Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1992, Page 14
14
MÁNUDAGUR 11. MAÍ 1992.
Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SiMI (91)63 27 00
SlMBRÉF: Auglýsirigar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613.
SlMBRÉF: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr.
Verð i lausasölu virka daga 115 kr. - Helgárblað 150 kr.
Misnotkun barna
Samkvæmt íslensku réttarfari eiga dómstólarnir síö-
asta oröið. Þeir dæma menn sýkna eða seka og máltæk-
iö segir að enginn deili viö dómarann. Almenningur
verður aö treysta því aö dómarar við héraösdóma eöa
Hæstarétt hafi þau gögn og þær upplýsingar aö þeir
geti reist á þeim grundvelh niöurstööur sínar. Allt rétt-
arfarið gengur út á að tryggja sakborningum rétt til að
bera hönd fyrir höfuö sér og sömuleiðis aö málatilbúnað-
ur komi ekki í veg fyrir réttláta refsingu ef því er að
skipta. Alla jafna verður aö treysta aö svo sé.
IDV á laugardaginn segir frá því að Hæstiréttur hafi
sýknað mann af ákæru um misnotkun á fjögurra ára
dóttur sinni. Hann var sakaður um aö hafa misnotaö
hana kynferðislega. Settur héraösdómari í Sakadómi
SkagaQarðarsýslu hafði áöur dæmt manninn í átta
mánaöa fangelsi og þegar málinu var áfrýjað krafðist
ríkissaksóknari þyngingar á dómnum.
í þessari frétt segir aö grunsemdir hafi vaknaö um
meinta misnotkun stúlkubamsins. Læknir var fenginn
til að skoöa stúlkuna og hans álit var aö hún heföi ver-
ið misnotuð og í kjölfarið var máliö kært til lögreglu.
Grunur lék á aö stúfkubarnið heföi verið misnotað kyn-
ferðislega þegar stúlkan var ein meö fööur sínum í
nokkra daga. Sakadómari taldi misnotkunina sannaða.
í dómi Hæstaréttar var maöurinn hins vegar sýknaö-
ur á eftirtöldum forsendum: í fyrsta lagi vegna eindreg-
innar neitunar föðurins. í ööru lagi vegna ófullkom-
innar rannsóknar, einkum vegna þess að læknirinn, sem
skoöaöi bamið, var ekki sérfræðingur. í þriðja lagi
vegna þess að vitni höfðu ekki séð neitt óeðlilegt við
framkomu barnsins. í íjórða lagi vegna þess að dómur-
inn leit svo á að barnasérfræðingar, sem komu við sögu
málsins, hefðu gengið út frá því sem gefnu að bamið
hefði orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi.
Með öðrum orðum: Hæstiréttur hefur sýknað hinn
ákærða vegna formgalla við meðferð málsins. Læknir-
inn var ekki nógu góður læknir. Bamasérfræðingar
vom of vissir í sinni sök. Bamið hagaði sér eðlilega.
Faðirinn neitaði að játa á sig hirin meinta glæp!
Leiðarahöfundar DV hafa ekki lagt það í vana sinn
að vefengja dóma Hæstaréttar. En hér er á ferðinni svo
sérstakt mál og viðkvæmt og hér er svo mikið skeyting-
arleysi um kjarna málsins að ekki verður orða bundist.
Fómarlambið í þessu máli getur ekki tjáð sig. Málavext-
ir em ekki krufnir til mergjar. Sálarlíf bams er að engu
haft. Eðh hins meinta glæps er nánast aukaatriði, vegna
þess að málatilbúnaði er ábótavant og formsatriði gera
það að verkum að verknaðurinn sjálfur fer fyrir ofan
garð og neðan.
