Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1992, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1992, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 1992. Daði Guðbjömsson, Helgi Þorgils Fríðjónsson og Tumi Magnússon við eitt verfcanna á samsýningu þeirra. Sumarsýning Norræna hússins Norræna húsið hefur á undanfómum ámm haft þann ágæta sið að bjóða íslenskum listamönnum að sýna einn mánuð á sumri. Að þessu sinni hefur þeim Tuma Magnússyni, Daða Guðbjömssyni og Helga Þorgils Friðjónssyni verið boðið að sýna. Þó myndvek þeirra séu harla ólík má í raun segja að þeir hafi allir í sér þann golfstraum sem heldur hita á mörgum hér- lendum listunnendum, hvemig sem viðrar. Allir til- heyra þeir nýlistakynslóðinni sem tók málverkið í sátt effir margra ára útlegð þess úr „marktækum“ sýningarsölum og allir fóm þeir í nám til Hollands - eins og reyndar svo margir aðrir listamenn afþessari kynslóð. En ólíkt málunarskólum eins og strangflata- listinni hafði sú bylgja sem hér kom í málverkinu fyr- ir u.þ.b. áratug ekki skýr einkenni önnur en fjölbreytn- ina. Og það er vissulega til staðar fiölbreytni á sýn- ingu þeirra þremenninga í Norræna húsinu. Tumi Tumi er spar á myndir að þessu sinni enda nýbúinn að sýna í Nýlistasafhinu. Hann sýnir hér einungis fjög- ur málverk auk tveggja lítUla akrýlmynda í anddyri. í myndunum er hvarvetna að finna togstreitu á milli þekkjanlegra smáhluta og geómetrískra hreinna flata. Þessa togstreitu nefiiir Gunnar J. Ámason „kalt stríð“ í ágætri úttekt í sýningarskrá. Hann kemst þar að þeirri niðurstöðu að Tumi sé ekki að skopstæla ab- straktlistina. Að mínu viti em verk Tuma mun nær ljóðrænu konsepti en abstraktlist. Hinir sterku litir þjóna markmiði ögrunar og smágerðu hlutimir em réttlæting þessarar ögrunar og jafnframt senditæki sem koma boðum til áhorfandans um að allt sé með felldu, hugsunin sé þrátt fyrir allt búin að veita skynj- un htanna í ömggan farveg. Framlag Tuma er hér mun heilsteyptara en á stóm sýningunni í Nýló nýver- ið. Daði Daði kemur sem fyrr til dyranna eins og hann er klæddur. En klæðnaðurinn er að þessu sinni sérstak- lega vel samansettur. Myndir á borð við „Kona og grænn hamar“, „Draumur Edisons“ og „Málverk með boðskap" em hreinlega orgíur lita og forma. Daði tefl- ir hér saman grunnformum og óræðum línum sem blandast saman við fiaðrafok og aðrar pensilskreyting- ar. Daði bætir sannarlega fiöður í hinn skrautlega hatt sinn með þessari sýningu. Myndir hans em fiöl- Myndlist Ólafur Engilbertsson þættari og sterkari en áður og skreytikennd teikning- in oft bráðsnjöll, samanber „Leiftursýn". Ég er þó ekki frá því að Daði mætti hlaða enn meira skrauti á myndflötinn því líkt og Max Walter Svanberg skapar hann heim sem hverfist beinlmis um skraut. Helgi Helgi Þorgils hefúr á liðnum árum haldið áfram að þróa nostagjulitaða goðsagnaveröld sína. Drengurinn hans er orðinn mjúkur og allt að því holdlegur miðað við það sem var fyrir fimm árum eða svo. Hið þrí- skipta málverk „Drengir og svanir" er t.a.m. háeró- tískt þrátt fyrir sakleysislegan helgihjúpinn. Eiginlega em verur láns að nálgast tvíkyifiunginn sem Aristófa- nes taldi hina upprunalegu mannvera. í tíu smámynd- um af vangasvip manns gegnt ávöxtum birtist greini- lega hin grískstemmda listsýn Helga. Og byggist menn- ing okkar ekki á grískum stofiú? Helgi viiðist vera að komast á þá niðurstöðu, a.m.k. fer sífellt minna fyrir tilvitnunum í það sem íslenskt er, fiöll o.