Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1992, Blaðsíða 32
48
MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 1992.
Menning______________ pv
Út er komið á geisladiskum verkið Baldr, balletttónlist eftir Jón Leifs.
Flyfjendur eru Sinfóníuhljómsveit æskunnar og Söngsveitin Fílharmón-
ía. Einsöngvari í hlutverki Óðins er Ólafur Kjartan Sigm-ðarson. Sögu-
maður er Jóhann Sigurðarson og kórstjóri Úlrik Ólason. Stjómandi er
Paul Zukofsky. Verkið var frumflutt á tónleikum í Háskólabíói 1991 og
hljóðupptakan gerð beint í kjölfar þess.
Baldr er mjög langt tónverk.
Flutningur þess tekur ríflega eina
og hálfa klukkustund. Eins og sjá
má af framangreindri upptalningu
flytjenda er fjöldi þeirra einnig
mikill. Verkið er einnig aö efni til
stórvirki og er athyglisvert að það
er fyrst frumflutt rúmlega fjörutíu árum eftir að samningu þess lauk og
ekki af Sinfóníuhljómsveit íslands. Að ytri gerð minnir Baldr um sumt
á Vorblót Stravinskys. Tónhstin sjáif er þó óskyld. Þar er á ferðinni hinn
persónulegi stíll Jóns Leifs sem á varla nokkurh sinn líka. Verkinu er
skipt í fimmtán kafla sem bera hver sína yfirskrift. Má þar finna margvís-
legt efni ólíkra blæbrigða og stemninga. Tónskáldið heldur þó öllu vand-
lega innan þeirra efnismarka sem hann setur sér og er það einn sterk-
asti þáttur verksins hve heildstætt það er og sjálfu sér samkvæmt. Má
raunar að því finna á stöku stað að svo virðist sem fulllangt sé gengið í
efnislegri sparsemi. Örlítið fijálslyndari vinnubrögð hefðu þar gert út-
komuna líflegri. Það er ekki vandalaust að halda athygli hlustenda nútím-
ans svo lengi sem að er stefnt í þessu verki.
Um flutninginn er það að segja að hann er ótrúlega góður þegar til þess
er htið að hljómsveitin er að meginstofni til skipuð ungu tónhstarfólki
sem enn er við nám. Mega allir þátttakendur vel við sinn hlut una en
of langt yrði að dvelja hér við hlut hvers og eins.
Verkið er á tveim hljómdiskum og eru þeir gefnir út af fyrirtækinu
Musical Observations Inc. í New York undir merkinu CP2. Verður ekki
annað heyrt en að upptakan sé hin ágætasta. Úthtshönnun er einfóld og
í stíl við aðrar útgáfur sama fyrirtækis. Bækhngur hefði mátt vera efnis-
meiri en er góður svo langt sem hann nær. Þetta eru hljómdiskar sem
aht áhugafólk um íslenska tónhst ætti að ná sér í.
Hljómplötur
Finnur Torfi Stefánsson
Hestatlmaritið Eiðfaxi:
Fjölbreytt umfjöll-
un í f immtán ár
Hestatímaritið Eiðfaxi hefur nú komið út um 15 ára skeið. Fyrsta blað-
ið kom út í júh 1977. Fyrsti ritstjóri þess var Siguijón Valdimarsson. Fram-
kvæmdastjóri var Gísh B. Bjömsson og í fyrstu ritnefndinni voru Pétur
Behems, sem einnig annaðist útht og umbrot blaðsins, Sigurður Haralds-
son í Kirkjubæ, Þorvaldur Ámason og Ami Þórðarson.
Upphafsmenn að útgáfu Eiðfaxa
settu sér það markmið að blaðið
myndi flytja sem fjölbreyttastar
fréttir af öhum sviðum hesta-
mennskunnar, hvort sem um væri
að ræða mótshald, kynbætur, fé-
lagsmál, markaðsmál eða annað
sem fréttnæmt gæti tahst hveiju
sinni. Þessari stefnu hefur verið
haldið þau fimmtán ár sem blaðið
hefur komið út.