Hér verður að sjálfsögðu ekki kveðinn upp dómur
um sekt föðurins eða sakleysi. En varla er ákæran af
engu sprottin. Það gerir það enginn að gamni sínu að
bera fram svo alvarlega ákæru á hendur foreldri, algjör-
lega að tilefnislausu. Það er varla að ástæðulausu, sem
bæði læknir, bamasérfræðingar og dómur í héraði kom-
ast að þeirri niðurstöðu að sekt sé sönnuð. Er það for-
svaranlegt að æðsti dómstóh landsins sýkni ákærðan
vegna formgaha á meðferð málsins? Er það verjandi að
lýsa hinn meinta sakborning sýknan saka vegna þess
að kalla heföi átt til fleiri lækna til að skoða stúlkubarn-
ið þegar grunur lék á kynferðislegri misnotkun?
Kynferðisleg misnotkun barna er því miður almenn-
ari en fólk gerir sér grein fyrir. Réttarkerfið á ekki að
vera skálkaskjól fyrir slíka glæpi.
Ellert B. Schram
„Jafnvel þótt vió búum við afleita ríkisstjórn er skárra að hafa hana yfir sér en útlendinga.“
samningurinn
Stefna Framsóknarflokksins var
að standa að samningum um Evr-
ópskt efnahagssvæði, enda væri
ákveðnum skilyrðum fullnægt. Nú
stöndum við frammi fyrir gerðum
samningi sem ríkisstjórnin hefur
ákveðið að fullgilda. Þar eru ekki
þeir fyrirvarar sem upphaflega
voru settir fram af íslands hálfu,
nema einn, um eignarhald íslend-
inga að útgerö og frumfiskvinnslu.
- Hinir fyrirvaramir eru ýmist
nýög útvatnaðir eða horfnir.
Ég hef haft tækifæri til að vinna
að Evrópumálum fyrir hönd Fram-
sóknarflokksins í Evrópustefnu-
nefnd, utanríkismálanefnd og í
þingmannanefnd EFTA-ríkjanna
og gert það með því hugarfari að
kanna þessu flóknu mál sem best,
greina undanbragðalaust frá því
sem ég hef orðið áskynja, tíunda
þá kosti, sem ég kem auga á og eru
vissulega fyrir hendi, en jafnframt
aö hafa augun opin fyrir göllum og
hafa orð á þeim. Ég hef varast að
vera með upphrópanir.
Ég vil ekki segja á spilin mín fyrr
en gefið hefur verið allt úr stokirn-
um. Ég segi hvorki mörg grönd né
pass fyrr en ég hef talið alla punkt-
ana. Það er ekki ennþá alveg búið
að gefa úr stokknum. Tvíhhða
samningur um fiskveiðiheimildir
er ógerður. Ríkisstjómin getur
ennþá sett upp dálitiar giröingar
og fengið yfirlýsingar sem kynnu
að bæta heildarpakkann. Ég vil
reyna til þrautar að fá út úr þessu
skástu kringmnstæður. Síðan er
skynsamlegt að leggja pólitískt mat
á þessa samninga.
Fullveldið er mikilvægt
Fuilveldið er okkur íslendingum
ákaflega dýrmætt, sennilega dýr-
mætara en öllum öðrum þjóðum.
Við erum færri en aðrir, þess vegna
er torveldara fyrir okkur að fá út-
lendinga til að taka tillit til okkar.
Jafnvel þótt við búum viö afleita
ríkisstjóm er skárra að hafa hana
yfir sér en útiendinga. Með þessum
EES-samningi er fúllveldi óneitan-
lega skert. Við undirgöngumst aö
sníða lög okkar að lögum EB. Það
heftir í sjálfu sér frelsi okkar en er
e.t.v. ekíti hættulegt. Hitt er vara-
samara að við verðum aö lögleiða
í framtíðinni það sem þeim í EB
kann að detta í hug að lögleiða hjá
sér. Við segjum stundum að Al-
þingi sé afgreiðslustofnun fyrir rík-
isstjómina. Alþingi verður öðram
þræði afgreiðslustofnun fyrir EB.
Stjórnarskrá er
samningum æðri
Stjómarskrá okkar mæhr fyrir
kosninga og fá stjórnarskrárbreyt-
inguna samþykkta á nýju þingi.
