Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1992, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.1992, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 25. ÁGÚST 1992. Fólkífréttum Ingi Bjöm Albertsson Ingi Bjöm Albertsson alþingismað- ur, Brekkubæ 14, Reykjavík, er þjálfari Valsmanna sem sigruðu í mj ólkur bikarkeppni KSÍ þriðja árið í röð sl. sunnudag þegar KA-menn vora lagðir að velli, 5-2, eftír fram- lengdan leik. Með þessum bikar- meistaratitli hafa Valsmenn sigrað 1 þessari keppni oftast allra liða eða átta sinnum. Starfsferill Ingi Björa er fæddur í Nice í Frakklandi 3.11.1952 og átti þar heima fyrstu tvö árin en Ðutti þá með foreldrum sínum til Reykjavík- ur þar sem hann hefur búið síðan. Hann lauk verslunarskólaprófi 1971 og starfaði síðan í Frakklandi í eitt ár. Er hann kom heim tók hann við heildverslun fóður síns sem hann hefur rekið síðan. Ingi Bjöm keypti svo heildverslunina fyrir fiórum árum. Ingi Bjöm var kosinn á þing fyrir Borgaraflokkinn 1987. Hann stofh- aði Fijálslynda hægriflokkinn 1989 en gekk síðan til hðs við þingflokk sjálfstæðismanna 1990 og var kjör- inn á þing sem fimmti þingmaður Reykvíkinga 1991. Hann situr í alls- herjamefnd þingsins og efnahags- og viðskiptanefnd. Ingi Bjöm hefur setið í stjóm Toh- vörugeymslunnar frá 1983, í stjóm Sementsverksmiðju ríkisins ffá 1988, í stjóm húsbyggingasjóðs Þroskafijálpar og hefur verið for- maður íþróttanefndar ríkisins. Ingi Bjöm var fimm ára er hann hóf að æfa knattspymu með Val. Hann keppti með meistaraflokki fé- lagsins á árunum 1970-86, auk þess sem hann þjálfaði og lék með FH í annarri og fyrstu deild og lék eitt tímabil með Selfossi í annarri deild. Hann hefur skorað flest mörk á ís- landsmótinu í knattspymu í fyrstu deild, lék með unglingalandshðinu og lék sautján leiki með landshðinu. Ingi Bjöm hóf knattspymuþjálfun 1975. Hann hefur nú þjálfað meist- araflokk Vals sl. þijú ár. Fjölskylda Kona Inga Bjöms er Magdalena Kristinsdóttir, f. 27.6.1953, húsmóðir og fóstra. Hún er dóttir Kristins Finnssonar, múrarameistara í Stykkishólmi, og Sigurbjargar Sig- urðardóttur, starfskonu við sjúkra- húsið í Stykkishólmi. Böm Inga Bjöms og Magdalenu em Kristbjörg Helga, f. 1975, nemi; Ólafur Helgi, f. 1976; Ingi Bjöm, f. 1978; Kristinn, f. 1981; Albert Brynj- ar, f. 1986; Thelma Dögg, f. 1987. Systkini Inga Bjöms em Helena Þóra, f. 26.11.1947, húsmóðir í Bandaríkjunum, og Jóhann Hah- dór, f. 24.7.1958, lögfræðingur hjá bankaeftirhti Seðlabankans. Foreldrar Inga Bjöms era Albert Guðmimdsson, f. 5.10.1923, sendi- herra íslands í París, og kona hans, Brynhildur Hjördís Jóhannsdóttir, f. 26.8.1926, húsmóðir. Ætt Albert er sonur Guðmundar, guh- smiðs í Reykjavík, Gíslasonar, b. í Berjanesi imdir Eyjafiöhum, Gísla- sonar, b. á Minni-Borg undir