Þegar fyrsta tölublað Eiðfaxa
kom út vom áskrifendur um 450
talsins. Nú em þeir komir vel á
fjórða þúsund. Þar af em 300-400
eintök send til áskrifenda erlendis
og fylgir hveiju blaði útdráttur efn-
is á ensku, þýsku eða sænsku.
Markvisst hefur verið unnið að
því að fjölga áskrifendum hér á
landi og erlendis og styrkja blaöið
í sessi. Hefur rekstur þess gengið
vel að undanfömu og í vor festi það til dæmis kaup á 175 fermetra hús-
næði að Ármúla 38 þar sem starfsemi þess er nú til húsa.
Ritstjóri Eiðfaxa er nú Erlingur A. Jónsson. í stjóm blaðsins eiga sæti
Bragi Ásgeirsson formaður, Agnar Ólafsson og Hákon Hákonarson.
Rekstrarstjóri er Gyða Hrönn Garðarsdóttir.
Þess má geta að nýútkomnu afmælisblaði Eiðfaxa fylgir ítarleg skrá
yfir það eftú sem birst hefur í blaðinu frá því að það hóf göngu sína, 1977.
-JSS
RAUTT
UÓS
Símamynd Reuter
Má hvetja til
hryðjuverka?
Fyrir einu og hálfu ári frömdu
hermenn Bandaríkjanna og Bret-
lands ódæðisverk gegn iröksku
þjóðinni. Ódæðisverkin gengu und-
ir rangnefninu Persaflóastríðið.
Þetta var ekki stríð heldur slátrun:
Milh 100.000 og 150.000 einstakhng-
ar vom drepnir á 42 dögum. Aðeins
nasistum tókst að ná slíkum afköst-
um í manndrápum, ef kjamorkuá-
rás Bandaríkjanna á Hiroshima og
Nagasaki er undanskihn.
Á sama tíma tókst bandamönn-
um að færa írak 40 ár aftur í tím-
ann með kerfisbundnum árásum á
aht sem tilheyrir nútíma lífi (raf-
orkuverr símakerfi, samgöngu-
tæki, vatnsveitur, verksmiðjur,
matargeymslur, o.fl.) Böm í Irak
dóu unnvörpum vegna matar-
skorts, vatnsmengunar og faralds-
sjúkdóma og deyja enn.
Þessi hryðjuverk vom ekki fram-
in með vitund almennings á Vest-
urlöndum. Áhrifamestu fjölmiðlar
fóldu sannleikann og fela enn. Því
var haldið að fólki að forystumenn
hins „frjálsa heims“ hefðu aht gert
til að afstýra „stríðinu", að mark-
mið „stríðsins“ væri að tryggja al-
þjóða lög, að bandamenn gættu
þess vandlega að sprengja aðeins
hemaðartól og að sprengjumar
væm „nákvæmar".
Enn er beðið eftir réttvísinni
Sendinefnd Sameinuðu þjóðanna
heimsótti írak fljótlega eftir stríðið.
Þetta hafði hún að segja:
„Það verður að segjast strax að
ekkert sem við höfum séð eða lesið
hingað til bjó okkur undir það sem
við sáum í írak, þessa gífurlegu
eyðileggingu sem þar átti sér
stað... Það sem var fram að janúar
1991 tæknivætt borgarsamfélag var
lagt algerlega í rúst. Flest sem þarf
til nútíma lífs var eyðilagt eða gert
ónothæft í írak. írak hefur verið
dregið um nokkra áratugi aftur í
tímann.“
Drápsgleði bandamanna jókst á
síðustu dögum átakanna. Talsmað-
ur bandarísku sljómarinnar viður-
kenndi að bandarískar jarðýtur
hefðu grafið lifandi 8000 írakska
hermenn. Við flótta írakskra her-
manna frá Kúrveitborg myndaðist
gífurlegt umferðaröngþveiti á þjóð-
veginum.