Hagsmunir íslands
Okkur ber að taka ákvarðanir
með stjómarfarslega og efnahags-
lega hagsmuni íslendinga fyrir
augum. Við höfum um þrjá kosti
að velja: ganga í EB - þeim kosti
hafna ég alfarið, samþykkja samn-
ing um EES eða búa áfram við bók-
un 6 og fá hana endurbætta. Hún
hefur gefist okkur vel og 70-80%
af útflutningi okkar fara nú til EB
á grundvelh hennar.
EES-samningur gefur okkur hk-
lega hærra verð fyrir saltfisk og
sumar aðrar fiskafurðir, að því
gefnu að verðlag og verðmyndun
breytist ekki í EB. Iðnaður fær
ódýrara vinnuafl og eitthvað ódýr-
„Þjóðarréttarsamningur, sem stangast
á við stjórnarskrá, er ógildur. Ríkis-
stjórnin getur látið núverandi meiri-
hluta Alþingis breyta stjórnarskránni,
síðan verður hún að rjúfa þing og efna
til kosninga og fá stjórnarskrárbreyt-
inguna samþykkta á nýju þingi.“
Kjallariim
Páll Pétursson
alþingismaður
um, í annarri grein, að löggjafar-
vald eigi að vera hjá forseta íslands
og Alþingi. Formlega séð verður
svo áfram í fyrstu lotu, lög verða
afgreidd á Alþingi en alþingismenn
hafa bundnar hendur. Þeir veröa
að haga lagasetningu eftir ákveð-
inni forskrift, ekki einungis stjóm-
arskránni. Við verðum líka bundn-
ir af þvi sem EB ákveður eða kem-
ur til með að ákveða. í 61. gr. stjóm-
arskrárinnar segir: „Dómendur
skuh í embættisverkum sínum fara
einungis eftir lögunum."
Eftir gerð EES-samnings hafa
dómendur í fleiri hom að líta, þeir
verða t.d. samkv. 103 gr. samnings
aö láta ákvörðun EES-nefndar um
lagabreytingu gilda til „bráða-
birgða" þótt stjómarskrárkröfum
hafi ekki verið fullnægt. Á það
hvort hér sé farið eftir efni og anda
stjómarskrárinnar verður hver og
einn alþingismaöur að leggja mat
áður en samningur gengur.til at-
kvæða. Þjóðarréttarsamningur,
sem stangast á við stjórnarskrá, er
ógildur. Ríkisstjórnin getur látið
núverandi meirihluta Alþingis
breyta stjórnarskránni, síðan verð-
ur hún að rjúfa þing og efna til
ari aðfóng. Neytendur fá eitthvað
ódýrari vöra í sumum tilfehum. Á
hinn bóginn missa íslendingar
störf við framleiðslu og atvinnu-
leysi eykst. EES-samningur er upp-
segjanlegur. Það var Gamh sátt-
máh raunar líka og segjum við
samningi upp búiun viö áfram við
bókun 6.
Brotið prinsipp
Gmndvaharatriði í samskiptum
íslendinga og EB hefur verið í 20
ár að ekki komi th greina að veita
fiskveiðiheimhdir í staðinn fyrir
tohaívilnanir. Þetta prinsipp er
brotið með EES-samningi. Tvíhhða
samningur um veiöiheimhdir var
algjört skhyröi frá EB fyrir gerð
EES-samnings. Þess vegna telja
þeir sér ótvírætt ávinning að svo-
kölluðum „gagnkvæmum veiði-
heimhdum".
Leiðir EES-samningur okkur inn
í EB? Þeirri spurningu þurfum við
að reyna að svara hvert fyrir sig.
Er hér um að ræða áfanga á leið-
inni inn í EB eða varanlega enda-
stöð? Sé einungis um áfanga að
ræða eigum við ekki að fullgilda
þennansamning. Páll Pétursson