Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1992, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1992, Qupperneq 19
MÁNUDAGUR 11. MAÍ 1992. 19 Fréttir Vel heppnuð tilraun hjá Magnúsi Thorvaldssyni: Járn í raf magnsstaurana Þaö hefur veriö vandamál hve mik- ið af rafmagnsstaurum hefur viljaö brotna, bæði undan snjóþunga og í óveðrum. Fyrir utan þann skaöa, sem rafmagnsleysi vegna þessa veld- ur, eru slík staurabrot að sjáifsögöu mjög dýr fyrir rafmagnsveiturnar. Magnús Thorvaldsson, starfsmaöur á Rannsóknastofnun byggingariön- aðarins, er ef til vill meö lausn á málinu. „Mér datt í hug eftir eitt óveöurs- kastið hér á landi, sem braut niður marga rafmagnsstaura, að prófa þetta. Ég fór að fikta viö að fræsa fjórar raufar í staurana og setja steypustyrktaijám í þær. Því er svo haldið með lími og venjulegum girð- ingastauralykkjum og síðan er settur listi yfir. Það vom 22 staurar útbúnir á þennan veg og prófaðir. Þeir urðu svo hrifnir af hugmyndinni hjá Tækniskólanum að þeir tóku þetta Magnús Thorvaldsson með raf- magnsstaur sem styrktur hefur verið með steypustyrktarjárni. DV-mynd GVA Egilsstaöir: Verkalýðs- félagið í Kleinuna Sigiún Björgvinsdóttir, DV, Egilsstöðum; Verkalýðsfélag Fljótsdalshéraðs flutti nýverið í eigið húsnæði í hinni glæsilegu þjónustu- og verslunar- miðstöð að Miðvangi 2-4 sem í dag- legu tali er kallað Kleinan. í tilefni þess var félagið með opið hús 1. maí þar sem gestum var boðið að skoða nýju húsakynnin og þiggja veitingar. Húsnæðið er 90 m2 og rýmkast nú mjög um starfsemi félagsins. Hafa forsvarsmenn í huga að auka starf- semina, m.a. í formi námskeiðahalds. Eyþór Guðmundsson er formaður VF en starfsmaður á skrifstofu Gyða Vigfúsdóttir. A næstu vikum munu fleiri aðilar flytja starfsemi sína í Kleinuna. Má þar nefna Skógrækt ríkisins, Búnað- arsamband Austurlands, Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, ljósmynda- vöruverslun og fleiri fyrirtæki. Gyða Vigfúsdóttir, starfsmaður fé- lagsins, og Eyþór Guðmundsson formaður. DV-mynd Sigrún til prófs síðastliðið vor. Þeir létu nemendur reikna út burðarþol stauranna. Samúel Ásgeirsson, línuverkfræð- ingur hjá Rafmagnsveitum ríkisins, sagðist hafa séð þessa staura og rætt við Magnús um þá. Gaflinn væri sá að þegar járnið er komið í staurana yrðu þeir eins og jámstaur og þá þarf að jarðtengja. Það getur hins vegar verið afar erfitt ef verið er að leggja yfir hraun eða skyldan jarð- veg. Þar sem tré leiðir ekki rafmagn þarf ekki að jarðtengja þá staura. Þá sagði Samúel aö nú væri verið aö skoða staura úr steypu, jafnvel léttsteypu. En þar sem lítið er nú um línulagnir hefur þetta ekki veriö skoðað nákvæmlega. Staurar Magn- úsar yrðu án vafa skoðaðir um leið og aðrir kostir þegar þar að kæmi. Magnús Thorvaldsson tók fram að það hefði komið í ljós eftir á að hann hefði í raun ekki fundið þessa styrk- ingaraðferð upp. Það hafði verið reynt á tveimur stöðum í heiminum áður. Steypustyrktaijárnið margfaldar burðarþol stauranna og segir Magn- ús að útilokað sé að bijóta þá en við mestu átök geti þeir bognað. Þeir myndu samt í öllum tilfellum halda raflínum uppi þannig aö ekki yrði um rafmagnsleysi að ræða. Hann segir að það sé ekki dýrt að styrkja staurana á þennan veg. Hann segir að tfl séu vélar sem fræsa aflar rauf- amar fjórar í einu og síöan em tein- amir settir í og raufunum lokað. Með handverkfærum segist hann einn vera um það bil klukkustund með hvem staur. Þess má einnig geta að svona styrktir staurar nýtast einnig semburðarbitaríbyggingar. -S.dór SUMARGJÖFIN SEM ÞU GEFUR SJALFUM ÞER OG FJOLSKYLDUNNII AR ER PANASONIC MYNDBANDSUPPTÖKUVÉLIN FRÁ JAPIS. HÚN Á EFTIR AÐ VARÐVEITA ÓGLEYMANLEGAR STUNDIR SUMARSINS. GRÍPTU HANA MEÐ ÞÉR í FERDALÖGIN OG SÓLINA. HÚN ER EINFÖLD í NOTKUN, ÞÚ ÝTIR BARA Á EINN TAKKÁ. OG VERÐIÐ ER FRÁ KR. 59.900.-, ÞETTA ER SÓLSKINSVERÐ FRÁ JAPIS. GLEÐILEGT SUMAR. Worldwide Sponsor 1992 Olympic Games JAPIS BRAUTARHOLTI & KRINGLUNNI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.