Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1992, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1992, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1992. Útgáfufélag: FRjALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Leiðtogalaus þjóð Varanleg breyting veröur á þjóðfélaginu, ef atvinnu- leysi veröur 4% eða meira eftir áramótin eins og Vinnu- veitendasambandið spáir. Alvarlegast er, að koðna mun niður bjartsýni og kjarkur, sem hefur fylgt áratuga langri reynslu þjóðarinnar af rúmlega fullri atvinnu. Við erfiðar aðstæður hafa áræði og dugnaður fleytt íslendingum langt. Fólk hefur trúað á framtíðina og talið sig geta búið sig undir hana með ómældri vinnu, sem alls staðar væri á boðstólum. Nú er þetta sérstaka, íslenzka ástand að víkja fyrir vantrú á framtíðina. Kreppa í hugsun og viðhorfum fylgir kreppu í fram- taki og atvinnutækifærum. Menn verða kjarkminni og draga saman seghn, þannig að úr þessu verður víta- hringur, þar sem kreppa framkallar meiri kreppu. Við erum að sigla inn í óþekkt ástand af þessu tagi. Svo illa erum við undir atvinnuleysi búin, að sjóður- inn, sem við höfum myndað að erlendri fyrirmynd til að bæta úr tekjuleysi atvinnulausra, ræður aðeins við helminginn af spáðu 4% atvinnuleysi og greiðir hann þó lægri upphæðir en tíðkast í nágrannalöndunum. Erfitt er að hugsa þá hugsun til enda, að greiðslufall verði hjá Atvinnuleysistryggingasjóði og að hér rísi súpueldhús eins og á kreppuárunum miklu. Samt er ríkisstjórnin að hugsa um að ræna fé úr sjóðnum til að skapa óviss atvinnutækifæri með gamalkunnu handafli. Erfiðleikar líðandi stundar kalla á kjarkmikil stjórn- völd, sem gera róttækar breytingar til að ijúfa vítahring- inn. Okkur vantar ríkisstjóm, sem byltir þjóðfélaginu eins og Viðreisnarstjórnin gerði í upphafi sjöunda ára- tugarins, þegar viðjar vanans vom sprengdar brott. Viðbrögðin við fyrirsjáanlegum samdrætti í þorskafla eru fyrsta stóra merki þess, að við höfum lélega og hefð- bundna ríkisstjóm, sem ekki treystir sér til að taka á vandanum af krafti. Hún komst að niðurstöðu, sem tryggir okkur ekki vaxandi þorskstofn á næstu árum. Undirrót erfiðleika okkar er, að við notuðum gróða velgengnisáranna til að halda uppi dulbúnu atvinnu- leysi í hefðbundnum landbúnaði fyrir um það bil tvo tugi milljarða króna á ári á núverandi verðlagi. Það er dýrasta aðferð, sem til er í greiðslu atvinnuleysisbóta. Þjóðarbú af íslenzkri stærð ræður ekki við, að 4745 milljónir króna fari árlega í niðurgreiðslur búvöru, 2787 milljónir í útflutningsuppbætur búvöm, 1050 milljónir í beina styrki til landbúnaðar og 479 milljónir í ýmsa þjónustu, sem er umfram aðra atvinnuvegi í landinu. Ofan á þessa níu milljarða, sem em 8% fjárlaga ríkis- ins á þessu ári, kemur svo tólf milljarða árlegt tjón neyt- enda af þvi að hafa ekki aðgang að hhðstæðri búvöra á heimsmarkaðsverði. Það er þessi herkostnaður, sem hefur shgað þjóðina og framkaUað nýja kreppu. Ríkisstjómin treystir sér ekki til að taka á þessum vanda, heldur endumýjar hún og staðfestir búvöra- samninga upp á nokkum veginn óbreyttan fjáraustur. í staðinn ætlar hún að halda áfram að rústa mennta- kerfi þjóðarinnar, hefibrigðiskerfi og tryggingakerfi. Þjóðhagsstjóri hefur sagt, að aflasamdrátturinn einn jafngildi bara kvefi í efnahagslífi þjóðarinnar. Það em önnur og stærri atriði, sem valda siglingu okkar inn í kreppu og 4% atvinnuleysi. Fyrst og fremst er það kjark- leysi og dugleysi stjómvalda, sem magna kreppuna. Því miður em engin teikn á loftí. um, að nokkur póli- tískur aðiU hafi reisn til að leiða þjóðina út úr ógöngum, hins árlega tveggja tuga miUjarða landbúnaðarsukks. Jónas Kristjánsson Árlegar tekjur og gjöld í milljónum króna vegna aðildar íslands að EES. 945 995 Aðildargjöld og kostnaður v/ftr. hjá EES- ráöi, nefnda, þingmráös, fastan. EFTA hjá EES, eftirlitsn. og dómstóls EFTA Þótttaka í starfi sérfrn. EES Aukinn stjórnsýslukostn. í Rvík Nýir fulltr. fagr. viö fastan. í Brussel Kostnaðarauki fastan. Brussel Kostnaöarauki fastan. Genf Hækkun árgjalds EFTA Þýðingar- og prentkostn. Feröa-, funda, - og ráðstefnukostnaöur 800 950 50% hækkun skilaver&s siávar- afurða vogna tollalækkunar Gjöld 1993- Tekjur Gjöld Tekjur trra „... má fara nærri um að gjöld okkar vegna EES verði um 945 milljónir á ári eða kr. 145 millj. umfram tekjur á ári 1993-1997 ...