Eyja- fiöhum, Guðmundssonar, b. á Svartanúpi, Runólfssonar, forstjóra Innréttinganna í Reykjavík, Klem- enssonar. Móðir Gísla í Beijanesi var Hahdóra Sigurðardóttir, systir Sigurðar, langafa Óla Kr. Sigurðs- sonar í Ohs. Móðir Hahdóra var Hahdóra Runólfsdóttir, systir Þór- haha, afa Páls, afa alþingismann- anna Jóns Helgasonar og Hjörleifs Guttormssonar. Móðir Guðmundar var Guðrún Bjömsdóttir, systir Guðjóns, langafa Jóhönnu Sigurð- ardóttur félagsmálaráðherra. Móðir Alberts var Indíana Bjama- dóttir, sjómanns í Neskaupstað, Vil- helmssonar, húsmanns í Bjama- borg, Eyjólfssonar. Móðir Indíönu var Ingibjörg Guðmundsdóttir, sjó- manns í Friðrikskoti á Álftanesi, Guðmundssonar. Brynhhdur er dóttir Jóhanns Frí- manns, framkvæmdastjóra Síldar- verksmiðja ríkisins á Seyðisfirði og síðast starfsmanns Verðlagsstofn- Ingi Björn Albertsson. unar, Guðmimdssonar, frá Hrúts- stöðum í Fljótum, Jónssonar og konu hans, Guðrúnar Magnúsdótt- ur. Móðir Brynhildar var Þóra, syst- ir Gunnfríðar myndhöggvara og móðursystir Hahdóra Eggertsdótt- ur námssljóra. Þóra var dóttir Jóns, b. á Kirkjubæ í Norðurárdal í Húna- vatnssýslu, Jónssonar, b. á Syðstu- Grund í Blönduhhð, Gunnarssonar, b. í Miðhúsum, Guðmundssonar. Móðir Jóns var Guðbjörg Klemens- dóttir, b. á Vöglum, Þorkelssonar. Móðir Þóra var Halldóra Einars- dóttir, skálds og galdramanns á Bólu, Andréssonar, b. á Bakka í Viðvíkursveit, Skúlasonar. Móðir Hahdóra var Margrét Gísladóttir fráHrauniíTungu. Afmæli Ásta Kristrún Ragnarsdóttir Asta Kristrún Ragnarsdóttir, fpr- stöðumaður Námsráðgjafar HÍ, Þingholtsstræti 28, Reykjavík, er fiöratíuáraídag. Starfsferill Ásta er fædd í Reykjavík og sleit bamsskónum á Jörva við Suður- landsveg. Hún lauk stúdentsprófi úr fommáladeild Menntaskólans við Tjömina, var við nám í frönsku, latínu og grísku í Caen í Frakklandi um eins og hálfs árs skeið og lauk B.A.-prófi frá HÍ í frönsku og sálar- og uppeldisfræði. Ásta lauk viðbót- amámi í námsráðgjöf frá Háskólan- um í Þrándheimi. Hún hefur starfað við hótel- og ferðamál, sem kynnir í bamatíma Sjónvarpsins og við tungumálakennslu. Síðustu 11 árin hefur hún starfað sem námsráðgjafi við HÍ og síðustu tvö árin sem for- stöðumaður Námsráðgjafar HÍ. Var fyrsti námsráðgjafinn sem ráðinn var tilHÍog hefur í því sambandi verið virk í uppbyggingu og mótun námsráðgjafar hér á landi. Auk nefndarstarfa innan HÍ hefur Ásta starfað fyrir Kvennaframboðið í Reykjavík, m.a. fuhtrúi í íþrótta- og tómstundaráði. Átti sæti í Bama- vemdarráði íslands og í tengslum við það skipuð í Tæknifijóvgunar- nefnd dómsmálaráðuneytisins. Er fuhtrúi HÍ í jafiiréttisnefnd BHMR. Hefur sinnt ýmsum útgáfumálum og greinaskrifum í tengslum við námsráðgjöf. Fjölskylda Ásta giftist í ágústmánuði 1975 Valgeiri Guðjónssyni, f. 23.1.1952, tónhstarmanni og