Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1992, Síða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.1992, Síða 39
MÁNUDAGUR 11. MAÍ 1992. 51 Fjölmiðlar Norður- landa- meistarar Það er í sjálfu sér merkilegt hve rík hefð hefur skapast hér á landi í kring um úrslitakvöld Eurovisi- onkeppninnar. Meðan úrshta- keppnin stendur yfir í beinni út- sendingu situr nær hver sem vetthngi getur valdið, líka þeir sera fussa og sveia yfir keppn- inni, og horfir á, alla vega þar til landinn hefúr lokið sér af. Það er varla hægt að segja að sjáist bíli á gotum Reykjavxkur. Svo er fyigst af spenningj með at- kvæðagjöfinni, sem reyndar er það mest spennandi við þetta allt saman, því lögin er fyrir löngu búið að sýna. Það er við atkvæða- greiðsluna sem ágæti beinnar út- sendingar koma best fram og eitt- hvað gaman er að þessu. ísiendingar stóðu sig barasta bærilega, alla vega þegar miðað er viö yfirlýsingar um að þeir myndu verma botnsætin. Þvi oft- ar sem undirritaður heyrði Nei eða já fram að keppninni fannst honum ailtaf vanta meira og meira við lagið, það var eitthvað svo innantómt. Þaö kom þvi ágætlega á óvart að það hafnaði i sjöunda sæti, Norðurlanda- meistarasæti. Að sama skapi var sérlega ánægulegt að sjá Svía, er spáðu okkur botninum, ienda þar sjálfa. Það var eiginlega stærsti sigur okkar - og auðvitað það að fa 12 stig frá höfuðiandi dægur- tóniistar í Evrópu. Annars hefur undirritaður það sterklega á tiifmningunni, eftir að hafa heyrt lagið ótal sinnum á ljósvakanum, að hún Karen hans Bjarna Ara, sem lenti í öðru sæti hér heima, hefði hreinlega malað keppnina i Málmey. Á því getur varla verið nokkur vafi. Haukur Lárus Hauksson Andlát Jón Gíslason, Álftröð 7, Kópavogi, lést á gjörgæsludeild Borgarspítai- ans 8. maí. Ágústa Ebeneserdóttir, Hlíf, ísafirði, áður til heimihs á Brunngötu 12, andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu, ísafirði aðfaranótt 6. maí. Þórarinn Guðjónsson frá Kirkjubæ lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja fimmtudaginn 7. maí. Jaröarfarir Jónas Bergmann Hallgrímsson, bóndi á Helgavatni, verður jarðsung- inn frá Þingeyrakirkju í dag, 11. maí. Erna Sigmundsdóttir, Hhðarlundi 2, Akureyri, verður jarðsungin frá Ak- ureyrarkirkju í dag, 11. maí, kl. 13.30. Guðbjartur H. Ólafsson vörubílstjóri, Álftamýri 50, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag, 11. maí, kl. 15. Þorbjörg Ólafsdóttir Kratsch, Stiga- hlíð 20, verður jarðsungin frá Lang- holtskirkju í dag, li. maí, kl. 13.30. Guðjón Ólafsson, skipstjóri frá Vest- mannaeyjum, Hjallabraut 33, Hafn- arfirði, verður jarðsunginn frá Víði- staðakirkju í Hafnarfirði í dag, 11. maí kl. 13.30. Sigrid Jomine Gislason, Breiðvangi 3, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 12. maí kl. 13.30. Ingólfur Hávarðsson frá Eskifirði, Hátúni 10 A, Reykjavík, lést fóstu- daginn 24. apríl. Jarðarfórin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Björgvin Theodór Jónsson frá Skaga- strönd, Víðiiundi 24, Akureyri, verð- ur jarðsunginn frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 12. maí kl. 13.30. JarðarfÖr Pálínu Sigurðardóttur, Langeyrarvegi 3, Hafnarfirði, fer fram frá Víðistaðakirkju, Hafnar- firði, þriðjudaginn 12. maí ki. 13.30. Þórir Kristjánsson, Skarðshlíð 34 D, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak- ureyri þriðjudaginn 5. maí. Jarðar- forin fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 12. maí kl. 16. Ég sé að Lalli og Lína fara aftur í frí sitt í hvoru lagi. Lalli og Lína Slökkvilið-lögregla Reykjavík: Lögreglan sími 11166 og 0112, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Seltjarnarnes: Lögreglan sími 611166, slökkviliö og sjúkrabifreið sími 11100. Kópavogur: Lögreglan sími 41200, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 11100. Hafnarfjörður: Lögreglan sími 51166, slökkviliö og sjúkrabifreiö sími 51100. Keflavík: Lögreglan sími 15500, slökkvilið sími 12222 og sjúkrabifreið sími 12221. Vestmannaeyjar: Lögreglan sími 11666, slökkvilið 12222, sjúkrahúsið 11955. Akureyri: Lögreglan símar 23222,23223 og 23224, slökkvilið og sjúkrabifreið sími 22222. ísafjörður: Slökkvilið sími 3300, bruna- sími og sjúkrabifreið 3333, lögreglan 4222. Apótek Nætur- og helgidagaþjónusta apótekanna i Reykjavik 8. maí til 14. maí, að báðum dögum meðtöldum, verður í Ingólfsapó- teki, Kringlunni 8-12, simi 689970, læknasimi 689935. Auk þess verður varsla í Hraunbergsapóteki, Hraun- bergi 4, simi 74970, læknasimi 73600, kl. 18 til 22 virka daga og kl. 9 til 22 á laugar- dag. Upplýsingar um læknaþjónustu eru gefn- ar í síma 18888. Mosfellsapótek: Opið virka daga frá kl. 9-18.30, laugardaga kl. 9-12. Apótek Garðabæjar: Opiö mánudaga- föstudaga kl. 9-18.30 og laugardaga kl. 11-14. Sími 651321. Apótek Kópavogs: Opið virka daga frá kl. 9-19, laugardaga kl. 9-12. Hafnaríjörður: Norðurbæjarapótek er opið mánudaga til fimmtudaga frá kl. 9-18.30, Hafnarfjarðarapótek frá kl. 9-19. Bæði apótekin hafa opið föstudaga frá kl. 9-19 og laugardaga frá kl. 10-14 og til skiptis annan hvern helgidag frá kl. 10-14. Upplýsingar í símsvara apó- tekanna, 51600 og 53966. Apótek Keflavíkur: Opið frá kl. 9-19 virka daga, aðra daga frá kl. 10-12 f.h. Nesapótek, Seltjarnarnesi: Opið virka daga kl. 9-19 nema laugardaga kl. 10-12. Apótek Vestmannaeyja: Opið virka daga kl. 9-12.30 og 14-18. Lokað laugar- daga og sunnudaga. Akureyrarapótek og Stjörnuapótek, Akureyri: Virka daga er opið í þessum apótekum á afgreiðslutíma verslana. Apótekin skiptast á sína vikuna hvort að sinna kvöld-, nætur- og helgidaga- vörslu. Á kvöldin er opið í þvi apóteki sem sér um þessa vörslu til kl. 19. Á helgidögum er opið kl. 11-12 og 20-21. Á öðrum tímum er lyfjafræðingur á bak- vakt. Upplýsingar eru gefnar í sima 22445. Heilsugæsla Slysavarðstofan: Sími 696600. Sjúkrabifreið: Reykjavík, Kópavogur og Seltjamames, sími 11000, Hafnarfjörður, sími 51100, .Keflavik, sími 12222, Vestmannaeyjar, simi 11955, Akureyri, sími 22222. Krabbamein - Upplýsingar fást hjá fé- lagsmálafulltrúa á miðvikudögum og fimmtudögum kl. 11-12 í síma 621414 Læknar Læknavakt fyrir Re. kjavík, Séltjam- arnes og Kópavog :r í Heilsuvemdar- stöð Reykjavíkur al.a virka daga frá kl. 17 til 08, á laugardögum og helgidögum allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir, símaráðleggingar og tímapantanir í sími 21230. Upplýsingar um lækna og iyfjaþjónustu eru gefnar i símsvara 18888. Borgarspítalinn: Vakt frá kl. 8-17 alla virka daga fyrir fólk sem ekki hefur heimilislækni eða nær ekki til hans (sími 696600) en slysa- og sjúkravakt (slysadeild) sinnir slösuðum og skyndi- veikum allan sólarhringinn (sími 696600). Læknavakt Þorfinnsgötu 14: Skyndi- móttaka rúmhelga daga kl. 10-16. Sími 620064. Seltjarnarnes: Heilsugæslustöðin er opin virka daga kl. 8-17 og 20-21, laugar- daga kl. 10-11. Sími 612070. Hafnarfjörður, Garðabær, Álftanes: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar, sími 51100. Keflavík: Neyðarvakt lækna frá kl. 17-8 næsta morgun og um helgar. Vakthaf- andi læknir er í síma 14000 (sími Heilsu- gæslustöðvarinnar). Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna í síma 11966. Akureyri: Dagvakt frá kl. 8-17 á Heilsu- gæslustöðinni í síma 22311. Nætur- og helgidagavarsla frá kl. 17-8, sími (far- sími) vakthafandi læknis er 985-23221. Upplýsingar hjá lögregiunni í sima 23222, slökkviliðinu í síma 22222 og Akureyrarapóteki í síma 22445. Heimsóknartíim Landakotsspítali: Alla daga frá kl. 15-16 og 18.30-19. Bamadeild kl. 14-18, aðrir en foreldar kl. 16-17 daglega. Gjör- gæsludeild eftir samkomulagi. Borgarspítalinn: Mánud.-föstud. kl. 18.30-19.30. Laugard.-sunnud. kl. 15-18. Heilsuverndarstöðin: Kl. 15-16 og 18.30-19.30. Fæðingardeild Landspitalans: Kl. 15-16 og 19.30-20.00. Sængurkvennadeild: Heimsóknartími frá kl. 15-16, feður kl. 19.30-20.30. Fæðingarheimili Reykjavikur: Alla daga kl. 15-16.30 Kleppsspítalinn: Alla daga kl. 15-16 og 18.30- 19.30. Flókadeild: Alla daga kl. 15.30-16.30. Grensásdeild: Kl. 18.30-19.30 alla daga og kl. 13-17 laugard. og sunnud. Hvítabandið: Frjáls heimsóknartími. Kópavogshælið: Eftir umtali og kl. 15-17 á helgum dögum. Sólvangur, Hafnarfirði: Mánud.-laug- ard. kl. 15-16 og 19.30-20. Sunnudaga og aðra helgidaga kl. 15-16.30. Landspitalinn: Alla virka daga kl. 15-16 og 19-19.30. Barnaspítali Hringsins: Kl. 15-16 alla daga. Sjúkrahúsið Akureyri: Alla daga kl. 15.30- 16 og 19-19.30. Sjúkrahúsið Vestmannaeyjum: Alla daga kl. 15-16 og 19-19.30. Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl. 15.30- 16 og 19-19.30. Hafnarbúðir: Alla daga frá kl. 14-17 og 19-20. Vífilsstaðaspítali: Alla daga frá kl. 15-16 og 19.30-20. Geðdeild Landspitalans Vífilsstaða- deild: Heimsóknartími: Sunnudaga kl. 15.30- 17. Vísir fyrir 50 árum Mánud. 11. maí: Húsbruni í Skerjafirði Tvö hús skemmast. ________Spakmæíi__________ Hjónaband er engin endastöð. Það er ferðalag. Paul Popenoe. Söfnin Ásmundarsafn við Sigtún. Opið dag- lega kl. 13-16. Ásgrímssafn, Bergstaðastræti 74: Op- ið daglega nema mánudaga kl. 13.30-16. Árbæjarsafn: Opið í júní, júlí og ágúst alla daga nema mánudaga kl. 10-18 og um helgar í sept. á sama tíma. Upþlýs- ingar í síma 84412. Borgarbókasafn Reykjavíkur Aðalsafn, Þingholtsstræti 29a, s. 27155. Borgarbókasáfnið í Gerðubergi 3-5, s. 79122, 79138. Bústaðasafn, Bústaðakirkju, s. 36270. Sólheimasafii, Sólheimum 27, s. 36814. Ofangreind söfit eru opin sem hér segir: mánud.-fimmtud. kl. 9-21, föstud. kl. 9-19, laugard. kl. 13-16. Aðalsafn, lestrarsalur, s. 27029. Opiö mánud.-laugard. kl. 13-19. Hofsvallasafn, Hofsvallagötu 16, s. 27640. Opið mánud.-föstud. kl. 16-19. Bókabílar, s. 36270. Viðkomustaðir viðs vegar um borgina. Sögustundir fyrir börn: Aðalsafn, þriðjud. kl. 14-15. Borgarbókasafnið í Gerðubergi, fimmtud. kl. 14-15. Bústaðasafn, miðvikud. kl. 10-11. Sólheimar, miðvikud. kl. 11-12. Lokað á laugard. frá 1.5.-31.8. Kjarvalsstaðir: opið daglega kl. 11-18. Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi 7: er opið daglega nema mánud. kl. 12-18. Listasafn Einars Jónssonar er opið alla daga nema mánudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn alla daga kl. 11-16. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi er opið um helgar kl. 14-17. Kaffistofan opin á sama tíma. Náttúrugripasafnið við Hlemmtorg: Opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard. kl. 13.30-16. Norræna húsið við Hringbraut: Sýn- ingarsalir í kjallara: alla daga kl. 14-19. Bókasafn Norræna hússins: mánud. - laugardagakl. 13-19. Sunnud. kl. 14-17. Sjóminjasafn íslands er opiö alla daga nema mánudaga 14-18. J. Hinriksson, Maritime Museum, Súðarvogi 4, S. 84677. Sjóminja- og vél- smiðjumunasafnið er opið frá kl. 13.