Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1992, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1992, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1992. 15 VeKerðarkerfið og spariféð Veröbólga er nú lægri á íslandi en elstu menn muna, lægri en í flestum nágrannalöndum okkar. Vextir hafa líka lækkað verulega og vonandi hækka þeir ekki aftur í bráð heldur halda áfram að lækka. Það er sjálfsagt engin ein ástæða fyrir þessari þróun en hvemig fjárlög voru samþykkt fyr- ir árið 1992 ræður mjög miklu, ef ekki mestu, þar um. Það þarf engum blöðum um það að fletta að hér er um verulegan árangur að ræða sem er okkur afar mikilvægur því að hver mánuður sem líðm- við lægri verðbólgu hjá okkur en er hjá nágrönnum okkar bætir samkeppnisstöðu atvinnu- vega okkar gagnvart atvinnulífi annarra þjóða og færir okkur fjær því að fella gengið með tilheyrandi verðbólgubáh. Velferð og ábyrgð einstaklinga Ríkisstjómin hefur verið að vinna að auknu athafnafrelsi ein- staklinga og minnka umsvif ríkis- ins í atvinnulífinu. Skipaútgerðin hefur verið lögð niður og lögð fram frumvörp um það að gera ríkisfyr- irtæki að hlutafélögum. Jafnframt hafa ríkisfyrirtæki verið auglýst til sölu og áætlanir lagðar fram um frekari einkavæðingu. Samfara þessu hefiu- ríkisstjóm- in unnið að hagræðingu og spam- aði í velferðarkerfinu með það fyr- ir augum að tryggja öryggi þeirra KjaUaiinn Árni M. Mathiesen alþingismaður sem minnst mega sín og á hjálp þurfa að halda. Þeir sem þess em megnugir taki hins vegar meiri ábyrgð á sér og sínum og séu sjáif- stæðari gagnvart hinu opinbera. Þetta em nútímalegar breytingar í samræmi við það sem er að ger- ast í þeim löndum sem við allajafn- an viljum miða okkur við og eiga að tryggja að við drögumst ekki aftur úr hvað hagvöxt, lifskjör og þjóðfélagslegt öryggi varðar. EESogGATT Mjög viðamiklar alþjóðlegar samningaviðræður hafa átt sér stað undanfarin misseri, bæði á vettvangi EES og GATT. Þessir samningar, ef til lykta verða leidd- ir, eiga það sameiginlegt að auka mjög viðskiptafrelsi á aiþjóðavett- vangi og bæta mjög samkeppnis- stöðu þjóða eins og Islendinga sem byggja á nýtingu og úrvinnslu auð- linda. Samningamir munu leiða til virkari alþjóðlegra markaða, auk- innar samkeppni, betri og skyn- samlegri nýtingar auðlinda og „Þessir samningar ef til lykta verða leiddir eiga það sameiginlegt að auka mjög viðskiptafrelsi á alþjóðavettvangi og bæta,mjög samkeppnisstöðu þjóða eins og íslendinga sem byggja á nýtingu og úrvinnslu auðlinda.“ „Er rétt að draga úr áhuga fólks á þvi að eiga varasjóð í banka eða sparisjóði og spara til elliáranna ... ?“ spyr Árni m.a. í grein sinni. lægra vöruverðs. Hvemig við mun- um standa okkur í þessari sam- keppiú er ekki ljóst en mun að miklu leyti ráðast af þvi hvemig við högum okkar málum á heima- velli. Atvinnuleysi og fjárfestingar Það er áhyggjuefni að atvinnu- leysi hefur aukist hér á landi að undanfomu þrátt fyrir jákvæða þróun í verðbólgu-, vaxta- og geng- ismálum. Það er heldur ekki ein- sýnt hvemig þróunin muni verða þrátt fyrir fyrirsjáanlega bætta samkeppnisstöðu okkar á erlend- um mörkuðum. Ástæða þessa em án nokkurs vafa fjárfestingarmistök síðustu áratuga sem gerð hafa verið í skjóh fjárfestingarsjóða ríkisins. Fjár- festingar, sem ráðist var í fyrir er- lend lán undir póhtískri leiðsögn og hafa ekki skilað arði heldur þvert á