Eftir að sýnt var að síðasti her-
maðurinn hefði yfirgefið Kúveit-
borg byxjuðu flugvélar banda-
manna að kasta sprengjum á hinn
KjaUaiinn
Elías Davíðsson
tónlistarmaður
70 km langa leiðangur. Þúsundir
hermanna vom steiktar tfi bana í
brynvögnum sínum. Óbreyttir
borgarar, sem einnig fluttu burt,
vom sprengdir í tætlur í fólksbfi-
um. Um 25.000 manns og þúsundir
farartækja lágu á víð og dreif með-
fram þjóðveginum eftir þessa slátr-
un.
Nokkrum mánuðum síðar lagði
alþjóðleg rannsóknamefnd undir
forystu Ramsey Clark, fyrrverandi
dómsmálaráðherra Bandaríkj-
anna, fram ákæm í 19 hðum gegn
fmmkvöðlum og stjómendum
„Persaflóastríðsins" fyrir aðild
þeirra að glæpum gegn friðnum,
glæpum gegn mannkyninu, stríðs-
glæpum, brotum á sáttmála Sam-
einuðu þjóöanna og brotum á
stjómarskrá Bandaríkjanna. Að
baki þessum ákærum lá fjöldi
skjala, gagna, skýrslna sjónar-
votta, mynda og myndbanda.
Nefndin hafði þá safnað gögnum
og haldið fundi um ahan heim.
Nefndin krafðist þess að frum-
kvöðlar og stjómendur „Persaflóa-
stríðsins“, þ.m.t. stjóm Bandaríkj-
anna og bandaríska hersins, yrðu
dæmdir til lífstíðarfangelsis fyrir
glæpi sína. Jafnframt var lögð fram
ályktun á bandaríska þinginu um
að svipta forseta Bandaríkjanna
embætti og draga hann fyrir rétt,
m.a. vegna brota á bandarísku
stjómarskránni. Enn er beðið eftir
því að réttvísin taki við sér og
kanni tfi hlítar framferði hinna
ákærðu.
Leiðari DV
Laugardaginn 25. júní birtist í DV
leiöari með fyrirsögninni „Persa-
flóastríðinu ólokið". Leiðarahöf-
undur telur að bandamenn hafi
ekki „fylgt eftir til fullnustu“
Persaflóastríðinu. Vfil hann enn
meira blóð?
Leiðarahöfundur segir að banda-
menn íhugi nú sprengjuárásir á
hemaöarmannvirki í írak og rétt-
lætir þær: „írakar hafa brotið sam-
komulagið við Sameinuðu þjóðim-
ar. Þeim verður að refsa.“ Veit höf-
undur hvaö slík orð fela í sér?
Er honum ljóst að árásir á önnur
ríki em brot á sáttmála Sameinuðu
þjóðanna. Samtökin vora stofnuð
gagngert til að skapa frið milh
þjóða. Samkvæmt Nurembergsátt-
málanum ber að lögsækja einstakl-
inga sem skipuleggja, stjóma og
fremja slíkar árásir fyrir stríðs-
glæpi. Og samkvæmt 121. grein al-
mennra hegningarlaga á íslandi
varðar það aht að 2ja ára fangelsi
að hvetja aðra til árása.
Þótt höfundur hafi „brotiö sam-
komulag" sitt við hið siðmenntaða
samfélag með því að hvetja til
manndrápa, tel ég ekki rétt að hon-
um verði refsað. Eins og margir
íslendingar sem ekki þekkja stríð
af eigin raun, talar hann nokkuð
léttúðlega um stríö, árásir og refs-
ingar. En það er samt ekki stór-
mannlegt að biðja aðra að fara í
stríð fyrir sig. Ég skora á hann að
beita sérþekkingu sinni í þágu
bræðralags og friðar.
Ehas Davíðsson
„Nefndin krafðist þess að frumkvöðlar
og stj órnendur Per saflóastríðsins,
þ.m.t. stjóm Bandaríkjanna ogbanda-
ríska hersins, yrðu dæmdir til lífstíðar-
fangelsis fyrir glæpi sína.“