félagsráðgjafa. Hann er sonur Guðjóns Valgeirs- sonar lögfræðings og Margrétar Ámadóttur tómstundaleiðbein- anda. Synir Ástu og Valgeirs era Ami Tómas, f. 9.5.1977, og Amar Tómas, f. 10.5.1989. Systkini Ástu era: Kristján Tóm- as, prófessor og endurhæfingalækn- ir við Mount Sinai sjúkrahúsið í New York, kvæntur Hrafnhildi Ágústsdóttur, hjúkranarfræðingi og glerhstarkonu, og eiga þau fiórar dætur; Lára Margrét, heilsuhag- fræðingur og alþingiskona, gift Ól- afi Grétari Guðmundssyni augn- lækni, og eiga þau þrjú böm; Árni Tómas gigtarlæknir, kvæntur Selmu Guðmundsdóttur píanóleik- ara, og eiga þau þijá syni; og Hah- Ásta Kristrún Ragnarsdóttir. grímur Tómas viðskiptafræðingur, kvæntur Önnu Haraldsdóttur íþróttakennara, og eiga þau tvo syni. Foreldrar Ástu: Ragnar Tómas Ámason, f. 13.3.1917, d. 3.3.1984, útvarpsþulur, og Jónína Vigdís Schram, f. 14.6.1923, húsmóðir og læknafuhtrúi. Bjarni Th. Rögnvaldsson Sr. Bjami Th. Rögnvaldsson, Safa- mýri 42, Reykjavík, er sextíu ára í dag. Starfsferill Bjami er fæddur á Húsavík og alinn upp á Siglufirði. Hann lauk kennaraprófi 1953 og hefur starfað sem kennari og skólasfióri ahs í 18 ár. Lauk kandidatsprófi í guðfræði 1983 og hefur verið í prestsþjónustu í fimm ár og auk þess hefur hann unnið við fiölmörg önnur störf. Hef- ur dvahð erlendis við nám og ýmis störf í nokkrum löndum í mörg ár. Bjami hefur skrifað og gefið út nokkrar bækur og fiórar era næst- um thbúnar í handriti og þar af era tveirsöngleikir. Fjölskylda Bræður Bjama era: Pétur, f. 22.4. 1934, nú búsettur í Kalifomíu; og Sveinn Freyr, f. 1.6.1936, búsettur í Reykjavík. Foreldrar Bjama: Rögnvaldur Freysveinn Bjamason, f. 5.3.1910, d. 15.12.1968, múrarameistari, og Elísabet Theodórsdóttir, f. 21.11. 1907, húsmóðir í Reykjavík. Ætt Rögnvaldur Freysveinn var sonur Bjama, b. í Hólkoti í Staðarhreppi, Oddssonar, b. í Hólkoti, Hermanns- sonar, b. á Efra-Hóh í Ólafsfiröi. Móðir Bjama var Sigríður Bjama- dóttir, b. að Ytri-Á, Magnússonar. Móðir Rögnvaldar var Fihppía Þorsteinsdóttir, nálasmiös og b. í Miklagarði, Amþórssonar, b. á Krit- hóh, Amþórssonar. Móðir Fihppíu var Karóhna Jóhannesdóttir, b. á Ytra-Skörðugih, Jónssonar og Fihppíu Gísladóttur. Ehsabet er dóttir Theodórs rithöf- imdar Friðrikssonar Kristjáns, b. á Hofi á Flateyjardal, Jónssonar, b. í Austari-Krókum. Móðir Theodórs var Sesseha Elíasdóttir, b. í Vík á Flateyjardal, Jónssonar, og Vigdísar Sr. Bjarni Th. Rögnvaldsson. Þorsteinsdóttur frá Neðribæ. Móðir Ehsabetar var Sigurlaug Jónasdóttir, b. í Hróarsdal, Jónsson- ar, b. í Hróarsdal, Benediktssonar. Vigdís Finnbogadóttir Vigdís Finnbogadóttir, húsmóðir og bóndi, Litlu-Eyri, Bhdudal, er sjötug ídag. Fjölskylda Vigdís er fædd að Hóh í Ketildöl- um í Amarfirði og ólst upp á þeim slóðum. Hún nam við Húsmæðra- skólann á Staðarfehi