móti, era nú baggi á þjóð- inni. Við verðum að komast út úr þessum vanda með því að atvinnu- lífið sjálft taki ákvarðanir um fjár- festingar en ekki fjárfestingarsjóð- ir ríkisins og ríkisbankar. Skattlagning eignatekna Hugmyndir um nýskipan á skatt- lagningu eignatekna, og þá sérstak- lega skattlagning sparifjár, valda mér í ljósi ofanritaðs verulegum áhyggjum. Er rétt að gera viðamiklar breyt- ingar í þessum efnum þegar ís- lenskt bankakerfi er að hefja sam- keppni við erlenda banka í mun ríkari mæh en áður? Er rétt að skattleggja spamað og sparifé á þeim tíma sem við höfum hvað mesta þörf fyrir nýtt innlent fiár- magn til fiárfestingar í atvinnuhf- inu? Er rétt að draga úr áhuga fólks á því að eiga varasjóð í banka eða sparisjóði og spara til elháranna á sama tíma og við viljum að ein- stakhngarnir taki meiri ábyrgö á sinni eigin velferð og séu ekki eins háðir hinu opinbera? Ríkisstjómin og stjómarflokk- arnir verða að skoða þetta mál mjög vel áður en nokkur breyting er gerð því við megum ekki draga úr spamaði og við megum ekki missa fiármagn úr landi að óþörfu. Árni M. Mathiesen Nornarbragur á ríkisstjórninni Aldrei hefur setið svo gæfusnauð ríkisstjóm að völdum í landinu sem nú. ÖUu trausti rúin stritar hún við að sitja og fremja fleiri og fleiri skemmdarverk á okkar jafn- réttis- og velferðarþjóðfélagi. Það er nomarbragur á flestu því sem ríkisstjómin tekur sér fyrir hend- ur, hún ærir heilu hópana og stétt- irnar gegn sér og uppsker heilaga reiði almennings. Fyrsta verkið var að skera velferðarkerfið niður við trog, skapa neyðarástand á sjúkra- húsum, sjúkrastofnunum og meðal aldraðra og sjúkra. Nú kemur það í ljós að ekkert hefur sparast í heilbrigðisgeiran-. um, biðraðir hafa myndast og hóp- ar fólks sem bíður eftir brýnum læknisaðgerðum fær ekki bót meina sinna og lokun deilda blasir við. Óánægja og óvissa setur svip sinn á starf lækna og heilbrigðis- stétta. Þaö fer htið fyrir mannúð og mhdi og velferð á varanlegum grunni Ifiá ríkisstjóm Davíðs Oddssonar þegar málefni fatlaðra og sjúkra era skoðuð eftir þrettán mánaða valdaferil harðsfióranna úr Viðey. Aumt hefur verið hlut- verk hehbrigðisráðherrans sem þó er jafnaðarmaður af Vestfiörðum, hann hefur reynst vera leir eða leikbrúða í höndum frjálshyggj- imnar. Þungar skuldir til framtíðar Skattapinklamir hafa verið settir á bamafólkið til að afla ríkissjóði tekna í formi gjalda. Þegar fyrstu fiárlög ríkissfiómar Davíðs Odds- sonar era skoðuð kemur í ljós að skattagjöld hækka á milli ára um heila sex milijarða. Nú var í fyrsta sinn horfið frá áratuga jafnræði. Nú vora pinklamir lagöir á bama- KjaUarinn Guðni Ágústsson alþingismaður framtíðar, fólkið sem er að fæða af sér næstu kynslóð íslendinga. Ekki kæmi það á óvart þótt hús- bréfakerfið og lífeyrissjóðimir eignuðust þúsundir íbúða í landinu á næstu árum og áratugum. Nú sætum við kerfi þar sem affaha- grósserar hirða strax hálfa og heila mihjón í sinn vasa af húsnæöisláni ungu fiölskyldunnar. Æ, æ, bömin mín, bæði ung og smá, var andvarp deyjandi manns í Skálholti í ár- daga. Lokaverk ríkissfiómarinnar á annasömu þingi var svo Lánasjóð- ur íslenskra námsmanna. Sú aðfór mun í minnum höfð og á eftir að draga dilk á eftir sér. Við fram- sóknarmenn töldum að ýmislegt mætti lagfæra og ýmsa hnökra skera af kerfinu sem gætu sparað „Reiknimeistarar fundu út á dögunum að hermangið og ófriður heimsins skaffaði sex þúsund manns atvinnu hér. Ef NATO legði niður þessi störf væri vá fyrir dyrum. Hvað ef landbún- aðurinn og matvælaiðnaður hans yrði rústaður?