Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1992, Blaðsíða 16
MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 1992.
Fréttir
Bakarinn í Stykkishólnii
Keypti bakarí fyrir milljón!
„Ég flutti hingað M Reykjavík
vorið 1969. Sagan á bak við það er
svolítið sérstök. Ég kom hingað um
páska 1968 og heimsótti hana systur
mína. Þá frétti ég að Sigurður Ág-
ústsson, útgerðar- og þingmaður,
ætti hér bakarí sem hann leigði út
Ég fór til Stykkishólms við annan
mann og við hittum Árna Helgason
póstmeistara," sagði bakarameistar-
inn í Stykkishólmi, Guðmundur
Teitsson, í samtali við DV.
„Ámi kom mér í samband við Sig-
urð sem sagði einfaldlega að Stykkis-
hólmsbúar þyrftu að fa bakara sem
vildi flytja á staðinn. Ég vildi leigja
í upphafi en Sigurður sagði: Þú kaup-
ir þetta, vinurinn. Auðvitað and-
mælti ég en Sigurður sagðist bjarga
því. Það varð úr að ég myndi hitta
Sigurð eftir páskana í Reykjavík.
Þegar þangað kom var Sigurður bú-
inn að ganga M öllu saman, ég
þurfti bara að skrifa nafnið mitt og
útborgunin var engin. Ég þurfti ekk-
ert að borga út og keypti bakarí,
íbúðarhús og tæki fyrir eina milljón
- og þar með var allt klappað og
klárt. Fyrstu brauðin bakaði ég hér
þann 1. maí 1968“ Fyrstu árin bakaði
Guðmundur vísitölubrauð, rúgbrauð
og franskbrauð. En kröfúr hafa
breyst og nú eru framleiddar flöl-
margar mismunandi tegundir sem
engan hefði dreymt um fyrir nokkr-
um árum. „Fólk gerir miklar kröfúr.
Það vill geta vabð úr möigum teg-
undum. Maður verður að standa sig
til að mæta kröfunum,“ sagði Guð-
mundur. Hjá fyrirtækinu vinna nú
átta manns, þar af eru tveir sveinar
og einn lærlingur. Guðmundur er
kominn í nýtt húsnæði og þar er
m.a. að finna litia veitingasölu.
Guðmundur er með útibú í Grund-
arfirði. Auk þess er brauðin hans að
finna á fjölmörgum stöðum við
Breiðafiörð. ask
Bakarar og sveinar tyrirtækisins, f.v.: Sigurgeir Aðalsteinsson, Sigurður
Sveinsson, Jón Bjarki Jónatansson og Guðmundur Teitsson. DV-myndir ask
Selfoss:
Loks kominn bragur
á áfengisverslunina
Drðttarspilið á leið ð sinn stað f dráttarbrautinni.
DV-mynd Pétur
Regina Hioiaremsen, DV, Reifosa:
Loksins kom að því að malbikað
var í kringum áfengisverslunina hér
á Selfossi og lauk því verki 26. júlí
sL Það er svo oft einkennandi að
eignum rikisins er illa við haldið og
þær til óprýði. Það var hrein hör-
mung að sjá verslun ÁTVR og um-
hverfi að Vallholti 19 og til skammar
í þessu þrifalega bæjarfélagi sem
Selfoss er. Það var loksins lagað 6-7
árum eftir að verslunin kom hingað.
Þó var það ekki framtak ríkisins
því til allrar lukku keypti Odd-
fellow-reglan efri hæð hússins mn
áramótin síðustu og að frumkvæði
hennar var gert við húsið og það lag-
aö. Síðan náðust samningar um að
ríkið malbikaði kringum verslunina.
SeyöisQörður:
Miklar framkvæmdir
við dráttarbrautma
Pétur Knstjánason, DV, Seyötsfixöi:
Undanfarið hafa staðið yfir miklar
framkvæmdir við byggingu dráttar-
brautar á Seyðisfirði. Mikill mokstur
og jarðvegsskipti voru í vetur og er
nú unnið að því aö smiða undirstöð-
ur sjálfrar dráttarbrautarinnar.