“ segir dr. Hannes m.a. Fjölmiðlamenn teknir á hestbak í Bandaríkjunum er orðatiltækið „to be taken for a ride“ notað þegar menn eru plataðir til aö trúa ein- hverri vitieysu. Þetta mætti laus- lega þýða og segja „að vera tekinn á hestbak". Ég hef stundum furðað mig á því hve oft fjölmiðlamenn hafa látið utanríkisráðherra taka sig á hest- bak í umræðunni um EES-samn- ingana. Þeir hafa margir hveijir leyft honum að þenjast út og suður í umræðunni með óáreiðanlegar fullyrðingar án þess að sannreyna þær með gagnstæðum spumingum eða betri heimildum. Hjásögli Kjartan Norðdahl, lögfræðingur og flugstjóri, hefur með mörgum skýrum dæmum sýnt fram á hjá- sögh utanríkisráðherra í opinber- um umræðum. Hann hefur líka rifjað upp að hjásögh á við um þá sem eru óáreiðanlegir í frásögnum, ekki beint lygnir en fara framhjá sannleikanum. Þetta er einmitt mest áberandi einkenni á málflutningi Jóns Hannibalssonar um EES. Mætti nefna mörg dæmi því til sönnunar. i þessari grein ætla ég þó aðeins að halda mér við hjásöglina um fjárhagslega ábatann af EES. Utanríkisráðherra lét gefa út „ábata“-reikning vegna tohalækk- unar af sjávarafurðum 1993 og 1997. Þennan „ábata“ lét hann reikna út frá toUum, magni og tegundasam- setningu sjávarafurða seldum í EB-ríkjum 1990. Innflytjandinn á EB-svæðinu, ekki við, greiddi þá 2,1 miUjarð króna í innflutnings- toUa af íslenskum sjávarafurðum. Samkvæmt forsendum utanríkis- ráðherra eiga þeir aö lækka um 1,6 miUjarða kr. 1993 og verða 500 miUjónir til 1997. Þá eiga þeir aftur að lækka rnn 300 miUjónir og verða 200 miUjónir á ári. Lækkurún frá upphafi er því 1,9 miUjarðar. í áróð- ursmagnomaníu sinni sagði utan- ríkisráðherra aö við mundum græða 20 miUjarða króna á EES á 10 árum. En hér þarf vamaðar við. Það er nýmæU í bókhaldi, og hvergi viðurkennt nema hjá utan- ríkisráðherra, að reikna aðeins tekjuhUðina og sleppa gjöldunum við uppgjör. Auk þess er augljóst að viðmiðunin við 1990 er óraun- KjaUarinn Dr. Hannes Jónsson fyrrv. sendiherra hæf vegna niðurskurðar aflakvóta. Tollafgreiðsluregla, bætt samkeppnisstaða Til viðbótar skal það áréttaö að útflytjendur greiða ekki innflutn- ingstoUa. Það gera innflytjendur. Efist nokkur fjölmiðlamaður um það ætti hann að snúa sér tíl SH, SÍF eða SÍS og biðja um að fá að sjá reikninga erlendra toUyfirvalda yfir innflutningstoUa sem þeir hafi greitt af sjávarafurðum. Þeir mimu fljótt komast að raun um að slíkir reikningar eru ekki til, hafa aldrei verið greiddir. Að reikna sér aíla toUalækkunina tíl tekna er því fásinna. Ábati útflytjenda af toUalækkun er bætt samkeppnisstaða, ekki minni útgjöld vegna toUa, sem þeir hafa aldrei greitt. Þeir geta vonast eftir verðhækkun, hærra skUa- verði útflutningsafurðanna vegna toUalækkunar. Verðhækkunin er þó háð lögmálinu um framboð og eftirspum. Fæmstu sérfræðingar hagfræðinnar á sviði toUamála hafa fyrir löngu sannað að þegar til lengdar lætur skiptist ábati af tollalækkun nokkum veginn jafnt á mUU framleiðenda og neytenda. Fyrra tímabiUð, 1993-1997, gæti ábati okkar af lækkun tolla af sjáv- arafurðum hjá EES því numið um 800 mUljónum á ári, hið síöara 950 miUjónum, miðað við vafasamar forsendur utanríkisráðherra. Ótöldu kostnaðarliðirnir En gjaldahhðin á reikningsyfir- Utinu er ekki auð, ef rétt er bók- fært. Samkvæmt nýjustu upplýs- ingum frá Brassel og Genf og með hUðsjón af fjárlögum 1990 og 1992 má fara nærri um að gjöld okkar vegna EES verði um 945 miUjónir á ári eða kr. 145 miUjónir umfram tekjur á ári 1993-1997, en kr. 995 mUljónir á ári eða 45 mUljónir króna umfram tekjur á ári eftir 1997. Samt er ekki reiknað með um 900 miUjón króna toUatapi vegna inn- flutnings frá EES-ríkjum eftir 1993. Ekki heldur með takmörkuðu fuU- veldisafsaU á samningssviðinu né heldm- þeim ómetanlega kostnaði að opna landhelgina fyrir rán- yrkjuflota EB. Það þyrfti meira en Utið brengl- aðan kaupsýslumann til að gera slíkan viðskiptasamning, ef Uann ætti að greiða tapið. En meinið er að ríkið á sér engan vin. Því er ætlað að bera tapið en aðrir eiga að græða. Gleymum því þó ekki að tap ríkisins verða gjöld okkar skattborgaranna. Er ekki mál að fjölmiðlafólk hætti að láta utanríkisráðherra taka sig á hestbak og þeysa með sig um lönguvitleysu EES? Hannes Jónsson „En meinið er að ríkið á sér engan vin. Því er ætlað að bera tapið en aðrir eiga að græða. Gleymum því þó ekki að tap ríkisins verða gjöld okkar skattborgar- anna.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.