þrjátíu og eins árs Reykvík-
ingur... Unir sér ein. Feimin. Ætlaði alltaf
að verða listakona. Helst leikkona. Hélt á vit
þagnarinnar. Litanna... Hún segir aldrei frá
því sem henni hggur á hjarta. Samt hggur
henni mikið á hjarta...“ Tveimur árum áður
hafði hún skipað sér á hekk meðal ffemstu
hérlendra myndhstarmanna af yngri kyn-
slóðinni - og það á eftirminnilegan hátt. Sýn-
ing hennar í Nýhstasafninu árið 1983 hlaut
einróma lof og sömuleiðs viðamikil sýning
árið eftír hjá Knúti Bruun í Listmunahúsinu.
Það sem einkum hefur þótt sérstætt við
myndhst Jóhönnu er sú tihdstarangist sem
skín út úr verkum hennar og það hvernig
hún yfirfærði nánasta persónuiegt umhverfi
yfir í þennan ahajafna myrka hugarheim
sinn. Þetta var í hreinum samhljómi við
„nýja málverkið", siðexpressjónismann, sem
kom fram sem hréyfing á hinni eftirminni-
legu sýningu „Guhströndin andar“ á vordög-
um 1983 en Jóhanna Kristín var þar meðal
sýnenda.
Tilvísun í „Ópið“
Það er freistandi að bera verk Jóhönnu
saman við hst Edvards Munch, enda er síð-
asta fullgerða málverk Jóhönnu Kristínar,
sem sýnir tvær konur, greinileg tilvísun í
„Ópið“ eftir Munch, eins og Kristín Guðna-
dóttir bendir á í inngangsorðum sýningar-
skrár. En þetta mótíf er ekki það eina sem
Jóhanna á sameiginlegt með Munch. Svo
virðist sem hún hafi einnig haft innsæið að
leiðarljósi sem og einlægni í tjáningu á myrk-
ustu skúmaskotum sálarlífsins. Sálfræðing-
Myndlist
Ólafur Engilbertsson
ar veltu mikið vöngum yfir myndheimi
Munchs og mér segir svo hugur að viðlíka
fræðingar muni einnig sækja nokkuð í það
myndefni sem Jóhanna Kristín lét eftir sig.
Angist og lífsgleði
í þessu tilhti er m.a. fróðlegt að skoða
málverkið „Foreldramir" frá 1983. Hafa ber
í huga að faðir Jóhönnu dó þegar hún var
mjög ung en á myndinni er faðirinn skyggð-
ur, með íjarrænan svip og nánast óvirkur
hægra megin í myndfletinum. Þó hann rétti
hendurnar út í átt að móðurinni, sem er
rauðklædd og dregin með léttleikandi hnum
vinstra megin, þá er eins og hann sé víðs
fjarri. Önnur athyghsverð mynd í sálfræði-
legu tilhti er sjálfsmyndin frá 1987 sem sýnir
tvær konur. Önnur þeirra situr og er þung-
búin á svip en hin stendur við stól og styður
hönd undir kinn. Ef þessi mynd er síðan
borin saman við áðumefnda mynd sem er
tilvitnun í Óp Munchs kemur í ljós að mynd-
byggingin er næstum sú sama en angistin
margfalt meiri. Annars spannar hst Jóhönnu
Kristínar afar vítt svið og ber ríku tilfinn-
ingalífi vitni. Stundum er eins og angist eða
þjáning nísti sál persónunnar, stundum er
hún þunglynd, einmana, angurvær eða þá
að springa af lífsgleði, sköpunarkrafti.
Persónuleg og innhverf
Athafnasamasta tímabil Jóhönnu Kristín-
ar hvað sýningahaldi viðvíkur var 1983-’84.
Síðla árs 1984 hélt hún síðan til Sikheyjar
þar sem hún dvaldist í nokkra mánuði. Það
er til marks um hve persónuleg og innhverf
hstsýn Jóhönnu Kristínar var að hvorki fólk-
ið né umhverfið í myndum hennar tók á sig
staðbundin form, t.d. hvað útht og birtu varð-
ar. Það var ekki fyrr en með Grænlandsfor
hstakonunnar árið 1986 sem framandi stað-
hættir hafa afgerandi áhrif á sýn hennar á
mannlífið. Margar sterkustu mannamyndir
Jóhönnu Kristínar eru frá Grænlandi, s.s.
„Arnaq“ og „Grænlensk kona í rococco sófa“.