“ og fiölskyldufólkið, á meðulin, á komumar á heilsugæslustöðvam- ar, á skólastarfið. Einnig vora fé- lagslegar bætur sem bamafólk naut stórlega skertar svo sem bamabótaauki. Ekkert mun bitna jafn harkalega á framtíðinni ef hamafólkið stendur í eilífri baráttu frá degi til dags. Mesta áhyggjuefni dagsins í dag er það hversu unga fólkið á íslandi er reyrt í þungar skuldir til langrar peninga. Námsmenn vora fúsir til samstarfs um slíkt við ríkissfióm- ina. Tvennt var það þó sem ahs ekki var ásættanlegt, eftirágreiðsla námslána sem þýðir verulegt óhag- ræði fyrir námsmenn og kostnað- arauka. í gamla kerfinu urðu námsmenn aö standast fyrstu önn- ina til að komast inn og fá fram- færslulífeyri, nú skulu þeir eftir hveija önn sækja sér ábyrgðir for- „Ekki kæmi á óvart þótt húsbréfakerfið og lifeyrissjóöirnir eignuðust þúsundir íbúða i landinu á næstu árum og áratugum,“ segir m.a. í grein- inni. eldra og frændgarðs. Þetta atriði þýðir í raun aö jafnrétti til náms tilheyrir fortíðinni. Hitt var ákvöröun um eitt pró- sent vexti á námslánin og opin heimild til að hækka enn frekar vexti. Ekki kæmi á óvart þótt þessi ríkisstjóm yrði komin með raun- vexti námslána í þrjú til fiögur pró- sent í lok kjörtímabils. Harmleikurinn í atvinnulífinu Versta skaðræðið sem þó hggur eftir ríkisfiórnina er harmleikur- inn í atvinnulífinu. Ágætur at- vinnurekandi lýsti ástandinu eitt- hvað á þessa leið. Fyrri ríkissfióm tók að berjast fyrir lækkun verð- bólgu, atvinnulifið var sett á gjör- gæslu og aht horfði nokkuð vel, batamerkin vora að koma í ljós. Næg atvinna, fyrirtækin farin að skha hagnaði og hagvöxtur merkj- anlegur. Kosningar, ný ríkissfióm, vitlausar ákvarðanir, sjúkhngur- inn á gjörgæslunni dó eða atvinnu- lífið sjálft. Nú blasir við mesta at- vinnuleysi í áratugi og framtaks- leysi og taprekstur hvert sem htið er. Atvinnustefna ríkissfiómarmnar er engin, nema ef vera skyldi að fela erlendum mönnum að vinna sem flest verk fyrir okkur á er- lendri grund. Sjávarútvegurinn rambar með taprekstur frá 5-10%. Iðnaðurinn berst í bökkum og æ fleiri greinar hans flytjast úr landi. Hvar er skipasmíðaiðnaðurinn? Hvar er fataiðnaðurinn? Hvar er hinn blómlegi húsgagnaiðnaður? Að landbúnaðinum er hert af miklu miskunnarleysi. Iðnaðaráð- herrann boðar fagnaðarerindið „síðasta atvinnugreinin er að fá maklega samkeppni erlendis frá.“ Hvenær kviknar ljós, og við ís- lendingar áttum okkur á að við lif- um fyrst og fremst á því sem hafiö og landið gefur og því að þjóna hvert öðra? Fjórða hver fiölskylda hér lifir beint eða óbeint á landbún- aði. Hver græðir á því að borga dönskum eða frönskum manni laun við að framleiða ostinn eða jógúrtið og borga okkar manni sultaratvinnuleysisbætur? Land- búnaðurinn er miklu mikhvægari atvinnugrein en ráöamenn gera sér grein fyrir. Reiknimeistarar fundu út á dög- unum að hermangið og ófriður heimsins skaffaði sex þúsund manns atvinnu hér. Ef NATÓ legði niður þessi störf væri vá fyrir dyr- um. Hvað ef landbúnaðurinn og matvælaiðnaður hans yrði rúst- aður? Verða það sex sinnum sex þúsund manns í sveit og þéttbýh sem þá horfa á eftir lífsbrauði sínu og atvinnu? Guðni Ágústsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.