Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1992, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1992, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1992. Utlönd ___________________________ Laun hjá hinu opinbera lækkuð um 2,5 prósent Bérégovoysiglir fram úr Mitterr- and í vinsældum Pierre Bérégovoy, forsætisráð- herra Frakklands, er enn aö auka á vinsældir sínar. Hann hefur nú nokkurt forskot á Francois Mitt- errand forseta. Samkvæmt skoðanakönnun, sem gerð var fyrir laugardags- tímarit dagblaðsins Figaro, treysta 60 prósent franskra kjós- enda Bérégovoy til að leysa vandamái landsins. Aðeins 37 prósent kjósenda treysta hins vegar Mitterrand forseta til aö leiða landiö út úr núverandi efna- hagsþrengingum. Reuter Jens Dalsgaard, DV, Færeyjum; Færeyska landstjórnin hefur ákveðiö aö lækka laun opinberra starfsmanna um 2,5 prósent þaö sem eftir lifir ársins með þvi að senda þá í launalaust leyfi í eina viku. Þannig hyggst stjórnin lækka launakostnað sinn um sem svarar tvö hundruð milljónir íslenskra króna. Launalækkunin er hður í aðgerð- um stjómvalda tii að draga úr fjár- lagahallanum sem landsþingið sam- þykkti í fyrradag. Landstjórnin ákvað einnig að hækka skatta á tekjur sem era hærri en 1700 þúsund íslenskar krónur. Skattarnir hækka um tvö til sjö pró- sent en heildarskattar verða þó aldr- ei hærri en fimmtíu prósent af laun- um. Með því hyggst stjómin ná inn ríflega 900 milljón króna tekjum. Dregið verður úr stuðningi hins opinbera við sjávarútveginn um 200 milljónir íslenskra króna, framlög til samgöngumála lækka um rúmar tvö hundruð milljónir og ýmsum fjár- festingum hefur verið slegið á frest. Landsjóðurinn ætlar einnig að taka erlent lán upp á tæpa tvo milljarða til að jafna fjárlagahallann. Opinberir starfsmenn hafa mót- mælt launalækkuninni en þeir hafa ekki enn rætt um það hvort gripið verði til einhverra aðgerða til að fylgja mótmælunum eftir. Nýttglæsilegt afmælishefti á næsta sölustað eða í áskrift í síma 63 27 00 Dýrtaðhenda miklu sorpi í Þýskalandi Helga M. Ótlaisdóttir, DV, Þýskalandi: Mörg smærri bæjarfélaganna í Þýskalandi hafa tekið upp á því að láta íbúana borga fyrir sorphreinsun í samræmi við það magn sem hver íbúð lætur frá sér. Þetta er gert til að minnka sorp og hefur víða gefist vel. Fjölnota umbúðir, svo sem gler- flöskur, er farið að nota mun meira á kostnað einnota umbúða. Algengt er að greiða þurfi um 360 krónur fyrir losun á hverri tunnu. Ekki er þó aUt rusl sett undir sama hatt því að tunnan með endurnýtan- legu rush, svo sem pappír og plasti, er stærri en sú sem tekur annað rasl og kostar jafn mikið að losa hana. Lðgregluþjónar ákærðirfyrir kynferðislega misnotkun Nokkrir lögregluþjónar era meðal þeirra sem kanadísk yfirvöld hafa ákært fyrir hkamlega og kynferðis- lega valdbeitingu við 30 börn á dag- vistarheimili í litlum bæ á sléttum Kanada. Tveir fyrrum lögreglustjórar í bænum Martensvihe og tveir óbreyttir lögregluþjónar úr nærliggj- andi bæ vora handteknir á miðviku- dag og sakaðir um kynferðislega misnotkun. Þrír lögregluþjónar til viðbótar vora leystir frá störfum á meðan