Dansandi myndbygging
Listakonan sagði einhvem tíma að hún
upplifði sig e.t.v. mest sem konu þegar hún
væri að mála. Þess verður greinhega vart í
fjögurra metra veggmynd af síðustu kvöld-
máltíðinni, sem hún raunar lauk ekki við,
en þar hefur hún byggt myndina á svipaðan
hátt og da Vinci en sett konur í nokkur hlut-
Án titils, siðasta fullgerða verk Jóhönnu
Kristinar, málað 1991.
verk í staö karla. Margar minnisstæðustu
myndir Jóhönnu tengjast danshstinni og
önnur stór veggmynd sýnir átakamikinn
dans með sérstakri og svífandi myndbygg-
ingu og leiðir jafnframt í ljós óvenjulega
teiknihæfheika og htameðferð. Hérlend hsta-
flóra hefur sannarlega misst eitt skrautleg-
asta blóm sitt með Jóhönnu Kristínu. Þaö
ber að þakka snöfurmannleg viðbrögð Menn-
ingarmálanefndar og Kjarvalsstaða að efna
svo skjótt th þessarar sýningar en henni lýk-
ur 29. mars.
Thomas J. (Macaulay Culkin) og Vada (Anna Chlumsky) reyna fyrir sér í listinni að kyssa.
Stjömubíó - Stúlkan mln ★★
Vinir í blíðu og stríðu
Vada Sultenfuss (Anna Chlumsky) er engin venjuleg
stelpa. Hún hefur þau forréttindi að faðir hennar er
útfararstjóri og þess vegna er ávallt lík í kjallaranum
hjá henni. Þá er amma hennar orðin rugluð og tekur
upp á því í tíma og ótíma að syngja óbeðin gamla slag-
ara, meira að segja við jarðarför. Þar sem móðir Vödu
er látin nýtur hún frjálsræðis í uppeldi og gerir yfir-
leitt það sem hana langar th, meðal annars sækir hún
sumamámskeið fyrir fuhorðna í ritsmíð, eingöngu
vegna þess hversu ástfangin hún er af kennaranum.
En Vada á sér einn vin, Thomas J. (Macaulay Culk-
in), sem stendur með henni í bhðu og stríðu og beinir
stundum fljótfæmisráðagerðum hennar inn á réttar
brautir. Vada er thtölulega sátt við líf sitt þar th einn
daginn að faðir hennar ræður sér aðstoðarstúlku. Og
Vödu th mikhlar skapraunar hrífast þau hvort af öðru.
Eftir hinar miklu vinsældir Home Alone, sem mikið
th var að þakka stjömu myndarinnar Macaulay Culk-
in, tók við leit að hepphegu handriti fyrir drenginn
og einhverra hluta vegna hefur My Girl þótt hæfa
honum best. Culkin er hér í aukahlutverki og er hlut-
verkið mjög ólíkt því sem hann lék í Home Alone.
Thomas J. er veikulegur drengur sem lætur Vödu
ráða ferðinni og fær fá tækifæri th að sýna hvað í
honum býr. Hin unga Anna Chlumsky er aftur á móti
stjama myndarinnar og gerir margt vel. Persónan er
skemmtheg, ákveðin en samt óömgg um sjálfa sig og
er ég viss um að krakkar á hennar aldri, sem sjá
myndina, kunna vel að meta frammistöðu Chlumsky.
Stúlkan mín stenst ekki stranga naflaskoðun. Mynd-
in er thvhjunarkennd og ójöfn. í handritinu eru mörg
formúluatriði sem gera það að verkum að maður fær
Kvikmyndir
Hilmar Karlsson
það á tilfinninguna að aðstandendur hafi aðeins verið
að hugsa um að fá sem flesta áhorfendur á myndina.
Á móti kemur að mörg atriðin em hugljúf og krakk-
arnir em sjarmerandi og skemmthegir. Skilin eru
skörp milli gamans og alvöm þegar líða fer á myndina
og kemur það sjálfsagt mörgum á óvart. En þegar upp
er staðið er Stúlkan mín ágæt skemmtun fyrir alla
fjölskylduna.
STÚLKAN MÍN (MY GIRL)
Leikstjóri: Howard Zieff.
Handrit: Laurie Elehwany.
Kvikmyndun: Paul Elliott.
Tónlist: James Newton Howard.
Aðalhlutverk: Dan Aykroyd, Jamie Lee Curtis, Macaulay Culk-
in og Anna Chlumsky.
BIFREIÐAEIGENDUR
HEMLAHLUTIR
I ALLAR GERÐIR
FOLKSBILA
verslun okkar,
Skeifunni 11,
fœröu hemlahluti
í allar geröir ökutœkja.
Viö seljum eingöngu hemlahluti
sem uppfylla ströngustu kröfur
um öryggi og eru framleiddir
samkvœmt kröfum Evrópu-
bandalagsins.
Meö því að flytja inn beint frd
framleiöendum getum viö boöiö
mun lœgri verö.
30 dra reynsla og sérhœft af-
greiöslufólk okkar veitir þér
trausta og góða þjónustu.
Veriö velkomin - Nœg bílastœði.
URVAL • ÞEKKING • ÞJONUSTA
SKEIFUNNI 1 1, SIMI Ó79797