þ.h. En hætt- an er sú að þá sé þáttur innlifúnarinnar jafnframt að hverfa. Sýningu þeirra þremenninga lýkur sunnudag- inn 16. ágúst. Popp Tracy Chapman - Matters ofHeart: Söngkona sannleikans Allir muna eftír því þegar Tracy Chapman stormaði inn í sviðsljósið á Live Aid tónleikimum um árið og heillaði alla upp úr skónum með átakan- legum lögum um félagslegt ranglæti sem hún söng með röddu sem hrein- lega skein af heiðarleika og einlægni. Textamir vom einfaldir en inni- haldsríkir og komu skilaboðunum áleiðis. Matters of the Heart er þriðja plata Tracy Chapman og óneitan- lega er hún enn lik sjálfri sér en þó má greina áherslubreytingar. Bæði tónlistin og textamir em orð- in örlítið flóknari sem ég tel vera afturför enda var hinn einfaldi sannleikur alltaf aðalsmerki þessarar stórgóðu söngkonu. Mér finnst boðskapurinn ekki komast eins vel til skila og á fyrstu plötu hennar sem var meistaraverk. Hljómplötur Pétur Jónasson Tónlistin líður líka fyrir það að missa einfaldleikann. Lögin verða ekki pins grípandi og festast ekki eins vel í minninu (hver getur gleymt Fast Car sem einu sinni hefur heyrt það?). Við fyrstu hlustun plötunnar fannst mér lögin vera nfiög góð og textamir yfirleitt líka en því miður var tón- listin ekki nógu eftirminnileg. Síðasta lagið, títíllag plötunnar, lyftír henni nokkuð upp í endann, því þar er á ferð hreinasta perla. Rödd Tracy Chap- man nær sér þar loks á strik, tilfinningaþrungin en einlæg. Búist við góðum grip en ekki eins góðum og frumrauninni. Tracy Chapman. Söngkona með boðskap. Nick Cave - Henry’s Dream: H venær verður hann eiginlega vinsæll? Nick Cave er einn af þeim sem tónlistargagnrýnendur hrósa í hástert en fá dræmar viðtökur hjá almenningi. Ég verð að viður- kenna, þótt skömm sé að, að ég hafði aldrei hlustað á þennan merkismann fyrr en mér datt í hug að taka nýjasta grip hans og hljóm- sveitar hans, the Bad Seeds, fyrir. Af blaðaskrifúm að dæma er tónlist hans þung og erfið áhlustunar og hef ég lúmskan grun um að orsakir þess hversu lítt hann er keyptur sé þessi stimpill sem sérfræðing- amir hafa sett á hann. Nýja platan hans, Henrys Dream, virkaði hvorki þung né erfið á mig. Að vísu era textamir einmitt þannig en tónlistin fannst mér grípandi og athyglisverð strax við fyrstu hlust- un. Ég á erfitt með að skilgreina tónlist Nick Cave. Einhvem veginn tekst honum að minna mig á Tom Waits, þótt undarlegt megi virðast, kannski það sé viskffflingurinn sem svífúr yfir tónlistinni sem gerir það að verk- nm Tónlistarstíll hans er afar sérstakur, eins konar fyllirístrúbadorrokk (er það nú orðskrípi!), þar sem áhersla er lögð á dramað. Tónlistin virð- ist einhvem veginn örlagarík og textamir, sem em oft afar torskildir, em ýmist blíðir eða ofbeldisfúllir, en hvort sem þeir eru, syngur Nick Cave þá af miklum móð og mikilli innlifún. Gerið nú vesalings manninum og sjálfúm ykkur greiöa og farið að hlusta á hann því það leikur enginn vafi á því að hann semur stórgóða tónlist. Nick Casve syngur lög sín af innlif- un. Hljómplötur Pétur Jónasson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.