Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1992, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1992, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 1992. 19 LiEsstOI Verðkönnun Verðlagsstofnunar: Sextíu og sex pró- sent verðmunur á framköllun - ódýrast að framkalla hjá Ljósmyndabúðinni Verð á framköllun og stækkun á 36 mynda fílmu - litmynd á pappír (kr.) - 1510 1495 1536 1495 1490 1444 1546 1^82 1577 Verðlagsstofnun kannaði í síðast- liðnum mánuði verð á þjónustu 21 framköllunarfyrirtækis á höfuð- borgarsvæðinu og fimm á lands- byggðinni. Var kannað hversu mikið kostar að láta framkalla filmur og stækka myndir. Einnig var athugað verð á tveimur algengum filmum. í ljós kom að það er hvorki meira né minna en 66 prósent verðmunur á ódýrustu og dýrustu framköllun- inni. Hjá verslunum Hans Petersen kostar 1.659 krónur aö framkalla 36 mynda filmu og láta stækka mynd- irnar í 10 x 15 cm, en ef farið er með íilmuna í Ljósmyndabúðina að Ing- ólfsstræti 6 þarf aðeins að borga 998 krónur. Verslanir Hans Petersen veita þó helmingsafslátt af fimmtu hverri filmu. Verðlagsstofnun leit auk þess á hvaö það kostar að stækka myndir í 13 x 18. Hjá Ljósmyndabúðinni kost- aði slíkt 120 krónur og reyndist það lægsta verðið. Nokkrir staðir voru með hæsta verðið, eða 195 krónur. Voru það verslanir Hans Petersen, Hugföng við Eiðistorg, Sælgætis- og vídeóhölhn í Garðabæ og Tónborg í Kópavogi. Er 62 prósent verðmunur á hæsta og lægsta verði. Þess ber þó að geta aö það er ódýr- ast að fá myndir stækkaðar í 20 x 30 í Hugfóngum, Sælgætis- og vídeóhöll- inni og Tónborg. Kostar slík stækkun 490 krónur á þessum þremur stöðum, en 620 krónur á sex af 11 stöðum sem buðu upp á slíkt. Dýrast var að láta stækka í 20 x 30 í Myndasmiðjunni á Egilsstöðum og kostaði það 675 krón- ur. Tiltölulega lítill verðmunur virðist vera á Kodak Gold (36 mynda filmu) á milh verslana. Fhman fæst fyrir lægsta verðið hjá Myndasmiðjunni á Egilsstöðum, eða 515 krónur, en ann- ars staðar er hún seld á 570 til 580 krónur. Fujicolor 36 mynda fhma er seld á 520 krónur nema í Mynda- smiðjunni, þar sem hún er á 445 krónur, og í Fuji-búðinni á Akureyri er filman á 460 krónur. Sé litið á hehdina hefur verð á framköllun og stækkun hækkað að meðaltah um 1 til 4 prósent frá því um mitt ár í fyrra. Nokkur fyrirtæki hafa samt hækkað þjónustu sína um 3 til 11 prósent. Verð á fhmum hefur svo að segja staðið í stað á mhh ára. Nokkuð er um það að verslanir séu með sérthboð á framköllun og stækkun, þ.e. bjóða ókeypis fhmu með framköhunni eða helmingsaf- slátt á fjórðu hverri eða fimmtu hverri filmu. Á einum stað þarf ekki að borga fyrir framköllun á 11. fhm- unni. Af þeim 26 stöðum sem lentu í verð- könnun Verðlagsstofnunar voru það tíu sem ekki bjóða nein sérkjör. Ef einungis er litið á þessa tíu staði (sjá súlurit), kemur í ljós að verðmunur mihi hæsta og lægsta er 58,5 pró- sent. Dýrast er að láta framkaha hjá Pedro-myndum á Akureyri, 1582 krónur, en ódýrast hjá Ljósmynda- búðinni, 998 krónur. A fimm stöðum kostar það meira en 1500 krónur að láta stækka og framkalla. Meðal- verðið er rúmlega 1519 krónur ef Ljósmyndabúðin er ekki talin með. -GHK ERT ÞU ORUGGLEGA ÁSKRIFANDI? EINN BÍLL Á MÁNUDI í ÁSKRIFTARGETRAUN — I . . . OG SIMINN ER 63 27 00 ríÝTT-NÝTT ÓDÝR FRAMKÖLLUM 1 dags blð 1 klukkutíma blð Verfl 12myndirkr. 533,- Verfl 12 myndir kr. 723,- 24myndirkr. 881,- 24myndirkr. 1191,- 36myndirkr. 1229,- 36myndirkr. 1659,- Ath.I Við höfum verið i framköllunarþjónustu i 67 ár. Fyrsta fiokks vinna og myndgæði. JB AmatÖP LJÓSMYNDAVÖRUVERSLUN ■■■■ «1 I IGi^Wl LAUGAVEGI62 P.O.BOX71 -121 REYKJAVÍK Okumenn! Börnum hættir tii aö gleyma stund og staö! UMFERÐAR RÁÐ á ferð um landið Húsavík 11. og 12. ágúst kl. 20. I--------------- Spumingaleikur og Cirkus Arena Frá hvaða landi er Cirkus Arena? Hvert er símanúmer DV? Þið klippið út auglýsinguna og skilið í miðasöluna á sirkussvæðinu. Dregið verður úr réttum svörum á fyrstu sýningu sirkusins á hverjum stað. Nafn:_ Heimili:. -Sími:. I------------------------------------------------------------------------------------- I I I I I I I V I I I I J Steinvari 2000 Þegar engin önnur málning er nógu góð Þeir sem vilja vanda til hlutanna, eða berjast gegn alkalí- og frostskemmdum, mála með Steinvara 2000 frá Málningu hf. Steinvari 2000 býður upp á kosti, sem engin önnur utanhússmálning á stein hefur í dag. Hann stöðvar því-sem næst vatnsupptöku steins um leið og hann gefltr steininum möguleika á að „anda“ betur en hefðbundin plastmálning. Viðloðun Steinvara 2000 við stein er og srewasissrpu im AKRTUiWit*" fOUWÁTT gulltrygg, unnt er að mála mcð honum við lágt hitastig, jafnvel í frosti, hann þolir regn eftir um cina klst. og hylur auk þess fullkomlega í tveimur um- ferðum. Steinvari 2000 er góð fjárfesting fyrir húseig- endur. Veðrunarþol hans og ending er í sérflokki og litaval fallegt. Steinvari 2000 er málning fagmanns- ins, þegar mæta þarf hæstu kröfum um vemd og end- ingu. Næst þegar þú sérð fallega málað hús - kynntu þér þá hvaðan málningin er lmá/ningh/f - það segir sig sjdlft -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.