-17 þriðjud. - laugard. Þjóðminjasafn íslands. Opið þriðjud., fimmtud., laugard. og sunnud. kl. 12-16. Leiðsögn á laugardögum kl. 14 Bilanir Rafmagn: Reykjavík, Kópavogur og Seltjamames, sími 686230. Akureyri, sími 11390. Keflavík, sími 15200. Hafnarfjörður, sími 652936. Vestmannaeyjar, sími 11321. Hitaveitubilanir: Reykjavík og Kópavogur, sími 27311, Seltjamames, sími 615766. Vatnsveitubilanir: Reykjavík sími 621180. Seltjamames, sími 27311. Kópavogur, sími 41580, eftir kl. 18 og um helgar, sími 41575. Akureyri, sími 23206. Keflavík, sími 11552, eftir lokun 11555. Vestmannaeyjar, símar 11322. Hafnaiijörður, simi 53445. Símabilanir: i Reýkjavík, Kópavogi, Seltjamamesi, Akureyri, Keflavík og Vestmannaeyjum tilkynnist í 05. Bilanavakt borgarstofnana, sími 27311: Svarar alla virka daga frá kl. 17 síðdegis til 8 árdegis og á helgidögum er svarað allan sólarhringinn. Tekið er við tilkynningum um bilanir á veitukerfum borgarinnar og í öðrum tilfellum, sem borgarbúar telja sig þurfa að fá aðstoð borgarstofnana. Tilkyimingar AA-samtökin. Eigir þú við áfengis- vandamál að stríða, þá er sími samtak- anna 16373, kl. 17-20 daglega. Leigjendasamtökin Hverfisgötu 8-10, Rvík., sími 23266. Líflínan, Kristileg símaþjónusta. Sími 91-676111 allan sólarhringinn. Stjömuspá Spáin gildir fyrir þriðjudaginn 12. maí Vatnsberinn (20. jan.-18. febr.): Þú verður að hafa mikiö fyrir hlutunum ef þú vilt fá fólk á þitt band. Óvæntar fféttir, sem þú færð, eru mjög hvetjandi. Fiskarnir (19. febr.-20. mars.): Það er mjög bjart yfir vináttu, bæði gamalli og nýrri. Þú hittir einhvem sem hefur sömu lífsskoðanir og þú. Happatölur eru 5, 23 og 36. Hrúturinn (21. mars-19. april): Þú gætir þurft að vinna ennþá meira fyrir velgengni þinni en endranæ'r. Sættu þig við gang mála í hagnýttum störfum. Vikan lofar góðu. Nautið (20. apríl-20. mai): Það er ekki víst að samkeppni, sem þú lendir í, sé sanngjöm. Fréttir af fjölskyldu þinni eða nánum vinum hressa þig upp. Tvíburarnir (21. maí-21. júni): Skoðanir þínar em af mjög hagnýttum toga. Varastu að vera of ákafur og láttu aðra ekki hafa of mikil áhrif á þig. Taktu mót- læti vel. Krabbinn (22. júni-22. júlí): Farðu vel yfir það semþú ert að gera. Reyndu að fmna þér nýjan og auðveldari lífsstíl. Akveðið mál hefur mjög hvetjandi áhrif á Þig. Ljónið (23. júlí-22. ágúst): Nýttu þér þekkingu þína til að gefa upplýsingar eða ráðlegging- ar. Óvænt ferð gæti komið upp og því skaltu varast seinkanir. Happatölur era 2,14 og 25. Meyjan (23. ágúst-22. sept.): Tíminn skiptir þig miklu máli í dag því þú hefur mikið að gera. Fáðu aðstoð við það sem þú þarft. Reyndu að skipuleggja framtíð- ina. •» Vogin (23. sept.-23. okt.): Samskipti þín við einhvem lagast og halda áfram að lagast svo þú getur farið að treysta fólki. Nýttu þér aðstoð og fréttir til að ryðja hindranum úr vegi þínum. Sporðdrekinn (24. okt.-21. nóv.): í ákveðnu máli er myndin dálítið óskýr til að byrja með en lag- ast þegar líða tekur á daginn og þú hefur rætt við ákveðna aðila. Tilfinningamálin era óöragg. Bogmaðurinn (22. nóv.-21. des.): Gerðu ekkert ótímabært eða sýndu óþolinmæði við að ná úrlausn- um í málum. Það er ekki víst að fyrirætlanir þínar séu réttar, því skaltu bíða aðeins við sérstaklega varðandi peninga. Steingeitin (22. des.-19. jan.): Málefni þín eru mjög ruglandi og þú veist ekkert í hvom fótinn þú átt að stíga til að ná árangri. Geymdu allar mikilvægar ákvarð- anir þar til síöar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.