veturinn 1941-42, dvaldi í Hafiiarfirði og Reykjavík við nám ogstörf til 1944 og flutti síðan til Bíldudals þar sem hún hefur lengst af verið húsmóðir og bóndi á Litlu-Eyri við Bíldudal. Vigdís gjftíst 31.12.1945 Bjama Hannessyni, f. 30.5.1912, d. 6.3.1968, sparisjóðssfióra og bónda. Foreldrar hans: Hannes Stephensen, kaup- maðiu- á Bhdudal, og Sigríður Páls- dóttir. Böm Vigdísar og Bjama: Hannes, f. 17.6.1946, byggingameistari, maki Bima Jónsdóttir, þau eiga fiögur böm; Helga, f. 19.6.1947, húsmóðir, maki Úlfar B. Thoroddsen, þau eiga þijú böm; Sigríður, f. 2.10.1949, húsmóðir, maki Guðmundur Sævar Guðjónsson, þau eiga þijú böm; Finnbjöm, f. 27.12.1950, umboðs- maður; Theodór Agnar, f. 20.4.1952, yiðskiptafr æðingur, maki Ágústa ísafold Sigurðardóttir, þau eiga eitt bam; Svanhvít, f. 27.1.1954, skrif- stofumaður, maki Ólafur Amar Krisfiánsson, þau eiga tvö böm; Amihs, f. 19.8.1956, kennari, maki Amar Grétar Pálsson, þau eiga tvö böm; Jón Sigurður, f. 19.8.1956, byggingameistari, maki Heba Harð- ardóttir, þau eiga tvö böm; Jó- hanna, f. 26.8.1958, húsmóðir, maki Lúðvík Guðjónsson, þau eiga þijú böm; Hreinn, f. 26.8.1958, verktaki, maki Guðný Sigurðardóttir, þau eiga þijú böm; Ema, f. 9.7.1961, bankastarfsmaður, Ema á eitt bam; Gísh Ragnar, f. 18.5.1964, nemi. Systkini Vigdísar: Guðbergur, f. 9.2.1919, d. 3.7.1986; Jóhanna, f. 21.9. 1920; Ragnhildur, f. 24.2.1924; Ehn, f. 23.10.1926; Marinó, f. 5.4.1931; Sigríður.f. 5.4.1931. Foreldrar Vigdísar vora Finnbogi Jónsson, f. 3.1.1891, d. 20.3.1975, Vigdis Finnbogadóttir. bóndi, og Sigríður Gísladóttir, f. 25.4. 1896, d. 27.3.1956, húsfreyja, þau bjuggu að Hóh í Ketildölum í Amar- firði. Vigdís er að heiman. Snjólaug Gurtmundsdóttir, Hafgrímsstöðum, Lýtingsstaðahreppi. Kristinn Friðriksson, Vogatungu 59, Kópavogi- Margrét Lárusdóttir, -v Ðunhaga 23, Reykjavík. Guðiaug Björnsdóttir, Dvalarheimilimi Höföa, Akranesi. Ami Sigfússon, Bugðulæk 6, Reykjavík. Sigríður Sigurðardóttir, Háteigi 2d, Keflavik, Hún tekur á mótí gestum h)á dóttur kbi sinni í Bjarma- iandi 5 i Sand- getði kl. 20-23. Sigriður Stefánsdóttir, Kópavogsbraut 83, Kópavogi- Ágústa Þorkelsdóttir, Helgugötu i. Borganiesi. : ; ý Jón V. Bjamason, Vaiþjófsstað 2, Fljótsdalshreppi. Guðný Sigfriður Jónsdóttir, Purugeröi 1, Reykjavík. Jón Kr. BjarnuHon, Hamrahliö 37, Reykjavík. Kristján Jóhannsson, Dvergabakka 20, Kópavogi. Ágúst Þórhalisson, Langhúsum, Fljótsdalshreppi. Valborg Kristjánsdóttir (á afmæli 26.8), Strandgötu 32, Neskaupstað. Tryggvi Vuldemarsson, Engi, BárödælahreppL Stefán örvar Hjaltason, :;, Vogsholti 7, Raufarhöfh. Ástriður Kristlnsdóttir, Mánatröð 18, Egilsstööuin. Gn'flnug Björnsdóttir, Vesturgötu 24b, Akranesi. Vilhjáhnur HaUgrimsson, Móasíðu 3b, Akureyri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.