Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1992, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1992, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1992. Spumingin Hvaö ætlar þú að gera um hvítasunnuhelgina? Ólafur Baldursson: Ég er nú ekki búinn að ákveða það en ætli maður fari ekki eitthvaö út úr bænum og helst sem lengst. Anna Sigriður Guðnadóttir: Ég fer í ballett í Iistdansskóla íslands. Kristin Unnur Friðjónsdóttir: Ég fer líka í bailett. Þórarinn Ólafsson: Ég veit það ekki, fer eitthvert til að veiða silung. Rannveig Ólafsdóttir: Ég verð að vinna á Naustkránni. Helgi Ingólfsson: Ég fer norður í Vesturhóp. Lesendur Handaþvottur f élags- málaráðhenra „Biðtíminn til aðgerða inni á spítulunum lengist von úr viti,“ segir m.a. í bréfinu. Helga Guðmundsdóttir skrifar: Þegar félagsmálaráðherra ætlar nú, fyrir flokksþing Alþýðuflokks, að þvo hendur sínar af gjörðum ríkis- stjómarinnar, sem hún heflu- fram að þessu stutt að fuilu í niðurskurð- inum í heilbrigðis- og menntamálum, verkar það sem skondinn handa- þvottur og sýndarmennska á marga. í sjónvarpsfréttum á uppstigning- ardag, kirkjudegi aldraðra, hlustaði ég á félagsmálaráðherra sem ræður yflr félagskerfinu. Þar ræður ríkjum þrýstihópastefnan og er búin að koma ár sinni vel fyrir borð. Þar hefur ekki verið skorið niður - sam- anber óhóflega peningasóun og óheyrilega dýr sambýli, keypt fyrir fáeina fatlaða. Heilbrigðisráðherra sparar með vinstri hendi en kastar milljónum króna meö þeirri hægri. Aðfarimar í heilbrigðismálum, sem allir landsmenn líða fyrir, er ekki nema brot af peningasóun félags- málaráðherra fyrir fáa útvalda. Og svo kalla þeir sig fylgismenn jafnað- arstefnu! Háaldrað fólk er flutt á milli ætt- ingja og Vífilsstaða þótt öll starfsem- in þar riðlist. Og biðtíminn til að- gerða inni á spítulunum lengist von úr viti. Starfsfólki er sagt upp. Al- menningur á að spara og líða fyrir lokun legudeilda. En það er ekkert til sparað þegar gæluverkefnin em annars vegar. Guðrún Helgadóttir alþm. sagði á síðasta degi þingsins að keypt hefði verið einbýlishús í Mosfellssveit fyrir 6 fatlaða einstakl- inga. Kostnaðurinn væri um 70 millj- ónir króna. Fyrir 6 aðra fatlaða' á aö kosta til 150—200 milljónum króna að Sogni í Ölfusi í stað þess að búa til öryggisdeild á Kleppsspítala með litl- um tilkostnaði - og það í öllum spamaðinum í heilbrigðiskerfinu. Skammarleg sóun á almannafé. Fyrir 70 milljón króna sambýlið hefði mátt kaupa 4-5 lítil einbýhshús í þágu fatlaðra eða leysa vistunarmál 40-50 manns á öldrunardeildum. MiUjónaaustminn í Sogn hefði kom- ið spítalakerfinu til góða, t.d. komið í veg fyrir hreppaflutning gamal- menna úr Hátúni og kómið í veg fyr- ir lokun ýmissa spítaladeilda. Fólk sem bíður eftir spítalaplássi hefði komist eihtið lengra í röðinni en sem nöfn á biðhstunum. Ef Alþýöuflokkurinn ætlar að standa undir nafni þarf Jón Baldvin að hreinsa tíl á næsta flokksþingi og fá JAFNAÐARMENN í ráðherrastól- ana, ekki gæluverkefnapotara. Stéttarfélög og skerðing lífskjara Kristinn Kristinsson skrifar: Áfalhð er skolhö á, áfah sem allir vissu að gæti komið. Við erum nú einu sinni ekki annaö en fiskveiði- þjóð sem hefur ekki viljaö byggja afkomu sína á öðru en fiskveiðum og afleiddum atvinnugreinum. Þjón- usta og iðnaður hefur ekki komist í þær álnir sem við oft tölum rnn að hér séu efni til. Ekki hafa öU eggin í sömu körfimni, segja menn. En aldr- ei er af neinni alvöru tekið á því máh. Erlendir aðUar í atvinnurekstri hér hafa verið Ula séðir, verkalýðsfé- lög og umhverfis- og landvemdar- postular hafa spUaö á stjómmála- menn gagnvart atkvæðum og enginn hefur viljað taka af skarið og segja: Hingað og ekki lengra, öhum skuh frjálst að stofna til atvinnurekstrar á íslandi svo lengi sem þeir vilja nýta íslenskt vinnuafl. Þetta kemur okkur í koU nú. íslenskir sjómenn eru með hæstu meðaltekjur í heimi, samkvæmt heimUdum frá hagstjómarmönnum hér á landi. Sjómenn hafa ekki gefið eftir. Læknar á opinberum sjúkra- húsum keipa eins og smákrakkar vegna þess að þeir eiga að stimpla sig inn til vinnu eins og í siðuðum þjóðfélögum. Svona er hljóðiö í stétt- arfélögunum. Fólk hefur neitað að viðurkenna lífskjaraskerðingu. Núna er komið að því að ekki verður lengra gengið í kröfugerðum og fé- lagslegri aöstoð tíl annarra en sjúkra og sannanlega fatlaðra. Ekki kæmi mér á óvart þótt hrein- lega hefði