Búið er að steypa undirstöður fyrir
dráttarspilið og verið að koma því á
sinn stað. Að framkvæmdum standa
margir aðilar. Jarðvegsvinna er í
höndum þeirra Sunnuholtsbræðra,
uppslátt og trésmíði vinnur Garðar
Eymundsson, Rafmagnsverkstæði L.
Haraldssonar sér um raftæknimálin,
Stál hf. um uppsetningu brautarinn-
ar og Jens Kristinsson sér um krana-
vinnu. Búnaður dráttarbrautarinnar
var keyptur í Póllandi.
Fullkomin saltfisklína hjá Þorbimi hf. í Grindavík:
Gunnar Kari Nielsson.
Menntaskólaneminn er
háseti og „þyrnir“
Gunnar Karl Níelsson er eini há-
setinn um borð í flóabátnum Baldri
á Breiðafirði. „Þetta er búið að vera
nokkuð líflegt í sumar,“ sagði Gunn-
ar, sem er nemi í Menntaskólanum
á Akureyri, í samtali við DV.
En Gunnar er ekki bara háseti.
„Stundum er ég settur í þemustarfið
og þá fæ ég starfsheitið þymir!"
Gunnar sagði að ferðamenn ættu
hiklaust að notfæra sér Baldur því
siglingin væri ekki aðeins skemmti-
leg heldur væri margt við að vera.
„Vegfrnir em ekkert sérstaklega
góðir og þeir sem fara með okkur
koma óþreyttir og vel upplagðir í
land,“ sagði hásetinn og þymirinn
Gunnar Karl. -ask
Saltf iskur f lokkaður
á kjúklingafæribandi
- skóflur sjást ekki og kassaburöur liðin tíö, segir matsmaður
„Viö getum stjómað því með tölv-
unni hvaða fiskar detta niður af færi-
bandinu við viðeigandi kassa þar
sem fiskinum er pakkað. Þannig get-
um við valið stærðir, tegundir og
gæðaflokka," sagði Sigurður Jóns-
son, matsmaður hjá Þorbimi hf. í
Grmdavík.
í fyrirtækinu er mjög fullkomið
færiband sem upprunalega er kjúkl-
ingafæriband M Hollandi sem notað
er við fiokkun og pökkun á saltfiski.
Sigurður segir að vinnslunni sé
hægt að stjóma með tölvu í stjóm-
herbergi og hagkvæmnin sé veruleg
með þessu fyrirkomulagi. Þannig sé
oft verið að pakka saltfiski, ýmist
þorski, ufsa eða löngu, í ailt að átta
þyngdarflokkum og mörgum gæða-
flokkum. Þessu er öllu hægt að
stjóma með tölvu.
Fiskurinn er fyrst flokkaður gróf-
lega í gáma þar sem hann liggur í
5-10 daga. Þá er hann hengdur upp
á króka á færibandinu, matsmaður
stendur þar við og sér um gæðaflokk-
unina en fiskurinn heldur síðan
áfram á bandinu. Þegar fiskamir á
bandinu færast að pökkuninni slepp-
ir bandið fiskunum sjálfkrafa niður
af þvi - þar detta þeir niður einn og
einn á réttan „pökkunarbás" - allt
eftir því hvaða tegund á að pakka,
hvaða þyngd og svo framvegis. Salt-
ið, sem eftir verður þegar búið er að
hengja fiskana upp á færibandið, er
síðan notað aftur og aftur. „Það er
ekki hægt að líkja þessu saman við
gömlu aðferðina. Skófiur sjást ekki
nú orðið og burður á kössum er liðin
tíð. Það er bara að stafla kössunum
á brettin,“ sagði Sigurður. „Það er
hægt að láta eina stærð detta af færi-
bandinu hvar sem er. Ef fiskurinn
er mjög blautur getum við stjómað
því og dregið þyngd M Þetta er mjög
fúllkomið," sagði Sigurður. -ÓTT
Færibandió sleppir fiskunum hjá réttum kössum i pökkuninni, þannig er
tölvustýrt færibandið látió ákveða réttar stæröir, gæðaflokka og flokka teg-
undir. DV-mynd JAK