rannsókn málsins fer fram. Rækjumið Saudi Arabaeyðileggj- astaf mengun Mengun sem stafar frá Persaflóa- stríðinu hefur eyðilagt nánast öh rækjumiö undan ströndum Saudi Arabíu og að sögn embættismanns þar í landi verður ekkert til að veiða á næsta ári ef ríki við Persaflóann banna ekki rækjuveiðar í sumar. Aðalskaðvaldurinn var oha sem lak í sjóinn og þakti nær allar strend- ur Saudi Arabíu. Tahö er að lekinn hafl numið sex th átta mihjón tunn- um. Reuter Lagttii að Fær- eyingarhætti þorskveiði jens DaJsgaard, DV, Færeyjum: Alþjóðahafrannsóknaráðið hef- ur lagt til að Færejingar hætti öhum þorskveiðum sínum. Til- mæh þess efnis bárust færeysk- um stjórnvöldum á þriðjudag. John Petersen, sjávarútvegs- ráðherra Færeyja, sagði í viðtali við færeyska útvarpið að þetta væri viðvörun til Færeyinga um að fara varlega. Hann sagði að það væri ekki bara ofveiði sem hefði valdið minnkandi þorskaíla heldur kynnu breytingar í sjón- um líka að eiga sirrn þátt. Færeyska landstjómin hefur ekki enn tekið afstöðu til tilmæla Alþjóðahafrannsóknaráðsins. ; Þorskveiði við Færeyjar hefur dregist mikiö saman að undan- fórnu og þrátt fyrir að Færeyja- banki sé nú friðaður þriðja árið í röö virðist hafa orðið lítil nýhð- un í þorskstofhinum. Breskakon- ungsfjölskyldan sökuðumbrotá jafnréttislögum Breska konungsflölskyldan hefur veriö sökuð um að setja sjálfa sig ofar lögum um jafnrétti kynþáttanna og kynjanna og hafa aðeins örfáa blökkumenn og kon- ur meðal hirömanna sinna. Ásakanir þessar komu fram í heimildarmynd sem sýnd var á bresku sjónvarpsstöðinni Rás fjögur í ftTrakvöId. Þar sagði að konungsíjöiskyldan fengi lögum breytt til að vernda hagsmuni sína og að drottningunni leyfðist aö hagnast vel á stöðu sinni sem þjóðhöföingja. Drottningin hefur sætt mikihi gagnrýni á 40. valdaafmælisári sínu um framferði barna sinna og undanþágur hennar ffá skatti Ekki hefur verið skýrt frá auði drottningar opinberlega en hann mun vera umtaisverður. Bresku æsifréttablöðin tóku við sér eftir þáttinn og birtu fýrir- sagnir þar sem drottning var sök- uð um að vera haldin kynþátta- fordómum og beita kynjamis- munun. Sfofnandiskop- tímaritsinsMad erallur Wihiam Gaines, maöurinn sem stofnaði skoptímaritið Mad, lést í svefni á heimili sínu á Manhattan á miðvikudag. Hann var sjötugur. Áður en Gaines setti Mad á laggirnar hafði hann verið ötuh við útgáfu hryÚingsmyndasagna, eins og Hrylhngsherbergisins og Sagna að handan. Hann neyddist hins vegar til aö stöðva útgáfu þeirra snemma á sjötta áratugn- um eftir vitnaleíðslur i öldunga- deild þingsins um áhrif þeirra á bandarískan æskulýð. Gaines var raikill á velh, 188 sentímetrar á hæó og var með sítt hvítt skegg sem hann sagðist vera of Jatur th að snyrta. Rannsóknar- skipineitaðum aðleggjastað Rússnesku rannsóknarskipi var neitað um að sigla inn til Tromsö í Noregi á þriöjudag af ótta við að áhöfnin mundi stunda njósnir um viökvæm hemaðarö- mannvirki í nágrenni bæjarins. Skipið fór þá til Honningsvág þar sem skipt var um áhöfn, eins og til stóð að gera í Tromsö. Reuter og NTB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.