verið beðið um þá skýrslu um aflaskerðingu, sem nú er mest rædd hér, til þess að fá landsmenn til að skUja þá staðreynd að hér verð- ur ekki lifað áfram nema með ýtmstu sparsemi. Og sá sannleikur verður að koma að ofan og utan. Það er enginn spámaöur í sínu foðurlandi og því verður að segja okkur sann- leikann á útlensku fyrst þótt byggöur sé á innlendum forsendum. Virtur forystumaður VSÍ Lúðvíg Eggertsson skrifar: Einar Oddur Kristjánsson er ein- stakur maður í sinni röð, bæði sem atvinnurekandi og einnig sem for- maður vinnuveitenda. í síðamefndu stöðunni, sem er vandasöm og óvin- sæl, vann hann sér þjóðarhylh. Það var fyrir hreinskilinn og afdráttar- lausan málflutning. Honum má með réttu þakka svo- nefnda þjóðarsátt 1990 sem stöðvaði hrunadans verðbólgunnar. Þeim ár- i Hringiö i síma 632700 míllikl. 14ogl6 -eöaskrifið Nafn ogslmanr. verður aö fyigja bréfuin Einar Oddur Kristjánsson, torstjóri og fyrrv. form. VSÍ:...það var fyrst og fremst verkalýöshreyfingin sem treystl honum,“ segir m.a. i bréfinu. angri varð náö vegna þess að það var fyrst og fremst verkadýðshreyfingin sem treysti honum. Stærsta og veigamesta framlag Einars Odds á vinnumarkaðinum var að benda stétt atvinnurekenda, og einnig stjómvöldum, á þá stað- reynd að vinnulaunin ein ráöa ekki úrshtum um samkeppnishæfni at- vinnuveganna. Það gera vextimir ekki síður. í kveðjuræðu, sem Einar Oddur hélt á aðalfundi VSÍ í maí, lætur hann þess getið að í nýgerðum kjara- samningi sé engin kaupmáttartrygg- ing. „Slíkar tryggingar," segir hann, „hafa heldur aúdrei verið nema til aö blekkja. Þær em í raun gagnslausar eins og allar aðrar verðtryggingar. Ái ég þá ekki hvað síst við verðtrygg- ingu fjárskuldbindinga." Þessi orð mættu ráðherrar og bankastjórar leggja á minnið. Þökk sé Einari Oddi fyrir einurð og þor. R.P. skrifar: Eför þessi síðustu tíðindi af viö höfum þó alveg eins búist við, a.m.k. þeir sem til þekKja i sjávar- útvegi, má búast við aö flestir sámstu kvölina fyrir þá er selja fisk úr landi. Og þeir hafa hingað til hafi sigur. Þótt forsætísráðherra vilji halda genginu stöðugu má eng- inn við afii þrýstihópanna. Því er hætt við aö margir trúi því i raun verði ekki almennings er að bíða þess að fólk feri að harastra tól og tæki og skrúfan fari af stað á nýjan ieik. Karl Guðmundsson hringdi: Þaö hefur loks veriö sannað opinberlega, svo ekki verður um vihst, að eignaskattur einstakl- inga hér á landi er með þvi hæsta sem gerist í heiminum. Sums staðar þekkist ekki eignaskattur, t.d. í Bretlandi, Bandaríkjunum, Kanada, ítahu og Nýja-Sjálandi og viðar. Skattprósentan er svo hæst hér og í Noregi og Svíþjóð, þetta frá 2,2% og upp í 3%. Fasteignaskattur er mjög hár hér, og líklegast hvergi hærri. Það er því sannarlega verið að tvískatta hús- og íbúöareigendur meö því að innheimta bæði fast- eignaskatt og sérstakan eigna- skatt. Hrað!estin“ Sveinbjörn skrifar: Ungir kratar hafe nú staðfest fyrir sitt leyti aö þeir telji það vænlegt hlutskiptí Islendinga að taka „hraðlestina" til- Brussel. Ekki dugi aö þjarka um EES- samninginn einan. Bmssel skal vera lokaáfanginn, segja ungu jafn- aðarmennimir sem funduöu ný- lega. Nú hafa Danir hafiiað því aö taka þátt í Evrópu-samrunanum aö fúllu. Hvaö em ungir jafnaðar- menn eiginlega að hugsa með ályktun um aðildarumsókn að EB? Kristin Pétursdóttir skrifar: Ég hef fylgst nokkuö með um- ræðu um sterkan og veikan áfengan bjór hér og er mjög ánægð með að nú skuli væntan- legur góöur pilsner á markaðinn. Við hjónin forura gjaman á ein- hvetja krána við og við til að slappa af og það er ekkert æðis- lega spennandi aö kneyfa þennan sterka bjór sem er á boðstólum. : Ég býð því hara velkominn á markaöinn mildan, grænan, áfengan pilsner ft-á Tuborg. er inniiega sammála Tryggva í lesendadálki DV sl. þriðjudag um hljómsveitina Gipsy Kings. Ég var einn þeirra sem ætluöu að sjá og hlusta á hljómsveitina héma en þegar ég sá fréttir um að þeir væru bara 6 í hljómsveitinni hætti ég við aö kaupa miða. Svo sagði mér kunn- ingi, sem fór á tónleikana, aö uð, 11 eða 12 manns eins og vepj- an er. Og fleira virðist hafe farið úr böndunum í kynningu á hjjóm- sveitituú þvi ýnúst er taiaö um að Gipsy Kings hafi verið hluti hátíðarinnar. Það er eins og ýmislegt hafi verið óljóst um komu þessarar frægu hljómsveit- ar og veröur aö átelja þaö og harma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.